Morgunblaðið - 03.03.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 29
DAGLEGT LÍF Í MARS
Ég er nú hálfgerð moldvarpa, ég hef svomikla þörf fyrir að vera úti í nátt-úrunni og get alls ekki unnið innan-dyra á sumrin, ekki einu sinni hand-
verkið sem ég þó hef svo mikinn áhuga á,“ segir
Austfirðingurinn Sigrún Björgvinsdóttir sem
leyfir þessu moldvörpueðli að njóta sín í list-
sköpun þeirri sem hún hefur sinnt undafarinn
rúman áratug. Efniviðurinn er ullin af íslensku
sauðkindinni, sem hún þæfir og býr til úr myndir
og myndefnið er oftast úr íslenskri náttúru.
Rammana utan um myndirnar býr hún sjálf til úr
íslensku lerki, enda er hún mikil skógræktarkona
og trén birtast gjarnan í myndunum sjálfum, með
einum eða öðrum hætti. „Ég skírði börnin mín öll
trjánöfnum, þau heita Víðir, Hlynur, Björk, Lára
eins og lárviður og Linda eins og linditré.“
Sigrún yrkir líka ljóð við sum verkanna, segir
myndirnar stundum kveikja vísu sem hún lætur
þá fylgja myndinni, enda heitir sýning hennar
sem nú stendur yfir í Gerðubergi, „Ort í ull“. Hún
segist geta hnoðað saman vísur og að hún hafi
fengið ágæta færni í hinu talaða orði. „En ekki
fékk ég tónlistargáfuna sem þó er mjög ríkjandi í
minni ætt. Ég hefði svo gjarnan viljað fá svolitla
tónlistargáfu, en ég verð þá bara að nýta hitt sem
mér var gefið.“
Yndislegt ævintýri úti í Kanada
Þessi kraftmikla kona lætur sér aldrei leiðast
og hún segir hugarfarið skipta öllu máli á efri ár-
um. „Maður þarf ekki að verða aumingi þó maður
verði sjötugur. Mér fannst svo jákvætt að komast
á eftirlaunaaldur og geta farið að sinna mínum
hugðarefnum að ég hélt afmælisveislu þegar ég
varð 67 ára. En það er eini afmælisdagurinn
minn sem ég hef haldið upp á, enda finnst mér
það hafa verið merkustu tímamótin í lífi mínu. Þá
gat ég líka farið að ferðast til útlanda,“ segir Sig-
rún sem hefur alltaf haft mikla frelsisþörf og
þráð að komast sem víðast út fyrir landsteinana.
Hún hefur látið verða af því eftir að hún hætti að
vinna. „Ég fór til Kanada til að tala íslensku við
afkomendur vesturfaranna, því ég vildi komast
að því hvort það væri rétt að þeir töluðu íslensku,
sem var raunin. Mér þykir svo stórmerkilegt að
þetta fólk, sem er fætt og uppalið þarna úti, skuli
tala hið gamla tungumál forfeðranna og halda því
svona vel við. Ég fór þarna út án þess að þekkja
nokkurn mann og var í þrjá mánuði. Þetta var al-
veg frábær ferð og ég bjó hjá yndislegri konu
sem kynnti mig alltaf sem „The lady from Ice-
land“. Þegar ég kom heim þá fannst mér þetta
svo yndislegt ævintýri að ég stóðst það ekki að
skrifa bók um dvöl mína og upplifun í Kanada.“
Sigrún hefur einnig gefið út tvær aðrar bækur
sem eru fyrir börn, en segist ekki ætla að skrifa
fleiri bækur.
Ekkert mál að fara ein út í heim
Ferðalögin heilla og hún stefnir á að bregða
sér til Ástralíu á þessu ári og heimsækja þar
góða íslenska vinkonu og jafnvel koma við á Ind-
landi í leiðinni. „Fólk tekur andköf yfir því að ég
skuli vera að ferðast þetta einsömul, en það er
ekkert mál. Af hverju ætti ég ekki að geta það
rétt eins og allir hinir á mínum aldri sem ferðast
um heiminn? Ég fór til Bandaríkjanna og var þar
í fimm mánuði, bæði til að heimsækja stúlku sem
hafði verið skiptinemi hjá mér og líka til að fara í
jógaskóla, en sá skóli brást nú reyndar. Ég
keyrði meðal annars í gegnum New York og sá
tvíburaturnana, en stórborgum er ég ekki hrifin
af.“
Sigrún er fædd á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal,
ólst upp á Víðilæk í Skriðdal en býr nú á Egils-
stöðum. Hún er kannski öðrum fegnari að hafa
allan daginn fyrir sig til eigin hugðarefna, af því
hún hefur þurft að vinna mikið um dagana. „Við
systkinin erum ellefu og móðir okkar lést þegar
ég var sextán ára og þá þurfti ég að taka við
heimilisstörfunum í nokkur ár og sjá um yngri
systkini mín sem voru sex. Meðal annars þurfti
ég að gera fatnað á alla fjölskylduna og þá kom
sér vel að ég var hugmyndarík í hönnun. Ég
gerði sniðin sjálf og hannaði munstrið í prjóna-
flíkurnar og fannst það skemmtilegt. En minn
draumur var að komast í skóla en það tafðist af
þessum sökum en seinna komst ég þó og lauk svo
stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laug-
arvatni.“ Sigrún vann við hin ýmsu störf eftir
það, kenndi meðal annars til margra ára á Eið-
um, var blaðamaður um tíma en síðustu starfs-
árin komst hún í draumastarfið þegar hún fór að
vinna á gróðrarstöð. „Þegar ég fór svo á nám-
skeið fyrir um tólf árum í flókavinnu þá vissi ég
ekkert hvað það var en féll alveg fyrir þessu og
mér finnst rosalega gaman að þæfa ull og búa til
myndir úr henni. Fyrstu árin gerði ég alltaf
myndir af trjám en braust svo út úr því og nú eru
fjöllin og hafið líka komin inn í þetta og ab-
straktmunstur líka,“ segir Sigrún, sem einnig
býr til samkvæmissjöl úr silki sem hún þæfir.
Hún er mjög þakklát fyrir hvað fólkið í Gerðu-
bergi hefur tekið vel á móti henni og segir það
ótrúlega lífsreynslu fyrir sig að halda svona al-
vöru sýningu.
ÁHUGAMÁLIÐ | Sigrún Björgvinsdóttir ætlar ekki verða aumingi þó að aldur færist yfir
Ég elska bækur, ull og skóg
Þessi flókamynd heitir
Við sjóinn og henni fylgir vísa:
Leikur aldan létt við strönd,
ljúfur blær um vanga strýkur.
Við skulum leiðast hönd í hönd
hingað þegar degi lýkur.
Morgunblaðið/Ásdís
Sigrún skírði börnin sín öll trjánöfnum.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Sýning Sigrúnar í Gerðubergi stendur til 19. mars
og er hún sjálf alltaf á staðnum um helgar og
spjallar þá við sýningargesti.
STAFAGANGA, eða Nordic Walk-
ing, hefur öðlast vinsældir víða um
heim þar sem um góða hreyfingu er
að ræða og mikla brennslu. Á vef
MSNBC er greint frá því að í
Bandaríkjunum sé þekkingin á
stafagöngu að breiðast út. Stafirnir
sem notaðir eru minna á skíðastafi
en eru þó með sérstöku gúmmíi
neðan á þannig að þægilegt sé að
nota þá á malbiki líka. Yfirleitt er
hægt að renna þeim saman svo lítið
fari fyrir þeim þegar þeir eru ekki í
notkun.
Stafirnir ýta undir hreyfingu og
notkun efri hluta líkamans á göng-
unni og byggja upp vöðva í hand-
leggjum og öxlum, auk þess að
koma hjartslættinum af stað. Sam-
kvæmt rannsókn frá árinu 2002 er
brennsla þeirra sem nota stafi á
göngu 20% meiri en þeirra sem
ganga án stafa.
Stafaganga er enn sem komið er
þekktust í Evrópu en hana er þó
hægt að stunda hvar sem er. Á vef
MSNBC er rætt við Finna og Svía
sem búsettir eru í Bandaríkjunum
og breiða út boðskapinn í nýjum
heimkynnum.
Stafaganga er ekki bara hentug
fyrir þá sem vilja auka brennslu í
göngutúrnum, heldur einnig fyrir
þá sem eiga við meiðsl í fótum eða
mjöðmum að etja. Stafirnir geta þá
tekið hluta álagsins af fótunum.
Morgunblaðið/Ásdís
HREYFING
Stafirnir
auka
brennsluna
HORMÓNIÐ prolaktín getur
verið svarið við þeirri spurn-
ingu af hverju fólk fær meiri
ánægju út úr kynlífi með ann-
arri manneskju en sjálfsfróun.
Á vefnum forskning.no kem-
ur fram að líkaminn framleiðir
prolaktín í auknum mæli eftir
fullnægingu og niðurstöður
rannsókna benda til þess að
aukningin sé liður í því að
dempa kynlöngun eftir full-
nægingu. Prolaktín vinnur
þannig gegn áhrifum dópamíns
en framleiðsla þess eykst við
aukna kynlöngun. Prolakt-
ínmagnið gefur því vísbendingu
um hversu sterk fullnægingin
var. Þrjár rannsóknir mældu
prolaktínmagn hjá körlum og
konum sem annað hvort höfðu
samfarir á tilraunastofu eða náðu
fullnægingu með öðrum hætti.
Hjá báðum kynjum var aukning
prolaktínmagns 400% meiri eftir
fullnægingu við kynmök en eftir
sjálfsfróun. Að mati vísindamann-
anna bendir það til þess að kyn-
mök gefi lífeðlisfræðilega sterk-
ari fullnægingu, með öðrum
orðum fjórum sinnum betri.
Reuters
RANNSÓKN
Kynlíf með
öðrum er
betra
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk
Kaupmannahöfn - La Villa
Ársfundur 2006