Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÍBÚAFUNDUR verður haldinn
laugardaginn 4. mars nk. þar sem
rætt verður um leiðir til
að Garðabær komist í
fremstu röð sem snyrti-
legur og umhverfis-
vænn bær.
Bæjarstjórn Garða-
bæjar hefur samþykkt
að setja af stað vinnu til
að Garðabær komist í
fremstu röð bæj-
arfélaga sem snyrti-
legur og umhverf-
isvænn bær, en það er
eitt af markmiðum
Staðardagskrár 21 í
Garðabæ. Mikilvægt er
að allir bæjarbúar sam-
einist um þetta mark-
mið og vinni að því að í
bænum sé fallegt, heil-
næmt og aðlaðandi um-
hverfi. Markmiðið nær
bæði til verndunar um-
hverfis og náttúru í
bæjarlandinu og ekki
síður til þess að snyrti-
mennska sé ríkjandi í
þéttbýlinu.
Hvað á að
hafa forgang?
Ég hvet alla íbúa sem eiga þess
kost að koma og taka þátt í umræðu
um hvernig best verði staðið að því að
bærinn sé okkur til sóma og standi
undir nafni sem fallegasti bær lands-
ins. Þema íbúaþingsins er „Garða-
bær, snyrtilegasti bærinn“.
Við sem búum í Garðabæ vitum
hve gott er að búa þar, en góður bær
getur alltaf orðið betri. Eftir því sem
við erum meira meðvituð um um-
hverfi okkar, verða kröfurnar jafn-
framt hærri. Þeim sem er sama um
umhverfi sitt, eru líklega ekki í góð-
um málum í sínu næsta umhverfi.
Það eru mýmörg verkefni sem geta
gert bæinn meira aðlaðandi. En
hvernig á forgangsröðin að vera?
Góðir göngu- og hjólreiðastígar
Við vitum að það teljast sjálfsögð
lífsgæði að geta gengið eða hjólað um
bæinn á góðum stígum í snyrtilegu og
fallegu umhverfi, einnig milli bæj-
arhluta, eftir ströndinni og til ná-
grannabæjarfélaga. Og áfram viljum
við komast upp í útmörkina t.d. á
skógræktarsvæðin ofan byggðar og
ekki síst í og um okkar
sérstöku náttúru sem
eru t.d. vötnin og
hraunin. Við viljum að
aðgengið sé gott, að all-
ir geti notið útivistar í
því stórbrotna umhverfi
sem Garðabær hefur
upp á að bjóða.
Græni trefillinn sem
umliggur byggð höf-
uðborgarsvæðisins er
umsjónarsvæði skóg-
ræktarfélaganna. Þar
er markmiðið að bæta
aðgengi til útivistar
með aðalstíg um skóg-
ræktarsvæðin og teng-
ingu yfir í næsta bæj-
arfélag og þar næsta.
Göngu og hjólreiða-
stígar þurfa að vera
góðir malbikaðir
aðalstígar en fjöl-
breytileg útivist er
nauðsyn, og má t.d. geta
þess að ágætir reið-
stígar eru komnir um
þetta svæði.
Fallegt umhverfi
Snyrtimennska verður ekki full-
komin nema allir hjálpist að. Það dug-
ar ekki til þótt starfsmenn bæjarins
tíni rusl í umhverfinu og einn þeirra
sé sístarfandi að því verki. Allir þurfa
að vera virkir í að hirða upp rusl í
næsta umhverfi og ekki síst að varast
að rusl fjúki t.d. á leið sinni eftir
Reykjanesbrautinni að grenndarstöð
Sorpu. Einnig er brýnt að fólk sé ekki
að halda uppá bílhræ og álíka rusl
heima á lóðum, sem varla getur talist
til prýði.
Garðbæingar eru hvattir til að
mæta á íbúafundinn og taka þátt í að
koma Garðabæ í fremstu röð sem
snyrtilegur og umhverfisvænn bær.
Fundurinn verður haldinn í Flata-
skóla laugardaginn 4. mars frá kl. 11
til 14.
Frábær bær Garðabær
Erla Bil Bjarnardóttir fjallar
um umhverfismál í Garðabæ
’Mikilvægt er aðallir bæjarbúar
sameinist um
þetta markmið
og vinni að því að
í bænum sé fal-
legt, heilnæmt
og aðlaðandi um-
hverfi.‘
Erla Bil Bjarnardóttir
Höfundur er garðyrkjustjóri
Garðabæjar og íbúi í Garðabæ.
MIKIL gróska er í atvinnulífinu á
Íslandi. Atvinnuþátt-
taka kvenna jafnt sem
karla er mikil og vinnu-
dagurinn langur hjá
mörgum. Þetta eru
staðreyndir sem ekki
verður litið framhjá.
Ungt fólk leggur á sig
langt og strembið nám
til að öðlast aukin at-
vinnutækifæri og það
er kallað eftir þátttöku
þess í atvinnulífinu.
Margir takast á við erf-
ið og flókin verkefni og
miklar kröfur eru gerð-
ar til starfsmanna ým-
issa fyrirtækja og stofnana. Tilveran
snýst að mörgu leyti um vinnuna –
en hvar eru fjölskyldan og börnin?
Fæðingar- og foreldraorlofið er af-
ar mikilvægur tími fyrir foreldra til
að tengjast og vera með barninu
sínu fyrstu mánuðina í lífi þess og
margir njóta þess tíma vel – bæði
feður og mæður. En fljótlega eftir að
orlofinu lýkur tekur við hraður og
harður raunveruleikinn – þar sem
keyrt er hratt og fólk upplifir stress-
aðan hversdagsleikann.
Unga fólkið sem er að byrja bú-
skap, eignast börn og koma sér upp
húsnæði gerir jafnframt miklar kröf-
ur til sjálfs sín og álagið er mikið.
Margir eiga erfitt með að láta hlut-
ina ganga upp og eru í stöðugu
kapphlaupi við tímann. Fyrirtæki og
stofnanir bjóða í minna
mæli upp á hlutastörf –
krafan er full vinna!
Þetta ástand gerir
það að verkum að ungir
foreldrar kalla eftir
lengri og lengri vist-
unartíma fyrir börn sín
í leikskólunum og þeir
knýja stöðugt á um að
börnin komist yngri og
yngri inn í leikskólana.
Svona er Ísland í dag!
Leikskóladagur
margra barna er lang-
ur, en um 80% barna á
höfuðborgarsvæðinu
eru allan daginn í leikskólanum eða
8–9,5 klst. á dag. Það segir sig sjálft
að álagið er því mikið á börn, for-
eldra og starfsfólk leikskólanna.
Jafnvægi á milli fjölskyldu- og at-
vinnulífs er vandfundið og erfitt fyrir
marga að finna hið gullna jafnvægi.
Flestir foreldrar óska sér lengri tíma
með börnum sínum og fjölskyldu og
margir þjást af samviskubiti yfir
löngum degi barna sinna í leikskól-
anum. Leikskólar á Íslandi eru góð-
ar stofnanir og þar er rekið metn-
aðarfullt og öflugt starf. Mikilvægt
er að börn gangi í leikskóla og öðlist
þar þroska og þekkingu í félagsskap
við jafnaldra sína og vini, undir leið-
sögn fagmenntaðs fólks í uppeldi og
menntun lítilla barna.
Á hátíðarstundum er talað um
fjölskyldustefnur og sveigjanlegan
vinnutíma en hvernig er þetta í
raun? Í nýlegum rannsóknum kemur
í ljós að sveigjanlegur vinnutími skil-
ar sér ekki í meiri samvistum for-
eldra og barna heldur miklu fremur í
lengingu vinnutímans þar sem við-
komandi tekur vinnuna með sér
heim og bætir heldur við vinnu-
framlagið.
En hvað er til ráða og hver ber
ábyrgðina? Til að ræða stöðu barna í
íslensku samfélagi er boðað til ráð-
stefnu „Hve glöð er vor æska?“ á
Grand hóteli í Reykjavík í dag, 3.
mars. Að ráðstefnunni standa bæj-
arfélögin Garðabær, Mosfellsbær,
Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær.
Skráning fer fram á www:con-
gress.is.
Hversu glöð er vor æska
í kröfuhörðu samfélagi?
Hrafnhildur Sigurðardóttir
fjallar um átaksverkefnið
„Hve glöð er vor æska“. ’Jafnvægi á milli fjöl-skyldu- og atvinnulífs er
vandfundið og erfitt fyrir
marga að finna hið gullna
jafnvægi.‘
Hrafnhildur
Sigurðardóttir
Höfundur er leikskólafulltrúi
á Seltjarnarnesi.
NÝLEGA var því slegið upp í frétt
í Morgunblaðinu og í Kastljósi að
leikskólagjöld í Garðabæ væru þau
hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst
er að gjaldið er alls ekki það eina
sem skiptir máli þegar
þjónusta sveitarfélaga
er metin og borin sam-
an. Það skiptir mestu
máli að geta gengið að
öruggri og góðri þjón-
ustu vísri og að geta
valið þá leið sem hentar
hverju barni og hverri
fjölskyldu best.
Öll börn sem náð
hafa 18 mánaða aldri 1.
september ár hvert
eiga kost á leik-
skóladvöl í Garðabæ og
þar er því enginn bið-
listi í leikskóla. Þótt viðmiðið sé 18
mánaða börn hefur allt að 15 mánaða
gömlum börnum verið boðin leik-
skóladvöl. Leikskólar í Garðabæ eru
ekki lokaðir á sumrin, þeir starfa eft-
ir ákveðnu gæðakerfi og foreldrar
hafa að öllu jöfnu val um leikskóla.
Garðabær niðurgreiðir dagvistun
barna hjá dagforeldrum frá 12 mán-
aða aldri. Niðurgreiðslan miðar að
því að gjaldið, sem foreldrar greiða,
sé það sama hvort sem barn er vistað
hjá dagforeldri eða er í leikskóla.
Veittur er systkinaafsláttur ef barn
hjá dagforeldri á systkin í leikskóla.
Dagforeldrar hafa lýst ánægju sinni
með fyrirkomulag þessara mála í
Garðabæ og bent á hann sem fyr-
irmynd fyrir önnur sveitarfélög.
Í Garðabæ er miðað við að leik-
skólagjöld standi undir um 25–30%
af rekstrarkostnaði leikskóla. Það
sem á vantar er fjármagnað af skatt-
tekjum bæjarins. Á
undanförnum árum
hafa leikskólagjöld í
Garðabæ hækkað í
samræmi við almenna
verðlagsþróun þótt
önnur sveitarfélög hafi
lækkað eða breytt sín-
um gjaldskrám. Lækk-
un eða niðurfelling leik-
skólagjalda þýðir að
ráðstafa þarf stærri
hluta af skatttekjum til
að fjármagna rekstur
leikskólans en gert er í
dag. Það hefur þau aug-
ljósu áhrif að draga verður úr þjón-
ustu á öðrum sviðum eða leggja
hærri skatta á bæjarbúa. Slíkar að-
gerðir geta bitnað á þjónustu við
barnafólk á öðrum vettvangi eða öðr-
um hópi bæjarbúa sem bærinn hefur
líka skyldur gagnvart. Með því að
láta leikskólagjöld standa undir
ákveðnu hlutfalli kostnaðar er því
sýnd ábyrg fjármálastjórnun.
Eðli málsins samkvæmt eru
yngstu börnin dýrust ef þannig má
að orði komast – þar eru færri börn
um hvern starfsmann. Gjaldið er
samt það sama, hver sem aldur
barnsins er og kostnaður þannig
jafnaður út. Hvort og hvernig ná-
grannasveitarfélögin breyta gjald-
skrám sínum, þegar þau ná þeim
áfanga að taka yngri börn inn á leik-
skólana, verður fróðlegt að fylgjast
með.
Það er fleira matur en feitt kjöt,
sagði Kristján Kristjánsson, umsjón-
armaður Kastljóss, í upphafi umfjöll-
unar um kostnað við að eiga barn á
leikskóla og í grunnskóla, “… og þeg-
ar kemur að útgjöldum almennings
eru það ekki bara skattar sem skipta
máli heldur líka hvað sú þjónusta
kostar sem til að mynda sveit-
arfélögin veita,“ bætti hann við.
Þarna hitti Kristján naglann á höf-
uðið. Það eru ekki bara skattarnir
sem skipta máli og ekki bara verð
þjónustunnar. Þegar verið er að bera
saman þau kjör sem sveitarfélög
bjóða íbúum sínum verður að skoða
málið í heild sinni en ekki einblína á
einstaka þætti þess.
Stærsti tekjuliður sveitarfélaga er
útsvarið. Útsvarið vegur jafnframt í
flestum tilfellum þyngst hjá íbúum
sveitarfélaganna, líka þeim sem eiga
börn á leikskóla og/eða í grunnskóla.
Útsvar sveitarfélaganna sem borin
voru saman í Kastljósinu er á bilinu
12,35%–13,03% og er það næstlægst í
Garðabæ eða 12,46%.
Fasteignagjöld eru annar liður
sem vegur þungt í pyngju íbúanna.
Fasteignagjöldin eru líka mishá milli
sveitarfélaganna átta.
Í dæmum sem sýnd eru í með-
fylgjandi töflum er borinn saman
kostnaður fjölskyldna eftir því í
hvaða sveitarfélagi þær búa, af þeim
átta sem borin voru saman í Kast-
ljósi. Í þessum samanburði er reikn-
að með kostnaði við börn hjá dagfor-
eldri, á leikskóla og í grunnskóla auk
útsvars og fasteignagjalda sem fjöl-
skyldurnar greiða.
Eins og þessi dæmi sýna eru út-
gjöld fjölskyldna með eitt barn hjá
dagforeldri og annað í leikskóla
lægst í Garðabæ, hvort sem tekið er
dæmi af hjónum eða einstæðu for-
eldri. Þegar tekið er dæmi um fjöl-
skyldu með eitt barn í leikskóla og
eitt í grunnskóla er kostnaður í
Garðabæ í meðallagi og munar litlu
hlutfallslega á ódýrasta sveitarfé-
laginu og Garðabæ. Hér skal ítrekað
að enn og aftur er borið saman verð
og skattheimta en gæði þjónust-
unnar ekki metin þótt þau skipti for-
eldra ekki minna máli. Hvort sem lit-
ið er til útgjalda eða gæða þjónustu
er hins vegar ljóst að það er eft-
irsóknarvert fyrir fjölskyldur á öllum
aldri að búa í Garðabæ.
Sveitarfélögin hafa sjálfræði um
margt í sínum rekstri og eðlilegt að
munur sé á verði og gæðum þjónustu
þeirra. Umræða um það hvernig
sveitarfélögin í landinu standa sig er
mjög af hinu góða. Hún er forsenda
þess að íbúar geti veitt sveitarstjórn í
sínu sveitarfélagi nauðsynlegt aðhald
og hvatt hana til að halda góðum
verkum áfram. Samanburðurinn
verður hins vegar að vera á réttum
forsendum. Ég tel mig afar heppinn
að fá tækifæri til að ræða þessi mál
og til að gera grein fyrir því hvernig
Garðabær er og hefur verið í fremstu
röð hvað varðar þjónustu við fjöl-
skyldur í landinu.
Er Garðabær
dýrasti bærinn?
Gunnar Einarsson fjallar
um dagvistargjöld
’Þegar verið er að berasaman þau kjör sem
sveitarfélög bjóða íbúum
sínum verður að skoða
málið í heild sinni en ekki
einblína á einstaka þætti
þess.‘
Gunnar Einarsson
Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
,
#-
! +
&D
&D
"
&D
*/#
,#
ED < %#$&
' &# (& ") *+&& && $, -** ." & $ "& "-& & -/$ &0 1*220
+1,,
2++3+
1*2 1+20
1*3 1**,+
1 5
* ** ,++
30 *21,
*** 3*++
*+,
,,0 01, 01, 01* ,
,03 01, 0*2 01, F
#
**12+
* * * 12+
*22 *, +
*
*, +
< A<G GA>
< A?H >>H
< A;; HGB
< AGG C;>
< B>C GC>
< BB; AH>
< BBG ><>
< B@G >BG
,!+3!5,
BCD
B
CD
B
CD
B CD
BCD
B
CD
B
CD
B
CD
BM D
&D
#-
,
! */#
+
&D
"
&D
,#
ED ? 4 ) &- &
' &# 1") 0&& &"#-$ .& & ., -** .
" && $, -**
*+3 1
0*,
,1 33 11 1 11, 1,+ ED
2**
*21 002
*,1 1 32
*,*0
+,0
5
+ +23 +*, +23 +23 +212,
+23 +11 F
#
,0 3,23
0 *+2*
000+
**2 *+2
C;@ H>>
CG< @>H
< >>H BA@
< >?B HGH
< <;? ??B
< <A< B;>
< <A> >H@
< ?B> >B>
,!+3!5,
BCD
B
CD
BCD
B
CD
B
CD
B CD
B
CD
B
CD
BM D