Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 37

Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 37 MINNINGAR ✝ Óli Viktorsson(Ole Willesen) fæddist í Risskov í Danmörku 20. Jan- úar 1936. Hann lést á líknardeild Landakots 20. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Viktor Arthur Emanuel Willesen hrepp- stjóri í Risskov kommune og Dag- mar Karoline (fædd Rasmussen) Wille- sen, bæði látin. Systkini Óla eru: Bodil Sorensen, f. 1932, býr í Kanada, Poul Willesen, f. 1934, býr í Lisbjerg, Lissi Rhoades, f. 1938, býr í Ástralíu, Jens Wille- sen, f. 1941, býr í Tranbjerg, Niels Steen Willesen, f. 1946, býr í Egå. Hinn 1. júní 1963 kvæntist Óli Guðríði Dóru Axelsdóttur, f. 22. júlí 1944. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Axel Jónsson og Sig- ríður Jóhanna Þorkelsdóttir. Börn Óla og Sigríðar Dóru eru: 1) Viktor, f. 7. júní 1964, kvæntur Ingu Eiríksdóttur, f. 28. desem- ber 1964. Þau eiga þrjú börn, Ey- rúnu, f. 13. september 1990, Úlf- ar, f. 23. ágúst 1996, Eirík f. 20. nóvember 2002. 2) Sigurður Axel, f. 3. maí 1968, kvæntur Charlottu Tate Ólason, f. 11. janúar 1972. Börn þeirra eru Anton Young, f. 25. ágúst 1995, og Bianca Hall- veig, f. 22. ágúst 2002. Óli kvæntist 2. nóvember 1974 Hrefnu Gunnlaugsdóttur, f. 17. apríl 1948. Foreldrar hennar voru: Regína Gunn- arsdóttir og Gunn- laugur Birgir Berg- mann Daníelsson. Börn Óla og Hrefnu eru 3) Valbjörk Ösp, f. 22. september 1975, gift Magnúsi Gauta Haukssyni, f. 12. október 1971. Börn þeirra eru tví- burarnir Viktoría Rós og Ísabella Rós, f. 24. janúar 2006. 4) Dagbjartur Eiður, f. 24. október 1979, barnsmóðir hans er Erla Inga Hilmarsdóttir, f. 28. desember 1983, barn þeirra er Brynja Rán, f. 11. júlí 2004. Óli ólst upp í Risskov í Dan- mörku og fékk þar venjulega skólagöngu. Hann útskrifaðist sem garðyrkjumaður 1957 frá garðyrkjuskólanum Söhus í Óð- insvéum og vann í eitt ár í garð- yrkjustöð í Nesbru í Noregi. Óli kom til Íslands í janúar 1959 og vann sem garðyrkjumaður á Laugalandi í Stafholtstungum til 1972. Hann fékk íslenskan ríkis- borgararétt í júní 1966 og breytti þá nafni sínu samkvæmt þáver- andi lögum. Árið 1972 lenti hann í alvar- legu umferðarslysi og var fatlað- ur síðan. Óli bjó í Reykjavík frá 1974 og vann í Blómavali við Sigtún í 31 ár, fyrst í grænmetisdeild, síðan á lager. Útför Óla verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Sorgin er tvíburasystir gleðinnar, þær eiga sömu móður: kærleikann. (D.G. Monrad.) Ekkert er ofviða þeim sem elsk- ar, það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn, svo lengi sem verkið er unnið. Það smáa er stórt í harmanna heim, höpp og slys bera dularlíki, og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki, en mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Ben.) Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Það er lítil hnáta, hún Brynja Rán, sem skilur ekkert í hvað varð um hann afa, en mikið varð hún ánægð þegar hún sá mynd af þér um daginn. Mikið er lagt á lítið barn sem týndi líka móðurömmu sinni fyrir rúmum mánuði. Drottinn blessi börnin og barna- börnin. Drottinn forði syni okkar frá öllu illu. Guð geymi þig. Þín að eilífu, Hrefna. Hugrenningar við dánarbeð þinn, yfir síðustu andartökum þínum í þessu lífi. „Ég er fæddur til að þjást,“ sagð- ir þú við mig í sumar eftir að í ljós kom að enn eitt áfallið á þinni lífs- leið var orðið að staðreynd. Bílslys á besta aldri skilur þig eftir sem verulega fatlaðan mann. Á fimmtíu og fimm ára afmælisdaginn hjarta- áfall og í kjölfarið stór hjartaað- gerð. Nokkrum árum síðar á ferð hjá ættingjum í Danmörku er það blóðtappi við lunga, þér vart hugað líf. Á öllu þessu má segja að þú hafir sigrast og nú kom krabbinn, við hann réðst þú ekki – þrátt fyrir þekkta þrjóskuna. Ótrúlegt hvað maður getur hugsað mikið á stutt- um tíma við svona tímamót. Stund- um er sagt að þegar fólk stendur við dauðans dyr renni æviminning- ar í gegnum hugann á örskots- stund, ég er ekki frá því að það hendi þá sem standa þeim dauð- vona nærri einnig. Nokkrar minn- ingar eru mér ofarlega í huga núna en þó stendur ein upp úr. Þegar við áttum saman veislukvöld um dag- inn með bróður þínum og mágkonu sem hingað voru komin frá Dan- mörku til að kveðja þig. Hvað við nutum matarins, veitinganna og samverunnar. Varð þessi kvöld- stund kannski til að undirstrika enn frekar að við eigum að njóta líðandi stundar? Ég gæti skrifað hér upp langan lista af minningum en ég ætla að hafa þær fyrir mig og njóta þeirra. Ég nefndi þekkta þrjósku þína hérna að ofan, en ekki voru það þín- ir einu persónutöfrar – ef töfra skyldi kalla. Stoltið var þér líka eðl- islægt, vildir sinna þinni vinnu eins og ekkert væri þrátt fyrir fötlun þína. Þar áttir þú hauka í horni í bræðrunum í Blómavali. Já, þú vildir gera hlutina sjálfur ef þess var einhver kostur. Þá fundum við sem tilheyrum fjölskyldunni hve mikils virði þér fannst að eiga fjöl- skyldu. Það mátti mikið ganga á, og satt að segja get ég ekki munað að þið Hrefna hafið verði forfölluð við einhvern viðburð sem tengist fjöl- skyldunni. Barnabörnin komu svo hin síðari árin og fyrir mér var það upplifun daginn áður en þú kvaddir, þegar þú varst samvistum við þau flest, þegar tvíburarnir hennar Völu voru skírðir. Það að fylgjast með þér deyjandi manninum bros- andi við að horfa á ungviðið segir svo margt. Já, ég sagði að þú vildir gera hlutina sjálfur og þarna mitt í skírninni notaðir þú tækifærið til að biðja prestinn að annast jarðarför- ina, já, þú vildir klára þetta sjálfur og lýsir það þér vel. Þín lukka í lífinu var að kynnast henni Hrefnu og eiga þess kost að lifa eðlilegu fjölskyldulífi þrátt fyrir afleiðingar umferðarslyssins. Hvað hún er búin að vera vakin og sofin yfir þinni velferð er alveg hreint magnað. Nú hef ég þessar hugrenningar mínar ekki lengri og kveð þig. Ég þarf vart að taka það fram að Inga, Eyrún, Úlfar og Eiríkur biðja að heilsa. Viktor Ólason. Kæri vinur, nú ert þú farinn til himna eftir erfið veikindi og hleyp- ur sjálfsagt um alla paradís, þú átt það svo sannarlega skilið, kallinn minn. Það var rigning úti er þú fórst frá þessari jarðvist líkt og himinninn væri grátandi yfir því. Óli var svili minn og þegar ég kom inn í þeirra líf, Hrefnu konu hans og barna, var ég feimin og ófram- færinn, og var mér sérstaklega vel tekið af þeim hjónum. Þau áttu fal- legt og blómlegt heimili, hjálpsemin alltaf til staðar. Sérstaklega þakka ég þann vinargreiða er ég og fjöl- skylda mín fengum að búa inni á þeim í marga mánuði meðan við byggðum okkur hús árið 1995. Það var gott að vinna ýmis smá- verk fyrir þig, því manni var vel launað á ýmsan hátt, óvænt. Við fórum í margar sumarbústaðaferðir og var brallað margt þá. Ég á eingöngu góðar og fallegar minningar um þig, þú áttir fáa þína líka, vannst þína vinnu af eljusemi, kvartaðir aldrei þrátt fyrir þína fötlun eftir slysið. Þú varst virki- lega flottur í jakkafötum með háls- tau og brjóstmynd af nýfæddu tví- burunum þeirra Völu og Magga, beiðst með að yfirgefa okkur þar til þær væru skírðar. Þín er sárt saknað og mun ég æv- inlega minnast þín með vináttu og kærleik í huga. Hrefnu, Viktori, Ingu, Sigga, Karlottu, Völu, Magga, Eiði, Erlu og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt, Óli minn, og sæll að sinni. Þinn svili og vinur Ragnar Óli. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Óla Viktors, Óla danska eins og hann var stund- um kallaður, sérstaklega þegar mönnum varð svarafátt við hans ótrúlega „húmor“. Við kynntumst fyrst þegar ég vann stuttan tíma á Laugalandi í Borgarfirði, en þar var Óli fyrir, danskur garðyrkjumaður, sem þá hafði búið hér í nokkur ár, það eru nærri 40 ár síðan. Þessum stutta tíma í starfsnámi gleymi ég ekki, ekki síst fyrir að fá að kynnast og starfa með Óla og kynnast hans ótrúlega léttu lund. Hann sá spaugilegar hliðar á flestu sem fyr- ir bar og gerði góðlátlegt grín að náunganum án þess að fara yfir strikið. Þessir mánuðir voru svo sannarlega ekki leiðinlegur tími. Aðeins nokkrum árum eftir þetta lenti Óli í mjög alvarlegu bílslysi, sem í raun breytti á svipstundu öllu í hans lífi, allt í einu varð hann ör- yrki, sem nánast ekkert gat, varla gengið óstuddur. Skyndilega var þessi ungi fríski maður næstum al- gerlega bundinn við hjólastól. Hann náði þó ótrúlegum bata, þó það tæki tímann, örugglega á Hrefna konan hans sinn þátt í að þetta at- vik varð honum ekki ofraun, og hans létta lund hefur ekki síður hjálpað. Þegar Óli hafði náð nokkrum bata eftir slysið, hóf hann störf hjá okkur í Blómavali, fyrirtæki sem ég hafði átt þátt í að reka um nokk- urra ára skeið, en vegna okkar fyrri kynna fannst mér upplagt að hann fengi að spreyta sig á einhverri léttri vinnu nokkra tíma á dag. Ekki leist okkur á blikuna þegar hann mætti fyrsta daginn, svo illa var hann útleikinn eftir slysið að hann sem ætlaði að ganga einn og óstuddur að sínu vinnuborði fyrsta daginn, þurfti svo sannarlega að beita öllum þeim kröftum sem hann hafði yfir að ráða, en það hafðist að lokum. Við sáum aldrei eftir að gefa Óla þetta tækifæri, hann vann alltaf vel fyrir fyrirtækið, sinnti sínu starfi sem best hann gat, fyrst einn tíma á dag, síðar nærri fullan vinnudag. Í þau þrjátíu ár sem ég var við rekstur Blómavals held ég að Óli, að öllum öðrum ólöstuðum, hafi verið tryggastur starfsmanna fyr- irtækisins. Það var alltaf stutt í létta húmorinn hjá Óla. Síðast þeg- ar ég hitti hann viku fyrir andlátið sagði hann að nú væri stutt í að hann gengi „í félag þeirra sem eru hættir að drekka kaffi“. Það var grín sem við tveir mundum eftir frá gamalli tíð. Við Hildur vottum Hrefnu, börn- unum þeirra og ættingjum dýpstu samúð okkar. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Bjarni Finnsson. Góður vinur, Óli Viktorsson, er látinn. Langar okkur að minnast hans nokkrum orðum. Hann var danskur að uppruna, Ole Willesen að nafni. Í Danmörku átti hann æsku sína og uppvaxtarár, hjá foreldrum og systkinum. En sem ungur garðyrkjumaður kom hann til Íslands og réðst til vinnu í garðyrkjustöðinni á Lauga- landi í Borgarfirði. Kynntumst við honum afar vel, því á þeim tíma átt- um við þar heimili okkar og var hann heimilismaður og samstarfs- maður um nokkurra ára bil. Tvö elstu börnin okkar voru þá ung og hændust mjög að honum. Spjölluðu við hann og lærðu af honum dönsk- una og hann lærði íslenskuna af þeim og öðrum, því fljótur var hann að samlagast okkur öllum og við kynntumst vináttu hans og tryggð. Hann stofnaði heimili sitt á Lauga- landi með ágætri konu, þau eign- uðust saman tvo syni. En síðan skildu þeirra leiðir. Skömmu síðar slasaðist hann illa í bílslysi. Náði hann aldrei síðan fullri heilsu. Var þó svo lánsamur að á sjúkrahúsinu þar sem hann var eftir slysið, hitti hann hjúkrunarkonu, hana Hrefnu, sem varð hans eiginkona og lífs- förunautur, stoð og stytta æ síðan. Þau eiga saman dóttur og son. Óli náði nokkuð góðri heilsu og var í mörg ár starfsmaður í Blóma- vali. Var þar mjög ánægður. Óli og Hrefna áttu alla tíð sitt fallega heimili í Reykjavík. Dugleg voru þau að ferðast, og komu oft við hjá okkur hér í Borgarnesi, og við feng- um svo sannarlega að njóta gest- risni þeirra, vináttu og trygglyndis, sem við ævinlega munum þakka. Seinast komu þau hér 11. desember síðastliðinn. Óli var þá kominn með ólæknandi mein og hafði ekki von um bata, sagði okkur frá því í hreinskilni. En hann fékk að upp- lifa mikla hamingju þegar dóttir þeirra eignaðist tvær stúlkur 24. jan. síðastliðinn og fékk einnig að lifa daginn þegar þær voru skírðar. Við þökkum góðu minningarnar og biðjum Hrefnu og öllum afkom- endum Óla gæfu og Guðs bless- unar. Ólína og Kristófer. Ole Willesen kom til vinnu hjá okkur í garðyrkjustöðinni Lauga- landi á árinu 1959. Nýútskrifaður garðyrkjumaður á leið frá heima- högunum í Danmörku á vit ævin- týranna. Hann ætlaði að staldra við í stuttan tíma og vinna sér inn pen- inga fyrir Ameríkuferð en það fór á annan veg, hann bjó hér á landi til æviloka. Hann var á Laugalandi í þrettán ár. Hér kynntist hann Guðríði, fyrri konu sinni, og synirnir Viktor og Sigurður fæddust. Óli var góður starfsmaður og næmur ræktunar- maður. Hann var léttur í lundu og hafði gott en stundum svolítið sér- stakt skopskyn og því góður sam- starfsmaður. Hann hafði gaman af ferðalögum og að kanna nýjar slóðir. Minnis- stæðar eru fjallgöngurnar með þeim Thor, norskum garðyrkju- manni sem hér var um tíma. Við fylgdumst með því hvað Hrefna, seinni kona Óla, hugsaði vel um hann eftir að þau kynntust eftir alvarlegt slys sem hann varð fyrir á árinu 1973 og í veikindum hans nú. Þau áttu góð ár saman. Þegar við heimsóttum hann fyrir mánuði var vitað að hverju dró en Óli bar sig vel og danski húmorinn sveif enn yfir vötnum. Við fundum hvað hann var þakklátur fyrir að hafa getað haldið upp á sjötugs- afmælið og að bróðir hans skyldi hafa komið frá Danmörku. Einnig að hafa lifað það að sjá nýfæddu tvíburana hennar Valbjarkar. Við sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Lea og Bjarni. Þegar Óli greindist með krabba- mein og jonum farið að hraka mikið þá einhvern veginn trúði ég því ekki, það var ekki fyrr en hann lést sem ég fór að fatta þetta allt saman en samt var það svo óraunverulegt. Mig langar að rifja upp nokkur atriði í „gamla daga“ t.d. þegar við bjuggum hjá Hrefnu og Óla, þá var ég ca 8 ára gömul, ég og Eiður vor- um miklir vinir og brölluðum ým- islegt saman sem var nú ekki alltaf vel liðið af foreldrum. Vala hefur líklegast ekki þolað okkur mikið á þeim tíma, „litla gelgjan“. Oft á kvöldin, rétt fyrir svefn, fengum við cocoapuff eða cheerios í skál og kakómalt í glas það var alveg topp- urinn, alveg rosalega gott. Við Eið- ur vorum dugleg að spila kleppara og var Eiður alveg rosalega tapsár og gat orðið mjög reiður og fúll ef hann tapaði, það fannst mér rosa- lega fyndið. Þegar ég var sex ára fór ég alltaf heim til þeirra áður en ég fór í skólann sem var kl. 13 og fékk hádegismat, þá hafði Hrefna smurt brauðsneiðar með hinum ýmsu áleggjum og alltaf kakómalt í stóra könnu, ég var víst mjög iðin við að hella niður úr glasinu mínu og vakti það nú ekki mikla lukku, því þetta gerðist nánast á hverjum degi. Þegar ég var nú orðin aðeins eldri þá sat ég oft í eldhúsinu hjá þeim þar sem Hrefna undirbjó há- degismatinn og var Óli þá að spyrja mig út úr margföldunartöflunni og kenna mér ýmislegt tengt skólan- um, það voru notalegar stundir í eldhúsinu. Óli var alveg yndislegur maður og ávallt tilbúinn að taka á móti okkur, hvort sem við komum í heimsókn eða bjuggum hjá þeim, og langar mig til að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fyrir allar hlýlegu og notalegu stundirnar. Óli var mjög heppinn að eiga svona góða eiginkonu sem hreinlega hætti að vinna svo hún gæti hugsað betur um hann, og dóttur sem hjálpaði mikið til. Elsku Hrefna, börn og barna- börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku Óli, hvíl þú í friði og pass- aðu vel upp á yndislegu fjölskyld- una þína sem stækkar ört. Kveðja, Dóra Ragnars. Óli var sannur Dani. Hann var með húmorinn í lagi og alltaf ligeg- lad og hress. Hann var sönn hetja sem kvartaði aldrei þrátt fyrir langvarandi veikindi sem ég dái hann fyrir. Hann var góður og hlýr maður, sem elskaði allt sem lifði. Honum þótti jafn vænt um blómin og trén, sem hann annaðist dag- lega, og fólkið í kring um sig. Ég á margar góðar minningar frá þeim tímum er fjölskyldan mín fékk að búa á heimili Hrefnu og Óla. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar ég kom nýklippt til hans. Honum þótti hárið svo stutt, að hann fór að kalla mig Erling. Ég hlæ að þessu enn í dag. Á hverju sumri fóru þau hjónin í sumarbústað og eru þau ófá skiptin sem ég fór með fjölskyldu minni þangað. Þar áttum við góðar stund- ir, sem ég mun seint gleyma. Á aðfangadagskvöldi, frá því ég man eftir mér, hefur fjölskyldan öll hist heima hjá Hrefnu og Óla. Þar voru í boði dýrindis kökur og kræs- ingar, sem Hrefna hefur verið dug- leg að baka. Þegar ég var yngri var ég vön að sofna í leðursófanum, þar sem fullorðna fólkið talaði langt fram eftir kvöldi. Næsta aðfanga- dagskvöld verður án efa tómlegt án Óla. Ég kveð þig nú, Óli minn, með söknuði og tárum. Ég get huggað mig við það að nú ertu kominn á betri stað. Hvíl þú í friði, elsku Óli minn. Þín Erla Bára. ÓLI VIKTORSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.