Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arngrímur Vil-hjálmsson fæddist á Grund á Dalatanga í Suður-Múlasýslu hinn 5. september 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Svanberg Helgason, bóndi og vitavörður, f. 26. september 1888, d. 28. maí 1971, og Jóhanna Sveinsdóttir, f. 24. jan- úar 1897, d. 14. október 1971. Systkini Arngríms eru Helga, f. 11. júní 1916, d. 1. október 1999, Sveinn, f. 17. ágúst 1922, d. 10. ágúst 1979, Helgi, f. 15. septem- ber 1925, d. 7. apríl 2005, og Þor- varður Ingi, f. 26. maí 1939. Hinn 6. nóvember 1942 kvænt- ist Arngrímur eftirlifandi konu sinni Þorbjörgu Sigfúsdóttur, f. 16. maí 1916. Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Einarsson, f. 16 apríl 1883, d. 7. ágúst 1944, og Valgerður Jónsdóttir, f. 17. febr- úar 1875, d. 13. júlí 1950. Börn Arngríms og Þorbjargar eru: 1) Guðfinna, f. 9 mars 1944, gift Sig- urjóni Þórðarsyni, f. 5 júlí 1941. Þeirra börn: a) Arnar Þór, f. 5 júlí 1961, kvæntur Bryndísi Björgu Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru: Íris Ósk, Örn Brynþór og ríði Halldórsdóttur, f. 31. maí 1950, þeirra börn: a) Erla Hrönn, f. 12. september 1969, gift Sváfni Sigurðarsyni, f. 1969. Þeirra börn: Eva Lind, faðir: Albert Sigurðs- son, Guðrún Helga, móðir: Þór- hildur Olgeirsdóttir og Eyþór Andri. b) Arngrímur, f. 25. desem- ber 1979 sambýliskona Fjóla Helgadóttir, f. 1981, þeirra börn: Ásthildur Erla, móðir: Hrafnhild- ur Jónsdóttir og Vilhjálmur Svan- berg. Eftir barnaskóla fór Arngrímur í Héraðsskólann að Laugum og lauk þaðan prófi. Arngrímur og Þorbjörg bjuggu um tíma á Neðri-Skálateigi í Norðfirði, eða þar til þau fluttu til Reykjavíkur og lauk hann þar prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Fluttu þau eftir það til Þórs- hafnar og vann hann hjá Kaup- félagi Langnesinga í sjö ár, eða þar til þau fluttu sig um set til Keflavíkur, þar sem hann vann um tíma sem deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja, ásamt ýmsum öðrum störfum. Arngrímur lærði húsasmíði hátt á fimmtugsaldri og vann eftir það hjá Íslenskum aðalverktökum og undirverktökum þeirra, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir þá 74 ára gamall. Arngrímur hafði yndi af söng og var sjálfur söngmaður góður, og söng hann með kirkjukórum, bæði norður á Þórshöfn og einnig um tíma með kirkjukór Ytri- Njarðvíkurkirkju, Útför Arngríms verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Logi Bergþór. b) Adda Þorbjörg, f. 11. október 1962, gift Sævari Guðmund- syni, f. 1962, þeirra börn: Þórdís Katla, sambýlismaður Ein- ar Þorsteinsson, þeirra börn eru: Þór og Adda Þorbjörg, Brynhildur Gugja, sambýlismaður Ás- mundur Steinþórs- son. c) Ása Hrund, f. 26. júní 1968, gift Viktori B. Kjartans- syni, f. 1967, þeirra börn: Sigur- jón Freyr, Alexía Rós, og Kamilla Sól. d) Hlynur Þór, f. 6. desember 1976, d. 15. janúar 2000. 2) Jó- hanna Valgerður, f. 6. mars 1945, gift Árna Óskarssyni, f. 21. febr- úar 1944. Þeirra börn: a) Björk, f. 27. desember 1961, gift Ólafi Guð- bergssyni, f. 1960, þeirra börn: Guðbergur, sonur hans er Arnór Orri, móðir: Guðbjörg Sigríður Hauksdóttir, og Jóhann Árni. b) Hrafnhildur, f. 26. nóvember 1965, hennar börn: Katla Hrund, faðir: Karl Jónsson, Árni Kári og Kristinn Kári, faðir: Hafliði Krist- jánsson. Þau slitu samvistum. c) Árni Ómar, f. 7. nóvember 1967, kvæntur Guðrúnu Björgu Alfreðs- dóttur, f. 1968. Þeirra börn: Birta Björk, Gunnhildur Jóa og Hekla Margrét. 3) Vilhjálmur Svanberg, f. 30. október 1947, kvæntur Guð- Í gegnum hugann fara minninga- brot margra ára þar sem lítil börn trítla á eftir pabba sínum í fjósið til að mjólka kúna og til að ná í egg frá hænunum. Eða þar sem ungur maður grenj- aði sig gulan þar sem hann fékk ekki að fara með pabba út á bát til að reka á land grindhvalavöðu norður á Þórs- höfn. Eða þegar öll hersingin hélt inn á tún til að heyja handa kúnni. Stundum heimsóttum við pabba á skrifstofuna hjá kaupfélaginu þar sem hann vann og fengum pappír til að skrifa á. Eitt var það sérstaklega sem ein- kenndi föður okkar, og var það dugn- aður til verka, hálfkák kunni hann ekki, og þótti hann víkingur til vinnu hvar sem hann vann. Man strákurinn eftir því þegar pabbi og mamma komu í heimsókn norður í Staðartungu í Hörgárdal þar sem bróðir mömmu bjó og strák- urinn var í sveit á sumrin, að frændi okkar dálítið eldri, sagði það sko ekki amalegt að fá svona rakstrarvél í heimsókn, en þetta var á þeim tíma sem rakstrarvélavæðingin var að byrja, og rakaðar voru dreifar á tún- um með hrífu. Eftir að við fluttum til Keflavíkur og pabbi fór að vinna sem deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja og keypt var íbúð fyrir fjölskylduna, þurfti að vinna meira til að endar næðu saman og vann pabbi þá á dag- inn hjá kaupfélaginu og á nóttum í aðgerð, aldrei var kvartað, enda það orð ekki til í hans orðasafni. Innivinna átti aldrei við pabba, þannig að hann tók sig til og lærði húsasmíði kominn nálægt fimmtugs- aldri, og voru feðgarnir saman í Iðn- skólanum á tímabili. Pabbi vann síðan að loknu námi í mörg ár hjá Aðalverktökum og und- irverktökum þeirra. Einnig nutum við systkinin dugn- aðar pabba þegar við vorum að byggja okkur hús, og þurfti þá ekki að biðja um hjálp, pabbi bara mætti af sínum alkunna dugnaði, og hjálp- aði til við hreiðurgerð unganna. Annað einkenni föður okkar var stundvísi, en óstundvísi fór ákaflega í taugarnar á pabba. Einnig mátti hann ekki skulda neinum neitt, hon- um leið bókstaflega illa ef hann skuldaði einhverjum, og varð þá að gera upp skuldina ekki seinna en strax. Pabbi okkar var Austfirðingur í húð og hár, fæddur og uppalinn á Grund á Dalatanga þar sem þung austanaldan skellur á landinu, oft með tilkomumiklu brimi, og þokan getur verið slík að vart sést fram fyr- ir fætur manns, en á góðum dögum er fegurð fjallanna og flóans í al- gleymingi og voru málefni Austur- lands því oft rædd á heimili foreldra okkar, enda móðir okkar af Héraði. Eflaust mótast skapgerð manna að einhverju leyti af umhverfinu og gæti það passað vel við föður okkar, umburðarlyndur og blítt prúðmenni, en fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Sennilega er það foreldrum okkar að þakka að við systkinin berum svo hlýjan hug til Austurlands, þótt við ættum einungis heima þar í stuttan tíma, enda var rætt um Austurlandið á heimili foreldra okkar með vænt- umþykjublik í augum. Pabbi minntist þess einu sinni þeg- ar hann og mamma gengu inn í Mjóa- fjörð á ball, dansað var til morguns og síðan gengið út á tanga aftur. Þetta hefur eflaust verið þriggja tíma ganga og sagði pabbi að þau hefðu heyrt tónlistina áfram í öllum lækjum á leið sinni út eftir. Að sama skapi mun minningin um góðan föð- ur, afa og langafa óma í lækjarnið komandi kynslóða. Pabbi dvaldi á dagvist aldraðra við Suðurgötu lengi vel og viljum við systkinin þakka starfsstúlkum góða umönnun og hlýhug í garð föður okk- ar. Sína síðustu daga dvaldi hann á Heilsugæslustöð Suðurnesja og naut þar umönnunar yndislegs starfsfólks og viljum við þakka þá umhyggju sem hann varð aðnjótandi. Pabbi, það var lán að eignast þig sem föður og viljum við þakka þér fyrir allt og allt. Við vitum að þú færð góðar mót- tökur hinum megin. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Hafðu ekki áhyggjur af mömmu, um hana verður vel hugsað. Guð veri með þér. Þín börn Guðfinna, Jóhanna og Vilhjálmur. Það var erfitt að kveðja þig, elsku afi minn, og erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. En svona er lífið og við megum vera þakklát fyrir hvað við höfðum þig lengi hjá okkur, þó svo að sá tími sé aldrei nógu lang- ur. Þegar ég hugsa til baka man ég sérstaklega eftir því hvað var alltaf gott að koma inn á heimili ykkar ömmu. Þið tókuð alltaf svo vel á móti mér og öllum sem til ykkar komu. Það var alveg sama hversu oft ég kom, alltaf var tekið á móti mér með hjartahlýju og einstaklega fallegu viðmóti. Í hvert skipti sem ég kom fann ég fyrir hversu velkomin ég var. Þú hafðir einlægan áhuga á velferð fjölskyldunnar og fylgdist náið með hverjum og einum. Þú varst stoltur af þinni fjölskyldu og hafðir oft orð á því að það væri ekki sjálfsagt að eiga stóra fjölskyldu, þar sem allir væru heilbrigðir, myndarlegir og dugnað- ar einstaklingar. Það beri að þakka fyrir slíkt lán. Ég er líka alveg viss um að þú hefur svo sannarlega gert það margoft. Þú varst stoltur af þinni fjölskyldu. Afi var fæddur og alinn upp á Dalatanga í Mjóafirði. Faðir hans var vitavörður þar til margra ára. Æsku- stöðvarnar voru honum afar hug- fólgnar. Ég mun aldrei gleyma ætt- armótinu sem var haldið þar eitt sumarið. Það var yndisleg helgi þar sem meðlimir fjölskyldunnar áttu saman skemmtilegar og fróðlegar stundir. Veðrið lék við okkur og nátt- úran skartaði sínu fegursta. Lands- lagið, fjöllin, fjörðurinn, veðrið og fólkið var dásamlegt. Sögustundin sem við áttum öll saman úti á tanga var einstök og ég mun aldrei gleyma henni. Afi var á undan sinni samtíð hvað varðar áhuga á menntun. Hann fór í Samvinnuskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan. Hann kunni ekki vel við sig á bak við skrifborð og fór í Iðnskólann og útskrifaðist sem húsa- smiður. Þar var hann á réttri braut. Hann sagði mér að hann hefði alltaf hlakkað til að fara í vinnuna og fannst alltaf jafngaman að smíða. Það gekk mikið á fyrir honum þegar hann var að vinna. Það var ekki verið að gaufa neitt við hlutina. Hann hafði mikinn áhuga á tungumálum og hafði sértaklega gaman af ferðinni til Evr- ópu sem hann fór, með börnum sín- um, tengdabörnum og ömmu. þegar hann var sjötugur. Hann talaði oft um þessa ferð, og ég vildi að hann hefði haft fleiri tækifæri til þess að ferðast. Afi var afar traustur og einstak- lega góð manneskja. Trygglyndið hans við ömmu var einstakt. Hann hugsaði sérstaklega vel um ömmu þegar hún var orðin lasin og gat ekki séð um sig án hjálpar. Hann gafst ekki upp fyrr en hann var lagður fár- veikur og gjörsamlega búinn á sál og líkama inn á sjúkrahús. Hann gerði sitt allra besta og miklu meira en það til þess að koma í veg fyrir að hún færi á hjúkrunarheimili. Ég kveð þig, afi minn, með söknuði og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég lít á mig sem einstaklega gæfuríka manneskju að hafa fengið að njóta samvista við þig öll þessi ár. Megi góður Guð vernda þig. Guð gefi okk- ur öllum sem eftir erum styrk í sorg- inni. Nú ertu farinn, horfinn himna til, horfinn burt frá lífsins sorg og þrautum. Skýjum ofar bak við himins hlið þú horfir okkur til frá ljóssins brautum. (G. J.) Björk Árnadóttir. Ég man eftir afa sem afar dugleg- um, vinnusömum manni. Hann var hægur og rólegur með mikið jafnað- argeð og lúmskan og skemmtilegan húmor. Afi heilsaði manni alltaf og kvaddi með kossi, ekki bara með ein- um heldur alltaf tveimur kossum. Þessi hugsun læddist að mér þegar ég kvaddi hann eftir andlátið og auð- vitað fékk afi tvo kossa í það skiptið eins og alltaf. Afi vann sem húsasmiður hjá Að- alverktökum til 75 ára aldurs og gaf sér mikið yngri mönnum ekkert eftir í vinnu. Það sýndi sig best er hann mætti áttræður að aldri með smíða- beltið og verkfærin til að hjálpa okk- ur Viktori að smíða kofa úti í garði. Fengum við að njóta góðs af smíða- kunnáttu afa og ekki fannst honum verra að geta hjálpað til við að krakk- arnir fengju þetta fína hús. Þegar amma og afi bjuggu beint á móti æskuheimili mínu var eins og gefur að skilja mikill samgangur milli heimilanna. Amma og afi hafa oft talað um það þegar mamma var skyndilega flutt á sjúkrahús. Þá kom ég fimm ára labbandi yfir götuna með sængina mína og koddann um leið og sjúkrabíllinn renndi úr hlaði og tilkynnti að ég ætlaði að vera hjá þeim þar til mamma kæmi heim og auðvitað var það alveg sjálfsagt. Við vorum oft tvö eða þrjú barnabörnin sem gistum hjá þeim í einu og var þá oft mikið fjör. Afi tók því með mikilli ró eins og hans var von og vísa en yf- irleitt lét hann ömmu um að skakka leikinn ef hávaðinn varð of mikill. Ég man reyndar aldrei eftir því að afi hafi skammað nokkurt okkar þótt örugglega hafi einhvern tíma verið þörf á því. Þegar amma og afi fluttu á Blika- brautina þegar ég var sjö eða átta ára var ekki eins auðvelt að skreppa til þeirra en alltaf sóttumst við krakkarnir eftir því að gista í auka- herberginu. Reyndar ákvað ég ásamt vinkonu minni að þegar við yrðum stórar ætluðum við að búa uppi hjá ömmu og afa með apa sem gæludýr! Eftir að amma fór að tapa heilsu hugsaði afi um hana heima eins lengi og hægt var og stóð hann sig vel í því. Í lok árs 2004 fluttist amma á hjúkr- unarheimilið Garðvang og bjó afi þá einn en hafði oft orð á því að hann kynni því ekki vel. Síðasta árið naut hann þjónustu dagdvalarinnar í Reykjanesbæ og líkaði mjög vel þar. Hann kunni afar vel við starfsfólkið sem þar vinnur og talaði fallega um þessar vinkonur sínar. Afi dvaldi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem ég starfa síðustu tvo mánuði lífsins og naut þar góðrar þjónustu. Hann kunni því vel að vera á öruggum stað þar sem allir voru boðnir og búnir að rétta honum hjálparhönd. Ég trúi því að afa líði nú vel og sé loksins búinn að komast að því hvað bíður okkar allra handan við móðuna miklu. Hann tekur eflaust vel á móti okkur öllum með tveimur kossum þegar að því kemur. Ása Hrund Sigurjónsdóttir og fjölskylda. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Þessi bæn er í miklu uppáhaldi hjá mér, enda fangar hún mikilvægan kjarna þess að höndla tilveruna. Hún kemur upp í hugann nú þegar elsku- legur afi minn hefur kvatt þennan heim. Hugur minn og skynsemi segja mér að svona sé lífið nú einu sinni, við fæðumst og deyjum og við þurfum bara að sætta okkur við þá sáru stað- reynd að við munum á endanum þurfa að skilja við þá sem við elskum. Hjarta mitt hins vegar á erfitt með að sætta sig við hana. Ég bið Guð um æðruleysi til þess að ná þeirri sátt. Afi var hæglátur maður og ekki mikið fyrir að trana sér fram. Hann var kletturinn við hlið ömmu, alltaf traustur. Ég sé hann fyrir mér taka á móti okkur í dyrunum á Blikabraut- inni, með bros á vör og tilbúinn með faðmlag og tvo kossa. Alltaf tvo kossa að minnsta kosti. Það var erfitt en jafnframt gott að koma niður á Blikabraut daginn sem afi dó. Mér fannst þegar ég gekk inn eins og hann yrði þar að taka á móti okkur – og kannski gerði hann það. Ég trúi því að minnsta kosti að við lifum áfram í einhverri mynd þótt líkaminn deyi. Ég veit það ekki, en ég trúi því og sú trú felur í sér von um að við sem eftir lifum munum einhvern tíma sameinast þeim sem á undan eru farnir. Þessi trú huggar og sefar, er eins konar haldreipi í sorginni. Það var alltaf mikið um manninn heima hjá ömmu og afa, þar var mið- stöð fjölskyldunnar. Við komum þangað, ekki af skyldurækni, heldur af því að þangað var gott og gaman að koma. Ég á bara góðar og fallegar minningar um heimili ömmu og afa, ekki einn einasta skugga hefur borið þar á. Ég fyllist þakklæti og hlýju þegar ég rifja þetta upp. Ég man þegar ég, Árni og Ása gistum stund- um hjá þeim og rifumst um flottasta glas í heimi, glerglas með haldi. Það er ennþá til en við erum hætt að ríf- ast um það. Ég man ótal sunnudags- heimsóknir þar sem amma hafði bak- að fjall af pönnsum og afi snerist í kringum okkur með kaffið. Ég man þegar við fórum á ættarmótið í Mjóa- firði, amma treysti sér ekki en afi kom með og naut sín vel á gömlu heimaslóðunum. Það geislaði af hon- um í þeirri ferð. Það var yndislegt að fá að upplifa þennan stað sem svo mikið hefur verið talað um í gegnum tíðina, oftar en ekki með blik í aug- um, með honum. Afi sagði ekki mikið, en það sem hann sagði meinti hann og hann sagði það sem honum raunverulega fannst, laus við tilgerð eða fals. Ein- hverju sinni, þegar ég var íklædd samkvæmt þess tíma tísku, áttatíu og eitthvað, pokabuxum með hnésíðu klofi, sagði afi stundarhátt: Þetta eru ljótar buxur, Erla mín – og það var hárrétt hjá honum, þótt tískuvitund unglingsins hafi ekki borið skyn- bragð á það þá. Ég hugsaði með mér að hann bara fattaði ekki tískuna, en sá síðar – mjög fljótlega reyndar – að afi var smekkmaður. Eyþór Andri komst ágætlega að orði í þessu sam- bandi, þegar hann skoðaði tilkynn- inguna um andlát afa í Morgun- blaðinu. Hann sagði í sinni barnslegu einlægni: Hann er langflottastur þarna! Hann var það líka hann afi, flottur karl og reffilegur, en umfram allt var hann traustur og góður mað- ur. Elsku amma mín, pabbi, Gugja, Jóa og aðrir ástvinir sem um sárt eiga að binda. Guð gefi ykkur styrk til þess að takast á við sorgina. Afi sagði við mig um jólin að hann vonaði að við yrðum dugleg að halda áfram að hittast og rækta fjölskylduna og ég vona að okkur muni bera gæfa til þess. Elsku afi minn, þín er sárt saknað en minning þín lifir. Takk fyrir allt. Erla. ARNGRÍMUR VILHJÁLMSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.