Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 39
MINNINGAR
✝ SigurðurTrausti Kjart-
ansson fæddist í
Reykjavík 25. maí
1968. Hann lést í
vinnuslysi í Kaup-
mannahöfn 22. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
þau Kjartan Trausti
Sigurðsson, farar-
stjóri, f. 22. septem-
ber 1939, og Unnur
Jensdóttir, ljósmóðir
og söngkennari, f. 8.
mars, 1941 – þau
skildu. Sigurður Trausti var yngra
barn þeirra, en systir hans, Krist-
ín, er tveimur árum eldri, f. 12.5.
1966, gift Philip Maymann, f.
29.12. 1965. Börn þeirra eru:
Emma, f. 28.7. 1998, Mark, f. 12.5.
2004, og Victor, f. 3.11. 2005. –
Bera þau eftirnafnið Maymann.
Sigurður Trausti, sem var ein-
hleypur og barnlaus, ólst upp í
Reykjavík og gekk í Melaskóla og
Hagaskóla. Hann út-
skrifaðist síðar sem
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík – fór þaðan í
Tækniskólann og
lauk þaðan námi,
fyrst sem iðnrekstr-
arfræðingur og síð-
ar sem iðntækni-
fræðingur.
Sigurður Trausti
vann m.a. hjá
Granda h/f og Öku-
skóla Íslands áður
en hann flutti til
Danmerkur 29.7. 1998. Hann vann
þar sem tæknifræðingur við land-
mælingar, fyrst hjá verktakafyrir-
tækinu Comet a/s við byggingu
nýja Metrokerfisins í Kaupmanna-
höfn, svo hjá Phil & Søn a/s, m.a. í
Grænlandi og Noregi og loks hjá
Hoffmann a/s.
Útför Sigurðar Trausta verður
gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd’ ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnum send,
er sannur og einlægur vinur.
(Höf. ók.)
Af hverju er ungu fólki í blóma
lífsins, sem virðist eiga svo bjarta
framtíð, kippt í burtu svo fyrirvara-
laust?
Við fáum víst aldrei svar við því.
Sigurður bróðursonur minn var
einn af þessum ungu mönnum,
hvers manns hugljúfi, alltaf bros-
andi, með glettni í augunum.
Hann átti ekki auðveld æsku- og
unglingsár vegna sinna veikinda, en
hann var svo lánsamur að fá fullan
bata við að fara í stóra og tvísýna
aðgerð til Bandaríkjanna. Og hafði
átt yndisleg ár eftir það. Og svo er
öllu lokið á augabragði.
Sigurður átti bara eina systur,
Kristínu, tveimur árum eldri en
hann, og hafa þau alla tíð verið ná-
in, þótt þau séu óskaplega ólík. Ein
skemmtilegasta minning um þau
systkin er frá því er ég kom eitt
sinn í heimsókn á Tjarnargötuna,
en þar ólust þau upp öll sín upp-
vaxtarár.
Þá voru þau svo áköf í að segja
mér frá útilegu sem þau höfðu farið
í á sunnudaginn með pabba sínum.
Þau höfðu gengið niður í Hljóm-
skálagarð, Kristín með dúkkuvagn-
inn sinn og Sigurður með bílinn
sinn, en pabbi þeirra var með nesti
í bakpoka og tjald. Í Hljómskála-
garðinum var tjaldað og það eitt
sunnudagseftirmiðdegi og áttu þau
ekki til nógu sterk orð yfir það
hversu stórkostleg útilega þetta
hefði verið. Þau áttu eftir að fara í
margar útilegur síðar og var Krist-
ín alveg ótrúlega dugleg að dröslast
með bróður sinn með sér, þótt það
færi alveg í hennar fínustu taugar
hversu rólegur og yfirvegaður hann
var alltaf, en hún þurfti helst að
gera hlutinn ekki síðar en í gær.
Þegar Kristín giftist og flutti til
Danmerkur leið ekki langur tími
þar til Sigurður var fluttur þangað
líka. Þau gátu ekki hvort án annars
verið.
Þetta var mjög erfið ákvörðun
fyrir Sigurð, að skilja móður sína
vita heilsulausa eina eftir. En þau
töluðust við í síma flesta daga og
hann kom í heimsókn eins oft og
hann gat.
Börn Kristínar dýrkuðu frænda
sinn. Þegar hann kom í heimsókn
til þeirra þá komst hann varla inn
úr dyrunum áður en þau voru kom-
in upp í fangið á honum.
Ég held samt að það lýsi Sigurði
best hvernig hann var við móð-
urömmu sína eftir að hún fór á
Elliheimilið Grund. Þá þurfti hann
flesta daga að kíkja aðeins til
ömmu (eins og hann sagði) á leið-
inni heim úr skólanum.
Amma hans og afi á Akranesi
voru líka afar stolt af Sigurði og
dáðust mikið að dugnaði hans og
þrautseigju í skóla. Hann missti oft
úr skóla vegna veikinda, en var af-
bragðs námsmaður. Ég man hvað
þau voru hreykin þegar hann setti
upp stúdentshúfuna.
Sigurður hafði komið sér vel fyr-
ir í Danmörku. Hann naut sín sér-
staklega í söngnum, en hann hafði
erft sérstaklega fallega söngrödd
frá mömmu sinni, sem nýttist hon-
um vel í kórastarfi.
Megi minn kæri frændi hvíla í ró.
Þegar ég missti 17 ára son minn
1967 í vinnuslysi bárust mér svo
falleg eftirmæli frá kærum vini og
sveitunga og finnst mér síðasta er-
indið í þeim eins geta átt við um
Sigurð:
Góða mamma, grát þú eigi,
genginn sonur biður lágt,
skamma tíð þó skilji vegi
skulum hittast aftur brátt.
Um samvistanna dáða daga
dýrðleg minning vakir blíð,
allt sem fæðist lífsins daga
lifir stutta ævitíð.
Elsku bróðir, Unnur og Kristín,
megi góður Guð styrkja ykkur í
ykkar miklu sorg.
Vigdís (Munda frænka).
Kæri vinur. Mikið skelfing hefur
mér liðið skringilega síðan hún
mamma þín hringdi í mig og sagði
mér þær hræðilegu fréttir að þú
værir dáinn. Hugurinn leitaði til
baka til þess tíma sem við vorum
par. Þú varst fyrsta ástin mín og
það er nú ekkert lítið. Ég hef und-
anfarna daga rifjað upp í gegnum
tárin ýmislegt úr okkar sambandi
og þá er nú broslegasta minningin
sú þegar við kynntumst. Það var
haustið 1988 en fullorðna fólkinu í
félaginu okkar (Laufinu) fannst
sniðugt að stofna einhvers konar
hóp innan félagsins sem væri ætl-
aður ungu fólki með flogaveiki. Það
var gott og gilt en þarna mættum
við ásamt tveimur öðrum ungling-
um í lítið herbergi í Ármúlanum og
ekkert okkar þekkti hin. Ég hafði
að vísu séð hina stelpuna í hópnum
en þekkti hana lítið. Kvöldið fór í
að tala saman og að reyna að kynn-
ast, deila reynslu okkar að vera
unglingar með flogaveiki o.fl. Ég
man lítið eftir kvöldinu sjálfu nema
öllum augnagotunum sem okkur
fóru á milli, smábros en aðallega að
við vorum feimin og fórum eig-
inlega hjá okkur þegar við tókum
hvort eftir öðru. Næstu daga á eftir
var ég staðráðin í að hitta þig aftur
en það var torsótt, við höfðum
nefnilega ekki haft vit eða þor til að
skiptast á símanúmerum. Þetta var
fyrir tíma internets og gsm-síma og
það eina sem ég vissi var að þú hét-
ir Sigurður, ættir heima í Reykja-
vík og að þú værir á síðasta ári í
MR. Nú voru góð ráð dýr en ég
varð mér úti um símabók úr MR og
úpps! Fleiri en einn Sigurður í bók-
inni í 6. bekk og þá var ekkert ann-
að að gera en að prófa sig áfram.
Og viti menn, það heppnaðist í
fyrstu tilraun, þú svaraðir sjálfur
og vildir meira að segja hitta mig.
Strax frá fyrsta degi áttum við vel
saman og hver veit ef við hefðum
verið aðeins þroskaðri hvernig
framtíðin hefði orðið. En þó að upp
úr slitnaði hjá okkur tæpu ári
seinna hefur einlæg vinátta og
væntumþykja einkennt okkar sam-
skipti. Hér áður fyrr hittumst við
reglulega á fundum í félaginu okk-
ar en við höfum bæði haft metnað
fyrir tilvist þess. Í seinni tíma, eftir
að þú skrappst á ráðstefnu fyrir
hönd Laufsins en fluttir aldrei aft-
ur heim, hafa samverustundirnar
verið fáar en góðar.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir
og við sem eftir stöndum trúum því
að þér hafi verið ætlað stærra og
meira hlutverk á æðri stað. Ég
geymi allar okkar dýrmætu minn-
ingar í hjarta mínu og þær eru ófá-
ar. Takk fyrir samfylgdina, kæri
vinur, og takk fyrir að vera sá sem
þú varst.
Elsku Unnur, Kjartan, Kristín
og fjölskylda, ég og fjölskylda mín
vottum ykkur dýpstu samúð á þess-
um erfiðu tímum. Megi góður Guð
leiða ykkur og gefa styrk til að sjá
ljósið á ný.
Guðrún Margrét.
Mig langar að kveðja vin minn
Sigurð sem ég hef þekkt alla mína
ævi. Hann var fæddur í maí og ég í
júní sama ár og hann á stóran þátt
í æskuminningum mínum. Hann
var sá allra traustasti vinur sem
nokkur gat átt og mun ég sakna
hans og hans sterka og trausta
faðmlags sem maður fékk óspart
þegar við hittumst. Ég er ekki al-
veg að kyngja því að hann sé farinn
en ég mun ylja mér við minningar
um yndislegan, greindan og hæfi-
leikaríkan mann. Ég á svo margar
minningar frá Tjarnargötunni sem
barn, afmælin, heimsóknirnar og
þegar ég fékk að gista. Amma
Kristín fór þá alltaf með bænirnar
með okkur og þær lærði ég af
henni, Sigurði og Kristínu. Ynd-
islega fjölskylda, Unnur, Kjartan,
Kristín, Philip og börn, Guð veri
með ykkur.
Kveðja.
Guðný.
Félögum í Kór íslenska safnaðar-
ins í Kaupmannahöfn verður síðast-
liðinn fimmtudagur lengi minnis-
stæður. Þann dag barst okkur sú
harmafregn að Sigurður Trausti
Kjartansson væri látinn. Það er
erfitt fyrir okkur að kyngja því að
Siggi, sem var ungur maður í
blóma lífsins, muni aldrei aftur
syngja með okkur. Það er sárt að
hugsa til þess að við munum aldrei
aftur hitta þennan kæra félaga okk-
ar og vin.
Siggi var virkur í tónlistarstarfi
Íslendinga í Kaupmannahöfn. Hann
var einnig í dönskum kór og söng í
öðrum sönghópum auk þess að
starfa sem fastráðinn söngvari við
Sions-kirkju á Austurbrú. Siggi
hafði verið félagi í kórnum okkar
lengur en við flest, eða í tæp átta
ár. Það er óhætt að segja að hann
hafi verið einn af máttarstólpum
kirkjukórsins. Hann hafði trausta
og góða bassarödd, enda gekk hann
undir nafninu Siggi bassi meðal
vina og kunningja úr kórastarfinu.
Siggi las nótur eins og ekkert væri
og var fljótur að læra nýjar söng-
línur. Aðrir kórfélagar nutu góðs af
því, enda var Siggi natinn við að
aðstoða þá sem minni söngreynslu
höfðu og taldi það ekki eftir sér að
leiðbeina og hjálpa. Það var líka
gott að vita til þess að það skipti
engu máli hversu djúpt sönglín-
urnar lágu, Siggi náði þeim alltaf.
Því var ekki óalgengt að heyra
strákana í bassanum segja: „Siggi,
þú tekur þetta,“ ef svo bar undir og
okkar maður lét djúpa tónana óma
fyrirhafnarlaust.
Sigga bassa verður sárt saknað
úr kirkjukórsstarfinu. Fyrir utan
að vera góður söngvari, var hann
skemmtilegur félagi og vinur sem
kunni að njóta lífsins. Hann var
hlýr í viðmóti og blátt áfram. Siggi
var einhvern veginn alltaf hann
sjálfur, rólegur og mikill húmoristi.
Það var eitthvað sérstakt við hann
Sigga og ekki annað hægt en að
þykja vænt um hann.
Við félagar úr Kór íslenska safn-
aðarins í Kaupmannahöfn erum af-
ar þakklát fyrir þær góðu stundir
sem við áttum með Sigga og mun-
um varðveita minninguna um góðan
félaga. Við vottum fjölskyldu og
ástvinum Sigga okkar dýpstu sam-
úð. Megi Guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Félagar í Kór íslenska
safnaðarins í Kaupmannahöfn.
Það er algjörlega óskiljanlegt að
Sigurður hafi verið tekinn frá okk-
ur í hörmulegu vinnuslysi.
Sigurður var sterkur Íslendingur
með fallegt og tilfinninganæmt
hjarta. Hann var trúr sínum sann-
færingum og gildum; hjálpsemi
hans og tillit til samferðamanna
sinna var alveg sérstakt og góða
skapið hans smitandi.
Sigurður var einstök manneskja
með mikla útgeislun. Hann var með
afbrigðum góður söngvari með
óvenjuglæsilega bassarödd. Við
minnumst allra þeirra stunda sem
við áttum með Sigurði við söng í
kvartettinum okkar. Hann skilur
eftir sig stórt tómarúm.
Hugsanir okkar eru hjá fjöl-
skyldu Sigurðar.
Nina og Michael, Helle
og Tore.
Yndislegur vinur okkar og hlýr
bassasöngvari, Sigurður Kjartans-
son, er skyndilega fallinn frá. Það
er óskiljanlegt og óbærilegt. Sig-
urður var einstök manneskja, sem
ómögulegt var annað en að þykja
vænt um. Frá honum geislaði lífs-
gleði og mikil hlýja og hann kenndi
okkur að skynja hið góða og fagra.
Hann var klettur, sem stóð við bak
vina sinna og hafði ríka réttlæt-
iskennd. Við þökkum honum fyrir
tónlistina og hinar mörgu góðu
upplifanir og þær ferðir, sem við
höfum átt saman. Við munum ávallt
muna hve hjálpsamur hann var,
smitandi góða skapið hans og hlýj-
an hláturinn. Án þessa verður erfitt
að komast af. Það verður erfitt að
halda áfram að syngja.
Kammerkórinn Broccoli,
Kaupmannahöfn.
Það var forvitinn ungur drengur
sem oft fylgdi í kjölfar stóru systur
sem kom stundum niður í kjall-
arann á Tjarnargötunni til þess að
hitta leigjandann, listamanninn.
Hún var kröftug og ákveðin en
hann sérstaklega einlægur, íhugull
en opinn og einstaklega móttæki-
legur fyrir lífi og listum í kringum
sig. Þau stóðu frammi á ganginum
og horfðu stórum augum gegnum
hálfopna hurðina og reyndu að sjá
hvað listamaðurinn var að sýsla
með í hornherberginu. Þar voru að
verða til súrrealískar teikningar í
sterku ljósi frá Lúxorlampanum,
þetta höfðaði til frjós ímyndunar-
afls ungra barna sem héldust í
hendur frammi á rökkvuðum gang-
inum. Svo opnaðist hurðin æ meir
með litlum fingrum og spurninga-
flóðið skall á listamanninum.
Minnti þetta helst á dularfullt
myndbrot í einhverri stórmynd
Bergmans, kvikmynd sem fjallar
um þroskaferli mikillar fjölskyldu á
umbrotatímum. Þessar heimsóknir
eru mér mjög eftirminnilegar sem
og dýrmætar og hafa verið greypt-
ar i huga minn alla tíð síðan.
Siggi Kjartans sagði kannski
ekki margt á þessum árum en þeg-
ar hann tjáði sig þá var það hnit-
miðað og markvisst, fullur af metn-
aði og húmor. Hann vildi alltaf gera
miklu meira en hann gat, heilsu-
farsins vegna. En þegar fram liðu
stundir og með auknu sjálfstrausti
þá varð hann að skemmtilegum
ungum manni sem blómstraði í
vinnu og leik. Eftir að hafa leitað
sér lækninga í Ameríkunni, þangað
sem systir hans fylgdi honum, þá
fór heldur betur að birta til í tilvist
Sigurðar. Hann stundaði nám af
miklum áhuga og sinnti sönglistinni
sem honum var í blóð borin og
fylgdi hjartanu með eigin útrás.
Oftast eftir að maður hafði hitt
og átt samtal við Sigurð, alltaf svo
„cool“ og yfirvegaður, annaðhvort á
förnum vegi eða í hópi vina varð
maður enn sannfærðari um að hann
væri með stærra og hlýrra hjarta
en flestir aðrir. Einlægt viðhorf
hans til lífsins og tilverunnar var
aðdáunarvert og hefur eflaust
hjálpað honum við að ganga í gegn-
um brimrót flókins fjölskyldulífs.
Hann leit upp til Kristínar systur
sinnar enda stóðu þau alla tíð þétt
saman.
Nú er Sigurður horfinn úr þessu
lífi eftir hörmulegt slys í Danmörku
sem ekki gerði boð á undan sér.
Þetta eru sorgar- og erfiðleika-
tímar hjá fjölskyldunni, aðstand-
endum og vinum. Vona ég að Guð
hjálpi þeim við að takast á við sorg-
ina. Við öll erum ríkari fyrir það
eitt að hafa kynnst einstökum
dreng.
Votta ég foreldrum hans, Kjart-
ani og Unni, Kristínu og fjölskyldu
hennar, ásamt öðrum aðstandend-
um innilegustu samúð mína við frá-
fall Sigurðar.
Vignir Jóhannsson.
Fyrirvaralaust hefur sorgin lagst
yfir hjarta félaga okkar og vinar,
Kjartans Trausta, við sonarmiss-
inn. Óvæntar fréttir bárust um að
Sigurður, sonur hans og Unnar,
hefði látist af slysförum í Kaup-
mannahöfn í síðustu viku. Það er
okkur öllum mikið áfall en þó sér-
staklega þeim sem næst standa er
einn úr hópnum hverfur á braut.
Viljum við veita styrk og sýna sam-
stöðu með kærum vini á erfiðum
tímum.
Vinir og gamlir skátafélagar í
Kleinuhringnum samhryggjast
innilega foreldrunum, Kjartani og
Unni, ásamt öðrum aðstandendum
við fráfall Sigurðar og vottum þeim
okkar innilegustu samúð.
Skátafélagar af Akranesi.
SIGURÐUR TRAUSTI
KJARTANSSON
Ástkær dóttir mín, systir og mágkona,
ÁLFRÚN EDDA SÆM ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hring-
braut mánudaginn 20. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Rauða
krossinn.
Guðný Vilhelmína Karlsdóttir,
Daði Sæm Ágústsson, Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir,
Gústav Ágústsson,
Hrönn Ágústsdóttir, Sigurbjörn Fanndal,
Barði Ágústsson, Hrafnhildur Ingadóttir,
Auður Björk Ágústsdóttir, Tryggvi Gunnarsson,
Hörður Ágústsson.