Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 41

Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 41 MINNINGAR ✝ Þráinn Jónsson,fæddist á Akur- eyri 23. ágúst 1935. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Guðna- dóttir, f. 9. mars 1907, d. 2. febrúar 1984, og Jón Þórar- insson, f. 26. febrúar 1907, d. 19. desem- ber 1991. Þráinn var einn átta systk- ina. Hin eru: Þórarinn, f. 14. ágúst 1931, d. 8. júlí 1951, Guðný Halla, f. 16. mars 1933, d. 14. apríl 2003, Herdís Guðrún, f. 15. maí 1938, Þórey Jarþrúður, f. 14. júní 1940, Guðni Örn, f. 14. febrúar 1943, d. 1. október 1997, Ævar Heiðar, f. 4. ágúst 1945, Sæbjörn Jón, f. 6. nóvember 1949. Á uppvaxtarár- um Þráins bjó fjölskyldan á Fjólu- götu 15 á Akureyri. Eftirlifandi eiginkona Þráins er Halla Gunnlaugsdóttir, f. 18. des- ember 1938. Þau gengu í hjóna- band 21. apríl 1957 og bjuggu alla tíð á Akureyri. Foreldrar Höllu voru Gunnlaugur Markússon, f. 11. janúar 1906, d. 24. febrúar 1974, og Anna Halldórsdótttir, f. 10. apríl 1908, d. 24. október 1968. Börn Þráins og Höllu eru Ásta Þórunn, f. 24. ágúst 1956, og Gunnlaugur, f. 16. mars 1965. Ásta Þórunn býr í Reykjavík ásamt þremur börnum sínum. Eiginmaður hennar var Ágúst Nordgulen, f. 30. júlí 1957, d. 23. maí 1999. Ágúst var sonur Lúðvíks Nordgulen og Sig- ríðar Einarsdóttur. Börn Ástu og Ágústs eru Halla Sjöfn, f. 29. desem- ber 1979, sambýlis- maður hennar er Friðrik Már Stein- þórsson, f. 29. apríl 1976, sonur þeirra er Birkir Már, f. 12. nóvember 2004; Anna Rut, f. 13. febrúar 1984, unn- usti hennar er Gunnar Pétur Hauksson, f. 29. nóvember 1985, og Ágúst Orri, f. 27. mars 1991. Gunnlaugur býr í Reykjavík ásamt eiginkonu og tveimur börn- um. Eiginkona Gunnlaugs er Erla Margét Haraldsdóttir, f. 3. ágúst 1966. Foreldrar hennar eru Har- aldur Óli Valdimarsson og Ólína Lilja Sigurjónsdóttir. Börn Gunn- laugs og Erlu Margrétar eru Gauti, f. 9. ágúst 1992, og Sandra Ýr, f. 13. maí 1996. Þráinn hóf ungur störf hjá vöruflutningafyrirtækinu Pétri og Valdimar hf. Hann starfaði við skrifstofustörf og rekstur þar all- an sinn starfsferil og hjá þeim fyr- irtækjum sem á eftir komu, fyrst hjá Dreka ehf. og síðar hjá Eim- skip Flytjanda. Þráinn var virkur félagi í Odd- fellow-reglunni á Akureyri í rúm 30 ár. Útför Þráins verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Á stundu sem þess- ari koma upp margar minningar sem eru mér kærar. Ég minnist þín sem allra besta pabba í heimi. Alltaf varstu jafn rólegur, hvort sem þú varst að leyfa mér að keyra bíl í fyrsta skiptið eða í hverju öðru sem þú kenndir mér. Ekki var vandamál að leita til þín, sama hvað á bjátaði. Minnisstæðar eru berjaferðirnar okkar á haustin sem við bæði höfð- um gaman af. Engum duldist hve stoltur þú varst af barnabörnunum þínum enda fylgdistu vel með öllu sem þau gerðu. Gaman var að sjá hve glaður þú varst þegar Birkir Már, gullmolinn þinn, var í heim- sókn og eitt það síðasta sem þú spurðir um var hvort hann væri far- inn að gera eitthvað nýtt. Ekki varstu að kvarta síðustu ár- in sem oft voru erfið, það var ekki þinn stíll að bera líðan þína á torg, enda hafðirðu mömmu sem vakti yf- ir þér dag og nótt. Einnig hafðirðu þessar yndislegu konur hjá Heima- hlynningunni á Akureyri sem allar voru þér svo góðar, enda ekki hægt að hafa ljúfari sjúkling en þig, elsku pabbi minn. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Ástarkveðja. Ásta Þórunn. Elsku afi minn, ég sit núna í hæg- indastólnum þínum og margar minningarnar rifjast upp fyrir mér. Þú varst alltaf svo rólegur og yf- irvegaður og ekki minnist ég þess að þú hafir nokkurn tímann verið í vondu skapi. Það var alltaf jafn ynd- islegt að koma norður til ykkar og vel tekið á móti okkur. Ég man allar bækurnar þínar og ekki fannst mér leiðinlegt þegar þú last fyrir mig Helgi skoðar heiminn og allar sög- urnar sem þú sagðir mér. En aldrei tókst þér að kenna mér að borða ber en ég tíndi þau bara fyrir ykkur. Þær voru ófáar berjamóferðirnar okkar, já, og veiðiferðirnar. Þó að þú hafir ekki komið oft suður síðustu ár þá man ég enn hvað ég var alltaf spennt þegar þið komuð, og hvað ég var ánægð þegar þú ákvaðst að koma í útskriftina mína. Elsku afi, þú varst svo montinn með langafastrákinn þinn hann Birki Má, alltaf spurðirðu um hann, hvernig hann hefði það og hvað hann væri farinn að geta. Afi, ég lofa að segja honum frá þér. Jæja, afi minn, það er komið að kveðjustund, ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér og þið vakið yfir okkur öllum. Minningarnar eru ljós í lífi mínu. Þín, Halla Sjöfn. Mig langar að minnast afa míns, Þráins Jónssonar, með fáeinum orð- um. Afi hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd og ég ber einstaklega mikla virðingu fyrir honum. Hann var klár, traustur, góðhjartaður og þolinmóður sem kom sér vel þegar hann var að kenna mér ýmislegt. Afi var sterkur persónuleiki sem kom vel í ljós í veikindum hans, hann kvartaði aldrei og tók öllu með jafn- aðargeði. Margar minningar streyma í gegnum hugann en helstar eru þó minningarnar um bíltúrana og spila- kvöldin. Þeir eru nú ófáir bíltúrarnir sem við afi fórum saman í, við keyrðum um og spjölluðum saman. Afi var mikill spilamaður og hann kenndi mér margt í þeim efnum. Þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa sátum við afi oft langt fram eftir að spila. Það var alltaf jafn gaman. Ég er rosalega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með afa og allar þær minningar sem ég á. Nú er hann kominn á betri stað þar sem honum líður vel. Elsku amma mín, megi Guð al- máttugur styrkja þig og varðveita í sorg þinni sem og um alla framtíð. Ástarkveðja. Anna Rut. Elsku afi. Við viljum bara þakka þér fyrir alla þá ást, umhyggju og fræðslu sem þú veittir okkur á okk- ar stuttu ævi. Við munum sakna þín. Þú varst alltaf svo góður í alla staði og hafðir svör við öllu. Þú varst vit- ur, traustur og áreiðanlegur. Megir þú hvíla í friði. Með kveðju. Ágúst Orri og Gauti. Látinn er á Akureyri vinur minn og félagi, Þráinn Jónsson. Á stund- um sem slíkum lætur maður hugann reika og þá hrannast upp minningar um vináttu og félagsskap um langan aldur. Ég kynntist Þráni fyrst um haustið 1961 þegar ég fór til Ak- ureyrar í Menntaskólann. Hann starfaði hjá fyrirtækinu Pétur og Valdimar sem lengi var þekkt flutn- ingafyrirtæki á Akureyri og víðar. Þar starfaði Þráinn megintíma úr starfsævi sinni, byrjaði á ferming- araldri og vann þar þangað til fyr- irtækið var sameinað öðru flutn- ingafyrirtæki seint á öldinni sem leið og Þráinn fluttist með og vann þar til starfsþrek hans þvarr og hann varð að hætta. Kynni okkar Þráins og konu hans, Höllu Gunn- laugsdóttur, jukust smám saman, en ég gerðist félagi í Íþróttafélaginu Þór og þar voru þau fyrir ásamt fjölda góðra félaga og er margs að minnast úr starfi og skemmtan með Þórsurum. Eftir að ég fluttist til Ak- ureyrar haustið 1971 endurnýjuðum við fljótt kynni okkar og við inn- göngu okkar í Oddfellowregluna haustið 1973 má segja að við höfum bundist tryggðaböndum sem aldrei slitnuðu upp frá því. Kynni fjöl- skyldna okkar urðu mikil og ánægjuleg. Þráinn var afskaplega þægilegur maður í allri umgengni. Athugull, rólegur og æðrulaus og vildi hvers manns vanda leysa og eitt er víst að engum tróð hann um tær. Hann var hinn mesti fagurkeri og bera vandað bókasafn hans og glæsilegt málverkasafn þeirra hjóna vitni um vandaðan smekk og glæsi- mennsku. Þráinn var afskaplega vinsæll maður og æskuvinir hans sýndu honum tryggð allt til enda. Vinsældir hans sýndu sig best þegar hann og fjölskylda hans héldu upp á sjötugsafmæli hans í Oddfellowhús- inu síðastliðið sumar. Að baki hans stóð sterk fjölskylda, systkini og ekki hvað síst kona hans Halla Gunnlaugsdóttir og börnin þeirra Ásta og Gunnlaugur ásamt með fjöl- skyldum sínum. Að þessu fólki öllu er því mikill harmur kveðinn við frá- fall Þráins. Við höfðum öll vonast til að honum auðnaðist að lifa lengur þrátt fyrir áralanga baráttu við erf- iðan lungnasjúkdóm. En enginn ræður sínu skapadægri og nú kveðj- um við Þráin hinsta sinni. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og þökkum tryggð og vináttu liðinna ára. Arnar Einarsson, skólastjóri á Þórshöfn. ÞRÁINN JÓNSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÓA BJARNEY HELGADÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Sigrún Þorláksdóttir, María Þorláksdóttir, Þór Jóhannsson, Sigurjón Þorláksson, Svanfríður Magnúsdóttir, Gunnar Þorláksson, Kristín Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN STEFÁNSSON bóndi, Munkaþverá, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju laugar- daginn 4. mars kl. 13.30. Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir, Stefán G. Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Matthildur Jónsdóttir, Jón Már Björgvinsson, Jón Heiðar Jónsson, Vilhjálmur Björn Jónsson, Guðmundur Geir Jónsson, Doris Adamsdóttir, Þorgeir Smári Jónsson, María Stefánsdóttir, Þóra Valgerður Jónsdóttir, Vignir Bragi Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT Á. SIEMSEN, Skaftahlíð 34, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 28. febrúar. Gústav Magnús Siemsen, Kristín Siemsen, Ásbjörn Sigurgeirsson, Vera Siemsen, Ólöf Guðfinna Siemsen, Baldur Bjartmarsson, ömmubörn og langömmubarn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVAVARS SIGURÐAR SÆBJÖRNSSONAR, Miðnestorgi 3, Sandgerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs, Garði, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur. Guðbjörg Svala Guðnadóttir, Sesselja Svavarsdóttir, Grétar Sigurbjörnsson, Sigurgeir Svavarsson, Soffía Gunnþórsdóttir, Fjóla Svavarsdóttir, Torfi Gunnþórsson, Sæbjörn Ágúst Svavarsson, Bryndís Guðrún Kristjánsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS BJÖRNSDÓTTIR, Varmalæk í Skagafirði, lést sunnudaginn 26. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Reykjakirkju föstudaginn 10. mars klukkan 14.00. Lovísa Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Magnea K. Guðmundsdóttir, Gísli Sveinsson, Ásta Begga Ólafsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Smári Borgarsson, Ólafur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.