Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 42

Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gróa BjarneyHelgadóttir fæddist í Forsæti í Vestur-Landeyjum 11. maí 1926. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin María Jónsdóttir frá For- sæti í V-Landeyjum, f. 21. okt. 1895, d. 18. júní 1972, og Helgi Bjarnason frá Kálfsstöðum í V-Landeyjum, f. 12. júlí 1888, d. 30. apríl 1959. Systkini Gróu Bjarneyjar eru sex, Skarphéðinn, f. 1915, Guðjón, f. 1917, Guðrún, f. 1920, Kristín, f. 1921, og Bjarni, f. 1930, sem öll eru látin, og Guðfinna, f. 1936, ein eftirlifandi, gift Hermanni Guðmundssyni, þau eru nú búsett á Hvolsvelli. Gróa Bjarney giftist 15. októ- ber 1947 Þorláki S. Sigurjónssyni frá Tindum í A- Hún., f. 15. ágúst 1916, d. 17. apríl 1995. Börn þeirra eru fjögur, þau eru: 1) Sigrún, f. 1945, giftist Benedikt Grétari Ragnars- syni frá Vestmanna- eyjum, f. 22. júlí 1942, d. 20. júní 1999. Hún býr í Kópavogi og á fjög- ur börn og ellefu barnabörn. 2) María, f. 1946, gift Þór Jóhannssyni. Þau búa í Kópa- vogi og eiga eitt barn og tvö barnabörn. 3) Sigurjón f. 1948, kvæntur Svanfríði Magnúsdóttur. Þau búa í Kópavogi og eiga sex börn og 10 barnabörn. 4) Gunnar, f. 1955, kvæntur Kristínu Eyjólfs- dóttur. Þau búa í Reykjavík og eiga fjögur börn. Útför Gróu Bjarneyjar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ungur ég var og alls óhræddur við hætturnar, sem lífið faldi mér ég braust einn, gegnum her sem að lagði að mér ég var sár, þú komst og reistir mig Ég fann leiðina á ný og fékk styrk minn á því er þú stóðst, við hliðina á mér Nú stend ég á því sem að þú lagðir í gjöfina, sem að okkur færðir mér og öllum sem á eftir komu og lærðu það hjá þér – nú sé ég dag á ný Hvert sem ég fer – ertu hér þú ert með mér þó að ég sé einn á ferð gegnum dimma dali fer Hvar sem ég er – ertu mér viti sem að merkir land í ólgusjó þú stýrir mér í var og ég finn þig aftur þar Í bæn minni sæki ég eldinn sem þarf til að lýsa upp hjá mér nóttina Í þann mund sem ég sé að hún lokast ný leiðin þín sem alltaf virtist greið Kemur loginn frá þér og hann kallar á mig og nú sé ég veginn fram á við Núna stend ég á því sem að þú lagðir í gjöfina, sem að okkur færðir mér og öllum þeim á eftir komu lærðu það hjá þér – nú sé ég dag á ný Hvert sem ég fer – ertu hér þú ert með mér þó að ég sé einn á ferð gegnum dimma dali fer Hvar sem ég er – ertu mér viti sem að land í ólgusjó þú stýrir mér í var og ég finn þig aftur þar Ég finn þig aftur þar Ég finn þig aftur þar (Einar Bárðarson.) Þinn sonur Gunnar. Kæra tengdamamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja Kristín. Merk og mikilhæf kona er látin. Gróa Bjarney Helgadóttir var glæsileg kona sem bar aldurinn vel. Hvar sem hún kom eða hvar sem hún fór, þá vakti hún svo sannarlega verð- skuldaða athygli. Þegar ég kynntist Gróu og fór að venja komur mínar á Skúlagötuna var sjúkdómurinn sem að lokum hafði sigur, farinn að minna verulega á sig, en alltaf bar Gróa höf- uðið hátt og við röbbuðum oft saman um það sem framundan væri. Hún kom mér ávallt fyrir sjónir sem afar skörp og í alla staði yndisleg kona. Hún var afar umhyggjusöm, og stundum fannst mér nóg um þegar hún, oft sárlasin, krafðist þess að fá að stjana við mig og færa mér eitt- hvert lostæti. Gróa bar svo sannar- lega hag sinna nánustu fyrir brjósti og það var alltaf gaman að ræða við hana um það helsta sem var í fréttum á hverjum tíma. Hún fylgdist óhemju vel með og svo sannarlega lá ekki á sínum skoðunum um menn eða mál- efni. Ég er Guði þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Gróu Bjarn- eyju Helgadóttur. Baldur. Nú kveðjum við þig, elsku amma, með einni bæn af mörgum sem þú kenndir mér, og við Halli syni okkar Björgvini Þór. Bænirnar eru fjöl- skyldunni mjög mikilvægar, og þegar Gunnar Hugi hefur aldur til munum við kenna honum þær. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú munt lifa í hjarta okkar allra. Guð geymi þig, elsku amma og langamma Þórdís, Halldór, Björgvin Þór og Gunnar Hugi. Amma mín Gróa Bjarney Helga- dóttir er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm í um tvo áratugi. Amma mín var glæsileg kona og þrátt fyrir mikil veikindi bar hún ávallt höfuðið hátt. Yfir rúmi ömmu og afa hékk mynd af engli sem vísaði tveimur börnum yfir brú. Þessi mynd var í miklu uppáhaldi hjá mér og er reyndar enn og ég þreyttist sjaldan á útskýringu ömmu á myndinni það sem hún sagði að engillinn væri að vísa börnunum veginn. Það sem stendur hins vegar upp úr minningu minni af ömmu er þegar ég fór ásamt henni, afa og foreldrum mínum til Danmerkur í þrjár vikur fyrir um 20 árum. Þar sem ég var eina barnið í hópi fjögurra fullorðinna hlaut ég óskipta athygli en þar lærðum við amma báðar í fyrsta sinn á tölvuspil. Þar sem ég var ekki alin upp í ná- grenni við ömmu og afa eru minning- arnar framan af ekki margar. Ég naut hins vegar góðs af þegar ég byrjaði í menntaskóla að þau afi bjuggu nálægt skólanum. Ég fór nokkrum sinnum í viku til þeirra eftir skóla og lét ömmu stjana við mig. Það var alveg sama hvenær maður kom alltaf galdraði amma fram dýrindis kaffimeðlæti og einhvern veginn fannst mér alltaf allt best hjá henni þrátt fyrir að sömu veitingar væru bornar á borð á öðrum heimilum. Á þessum tíma spjölluðum við amma mikið saman, hvort sem það voru Ís- lendingasögurnar eða nýjustu fréttir, alltaf var amma með málefnin á hreinu. Síðustu ár hef ég búið erlend- is og hafa samskipti okkar ömmu því mest verið símleiðis en yfirleit stóðu símtölin vel á aðra klukkustund. Það var alveg sama þótt amma væri mjög veik þá sló aldrei út í fyrir henni, hún vissi nákvæmlega hvað ég og mitt fólk væri að gera hverju sinni. Amma var mikið veik síðustu mán- uðina en það var mjög sérstakt hvað henni leið vel yfir jólin og sótti hún öll jólaboð í fyrsta sinn í mörg ár. Það var erfitt til þess að hugsa þá að dag- ar hennar yrðu brátt taldir og reyndi ég að nýta hverja einustu stund með henni til hins ýtrasta. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið til ömmu minnar og verið boðið í koní- aksstofuna eins og hún kallaði útsýn- ishornið sitt á Skúlagötunni og rætt þar hin ýmsu málefni. Elsku amma, hvíl þú í friði. Þín Iða Brá. Mig langar til að minnast hennar ömmu Gróu. Um hana ömmu mína á ég svo margar góðar minningar. Ég naut þess í fjögur ár að vera eina barna- barnið, og ég var mikið í pössun hjá þeim ömmu og afa þar sem mamma var að vinna. Á morgnana þegar ég kom þá skreið ég upp í heitt rúmið hennar ömmu minnar og hún strauk mér um bakið þangað til ég sofnaði aftur. Mörg voru ferðalögin sem ég fór með þeim ömmu og afa, bæði um Suður- og Norðurland og í einni ferð- inni er mér minnisstætt að það rigndi mikið og við amma sváfum í bílnum, en afi og Gunnar bróðir mömmu sváfu í tjaldinu. Um morguninn vökn- uðum við amma þurrar og hlýjar en þeir feðgarnir flutu út úr tjaldinu. Amma hafði gaman af því að hafa mig fína, hún bæði saumaði á mig og GRÓA BJARNEY HELGADÓTTIR ✝ Sigríður Hauks-dóttir fæddist á Sauðárkróki 30. júní 1961. Hún lést á há- skólasjúkrahúsinu Ryhov í Jönköping í Svíþjóð hinn 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haukur Þor- steinsson, f. 14. jan- úar 1932, d. 21. sept- ember 1993, og Helga Sigríður Hannesdóttir, f. 1. febrúar 1934. Systk- ini Sigríðar eru Sigurður, f. 16. ágúst 1956, kvæntur Björk Helga- dóttur, þeirra börn eru Arna Björk og Magnús Haukur; Þorsteinn, f. 9. Hinn 1. apríl 1991 giftist Sigríður Þráni Ólafi Jenssyni, f. 24. ágúst 1958. Foreldrar hans eru Edda Þráinsdóttir og Jens Helge Rasm- ussen. Þráinn ólst upp hjá afa sín- um og ömmu, Þráni Sigurðssyni og Ólöfu Björgu Júlíusdóttur. Börn Þráins af fyrra hjónabandi eru Hilmar Bragi, f. 16. október 1978, sambýliskona hans er Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, og Kristrún Björg, f. 1. desember 1985. Sigríður vann lengst af við versl- unarstörf meðan hún bjó á Íslandi. Hún og Þráinn fluttu ásamt börn- um hennar til Svíþjóðar sumarið 1991 og settust að í bænum Hok. Sigríður var fyrstu árin í Svíþjóð í námi en 1994 keyptu þau hjónin matvöruverslun í Barnap og ráku til ársins 1998. Frá þeim tíma var Sigríður ekki í vinnu sökum veik- inda. Útför Sigríðar verður gerð frá Svenarum í Svíþjóð í dag og hefst athöfnin klukkan 11. apríl 1959, í sambúð með Birgittu Bjarg- mundsdóttur; Hrafn- hildur, f. 30. janúar 1966, gift Bolla R. Valgarðssyni, þeirra börn eru Eyja Eydal (faðir Björn Eydal Þórðarson) og Egill Logi; og Vala, f. 16. apríl 1967, börn henn- ar og Aksel Jansen eru Eymar og Eydís. Sigríður var í sam- búð með Jóni Inga Guðmundssyni, f. 21. febrúar 1957. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru; Stefán Tjörvi, f. 9. júní 1979, og Helga Sól, f. 22. febr- úar 1984. Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. (Kahlil Gibran.) Komið er að kveðjustund, Sissa mín. Ég á svo ótal margar fallegar og góðar minningar um þig. Heimsókn- ir mínar til ykkar pabba til Svíþjóðar eru mér ógleymanlegar. Ferðir okk- ar í Liseberg tívolíið, hjólreiðaferð- irnar og allt hitt skemmtilega sem við gerðum saman er ég svo lánsöm að eiga myndir af, þökk sé þér, Sissa mín, fyrir hugulsemina að safna myndum í albúm fyrir mig. Í síðustu ferð minni til ykkar varstu orðin veik. Ég gleymi seint gleði þinni yfir því að geta talað aftur. Þakka þér, Sissa mín, fyrir ánægjulega samfylgd. Elsku pabbi, Stefán og Helga og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kristrún Björg Þráinsdóttir. Ég kynntist mágkonu minni, Sig- ríði eða Sissu eins og hún var kölluð, fljótlega eftir að við Hrafnhildur rugluðum saman reytum síðsumars 1995. Kynntist Sissu fyrst gegnum síma og oft ræddum við saman. Hrafnhildur og Sissa voru nánar þótt haf skildi að. Töluðu saman oft í viku. Sissa flutti utan 1991 ásamt eigin- manni sínum, Þráni og tveimur börn- um hennar, til lítils þorps í Suður- Svíþjóð, Hok, þar sem þau komu sér fyrir í fallegu húsi. Í nálægum bæ, Barnap, hófu þau fljótlega verslunar- rekstur, sem þau ráku í mörg ár. Sumarið 1996 fórum við Hrafn- hildur utan til Sissu og Þráins ásamt Eyju, þá fjögurra ára, í frí. Við höfð- um ákveðið að nota tækifærið í fríinu og gifta okkur. Báðum Sissu og Þrá- in að finna litla sveitakirkju, þar sem athöfnin gæti farið fram. Höfðum ákveðið að biðja Jón Dalbú Hró- bjartsson, þá prest Íslendinga í Gautaborg, að gefa okkur saman. Að öðru leyti átti athöfnin að vera lítils háttar. Lára Gunnvör frænka og hennar maður, Atli og börn, komu til athafnarinnar, þar sem Atli var svaramaður minn og Sissa svara- maður systur sinnar. Það er skemmst frá því að segja að Sissa og Þráinn, af þeirra alkunnu röggsemi, undirbjuggu mikla og eftirminnilega athöfn og veislu. Bæði var kirkan í Ödestugu sérlega vel valin. Falleg, byggð löngu fyrir árás Dana í Sví- þjóð á 14. öld. Giftingardagur okkar Hrafnhildar líður okkur ekki úr minni og þar á Sissa m.a. mikla þökk fyrir vegna þess undirbúnings sem hún lagði á sig fyrir systur sína. Hún lagði allt í sölurnar til að svo yrði og það tókst henni svo sannarlega. Árið 1998 fór Sissa að kenna sér meins vegna krabbameins. Við tóku ár sem einkenndust af uppskurðum, geisla- og lyfjameðferðum. Er mér minnisstætt er við Hrafnhildur fór- um utan árið 2000, ókum frá Kaup- mannahöfn til sjúkrahússins í Lin- köping, þar sem Sissa lá, hversu vel hún bar sig. Það var einkennismerki Sissu að hana skorti aldrei baráttu- þrek – það hafði hún þar til yfir lauk. Hún sigraðist á hverri raun á fætur annarri og um tíma var sem hún myndi vinna endanlegan sigur. Ósér- hlífni Sissu, eljusemi og ótrúleg vinnuharka eru ef til vill að einhverju leyti ástæða veikleika hennar. Ef til vill gafst henni ekki nægilegur tími til að rækta sjálfa sig og líkamlega velferð. Hver veit? Ég man ekki til annars, allt frá fyrstu kynnum okkar Hrafnhildar, en að þær systur töluðu saman í síma nokkrum sinnum í viku. Það var greinilega kært með þeim systrum og Hrafnhildur fór reglulega utan eða notaði tækifærið þegar hún var erlendis vegna vinnu sinnar, að koma við hjá Sissu og Þráni. Það var Sissu mikils virði enda saknaði hún fjöl- skyldu sinnar þótt henni liði vel í Sví- þjóð. Þar ætlaði hún að bera beinin. Við fjölskyldan og móðir Hrafnhildar eyddum jólum og áramótum hjá þeim ytra fyrir ári síðan. Það var í síðasta sinn sem ég hitti mágkonu mína. Þessi tími var Sissu greinilega mikils virði. Sissa var nánast rúmföst heima, lá í sjúkrarúmi með alls kyns tæki sér við hlið. Samveran með henni var okkur fjölskyldunni ekki síður mikils virði. Þetta var tækifæri til að vera saman, gera Sissu kleift að njóta stundarinnar, borða íslenskan jólamat, rjúpur, laufabrauð og hangi- kjöt, tala saman, skjóta upp rakett- um og hlæja. Það er jafnframt eft- irminnilegt frá þessari heimsókn hve Þráinn annaðist eiginkonu sína af mikilli alúð. Hann bar hana á hönd- um sér, var vakinn og sofinn daga og nætur yfir Sissu og gerði allt sem í hans valdi stóð til að henni liði sem best. Sissa var lögð inn hinsta sinni, fjörutíu og fjögurra ára, á Háskóla- sjúkrahúsið Ryhov í Jönköping hinn 6. febrúar. Þar kvaddi hún aðfara- nótt 14. febrúar, södd lífdaga eftir erfið og langvarandi veikindi. Ég kveð þig, Sigríður. Þú skapar stórt rými í mínu hjarta fyrir það sem þú varst; jákvæð, bjartsýn, hjartahlý og elsk að systur þinni. Hafðu þökk fyr- ir ánægjuleg og gefandi kynni. Þráni og börnum votta ég innilega samúð á þessari erfiðu stundu. Bolli Valgarðsson. Í dag er til moldar borin æskuvin- kona mín, hún Sissa. Löngu sjúk- dómsstríði er lokið. Sissa var einstök stúlka. Af henni geislaði bæði þokki og lífsgleði og það er ekki ofsagt að við skólasystk- ini hennar virtum hana og dáðum. Ég var svo heppin að eiga hana að borðfélaga svo til alla okkar skóla- göngu. Þá áttum við saman margar og ógleymanlegar stundir utan skól- ans. Minningar streyma fram. Árið er 1975, við sitjum saman og erum að spá fram í tímann. Umræðuefni okk- ar er næstu aldamót, árið tvöþúsund. Hvar verðum við staddar eftir ald- arfjórðung, hvernig verður þá um- horfs á Sauðárkróki? Hvernig verður lífið hjá okkur þegar þessi tímamót renna upp? Verða það vélmenni sem munu þá vinna öll störf fyrir okkur? Við veltum þessu fyrir okkur fram og til baka. Það er svo óralangt í þetta ártal og við hlæjum að því, að þá SIGRÍÐUR HAUKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.