Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 45 MINNINGAR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar, sonar, bróður og mágs, JÓNS ÞÓRS ÓLAFSSONAR. Breki Þór Jónsson, Ilmur Ösp Jónsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Svandís Geirsdóttir, Steingrímur Ólafsson, Marín Hrafnsdóttir, Gréta Björg Erlendsdóttir, Hannes G. Ingólfsson, Bjarnheiður Erlendsdóttir, Sigvaldi P. Gunnarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGA BERGS GUÐMUNDSSONAR loftskeytamanns, Völvufelli 42, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Sigurðar Böðvarssonar læknis, starfsfólks hjúkrunarþjónustunnar Karitas og líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Fanney Vigfúsdóttir, Auður Björg Ingadóttir, Elías Jón Sveinsson, Jóna Rán Ingadóttir, Rúnar Þór Vilhjálmsson, Ingi Berg Ingason, Anna Lísa Hassing og barnabörn. fannst okkur báðum leiðinlegt að vera svona langt í burtu frá hvor annarri því þá gátum við ekki stokk- ið yfir til hvor annarrar þegar við vildum. Þessi tími sem við vorum vinkonur og nú virðist svo stuttur, var yndislegur og ég vildi óska þess að við gætum átt fleiri ár saman. En nú ert þú hjá guði. Ég mun aldrei gleyma þér eða öllu því skemmtilega sem við gerðum saman og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég sakna þín meira en orð fá lýst, elsku Halla mín. Mig langar að kveðja þig með bæn- inni sem mamma kenndi okkur: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Kveðja, vinkona þín Líney Sif Sandholt. Elsku, elsku ástin mín. Engin orð geta lýst því hversu mikið ég elskaði og elska þig. Öll okkar gullkorn munu varðveitast í hjarta mínu. All- ar sumarbústaðaferðirnar, ljósa- tímarnir, öll hlátursköstin, öll ljósku- mómentin … ég mun aldrei gleyma þessu, þetta er fast djúpt í hjarta mínu. Ég mun aldrei gleyma hversu góðar við vorum saman, þú studdir mig gegnum allt saman hvort sem það gekk út á stráka eða ekki. Þú komst mér alltaf í gott skap þegar ég þurfti á því að halda, elsku dúllan mín. Ég gat aldrei verið reið út í þig, einfaldlega ekki hægt, þú varst allt of ljúf og góð. Minningin um allt hvíta-súkkulaði-átið og webcam- flippin og gönguferðirnar upp í bú- stað, vá þetta verður hér að eilífu. Þú verður hérna að eilífu, Halla …trúðu mér þú verður alltaf í huga mínum og hjarta. Þú varst eitt það fallegasta og ljúfasta sem Guð átti og eins og þeir segja þá eru það þeir sem deyja ungir sem Guðirnir elska mest. Þú verður alltaf engillinn okkar og ég veit þú hefur það alveg óendanlega gott þarna hinum megin og ég get ekki beðið eftir að koma þarna til þín. En á meðan lifi ég þessu jarðlífi fyrir þig. Ég mun skemmta mér á við 2 manneskjur. En elsku ástin mín, þú varst fal- legasti ástarengill sem til hefur verið og lofa þú mér að halda því áfram. Ég mun sakna þín meira en eyði- mörkin saknar rigningarinnar, það máttu bóka, en Halla, ást mín og yndi, ég kveð í bili en þú ert alltaf velkomin í heimsókn. Þín elskandi vinkona, Kristín Bjarnadóttir (Kittý). Elsku Halla. Það er erfiðara en orð fá lýst að sitja í birtunni og ljósinu á Tenerife og fá þá harmafregn að ljósið þitt hafi slokknað. Við sitjum hér agn- dofa fjarri Íslands ströndum og get- um ekkert aðhafst. Fréttirnar um brotthvarf þitt eru sárar og söknuð- urinn yfirþyrmandi. Við kynntumst þér og fjölskyldu þinni árið 1995 þegar við fluttum á Sunnuflötina. Þið Líney voruð þá bara fimm ára og urðuð strax á fyrsta degi góðar vinkonur. Hugur okkar er hjá foreldrum þínum sem þurfa að horfa á eftir sólargeislanum sínum og einnig hjá Unnari litla bróður sem nú þarf að kveðja stóru systur allt of snemma. Guð blessi ykkur öll og hjálpi ykkur að yfirstíga þá miklu sorg sem grúfir yfir öllum í dag. Elsku Halla, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og við geymum þær mörgu ljúfu minningar sem þér tengjast. Fjölskyldan Sunnuflöt 28. Halla Margrét kom eins og sólar- geisli inn í líf okkar þegar við vorum að leita okkur að barnapíu. Við þekktum bróður hennar og ef hún væri eitthvað lík honum vissum við að við værum í góðum málum. Halla stóðst allar okkar væntingar sem barnapía og miklu meira en það. Hún var ótrúlega dugleg að dúllast eitt- hvað með Ólöfu, teikna, fara í Sims eða búa til gogga. Herka fannst hún líka æði því að hjá henni fékk hann að kúra uppi í sófa sem hann fær að öllu jöfnu ekki að gera. Við munum alltaf minnast Höllu sem yndislegrar stelpu með stórt hjarta og söknum hennar mikið. Elsku Unnar, Margrét, Ásgeir og aðrir sem eiga um sárt að binda, okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Kveðja, fjölskyldan í Hólmatúni 17. Sorgin hefur barið að dyrum í Garðaskóla. Skólafélagi er horfinn á braut úr fjölmennum 10. bekkjar út- skriftarárgangi okkar. Nemendur og starfsmenn syrgja glaða, einlæga og dagfarsprúða stúlku sem sannarlega var góður vinur vina sinna. Hinn samstæði hópur nemenda skólans hefur þjappað sér enn betur saman en fyrr og á stundum sem þessari finnum við hvað samfélagið okkar, skólinn og vinahópur skipta miklu máli. Við vonuðum og báðum þess að Halla Margrét næði heilsu og kæmi til okkar á ný, en nú lærum við að horfast í augu við lífsins lögmál sem ekki verður haggað. Á þessari stundu streyma fram minningar um Höllu Margréti sem munu ylja til framtíðar og á sama tíma sendum við hlýjar og djúpar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar, foreldra og bróð- ur. Megi blessun fylgja minningunni um yndislegu stúlkuna ykkar. Með kveðju frá okkur í Garða- skóla, Ragnar Gíslason. Fyrir tæpum tíu árum kenndi ég fyrst hópi barna sem voru að hefja skólagöngu í Flataskóla. Þetta voru geislandi og tápmikil börn. Næstu sex vetur, meðan ég var umsjónar- kennari bekkjarins, urðu þau mér æ kærari. Meðal nemenda var Halla Mar- grét, falleg, alvörugefin, með mikið, rautt, hrokkið hár. Minnti á málverk þar sem birta, litur og skuggi leikast á í fullkomnum yndisþokka. Halla var óskanemandi hvers kennara og leysti öll verkefni sín af stakri alúð. Ég fylgdist með henni vaxa og þroskast og verða að glæsilegri, sjálfstæðri, ungri stúlku. Þegar hún kvaddi mig með blíðu, örlítið feimn- islegu brosi í skólalok vorið 2002, rétti hún mér ilmandi kerti sem ég hef geymt til þessa dags. Ný verkefni biðu Höllu í Garða- skóla en þaðan hefði hún útskrifast í vor. Ég kveð yndislegan nemanda minn með söknuði og þakklæti og læt kertið hennar loga. Ljúfar minningar um einstaka stúlku ylji fjölskyldu Höllu og skóla- systkinum og sefi sorg þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar. Guð geymi Höllu Margréti. Ragnheiður. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast nemenda okkar, Höllu Mar- grétar Ásgeirsdóttur, sem lést eftir hörmulegt slys í heimabæ okkar. Vorið 2005 ákváðu á annan tug stúlkna úr 10. bekk Garðaskóla að taka þátt í nemendasamskiptum við danska krakka á sama aldri. Halla Margrét var þátttakandi í þessum nemendasamskiptum. Við tókum á móti nemendum, kennurum og skólastjóra frá Esbjerg í Danmörku og dvöldum síðan hjá þeim í viku sl. nóvember. Ferðin var einstaklega ánægjuleg og hópurinn til fyrir- myndar. Í þessari ferð kom berlega í ljós hvaða persónu Halla Margrét hafði að geyma, hún var einstaklega ljúf og góð stúlka og kom hvarvetna vel fyrir. Hún var glaðleg og kurteis og hafði einstaka útgeislun. Við er- um þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Höllu Mar- gréti og sendum fjölskyldu hennar og vinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Þá viljum við koma á framfæri kveðjum frá dönsku nem- endunum, fjölskyldum þeirra og kennurum til aðstandenda og vina Höllu Margrétar. Megi minning um góða stúlku lifa. Auður og Kristjana, dönskukennarar í Garðaskóla. Ég kynntist þér Halla mín árið 1995, þegar ég var aðeins þriggja ára og nýflutt heim frá Noregi. Ég man að ég var úti í garði með pabba og litlu systur minni og þú varst að leika þér fyrir utan húsið þitt. Ég labbaði til þín og spurði hvort þú vildir leika og upp frá því vorum við óaðskilj- anlegar. Þú varðst besta vinkona mín og næstu árin vorum við oft saman daga og nætur. Við vorum með sömu áhugamálin og fannst svo gott að vera í návist hvor annarrar. Við hittumst einu sinni úti á Spáni fyrir algjöra tilviljun. Við vorum á sama hótelinu í viku og það var frá- bært. Svo kom að því að þú fluttir burt. Þá hættum við smám saman að hittast en heilsuðumst samt í skól- anum og töluðum stundum saman á msn. Þú varst tveimur árum eldri en ég og áhugamál okkar breyttust eins og oft gerist á þessum árum. Ég hafði þó alltaf séð fyrir mér að við myndum taka upp þráðinn þegar við yrðum eldri. Að við yrðum alltaf vin- konur sem myndu hittast reglulega og væru saman í saumaklúbbi. Svo barst mér sú frétt að þú hefðir lent í alvarlegu bílslysi. Ég vonaði allan tímann og trúði ekki öðru en að þér myndi batna en svo komu þau hræði- legu tíðindi að þú værir dáin. Ynd- islega litla stúlkan sem var alltaf með mér var dáin. Aldrei hef ég grátið svo sárt, aldrei hef ég saknað neins svona mikið. Þú sem varst besta vin- kona mín og munt hafa þann stað í hjarta mínu alla ævi. Sorgin er mér ofviða og hluti af hjarta mínu er far- inn. Ég sakna þín óendanlega mikið og tilhugsunin um að ég geti ekki heyrt hláturinn þinn aftur eða tekið upp þráðinn seinna finnst mér alveg hræðileg. Ég veit þó að þú ert hjá Guði og ég mun ávallt geyma þig hjá mér í hugsunum mínum, draumum og mínu brostna hjarta. Ég gleymi þér aldrei, lífsgleði þinni, þínu fal- lega, blíða brosi og hlátri. Þú varst alltaf með svo hlýtt hjarta og fallegar hugsanir þrátt fyrir að við værum bara pínulitlar stelpur. Bíddu eftir mér elsku Halla mín, seinna kemur að því að við munum hittast aftur og kannski getum við leikið okkur sam- an eins og þegar við vorum litlar. Ég bið til Guðs að hann styrki fjölskyldu þína í þeirra mikla harmi. Ég elska þig Halla og þakka þér fyrir að hafa verið svo dásamlegur hluti af lífi mínu. Anna Guðrún Einarsdóttir. Dóttir æskuvinkonu okkar er farin á vit ljósanna. Svo falleg ung rós. „„Það er tíminn sem þú hefir varið í rósina þína …“ sagði refurinn við litla prinsinn, „… sem gerir rósina svona mikils virði.“ – „Það er tíminn sem ég hef varið í rósina mína …“ sagði litli prinsinn til þess að festa það sér í minni.“ Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Megi þessi orð styrkja ykkur öll í sorginni elsku Magga, Ásgeir, Unn- ar, Halla, Þórður og aðrir aðstand- endur og vinir. Margrét Sæm., Linda E., Kristjana og Marta. Halla Margrét hefur nú kvatt okk- ur. Við sem kynntumst Höllu Mar- gréti í leikskólanum Kjarrinu erum harmi slegin. Við höfum fylgst með henni í fjarlægð vaxa og dafna, ferm- ast og verða stór. Eftir sitja góðar minningar um Höllu Margréti sem verða ekki frá okkur teknar. Þegar Halla Margrét hóf leikskólagöngu sína, þá tveggja ára gömul, fór lítið fyrir henni. Hún var stillt, prúð og þægileg í umgengni. Fallegu rauðu lokkarnir voru hennar aðalsmerki. Hún var hlý og hæg og henni samdi vel við alla. Við minnumst hennar sem kisu eða prinsessu á grímuböll- um, í búningum saumuðum af mömmu. Við minnumst afmæla hennar, þegar pabbi Höllu Mar- grétar kom með stærstu afmælis- köku sem börnin höfðu séð, við minn- umst heimsókna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Halla Margrét að leiða Loga Leo, að klappa geitunum. Við minnumst undirbúnings fyrir jól, piparkökubaksturs og við minnumst jólaballa, rauðu krullurnar svo fal- legar við fínu jólakjólana. Við minn- umst ferða í sveitina og fjöruna, Halla Margrét alltaf svo stillt og prúð. Við minnumst hversdaga úti við leik eða inni, matmálstíma og samverustunda. Höllu Margréti fannst gott að halda í höndina á fé- lögum sínum í samverustundum og halla sér að þeim, hún var svo hlý. Við minnumst útskriftarferðar, Halla Margrét full af tilhlökkun að byrja í skóla, en samt kvíðin. Við minnumst góðrar stúlku með rauða lokka. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Starfsfólk leikskólans Kjarrið. Hún Halla mín er látin. Mig langar til að minnast litlu krúttubollunnar minnar, eins og ég kallaði hana stundum, í nokkrum orðum. Ég man eftir lífsfjöri hennar og sérkennum en þó sérstaklega krútt- legasta hlátri í heimi sem smitaði út frá sér um leið og hann byrjaði. Það skipti ekki máli hvort hún hló að óförum annarra eða fyndni einhvers annars, hláturinn var alltaf gæddur lífi. Hún var sönn vinkona og tók vini sína framyfir allt annað. Alltaf var hægt að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á og alltaf gat hún komið með lausnir á vandamálum, sama hversu lítil eða stór þau voru. Við tvær notuðum það óspart að geta sagt hvor annarri allt og vissi ég meira um Höllu en margur annar. Við vorum mjög nánar vinkonur og urðum alltaf nánari og betri eftir því sem tíminn leið. En nú er tími Höllu liðinn hér á jörðu og hún farin yfir á annan tilverustað. Eflaust miklu betri þar sem hún þarf ekki að hafa áhyggjur af strákum, sléttujárnum né hvort freknurnar hennar sjáist, og Ace Ventura 2 er alltaf í sjónvarp- inu hjá henni og henni líður vel og vakir yfir mér og öðrum. Við tvær vorum saman í hálfgerðu félagi, kölluðum okkur lúðana, okkur leið líka oft eins og lúðum þegar við vorum saman því okkur tókst að gera venjulega hluti hlægilega fáránlega. Þegar gulir bílar keyrðu framhjá okkur kýldi hún mig alltaf í öxlina og kallaði mig svo aumingja, í góðu af því að ég kvartaði yfir því hvað hún kýldi fast. Svo þegar strætó keyrði framhjá kýldi ég Höllu í öxlina til baka en hún horfði á mig stórum hneykslunaraugum og sagði að strætó væri ekki tekinn með! Svo var hlegið. Aldrei datt mér í hug að það væri hægt að sakna þess að vera með marbletti. Samskipti okkar enduðu alltaf á hlátursköstum og gleði og þannig munu samskipti okkar byrja á ný þegar við hittumst aftur, þegar minn tími kemur. Ég á óendanlega margar góðar minningar um Hölluna mína og dýr- mæta vináttu okkar en núna geymi ég hverja einustu minningu í hjart- anu mínu, þar sem Halla sefur nú. Er ég vissi að þú værir farin varð heimurinn allur svartur, mér fannst ég vera tóm og vildi fá þig alla aftur. Ég veit að þú ert á betri stað í þín- um eigin heimi, þú ert skærasta Síðan fyrst ég sá þig hér sólskin þarf ég minna. Gegnum lífið lýsir mér ljósið augna þinna. (Káinn.) Takk fyrir allar okkar stundir, elsku Halla mín. Þinn Jón. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku Margrét, Ásgeir og Unnar, við biðjum almáttug- an Guð að leiða ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Ykkar Guðrún Katrín og Helga Sandholt. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.