Morgunblaðið - 03.03.2006, Page 49

Morgunblaðið - 03.03.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 49 FRÉTTIR MARKAÐSRÁÐ Þingeyinga fagnar áhuga Alcoa á stóriðj- urekstri við Bakka með tilheyr- andi nýtingu vistvænna orkulinda í Þingeyjarsýslum. „Markaðsráðið hefur kannað meðal félagsmanna sinna mögu- leg áhrif aukinna umsvifa í Þing- eyjarsýslum á ferðaþjónustu og verslun. Niðurstaðan er sú að allir sem rætt var við telja að með nýjum atvinnutækifærum sem fylgja stóriðju og nýtingu jarðvarma- orku þá skapist einstakir mögu- leikar til sóknar í greinum versl- unar og þjónustu. Sérstaklega líta heimaaðilar til þeirra samgöngubóta sem fylgja fyrrgreindum framkvæmdum en þær munu auðvelda áframhald- andi uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Markaðsráð Þingeyinga er tilbúið að takast á við verkefni á öllum sviðum þjónustu og versl- unar. Eins er félagið tilbúið að vinna með hverjum þeim er óskar eftir samvinnu um markaðs- og framfaramál í Þingeyjarsýslum.“ Fagna áhuga Alcoa á stór- iðjurekstri VERKFRÆÐIDEILD Háskóla Ís- lands og Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen hf. (VST) hafa gert samstarfssamning um kennslu í námskeiðinu vatnsafls- virkjanir á meistarastigi í um- hverfis- og byggingarverkfræði. Í samningnum felst að VST hefur umsjón með kennslu í vatnsaflsvirkjunum og sér til þess að viðurkenndir sérfræð- ingar sem uppfylla hæfniskröfur verkfræðideildar HÍ sjái um kennslu í námskeiðinu. Jafn- framt styrkir VST verk- fræðideild HÍ með því að greiða hluta af kostnaði við nám- skeiðið. Ábyrgðarmaður námskeiðsins er dr. Gunnar Guðni Tómasson, aðstoðarframkvæmdastjóri VST, og umsjónarmaður af hálfu verkfræðideildar HÍ er dr. Sig- urður Magnús Garðarsson dós- ent. HÍ og VST í samstarf um kennslu Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins og láta dekra við þig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg á frábærum kjörum. Gisting á hinu glæsilega Hotel Avenida Palace við Gran Via götuna, ein besta staðsetningin í hjarta Barcelona, við þekktustu verslunargötuna. Glæsilegt fjögurra stjörnu "superior" hótel með frábærum aðbúnaði og þjónustu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Lúxushelgi í Barcelona 23. mars frá kr. 49.990 Hotel Avenida Palace ****+ Munið Mastercard- ferðaávísunina Frá kr.49.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Avenida Palace ****+ með morgunverði, 23. mars. Netverð á mann. FRÉTTABLAÐIÐ afhenti í gær í fyrsta sinn svonefnd samfélags- verðlaun. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti ein af þeim sex verðlaunum sem veitt voru. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra og voru af- hent í sex flokkum. Aðalverðlaunin fóru til félagsins Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Ís- landi. Þessi verðlaun eru veitt fé- lagasamtökum sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Ólafur Ragn- ar Grímsson afhenti þeim verðlaun- in og fengu samtökin pen- ingaverðlaun upp á eina milljón króna. Guðbjörn Magnússon var valinn „hvunndagshetjan“ en hann er sá Íslendingur sem oftast hefur gefið blóð. Í flokknum „unga hetjan“ varð Gylfi Bragi Guðlaugsson fyrir valinu en hann sýndi rétt viðbrögð þegar hann varð var við eld í íbúð- arhúsi. Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Lilja Gísladóttir fengu verð- laun í flokknum „uppfræðari árs- ins“ fyrir frjálsíþróttastarf sitt hjá ÍR. Blátt áfram, forvarnarverkefni UMFÍ, fékk verðlaun í flokki fé- lagasamtaka sem hafa sinnt börn- um af sérstökum metnaði og alúð. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, fékk verðlaun fyrir at- lögu gegn fordómum. Verðlaunin í þessum fimm flokkum voru fartölv- ur eða ferðaverðlaun. Almenningi gafst kostur á að senda inn tilnefningar en dómnefnd valdi handhafa verðlaunanna úr innsendum tilnefningum. Formaður dómnefndar er Steinunn Stef- ánsdóttir, ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu, en ásamt henni áttu sæti í dómnefnd þau Davíð Schev- ing Thorsteinsson, Svanfríður Inga Jónasdóttir og Guðjón Friðriksson. Ljósmynd/Hari Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Eddu Ýri Einarsdóttur og Ölmu Dröfn Geirdal, forráðamönnum Formu, sam- félagsverðlaunin. Á myndinni eru einnig þau sem tilnefnd voru til aðalverðlaunanna. Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins afhent í gær EFTIRFARANDI er ályktun fram- kvæmdastjórnar Öryrkjabandalags Íslands vegna skýrslu um réttlátari notendagjöld í sjúkratryggingum á Íslandi: „Framkvæmdastjórn Ör- yrkjabandalags Íslands lýsir stuðn- ingi við þau megin sjónarmið sem fram koma í skýrslu sérfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins um réttlátari notendagjöld í sjúkra- tryggingum á Íslandi. Miklu varðar fyrir notendur heilbrigðiskerfisins að kerfið sé einfaldað frá því sem nú er, álögur lækkaðar á þá sem þurfa á þjónustunni að halda og að jafnræðis sé gætt á milli hópa sjúk- linga. ÖBÍ hvetur ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála að skoða skýrsluna með jákvæðum og opnum huga og hefja þegar í stað, á grund- velli hennar, endurskoðun laga og reglna í nánu samráði við heildar- hagsmunasamtök. ÖBÍ lýsir sig reiðubúið til þess verkefnis.“ Jafnræðis verði gætt milli sjúk- lingahópa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.