Morgunblaðið - 03.03.2006, Page 59
Sími - 551 9000
EIN ATHYGLISVERÐASTA
MYND ÁRSINS
kl. 4 Ísl. tal - B.i. 10
eee
DÖJ – kvikmyndir.com
eee
VJV Topp5.is
Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is
F
U
N
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG
OG ÓSTÖÐVANDI
Epískt meistarverk frá Ang Lee
Óþekkustu
börn í heimi
hafa fengið
nýja barnfóstru
sem er ekki öll
þar sem hún
er séð.
Sýnd kl. 8 og 10
EIN ATHYGLISVERÐASTA MYND ÁRSINS
ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM
BYRGINN, AÐEINS MEÐ
SANNLEIKANN AÐ VOPNI
6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAÞ.á.m. besta mynd, besti leikstjóri og besti leikari
Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum George Clooney
sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim.
eeee
Topp5.is
eee
kvikmyndir.com
eee
A.B. Blaðið eeeeS.K. / DV
CAPOTE kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA
WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
Sýnd kl. 6 og 10 B.i. 16 ára
SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Óþekkustu
börn í heimi
hafa fengið
nýja barnfóstru
sem er ekki öll
þar sem hún
er séð.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
TÖFRANDI
ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA TÖFRANDI
ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
eee
DÖJ – kvikmyndir.com
eee
VJV Topp5.is
„... ástarsaga eins og
þær gerast bestar -
hreinskilin, margbrotin
og tilfinningarík...“
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
Sýnd kl. 5, 8 og 10:15
ALLIR EIGA SÉR
LEYNDARMÁL
SUM ERU
HÆTTULEGRI
EN ÖNNUR
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta handritið, Woody Allen
EIN BESTA
MYND WOODY
ALLEN
GOYA VERÐLAUNIN
Besta Evrópska myndin
Sýnd kl. 4, 6 og 8
MATCH
POINT
Scarlett Johansson
Jonathan Rhys Meyers
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 59
MYNDIN Match Point er nýjasta kvikmynd leik-
stjórans góðkunna Woody Allen, sem meðal ann-
ars fékk Óskarsverðlaunin árið 1978 fyrir leik-
stjórn kvikmyndarinnar Annie Hall. Match Point
fjallar um Chris Wilton, sem er fyrrverandi at-
vinnumaður í tennis. Þegar Chris kynnist hinum
vel stæða Tom Hewett og giftist í kjölfarið systur
hans, Chloe, opnast honum nýjar dyr að bæði
miklum peningum og mikilli velgengni, en fjöl-
skylda þeirra systkina er mjög vel stæð. Fljótlega
fer Chris hins vegar að átta sig á því að hann á
mjög erfitt með að standast hina fögru Nolu, sem
er kærasta Toms. Ástin virðist gagnkvæm og því
stendur Chris frammi fyrir erfiðri ákvörðun um
hvort vegi þyngra, ástin eða skynsemin.
Með aðalhlutverk í Match Point fara þau
Scarlett Johansson, Jonathan Rhys Meyers, Alex-
ander Armstrong og Brian Cox. Match Point er
tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið,
sem Allen skrifaði sjálfur.
Frumsýning | Match Point
Ástin og
skynsemin
Chris (Jonathan Rhys Meyers) á erfitt með að
standast hina fögru Nolu (Scarlett Johansson).
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 72/100
Roger Ebert 100/100
Empire 80/100
Variety 80/100
Hollywood Reporter 70/100
The New York Times 90/100
(allt skv. Metacritic)
ÍSLENSKA harðkjarnahljómsveitin Ajax
kemur fram á tónleikum á NASA við Aust-
urvöll í kvöld, en það eru þeir Þórhallur Skúla-
son og Sigurbjörn Þorgrímsson, betur þekktur
sem Bjössi Biogen, sem skipa sveitina. Að
sögn Bjössa var Ajax stofnuð um 1990, en hún
var á hátindi ferils síns fyrstu tvö til þrjú árin
þar á eftir, eða þangað til harðkjarnatónlistin
þróaðist að mestu í aðrar áttir. Bjössi segir að
sveitin hafi aldrei gefið út eiginlega plötu, þó
einhver vísir hafi verið að því. „Það var gefin út
ein fjögurra laga plata, hálfgerð smáskífa,“
segir hann, en á þeirri plötu var þekktasta lag
sveitarinnar, Ruffige. „Svo vorum við líka á
Icerave safnplötunni sem var gefin út af Skíf-
unni á sínum tíma,“ bætir Bjössi við, en platan
er í dag talin vera mikill safngripur. Þrátt fyrir
að ekki hafi mikið borið á sveitinni síðan harð-
kjarnatónlistin var hvað vinsælust, er ekki
ýkja langt síðan hún kom fram síðast. „Við
komum saman í október árið 2003 og spiluðum
á skemmtistaðnum Vídalín,“ segir Bjössi og
bætir því við að tónleikarnir í kvöld leggist vel í
sig, þrátt fyrir að rúm tvö ár séu síðan sveitin
kom fram síðast. „Við tökum þetta nú ekkert
allt of alvarlega.
Við verðum þarna aðallega til að halda úti
fána þessa tímabils. Svo sjáum við bara til hvar
þetta endar.“
Eins og Bo Hall á Hótel Sögu
Bjössi segir að á tónleikunum í kvöld verði
farið yfir feril sveitarinnar og helstu lög henn-
ar spiluð. „Við tökum allavega einhverjar út-
gáfur af þeim, hvort sem þau verða færð í ný-
tískulegri búninga eða ekki,“ segir hann. „Við
verðum bæði með tölvur og spilara og munum
geta farið með þetta í allar áttir.“ Aðspurður
segir Bjössi að enn megi heyra harðkjarna-
tónlist á skemmtistöðum borgarinnar, þótt það
sé reyndar ekki algengt. „Ég fór til dæmis um
daginn á svona kvöld þar sem Maggi Legó var
að spila oldschool tónlist frá þessu tímabili.
Mér leið bara eins og Bo Hall á Hótel Sögu eða
eitthvað í þeim dúr,“ segir Bjössi, og bætir því
við að harðkjarnatónlistin hafi þróast í aðrar
áttir á sínum tíma. „Þetta fór allt yfir í drum’n
base og house, en það er samt örugglega eitt-
hvað um að þessi tónlist sé gerð enn þann dag í
dag, allavega eitthvað í svipuðum dúr.“
Harðkjarnatónlistin einkenndist fyrst og
fremst af hröðum töktum og helíumröddum og
er alltaf tengd við tímabilið frá 1990 til 1994.
Aðspurður segir Bjössi svolítið fyndið að horfa
til baka á þetta tímabil. „Já, á vissan hátt. Ég
held að mest af því sem fólk muni frá þessum
tíma sé frekar fyndið. Ég held að fólk tengi
þetta líka mikið við þessi rave og svona. En
það var samt fullt af flottum hlutum að gerast
á þessum tíma,“ segir Bjössi.
Þegar Ajax hefur lokið sér af stígur Exos á
stokk, en það er svo belgíski plötusnúðurinn
Marco Bailey sem klárar kvöldið. Á efri hæð-
inni verða plötusnúðarnir Danni Deluxe,
Hermigervill, Dj Mezzo og Dj Paranoya.
Tónleikar | Harðkjarnasveitin Ajax á NASA í kvöld
Hraðir taktar og helíumraddir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjössi Biogen og Þórhallur Skúlason skipa harðkjarnasveitina Ajax, sem var á hátindi ferils síns á árunum 1990 til 1993.
Ajax á NASA, ásamt Exos, Marco Bailey,
Danna Deluxe, Hermigervli, Dj Mezzo og Dj
Paranoya. Húsið verður opnað kl. 23. Forsala
í 12 Tónum við Skólavörðustíg. Miðaverð er
1.000 kr. í forsölu og 1.500 kr. við hurð.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is