Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 2

Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagastofnun Málstofa Föstudaginn 10. mars kl. 12:15 Lögberg, stofa 101 Karl Axelsson hrl. og lektor við lagadeild HÍ Fundarstjóri Eyvindur G. Gunnarsson hdl. og lektor við lagadeild HÍ Allir velkomnir Nánari upplýsingar á www.lagastofnun.hi.is og www.lagadeild.hi.is Breytingar á vatnalögum NÝ BANKASKÝRSLA Í nýrri skýrslu frá Merrill Lynch kemur fram að hvorki Fitch Ratings né Moody’s hafi tekið nægjanlega mikið mið af kerfislægri áhættu á ís- lenska fjármálamarkaðinum þegar þeir hafa metið lánshæfi íslensku bankanna. Baráttudagur kvenna Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldinn í dag, miðvikudag. Meira en 240 konur í 50 ríkjum hafa skrifað Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, opið bréf, þar sem hann er sakaður um að styðja aðeins jafnrétti kynjanna í orði en ekki á borði. Bauhaus opnar árið 2007 Helmut Diewald, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Bauhaus, segir fyrirtækið stefna að því að koma inn á byggingavörumarkaðinn hér á landi fyrir árslok 2007. Fyrirtækið reki 190 stórverslanir í Evrópu og hafi hvergi lent í jafnmiklum erf- iðleikum með að fá lóð undir starf- semi sína og hér á landi. Hátt í 2.000 sumarhúsalóðir Verið er að undirbúa og gera til- búnar til úthlutunar hátt á annað þúsund lóðir undir sumarbústaði fyrir austan fjall, einkum í upp- sveitum Árnessýslu. Þetta kemur til viðbótar 400 nýjum bústöðum sem bættust við á þessu svæði í fyrra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 28/32 Fréttaskýring 8 Brids 33 Viðskipti 14/15 Myndasögur 36 Erlent 16/17 Dagbók 36/39 Minn staður 18 Víkverji 36 Akureyri 19 Velvakandi 37 Suðurnes 20 Staður og stund 38 Daglegt líf 23 Leikhús 40 Menning 23, 40/45 Bíó 42/45 Umræðan 23/27 Ljósvakamiðlar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Bréf 27 Staksteinar 47 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir fasteignablað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                   GEIR H. Haarde utanríkis- ráðherra ætlar að fara í einkaheimsókn til Sandeid í Noregi á laugardaginn kem- ur að lokinni opinberri heimsókn, sem hefst á fimmtudag, en faðir hans var frá Sandeid, sem er þorp sunnarlega á vestur- strönd Noregs. Frá þessu er sagt í net- útgáfu norska blaðsins Haugesunds Avis, en þar er einnig stutt viðtal við utanríkisráðherra og sagt meðal annars að hann sé formaður Sjálf- stæðisflokksins sem svipi til norska Hægri flokksins og að hann hafi áður verið fjármálaráðherra. Fram kemur að Geir hafi komið til Sandeid og Hauge- sund í stutta heimsókn þeg- ar hann var 14 ára, en hann missti föður sinn, Tomas Haarde, þegar hann var ell- efu ára. Geir segir að faðir hans hafi verið stoltur af því að vera frá Sandeid. Með aldrinum hafi áhugi sinn á rótunum í Noregi vaxið og hann vilji gjarnan frétta af ættingj- um sínum á staðnum. Með Geir í för verður eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir. Að lokinni heimsókninni til Sandeid fer utanríkisráðherra í heimsókn til Danmerkur. Geir H. Haarde heimsækir frænd- garð í Sandeid Geir H. Haarde BRÆÐURNIR Hlífar og Árni Þór Jakobssynir fögnuðu blíðviðrinu um síðastliðna helgi með því að dusta rykið af golfkylfunum og æfa sveifluna við sjávarsíðuna við Sörlaskjól. Fádæma blíða var um helgina en Veður- stofan spáir heldur kólnandi veðri næstu daga. Þó er útlit fyrir að sólin skíni um næstu helgi og ef spáin ræt- ist má vænta þess að fleiri taki golfsettin úr geymsl- unum og hefji undirbúning fyrir næsta golftímabil. Morgunblaðið/Sverrir Golfkylfurnar úr vetrardvala FORELDRAR nemenda við List- dansskóla Íslands samþykktu á fjöl- mennum fundi í fyrrakvöld ályktun þar sem menntamálaráðherra er hvattur til þess að fresta um eitt ár fyrirhugaðri lokun skólans en til stendur að leggja hann niður í vor. Sigurður Jónasson, meðstjórn- andi í foreldrafélagi skólans, bend- ir á að foreldrafélagið hafi átt gott samstarf við ráðuneytið með að- komu að gerð námskrár. „Við höf- um enga ástæðu til að ætla annað en ráðuneytið standi við það sem það hefur sagt og lofað, enda hefur það þegar tilnefnt formann for- eldraráðsins í gerð námskrár fyrir grunn- og miðskólastig.“ Hins vegar hafi foreldrar á fund- inum í fyrrakvöld verið sammála um að tíminn væri naumur og „það væri best í stöðunni að fresta þessu til þess að gefa öllum aðilum tíma til að koma betur undirbúnir í rekstur skólans,“ segir Sigurður. Í vetur var tilkynnt að mennta- málaráðuneytið, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Dansmennt ehf. hefðu undirritað viljayfirlýsingu um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi frá og með næsta vetri. Sigurður segir að eftir þetta hafi ekkert komið fram op- inberlega um framtíðaráformin. Vilja að ráðherra fresti lokun List- dansskólans BLINDRAFÉLAGIÐ er algerlega mótfallið frumvarpi heilbrigðisráðherra um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, segir frumvarpið nú til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og alls ekki sé útilokað að gerðar verði breytingar á frumvarpinu. Blindrafélagið telur að frumvarpið muni á eng- an hátt bæta stöðu blindra og sjónskertra í þjóð- félaginu. Halda forsvarsmenn Blindrafélagsins og Sjónstöðvar Íslands því fram að heilbrigðisráðu- neytið hafi ekki hlustað á neinar þær athugasemd- ir sem gerðar voru við frumvarpið og vilja að Al- þingi fresti umfjöllun um það. Forsvarsmenn Blindrafélagsins telja mörgum spurningum ósvarað og m.a. sé óljóst hvernig ná eigi fram hugsanlegum sparnaði eða hagræðingu með sameiningunni. Sæunn Stefánsdóttir segist ekki útiloka að gerðar verði breytingar á frumvarpinu. „Ég veit að nefndin er búin að senda frumvarpið út til um- sagnar og síðan mun nefndin kalla fulltrúa þessara aðila fyrir nefndina og einhverjir hafa nú þegar komið á fund hennar,“ segir hún. „Við áttum mjög náið samstarf við þá hags- munahópa sem að þessu koma í öllu ferlinu. Eftir fundi skiluðu allir skriflegum athugasemdum og farið var sameiginlega yfir þær. Frumvarpið tók að sjálfsögðu breytingum til samræmis við þær, þó ekki hafi öllum kröfum verið mætt,“ segir hún. Sæunn segir að hluti gagnrýninnar beinist að atriðum sem frumvarpið fjalli ekkert um og jafn- vel að þjónustuþáttum sem heyra ekki undir heil- brigðisráðuneytið, á borð við túlkaþjónustu, að- gengi að menntakerfinu o.fl. Ástæðulaust að óttast að breytingar verði á gjaldtöku Friðgeir Jóhannsson, varaformaður Dauf- blindrafélags Íslands, hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður skjólstæðinganna muni aukast þar sem ólíkar gjaldskrár séu í dag annars vegar hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni og hins vegar hjá Sjónstöðinni. Með tíð og tíma kunni þær að nálg- ast hvor aðra með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir skjólstæðingana. Sæunn minnir á að Jón Kristjánsson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, hafi lýst því yfir að ekki yrði hróflað við neinum gjaldskrám við þessar breytingar og segist hún ekki sjá neina ástæðu til að óttast að gjaldtakan muni breytast. „Menn eru alltaf hræddir við breytingar og maður skilur það og virðir það. En við hér í ráðu- neytinu höfum töluverða reynslu af sameiningu stofnana og þá einkum af sameiningu heilbrigð- isstofnana. Reynslan hefur verið á þann veg að menn hafa getað notað þá peninga sem sparast þegar um sameiginlega þætti er að ræða í stofn- unum, hvort sem þar er um að ræða stofnun með átta starfsmönnum eins og í Sjónstöðinni eða mörg hundruð manna stofnanir, í þjónustuna við viðskiptavinina sjálfa. Við finnum að það er mikil jákvæðni meðal starfsmanna beggja þessara stofnana og bæði faglegra og rekstrarlegra yf- irmanna,“ segir Sæunn. Frumvarp um sameiningu Sjónstöðvarinnar og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar Ekki er útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.