Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 9
FIMMTÍU konur fóru í árlega
kvennaferð 4x4 klúbbsins síðustu
helgi á um 30 jeppum. Farið var í
Setrið, sem er skáli klúbbsins við
Hofsjökul og að sögn Nínu Krist-
bjargar Hjaltadóttur, verslunar-
stjóra og fjallakonu, fékk hóp-
urinn brjálæðislega gott veður.
„Það var ekki ský á himni og
rosalega gott færi,“ segir hún.
„Það var frost svo það var ekkert
vesen.“
Að sögn Nínu er farin sérstök
kvennaferð á hverju ári til þess að
efla kvennastarf innan klúbbsins.
„Við erum alltof oft í farþega-
sætinu,“ segir hún hlæjandi og að-
spurð segir hún að smám saman
sé reynt að snúa hlutunum í jafn-
réttisátt. „Við erum alltaf að
reyna en þarna er farið gagngert
til þess að hafa það gaman sam-
an.“
Nína segir að alltaf þurfi að
taka upp verkfærin í fjallaferð-
unum og að í ferðinni hafi verið
sýndir taktar sem karlarnir héldu
að konurnar ættu ekki til.
„Ég held að þeir séu alltaf jafn-
hissa á hvað við björgum okkur.
Þeir bíða alltaf heima eftir að
hringt sé í þá og þeir beðnir að
koma og bjarga okkur en það hef-
ur sjaldan þurft,“ segir hún.
Á laugardaginn var farið í bíl-
túra og skoðuðu sumar Klakkskála
á meðan aðrar fóru í Nautöldu.
„Á sunnudaginn keyrði hluti
hópsins svo yfir Langjökul til baka
í frábæru veðri. Það var 12 stiga
frost og logn og útsýni eins langt
og augað eygði,“ segir Nína að
lokum glaðbeitt eftir góða ferð.
„Alltof
oft í far-
þega-
sætinu“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvennahópurinn lenti í ýmsum ævintýrum á jöklinum.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Hvítir stakir jakkar
Vorið 2006
Mars Efni Leiðsögn
8.-12. Systradagar Starfshópur Fullbókað
17.-19. Fylgdardagar Starfsfólk Líknardeildar
19.-21. Bænafræðsla Sr. Sigurbjörn Einarsson Biðlisti
23.-26. Njótum Auður Bjarnadóttir
augnabliksins Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson Biðlisti
28.-30. Bænafræðsla Sr. Sigurbjörn Einarsson Biðlisti
31.-2.4. Dulúð og Dr. Pétur Pétursson
kristin íhugun Dr. Sigurbjörn Einarsson Fullbókað
Apríl
3.-6. Qi Gong dagar Gunnar H. Eyjólfsson
12.-15. Dymbilvikan Sr. Sigurður Sigurðarson
20.-23. Göngudagar Sr. Halldór Reynisson,
sr. Sigurður Árni Þórðarson
27.-30. Hjónadagar Hafliði Kristinsson
KYRRÐARDAGAR
Í SKÁLHOLTI
Nánari upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla,
sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is
Svövusjóður við Skálholtsskóla styrkir til þátttöku í kyrrðardögum ef þörf er
Gjafabréf fyrir þátttöku í kyrrðardögum eru til sölu í Skálholtsskóla
VERIÐ VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI
Ásnum – Hraunbæ 119 – Sími 567 7776
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR!
Enn meiri afsláttur!
GUNNARI Páli Baldvinssyni var
veittur verkefnastyrkur Félagsstofn-
unar stúdenta í gærdag fyrir loka-
verkefni sitt í stjórnmálafræði sem
ber heitið „Þróun íslensku friðargæsl-
unnar“. Það var Þórlindur Kjartans-
son, stjórnarformaður FS, sem af-
henti styrkinn en hann nemur 150.000
krónum. Markmiðið með styrkjunum
er að hvetja stúdenta til markvissari
undirbúnings og metnaðarfyllri loka-
verkefna og eru styrkirnir veittir
þrisvar á ári. Að sögn Rebekku Sig-
urðardóttur, upplýsingafulltrúa Fé-
lagsstofnunar stúdenta, eru það
framúrskarandi verkefni sem hljóta
þessa styrki. Rebekka sagði í samtali
við Morgunblaðið að hún hefði sjald-
an lesið eins góða umsögn frá kenn-
ara um lokaverkefni nemanda eins og
í tilfelli Gunnars Páls en leiðbeinandi
verkefnisins var Valur Ingimundar-
son dósent.
Hlutverk Friðargæslunnar
breyst mikið
Lítið hefur verið skrifað um Ís-
lensku friðargæsluna og var því um
mikla frumheimildarvinnu að ræða að
sögn Gunnars Páls.
,,Frá tímum kalda stríðsins hefur
hlutverk friðargæslu í heiminum
breyst mikið en á tímum kalda stríðs-
ins var starf friðargæslu fyrst og
fremst hlutlaust vopnaliðseftirlit sem
Sameinuðu þjóðirnar sáu um. Helsta
ástæðan er sú að stórveldin vildu sem
minnst skipta sér af þeim deilum sem
áttu sér stað. Eftir að því lauk hefur
friðargæslan orðið meira úrræði hins
svokallaða alþjóðasamfélags og beita
ríki friðargæslunni fyrst og fremst
gegn hugsanlegri ógn,“ segir Gunnar
Páll. Starfsemi Friðargæslunnar er
mun virkari nú en áður og að sögn
Gunnars Páls hefur það breyst úr því
að vera nokkurs konar eftirlitshlut-
verk í því að vinna að þróun og upp-
byggingu samfélaga, eins og á við um
Afganistan.
,,Sú breyting hefur átt sér stað frá
tímum kalda stríðsins að við erum
ekki lengur í framvarðarsveitinni
gagnvart Sovétríkjunum, heldur höf-
um við færst á jaðarinn. Þetta end-
urspeglast í stöðu okkar í Nató en
framlag okkar, sem var gríðarlega
mikið, varð í raun skyndilega verð-
laust. Þannig höfðum við mjög lítið
fram að færa í þeim verkefnum sem
bandalagið var að taka þátt í,“ segir
hann.
Þurfum að leggja meira af
mörkum til alþjóðasamfélagsins
Í ritgerðinni skoðaði Gunnar Páll
þróun friðargæslunnar allt frá því að
Íslendingar byrjuðu að senda heil-
brigðisstarfsmenn til Bosníu árið
1994 og til dagsins í dag. ,,Þróunin
hefur verið gríðarlega hröð frá þeim
tíma og veitum við nú ellefu sinnum
meira til friðargæslu en við gerðum
árið 1998.“
Að sögn Gunnars Páls þurfa Ís-
lendingar að leggja meira af mörkum
til að tryggja stöðu Íslands í öryggis-
og varnarmálum. Var þá ákveðið að
stofna Íslensku friðargæsluna og efla
þátttöku okkar. Íslenska friðargæsl-
an var svo formlega stofnuð árið 2001.
,,Árið 2002 fengu Íslendingar skýr
skilaboð frá ráðamönnum innan Nató
að við yrðum að leggja meira af mörk-
um. Varð það til þess að við tókum
þátt í mun stærri verkefnum innan
friðargæslunnar og m.a. flugvallar-
verkefninu í Kósóvó.“
Gunnar Páll segir að starf Íslensku
friðargæslunnar í Afganistan og Kós-
óvó hafi vakið mikla athygli innan
bandalagsins. Þar hafi Íslendingar
sýnt á sér nýja hlið, verið við stjórn-
völinn og fengið önnur ríki til þátt-
töku.
Félagsstofnun stúdenta veitir fjárstyrk fyrir lokaverkefni
í Háskóla Íslands um Íslensku friðargæsluna
Nató þrýsti á Íslendinga að
leggja meira af mörkum
Þórlindur Kjartansson, stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta (t.v.),
afhenti Gunnari Páli Baldvinssyni verkefnastyrk FS í gærdag. Með þeim á
myndinni er Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS.
Eftir Helgu Ólafsdóttur