Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 17

Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 17 ERLENT M IX A • fí t • 6 0 1 0 4 Verkefni um orku og orkumál í grunnskólum Enn er mánuður til stefnu til að skila úrlausnum í samkeppnina Nánari upplýsingar eru á vef Landsvirkjunar: www.lv.is Frá áramótum hefur grunnskólanemum á öllum aldri staðið til boða að taka þátt í samkeppni um úrlausn á verkefnum um orku og orkumál. Margir skólar hafa sýnt fræðsluefni á vef Landsvirkjunar áhuga og nýtt sér það. Við hvetjum nemendur, kennara og foreldra til að kynna sér fræðsluefnið og verkefnin í samkeppninni og senda inn úrlausnir fyrir 8. apríl nk. Auk viðurkenninga fyrir þátttökuna fá nokkrir nemendur að taka þátt í að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun ásamt forseta Íslands 12. maí nk. AÐ MINNSTA kosti 21 lét lífið í gær í þremur sprengjutilræðum í Varanasi, helgri borg hindúa á Ind- landi. Sprengjurnar sprungu í hofi hindúa og á lestastöð. Lögreglan fann tvær aðrar sprengjur nálægt helsta líkbrennslustað borgarinnar við Ganges-fljót. Tugir manna særðust í spreng- ingunum. Engin hreyfing hafði lýst tilræðunum á hendur sér í gær. Öryggissveitir voru settar í við- bragðsstöðu út um allt landið af ótta við að tilræðin leiddu til átaka milli trúarhópa. Einn þeirra sem særðust í hofinu í Varanasi er hér fluttur á sjúkra- hús. AP Mannskæð sprengju- tilræði á Indlandi London. AP. | Sá hugmyndafræði- legi ágreiningur, sem einkenndi bresk stjórnmál á níunda ára- tugnum, er horf- inn og stóru flokkarnir þrír eru nú allir ná- lægt miðjunni. Kom þetta fram hjá David Came- ron, leiðtoga breska Íhaldsflokks- ins, í gær. Cameron sagði meðal annars, að sér sem leiðtoga Íhaldsflokksins fyndist ekkert athugavert við að vera sammála Tony Blair forsætis- ráðherra og leiðtoga Verkamanna- flokksins í mikilvægum málum. Nefndi hann menntamálin sem dæmi um það. „Það er ekki lengur um að ræða þann mikla, hugmyndafræðilega ágreining, sem var á níunda ára- tugnum, en auðvitað er ég á öðru máli en þeir Gordon Brown og Tony Blair í mörgum málum,“ sagði Cameron og nefndi valdsvið sveitarstjórna, Evrópumálin og fjármál hins opinbera sem dæmi um það. Segir skilið við bræðraflokkana Kom þetta fram í ræðu, sem Cameron flutti hjá Samtökum er- lendra fréttamanna í London, en þá varði hann þá umdeildu ákvörðun sína að draga breska Íhaldsflokk- inn út úr samtökum mið- og hægri- flokka á Evrópuþinginu. Hefur það valdið mikilli óánægju í bræðra- flokkunum í Evrópu og sumir ótt- ast, að það geti orðið til að færa breska Íhaldsflokkinn til hægri, þvert ofan í stefnu Camerons. Cameron sagði, að það væri ekki til neins fyrir Íhaldsflokkinn að vera í þessum samtökum vegna þess, að hann væri í grundvallarat- riðum andvígur stefnu þeirra í Evr- ópumálum. Cameron kvaðst hlynntur nánu sambandi við Bandaríkin en það þýddi ekki, að Bretar ættu að sam- þykkja allt, sem þaðan kæmi. „Við eigum að vera góðir vinir en minnast þess um leið, að vinur er sá, sem til vamms segir.“ Ekki deilt um hugmyndafræði Leiðtogi breskra íhaldsmanna segir flokkana alla komna inn á miðjuna David Cameron HUGSANLEGT er að breska rík- isútvarpið, BBC, fari að láta not- endur vefsíðna stofnunarinnar á erlendri grundu greiða fyrir að- ganginn. Þetta sagði háttsettur fulltrúi BBC, David Moody, á ráð- stefnu um stafræna fjölmiðlun í Bretlandi í fyrradag en fréttavefur BBC er meðal virtustu frétta- veitna veraldar. Moody sagði tímann runninn upp að skoða þyrfti þann mögu- leika, að tryggja BBC tekjur af notkun fólks á netútgáfunni í öðr- um löndum. Sagði hann, að því er fram kom í vefútgáfu The Guardi- an, að annars vegar mætti hugsa sér, að birtar yrðu auglýsingar, eða þá að menn yrðu látnir greiða fyrir aðganginn. ESB boðar úttekt Ekki eru nema örfáir dagar síð- an Neelie Kroes, framkvæmda- stjóri samkeppnismála hjá ESB, tilkynnti að gera ætti úttekt á því hvernig ríkisfjölmiðlar eins og BBC hefðu nýtt sér netið. Er talið að þar komi til skoðunar, hvort það kunni að brjóta í bága við reglugerðir ESB, að nota fjármuni sem hlotnast af afnotagjaldi til þess að færa út kvíarnar á netinu. BBC mun hafa kannað það áður hvernig græða mætti á þeim sem notuðu þjónustu þess á netinu, en greiddu ekki áskriftargjöldin, þ.e.a.s. þeim sem ekki búa í Bret- landi. Ashley Highfield, yfirmaður netdeildar BBC, varaði hins vegar við því fyrir fjórum árum, skv. The Guardian, að jafnvel áskrifendur í Bretlandi, sem borga nefskatt til BBC, myndu þurfa að greiða auka- lega fyrir notkun af netútgáfu BBC ef meiningin væri sú, að standa straum af öllum kostnaðin- um sem hlytist af netvæðingu dag- skrárinnar. Rukkað fyr- ir aðgang að BBC á netinu? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.