Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 28

Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorgerður Sig-rún Einarsdóttir fæddist á Ísafirði 6. janúar 1940. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 1. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Björg Aðal- heiður Jónsdóttir frá Hlíðarenda á Ísafirði, f. 24. maí 1915, d. 21. des. 1998, og Einar Ingi- berg Guðmundsson sjómaður frá Sela- kirkjubóli í Önundarfirði, f. 22. ágúst 1907, d. 24. júní 1991. Systk- ini Þorgerðar eru Garðar Sævar, f. 24. febrúar 1938, Ingibjörg Steinunn, f. 22. maí 1942, Guð- mundur Sigurbjörn, f. 3. apríl 1945, og Tryggvi Sæberg, f. 5. apríl 1949. Á aðfangadag árið 1960 giftist Þorgerður Guðmundi Marinós- syni, f. 16. júlí 1940. Dætur þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 22. des. 1959, gift Gísla Blöndal, og á hún þrjá syni, Christian Marinó, f. 8. júlí 1982, Arnar Má, f. 27. júní 1987, og Guðmund Ragnar, f. 18. júlí 1988; og 2) Guðrún, f. 12. maí 1961, gift Rúnari Helga Vignis- syni, og eiga þau tvo syni, Ísak Einar, f. 20. apríl 1992, og Þorra Geir, f. 24. apríl 1995. Þorgerður lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði ár- ið 1956 og náms- braut fyrir talsíma- verði í Póst- og símaskólanum 1990. Að loknu landsprófi starfaði hún um skeið hjá Kaup- félagi Ísfirðinga og í Ólafsbakaríi. Árið 1958 hóf hún störf sem talsímavörður hjá Pósti og síma og var varðstjóri tal- símavarða frá 1964 til 1995, en fluttist þá yfir á skrifstofu fyrirtækisins, varð því næst þjón- ustufulltrúi í verslun Landssím- ans á Ísafirði og loks í þjónustu- miðstöð Símans í Reykjavík eftir að hún fluttist suður árið 2001. Þorgerður vann mikið að fé- lagsmálum. Hún starfaði ötullega með Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði, sat í stjórn í mörg ár og gegndi formennsku. Um tíma starfaði hún með Málfreyjusamtökunum og um fimm ára skeið sat hún í fjáröflunarnefnd um byggingu Ísafjarðarkirkju. Þá var hún um árabil fulltrúi samstarfsmanna sinna í félagsráði Félags íslenskra símamanna. Enn fremur átti hún lengi sæti í stjórn Neytendafélags Vestfjarða og Neytendasamtak- anna. Útför Þorgerðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ísafjörður var henni inngróinn og þar var alltaf besta veðrið, hvað sem veðurathugunum leið. Hún ólst upp í hlíðinni fyrir neðan Stóruurð, næst- elst fimm systkina, og bjó við atlæti sem var arfleifð kynslóðanna: vinnu- hörku, nýtni og óbilandi þrautseigju í bland við samheldni og glaðværð. Jörðin Fossar í Engidal, þar sem áin liðast niður mitt túnið og útsýni er út allan Skutulsfjörð, var hennar sælu- reitur. Þangað fór hún ung í hey- vinnu og þangað fór hún við hvert tækifæri þegar hún fullorðnaðist, nú síðast í september. „Það lék allt í lyndi fram yfir fimm- tugt,“ sagði hún einu sinni við mig þegar hún var flutt suður í Garðabæ. Já, fram yfir fimmtugt gekk allt að sólu, þau hjónin unnu hörðum hönd- um og reistu sér glæsilegt og vel búið hús á Hjallaveginum, þau komu dætrunum tveimur á legg og lifðu góðu lífi á uppgangstímum vestra, umkringd ættingjum, vinum og öðr- um samferðamönnum. Dedda var af fyrstu kynslóð útivinnandi kvenna og vann lengstum hjá Landssímanum, var í mörg ár varðstjóri á símstöðinni og sinnti félagsmálum af festu fyrir hönd samstarfsfólks síns, en var einnig virk í kvenfélaginu Hlíf, Mál- freyjunum og Neytendasamtökun- um. Þegar aðstæður breyttust lagaði hún sig að þeim með nánast undra- verðum hætti, hóf störf í Símabúð- inni á Ísafirði og lærði allt um far- síma og nettengingar. En árið 1993 dró ský fyrir sólu. Þá urðu þau hjónin fyrir mótlæti sem leiddi til þess að þau fluttu frá Ísa- firði. Dedda tók þau mál afar nærri sér og þau mörkuðu tilveru hennar það sem eftir var og reyndar hafa þau haft mikil áhrif á lífssýn okkar allra sem næst þeim hjónum stóðu. Tengdamamma gerði samt sitt besta til þess að bregðast við breyttu landslagi og árið 2001 fluttist hún suður, „döpur í bragði“ eins og hún skrifaði í myndaalbúmið, og hóf störf í þjónustuveri Símans þar sem hún var með afkastamestu starfsmönn- um allt þar til hún varð að hætta vegna óvæntra veikinda, lungna- krabbameins. Henni þótti auðvitað erfitt að kyngja þeirri sjúkdóms- greiningu enda hafði hún aldrei reykt sjálf og alla tíð lifað heilbrigðu lífi. En hún tókst á við sjúkdóminn af eðl- islægri reisn sem hún hélt til hinsta dags. Slys sem þau hjónin urðu fyrir á leið í jarðarför ættingja í Súðavík lýs- ir styrk tengdamóður minnar vel. Bíllinn sem þau óku lenti úti í sjó á leiðinni, þau fóru á kaf og voru bæði hætt komin, en svömluðu í land, fengu far heim á Hjallaveg, skiptu um föt og lögðu undireins af stað í jarðarförina aftur. Það var ekki hægt annað en að dást að þessari viljasterku, ósér- hlífnu og úrræðagóðu konu. Hún tók mér opnum örmum þegar ég kom ungur inn í fjölskyldu hennar og not- aði hvert tækifæri til þess að dekra við mig. Það er til marks um móttök- urnar sem ég fékk að eftir eina af fyrstu næturheimsóknunum til dótt- ur hennar fann ég ekki skóna mína þegar ég ætlaði að halda heim á leið. Hún hafði þá raðað þeim inn í skáp með skóm heimilisfólksins. Sonum okkar Guðrúnar reyndist hún sérlega umhyggjusöm og lagin amma, naut samvistanna við þá og var ævinlega reiðubúin að rétta hjálparhönd og létta undir. Það má segja að hún hafi verið þjónustumið- stöð stórfjölskyldunnar, sívakandi yfir velferð okkar allra. Þar lifði hún í samræmi við þá lífsskoðun sína að kynslóðirnar ættu að hjálpast að og eiga sem mest samskipti. En nú er hún farin miklu fyrr en nokkurn ór- aði fyrir og verður sárt saknað. Rúnar Helgi Vignisson. Við höfum þekkt hana ömmu Deddu frá því við fæddumst. Sumar af okkar fyrstu minningum eru með henni. Hún passaði alltaf upp á okkur og bara alla. Vildi gera allt fyrir alla, sama hvað það var. Við munum eftir ótal hlutum sem við gerðum hjá henni. Við munum t.d. eftir því þegar við hoppuðum af svölunum hjá henni á Hjallaveginum þegar snjórinn náði marga metra upp, við munum eftir henni á sól- bekknum á pallinum þegar við frændurnir vorum að spila fótbolta, munum eftir henni að gefa okkur verðlaun fyrir að byggja sandkastala í garðinum hennar og þegar við hlustuðum á hádegisfréttirnar sam- an. Einnig var hún mjög gjafmild og var alltaf að gefa okkur frændunum eitthvað, pening, nammi, gos. En allt- af passaði hún upp á að gefa okkur ekki of mikið svo okkur yrði ekki illt í maganum (nema stundum, þá gaf hún okkur alveg glás, sérstaklega í stórum fjölskylduboðum). Hún var alltaf að bjóða okkur í mat þar sem allir fengu það sem þeir vildu, lamba- læri, eplasalat, gos, ís, nammi og margt fleira var þar á boðstólum. Að lokum viljum við segja að það var réttnefni þegar hún kallaði sig Línu Langsokk því að hún var svo góð og svo sterk. Ísak Einar og Þorri Geir. Amma mín, núna ertu farin frá okkur eftir að hafa barist við erfiðan sjúkdóm. Þú skilur eftir þig góðar og margvíslegar minningar. Ég man til dæmis eftir því þegar við komum í heimsókn til ykkar afa á Ísafjörð að við fórum upp í Urð, alla leiðina að rennisteininum til að renna og borða nesti. Og við Arnar lærðum líka að hjóla hjá ykkur afa á Hjalla- veginum. Þú vildir alltaf gera allt fyrir okk- ur. Það þurfti ekki einu sinni að biðja þig um að gera þetta eða hitt fyrir okkur strákana þína, þú bara gerðir það. Eins og þegar við komum í mat- arboðin til þín, þá gerðir þú alltaf eplasalat fyrir mig, því þú vissir svo vel hvað mér fannst það gott. Ég man líka eftir því þegar ég kom til ykkar afa að horfa á ensku knattspyrnuna, þá skorti ekki veitingarnar, þú varst alltaf að gauka að manni einu og öðru þó að maður bæði þig ekki um neitt. Þú vildir bara að manni liði vel hjá þér og væri saddur og sæll. Svo varst þú svo sterk, jafnsterk og Lína Langsokkur, eins og þú sagðir við okkur þegar við vorum litl- ir. Ég held að við strákarnir, barna- börnin þín, höfum allir fengið að heyra þig segja það og við munum það allir. Ég á svo margar og góðar minn- ingar um þig sem ég ætla að geymi innra með mér. Ég á eftir að sakna þín, amma mín, og ég samdi þetta fyrir þig: Ég kveð þig, amma mín, með söknuði og tárum, veit hvar ég mun finna sýn að liðnum mörgum ár- um. Amma mín, hvíldu í friði. Guðmundur Ragnar Brynjarsson. Nú þegar vorið er á næsta leiti með birtu og yl, kvaddi elskuleg syst- ir okkar þetta jarðlíf eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm á annað ár. Hún var önnur í systkinaröðinni og þegar að við vorum að vaxa úr grasi bar fljót- lega á forystuhæfileikum hennar. Þannig að sjálfkrafa valdist hún til forystu í okkar hópi. Hún var ein- staklega dugleg, útsjónarsöm, skipu- lögð og kraftmikil þannig að þegar eitthvað stóð til komu áhugi hennar og hæfileikar sér vel. Hún ólst upp við mikla vinnusemi, tók þátt í heim- ilisstöfum á unglingsárum samfara hefðbundinni skólagöngu og vann við fiskverkun í skólafríum. Við bjuggum í sambýli við móðurafa okkar á Hlíð- arenda, sem stundaði búskap alla tíð samhliða annarri vinnu sinni og tók- um við þátt í þeirri vinnu. Gaman var í smalamennsku á haustin, einnig rákum við kýrnar eftir að þær voru settar út á vorin og á sumrin vorum við í heyskap. Minnisstætt er síðasta sumarið hans afa okkar Jóns Andr- éssonar er við vorum að hirða á Foss- um í Engidal, hvað hann var glaður þegar Dedda og Bjössi voru bæði á staðnum að vinna við heyskapinn og gat þess sérstaklega við eitt okkar hvað það munaði mikið um hendurn- ar þeirra. Því með áhuga sínum og dugnaði drifu þau fólk með sér. Ásamt því að vinna við þessar und- irstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar vann hún tímabundið við verslunar- störf en innan við tvítugt fór hún að vinna hjá Símanum og starfaði þar alveg þar til hún veiktist. Hún var áhugamanneskja um íþróttir og tók virkan þátt í handbolta í Íþrótta- félaginu Herði á Ísafirði og starfaði í Kvenskátafélaginu Valkyrjunni. Einnig stundaði hún gönguferðir og útivist, var söngelsk, söng með Hlíf- arkórnum og tók þátt í skólakórnum og öðru sönglífi innan skólans á skólaárum. Hún tók þátt í ýmsum fé- lagsmálum, fylgdist vel með málefn- um bæjarfélags síns, sem og þjóð- málum og hafði skoðanir á þeim. Eftir að þau Dedda og Guðmundur fóru að búa bjuggu þau lengst af á Hjallavegi 4 á Ísafirði. Hún var myndarleg húsmóðir, átti fallegt og notalegt heimili. Saumaði, prjónaði og bakaði, það var ótrúlegt hvað hún kom miklu í verk með vinnu utan heimilis. Hún sinnti dætrum sínum og barnabörnum af alúð og lét sér velferð þeirra miklu skipta. Heimilið og garðurinn hennar sem hún undi sér svo vel í voru til fyrirmyndar. Á heimili hennar og Guðmundar kom fjölskyldan oft saman við ýmis tæki- færi. Þar ræddum við málefni líðandi stundar, skipulögðum ættarmótin og fleira sem við tókum okkur fyrir hendur. Þar sungum við saman og áttum þar margar ánægjulegar stundir. Foreldrum, systkinum og systkinabörnum sýndi hún mikla um- hyggju. Hún átti góð ráð til okkar allra og má segja að hún hafi tekið okkur öll að sér ef eitthvað bjátaði á og hjálpaði til í gleði og raun. Alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd fram á síðasta dag, sannkölluð ættmóðir. Það hafa vissulega verið henni þung spor að yfirgefa Ísafjörð þegar hún flutti fyrir fimm árum. Þar vildi hún helst vera en aðstæður höguðu því á annan veg. Þau Guðmundur eignuðust hlýlegt heimili í Garðabæ, þar sem við áttum alltaf athvarf ásamt börnum og barnabörnum er við vorum á ferð. Hún bar sig alltaf vel, hélt sínu striki, vann áfram hjá Símanum, tók þátt í félagsmálum, var til staðar fyrir fjölskyldu og vini. Hún kom heim til Ísafjarðar í fríum og þegar tækifæri gafst að skreppa með Tryggva bróður sínum vestur. Síðast komu þau um mánaðamót ágúst september sl. ásamt Þorgerði uppeldissystur okkar. Veðrið var fal- legt og við systurnar brugðum okkur í berjamó og leið henni greinilega vel í faðmi fjalla blárra með fjölskyldu og vinum. Seinast fórum við systkinin sem hér vorum stödd með henni og Guðmundi á Sólarkaffi Ísafirðinga í Reykjavík. Þó svo sjúkdómurinn væri farinn að herja á hana hélt hún samt ótrauð áfram og var það henni mikil ánægja að hitta vini og kunn- ingja. Þessi duglega góða systir okkar kvaddi þennan heim á heimili sínu í faðmi nánustu fjölskyldu sinnar. Biðjum við Guð að blessa minningu elsku systur okkar. Ástar þakkir fyr- ir allt sem þú varst okkur, þín er sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hjartanlegar samúðarkveðjur til Guðmundar, Ingibjargar og Gísla, Guðrúnar og Rúnars og ömmu- drengjanna Christians, Arnars, Guð- mundar, Ísaks Einars og Þorra Geirs. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu stundum. Garðar, Ingibjörg Steinunn, Guðmundur, Tryggvi og Þorgerður A. Það er enn ein jarðarförin í Hlíð- arendafjölskyldunni en engin Dedda til að græja allt sem þarf að ganga frá. Hvert sem tilefnið var, alltaf var maður vanur að snúa sér til hennar. Núna er gripið í tómt, ótrúlega tómt, enda er það hún, sjálfur foringinn, sem er verið að kveðja. Dedda ólst upp á Ísafirði á tímum þegar manngildið var tekið fram yfir auðgildið og peningar réðu ekki öllu þótt meira væri haft fyrir að afla þeirra en nú. Af slíkum grunni var hún mótuð, heilsteypt, traust og sjálfri sér samkvæm. Á Ísafirði var gott mannlíf og sterk fjölskyldubönd. Dedda og systkini hennar öll völdu Ísafjörð sem lífsvettvang. Hér stofn- aði hún fjölskyldu, þau hjónin byggðu sér hús og komu sér upp fal- legu heimili af þeirri smekkvísi sem einkenndi þau bæði. Meðal mann- kosta Deddu var óhikað hispursleysi, glaðværð og artarsemi. Hún hafði sérstaklega bjarta rödd sem miðlaði gleði hvort sem var í mæltu máli eða í söng. Hlíðarendafjölskyldan var samheldin stórfjölskylda nokkurra kynslóða sem oft kom saman og mik- ið var sungið. Dedda átti stóran þátt í hefðinni og var frábær gestgjafi. Hún var félagsvera og virk á hverj- um þeim vettvangi sem hún tilheyrði, hvort sem það var í kvenfélaginu, með skólafélögunum eða samstarfs- fólki. Dedda gat verið beinskeytt, það var ekki í eðli hennar að kúldrast með hlutina og hún vék sér ekki und- an að taka á því sem henni fannst þurfa. Hún átti auðvelt með að koma beint að ýmsu sem öðrum þóttu feimnismál og kunni þá list að brjóta ís eða jafnvel bræða hann. Það var ekki óskastaða fyrir Deddu að þurfa seint á lífsleiðinni að flytjast suður, annar eins Vestfirðingur og hún var í húð og hár. En í skapgerð Vestfirð- ingsins felst líka að gera það sem þarf, hvort sem manni líkar betur eða verr. Þegar harðnaði í ári á vinnu- markaði fór hún í nám þótt hún væri komin af hefðbundnum námsaldri og það kostaði ferðir og viðveru í öðrum landsfjórðungi. Þannig náði hún að fylgja eftir þeim byltingarkenndu breytingum sem fylgdu nýrri tækni og breyttum vinnumarkaði. Það varð þó ekki umflúið að þau hjónin flyttu suður vegna atvinnu. Það sem helst bætti upp þann missi að flytjast úr heimahögunum var að vera nær dætrum sínum og ekki síst strákun- um þeirra. Hugurinn var mikið á Ísafirði og hvert tækifæri var notað til að koma vestur. Heimsókn í sumar er dýrmæt í minningunni, sannkölluð Hlíðar- endastemning í töðugjöldum sem voru síðbúin afmælisveisla Bjössa og útihátíð Bjargar á Fossum. Aðeins ein af fjölmörgum minningum um stundir sem skiptu máli og vert er að þakka. Guðmundur Sigurbjörn og Ingibjörg (Bjössi og Inga). Þegar fólk sem hefur tekið þátt í að varða veginn frá fyrsta degi hverf- ur á braut er óhjákvæmilegt að verða svolítið ráðvilltur og aumur. Minn- ingar sem kallað hafa á hlátur draga nú fram tár. Dedda frænka mín var pottþétt. Einstök alltumvefjandi ós- kafrænka. Í bernskuminningunni virðast hlutirnir svo sjálfsagðir, ein- faldir og fyrirhafnarlausir. Á fullorð- insárum rennur upp það ljós að til þess að svo geti orðið þarf fyrir- hyggju, skipulag, framkvæmdasemi og ráðdeild. Þetta hafði hún Dedda allt til að bera og svo var hún líka hlý, umhyggjusöm og hvetjandi. Minningarnar streyma fram, jóla- boð, afmæli, sumardagar í garðinum og á Fossum. Dedda var alltaf tím- anlega að öllu hún var meira að segja „búin að eiga öll sín börn“ löngu á undan öðrum af sömu kynslóð í fjöl- skyldunni. Hún hafði kraftmikla út- geislun og það var alltaf gaman þar sem Dedda var. Hún var líka mikil keppnismanneskja og fyrir mitt minni keppti hún í handbolta og hafði gaman af að spila vist og fékk ófáa vinninga þar. En seinna keppti hún eingöngu við sjálfa sig, uppskeran; rabarbari, kartöflur, ber, markmiðið var að uppskeran í ár væri betri en í fyrra. Dedda, alltaf með puttann á púlsinum, fylgdist með öllu mögu- legu og setti sig inn í ótrúlegustu hluti, ADSL, GSM, flugáætlun, veðr- ið, fræðin, hálku á þjóðvegum og margt fleira, hún var með allt á hreinu til síðasta dags. Að leiðarlokum vil ég þakka allt það sem hún hefur verið mér og fjöl- skyldu minni, fyrir að taka mig að sér þegar fjarvera foreldra minna lengd- ist óvænt vegna veikinda föður míns. Minningin um einstaka konu lifir. Hvíl í friði Björg A. Jónsdóttir. Uppvaxtarárin á Ísafirði voru ein- stök. Skólinn var skemmtilegur, kennarar góðir og við snemma með- vituð um að menning, tónlist, söngur, leikhús og aðrar listir væru hluti af lífinu í sjávarplássinu. Og skólafélag- arnir voru svo frjóir og skemmtilegir. Þess vegna hefur alltaf verið gaman að hittast, gleðjast saman yfir sam- eiginlegum minningum og fylgjast með hvernig draumarnir rættust hjá hverju og einu skólasystkinanna. Það er afar sárt þegar tímar líða og skörð myndast í frændgarðinn eða vinahópinn og ég veit að ég tala fyrir hönd allra bekkjarsystkinanna frá Ísafirði um að skarðið sem fráfall Þorgerðar Einarsdóttur skilur eftir er óvanalega stórt. Hún var dóttir hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Einars Guðmundssonar og óx úr grasi á Hlíðarenda, húsi sem stóð ÞORGERÐUR S. EINARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.