Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 31
MINNINGAR
vel foreldrarnir voru löngu búnir að
gleyma.
Þótt Didda hefði aldrei gifst og
eignast börn sjálf þá átti hún samt
fullt af börnum því hún átti okkur öll-
sömul, með ömmu. Hún var alltaf svo
áhugasöm að vita um okkur og hvað
það gladdi hana mikið að fá börnin í
heimsókn. Ég veit það hefði glatt
hana að heyra að minnsti hnoðrinn
minn er farinn að ganga, hún gladd-
ist yfir hverri framför barnanna.
Þegar ég var tíu ára og systkini
mín sjö og átta ára fór mamma í há-
skólann að læra hjúkrunarfræði.
Þegar mamma var í skólanum kom
Didda frænka heim á hverjum degi
til að taka á móti okkur. Hún sat hjá
okkur, hlustaði á sögur úr skólanum,
hlýddi okkur yfir lexíurnar og hlust-
aði á okkur æfa okkur á píanóið. Svo
klappaði hún líka Krúsa litla kett-
inum okkar sem varð strax hændur
að Diddu. Ég á líka minningar frá því
að ég var lítil og sat uppi hjá Diddu
og hlustaði á plötur. Við áttum engan
plötuspilara heima svo barnaplöt-
urnar hennar Diddu voru hreinasti
fjársjóður.
Ég er þakklát Guði fyrir að hafa
átt Diddu frænku, þakklát fyrir allar
góðu minningarnar sem munu lifa
með okkur. Didda var mikil bæna-
kona og ég veit að við vorum trúfast-
lega í bænum hennar á hverjum degi
og það er ég svo óendanlega þakklát
fyrir.
Það er erfitt að vera svona langt í
burtu frá fjölskyldunni þegar svona
stendur á en ég veit líka að Didda
gladdist yfir því að við skildum vilja
fara til starfa á kristniboðsakrinum
hér úti í Eþíópíu. Ég gerði mér grein
fyrir því í sumar þegar við kvöddum
að ef til vill væri þetta síðasta
kveðjustundin þótt það komi samt
alltaf einhvernveginn á óvart þegar
maður missir ástvin, söknuðurinn
verður að minnsta kosti alltaf jafn-
mikill.
Eftir að ég fékk fréttirnar um frá-
fall Diddu hefur hljómað í höfðinu á
mér sálmur sem ég veit að henni
þótti vænt um:
Heilaga vissa, hirðirinn minn
Herrann er sjálfur, gleði ég finn.
Lifandi staðreynd orðin það er:
Endurlausn Jesús vann handa mér.
Gleði míns hjarta orðin hann er
óslitin lofgjörð Jesú því ber.
Síðar á himni lofa ég hann,
hjálpræði’ og náð er sekum mér vann.
Öllu ég sleppti. Allt með því vann,
eilífa lífið, Jesúm, ég fann,
himnana opna og engla ég sá
unaðsboð flytja himninum frá.
Örugga hvíld nú eignast ég hef.
Engan um meiri gæði ég kref.
Sál mín er frelsuð, fyrir mig galt
frelsarinn Jesús – hann er mér allt.
(F. Crosby/Bjarni Eyjólfsson.)
Nú fær Didda að lofa Drottin á
himnum. Við erum svo óendanlega
þakklát fyrir hana og allt sem hún
var okkur. Við biðjum Guð að blessa
ömmu og allt fólkið okkar heima og
vildum svo gjarnan geta verið með
ykkur í dag. Þið eruð í bænum okkar
og við vitum að þið munið eftir okk-
ur.
Helga Vilborg
Sigurjónsdóttir,
Addis Abeba, Eþíópíu.
Maður þarf ekki alltaf að segja svo
margt. Og til að reynast manneskj-
um vel og til að hafa áhrif til góðs
þarf maður ekki endilega að klífa
prédikunarstóla. Vettvangur Krist-
ínar Jóhannesdóttur, Diddu frænku,
var að bera umhyggju fyrir fólki,
sýna því hlýju með nærgætni sinni
og uppörvun. Hún Didda var afar
þægileg kona, uppörvandi og elsku-
leg. Hún höndlaði vel það líf sem
henni var gefið og náði að lifa því í
sátt. Hún átti líf í fullri gnægð. Hún
tók sjálfa sig ekki hátíðlega, var með
húmorinn í lagi, fljót að koma auga á
hið spaugilega og klæða í snyrtileg
orð.
Oftar en ekki voru þær nefndar í
sömu andránni Þórsgötusysturnar
Didda og Borga. Þær voru líka afar
nánar systurnar og frænkurnar
Didda og Borga annars vegar og
Denna og Dista hins vegar. Feður
þeirra voru jú bræður, postularnir
Jóhannes og Páll.
Þær voru ekki aðeins frænkur
heldur voru Borga og Didda á meðal
allra bestu vinkvenna móður minnar
Steinunnar Pálsdóttur, Dennu og
bar hún ómælda umhyggju og virð-
ingu fyrir þeim systrum. Og þótt
flestar fjaðrir hafi nú af móður minni
verið reyttar þá hýrnar yfir henni
þegar Didda og Borga eru nefndar á
nafn. Segir það meira um þá dýpt
sem þær systur hafa haft í hennar
hjarta en flest annað.
Sem ungar og efnilegar konur á
leið út í lífið fóru Mamma og Didda
saman á húsmæðraskóla til Noregs
þar sem þær dvöldu líklega vetur-
langt. Síðan unnu þær lengi saman
við bókband í Prentsmiðjunni Eddu
þar sem feður þeirra Páll og Jóhann-
es unnu einnig. Þær voru saman í
stjórn Vindáshlíðar í nærri tvo ára-
tugi og unnu einnig saman á Vist-
heimili barna við Dalbraut sem Dista
frænka veitti forstöðu.
Þá minnist ég þess hve mömmu
þótti afmælin hennar Diddu spenn-
andi. Hún átti það nefnilega til að
bjóða vinkonunum bara út í Viðey á
afmælisdaginn sinn eða í Perluna, á
Hótel Óðinsvé við Þórsgötuna eða
aðra álíka spennandi staði sem þess-
ar ágætu konur voru annars ekki
vanar að þræða.
Síðast en ekki síst vil ég minnast á
það að þær frænkur Didda og Borga,
Denna og Dista hittust á heimili
Þórsgötusystranna á hverjum mánu-
dagseftirmiðdegi í marga áratugi,
nánast hvernig sem stóð á eða viðr-
aði. Þær komu saman til þess að
biðja fyrir mönnum og málefnum og
framgangi kristninnar í landinu.
Þær komu saman jafnvel lengi eftir
að þær Pálsdætur misstu heilsuna.
Þær voru knúnar áfram af trú, von
og kærleika. Þetta voru konur sem
höfðu eignast hinn sanna frið í hjarta
og þráðu að hann mætti berast frá
hjarta til hjarta og notuðu til þess
þetta hljóðláta en árangursríka með-
al sem ég veit að margur hefur notið
blessunar af. Samfélagið var þeim
ómetanlegt og helgi stundanna him-
nesk.
Sjálfur þakka ég Diddu frænku
minni alla umhyggju og ómetnalegar
fyrirbænir. Og fyrir hönd elskulegr-
ar móður minnar sem ekki er þess
umkomin að geta fylgt frænku sinni
og vinkonu síðasta spölinn þakka ég
af mikilli og einlægri virðingu óbil-
andi vináttu og heilagt samfélag á
langri samferð.
Blessuð sé minning hlédrægrar en
skemmtilegrar, góðrar og heil-
steyptrar konu, Kristínar Jóhannes-
dóttur, sem skilur ekki eftir sig neitt
annað en einlægan vitnisburð um
frelsarann Jesú Krist, fegurð lífsins,
þakklæti og ljúfar minningar.
Sigurbjörn Þorkelsson.
Margar ljúfar minningar koma
upp í hugann þegar nafn Kristínar
Jóhannesdóttur er nefnt. Hún var
KFUK kona alla ævi og hafði mikil
áhrif á líf okkar systra frá barnæsku.
Kærleikur, umhyggja, fúsleiki og
gott skopskyn voru aðalsmerki
hennar. Hún var dugleg að hrósa, já-
kvæð, uppörvandi og alltaf gat hún
séð broslegu hliðarnar á lífinu.
Didda var virk í starfi KFUK. Á
yngri árum sínum tók hún þátt bæði
í vetrar- og sumarstarfi félagsins.
Hún var sveitastjóri unglingadeildar
KFUK á Amtmannsstíg í mörg ár og
fengum við systurnar að njóta þess.
Hún var lagin í að fela stelpum
ábyrgð og ól þannig upp nýja leið-
toga. Þannig hlúði hún að trúarlífi
stúlkna og stuðlaði að félagslegri
færni þeirra.
Hún var með í sumarstarfi félags-
ins frá upphafi og tók þátt í starfinu
Vindáshlíð af lífi og sál og var í fyrstu
stjórninni árið 1949 og gegndi því
starfi í 20 ár, lengst af sem ritari.
Hún var oft matráðskona og galdraði
fram marga veisluna. Hún bar ein-
staka umhyggju fyrir starfinu þar
alla tíð. Á hverju vori bað hún stjórn
Vindáshlíðar um að gefa sér nöfn
allra starfsstúlkna til að biðja fyrir
þeim með nafni. Hún vissi að starfið í
Guðsríki væri gagnslaust án fyrir-
bænar. Fyrir stjórn er óendanlega
dýrmætt að eiga slíkan bakhjarl.
Didda tók þátt í öllu starfi KFUK
og lagði sitt af mörkum alls staðar og
gaf m.a. hannyrðir á basar félagsins.
Hún sótti samkomur og fundi og á
síðustu árum voru AD-fundirnir á
þriðjudögum hennar samfélag. Við
munum sakna hennar úr hópnum.
Hún var einnig félagi í kristniboðs-
flokki KFUK og studdi kristniboðið
alla ævi.
Didda var ekki prédikari í venju-
legri merkingu þess orðs en vitnis-
burður hennar um trú á Jesú Krist
var skýr. Hún var til blessunar fyrir
marga sem áttu athvarf hjá henni.
Diddi dæmdi ekki fólk heldur kunni
að hlusta og veitti andlegan og trúar-
legan stuðning.
Við þökkum Guði fyrir Kristínu
Jóhannesdóttur. Við biðjum Guð að
blessa systkini hennar og frænd-
garð.
F.h. KFUK og KFUM
Kristín og Ragnheiður
Sverrisdætur.
Í dag er kvaddur leiðtogi í kristi-
legu starfi KFUK í Reykjavík.
Hún Kristín Jóhannesdóttir, alltaf
kölluð Didda Jóh., lét víða til sín
taka, en ég vil minnast kynna okkar
við störf í unglingadeild KFUK á
Amtmannsstíg. Ég leitaði uppi
nokkrar fundadagskrár frá þeim
tíma sem við unnum saman sem
sveitarstjórar í deildinni. Og mikið
var gaman að sjá hvað vorum fram-
sækin í starfinu. Það voru haldnar
unglingavikur fyrir stráka og stelp-
ur, farið saman í skálaferðir og
haldnar árshátíðir saman. Og fund-
arboð og fréttablöð stundum sameig-
inleg. Já og þetta var um og upp úr
1970. Didda var lengi starfandi leið-
togi með þessa deild og var óhrædd
að kalla með sér til starfa ungar
stúlkur, eða um leið og þær uxu upp
úr deildinni 17 ára gamlar.
Sjálf kom ég algjör græningi til
starfa með Diddu, „Skógar“ Stínu og
öðrum góðum sveitarstjórum. Og
þvílíkur skóli. Það var kallað eftir
fjölbreyttu fræðsluefni, gestir komu
og kynntu störf sín, þá var föndrað
og lesin ljóð og settir upp leikþættir.
Og við klæddum okkur upp á í þjóð-
búninginn þegar tilefni var til hátíð-
ar. Guðsorð og boðun þess var þó
alltaf kjarninn í öllu starfinu. Og það
hefur verið ljúft að sjá og heyra vitn-
isburð þeirra sem gengu í deildina
hjá henni Diddu, hvernig fyrirbæn
hennar og boðun leiddi ungar stúlk-
ur áfram í samfélagi trúaðra.
Það voru mikil forréttindi að fá að
eiga hlutdeild með henni Diddu í
nokkrum hópi stelpna sem bundust
vináttuböndum meðan þær sóttu
þessa fundi á Amtmannsstígnum.
En ég vissi líka af starfsvettvangi
Diddu, þar sem hún vann sín störf á
Vistheimili barna við Dalbraut.
Það var stórkostlegt að heyra af
þeim góða kjarna félagskvenna okk-
ar sem störfuðu þar. Kristín Páls-
dóttir í forsvari fyrir starfsemi heim-
ilisins og hún Kristín okkar
Jóhannesdóttir ráðskona í eldhúsinu
og Sigríður Sandholt. Ég starfaði
sem félagsráðgjafi og komst þá í
snertingu við starfsfólk og notendur
þeirrar þjónustu sem þarna var
veitt. Það getur verið vandi að mæta
fólki sem þarf á aðstoð við uppeldi
barna sinna að halda, vegna veikinda
þeirra eða eigin veikinda eða van-
máttar. Ég heyrði rætt um hlýlegt
andrúmsloft, og fólki væri mætt af
vinsemd og virðingu.
Á stórum heimilum er eldhúsið oft
vettvangur samskipta og ég hygg að
þannig hafi því einnig verið háttað á
Dalbrautinni.
Við Didda höfum haldið áfram að
hittast á vettvangi félagsins okkar,
nú til að mynda í aðaldeild KFUK.
Mig langar til að þakka þessa löngu
samfylgd og þann kærleika sem
Didda hefur alltaf auðsýnt mér. Þar
mæli ég örugglega fyrir munn
margra vinkvenna minna og félaga
sem hafa notið góðrar nærveru
Diddu í samfélaginu okkar. Didda og
Borga systir hennar hafa átt nána
samfylgd gegnum lífið. Innilegar
samúðarkveðjur til þín, kæra Borga,
og til barna þinna og fjölskyldna
þeirra og annarra úr fjölskyldunni.
Guði sé þökk fyrir Kristínu Jó-
hannesdóttur sem nú er komin heim
til Drottins.
Hafdís Hannesdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og
amma,
RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
Lautasmára 1,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 9. mars kl. 13.00.
Áslaug B. Harðardóttir, Sverrir S. Björnsson,
Sigurður H. Harðarson, Selma Baldvinsdóttir,
Daði Harðarson, Marianna Brynhildardóttir,
Áslaug Árnadóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
fyrrv. rafvirkjameistari Pósts og síma,
Suðurengi 30,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
11. mars kl. 13.30.
Sóley Gunnvör Tómasdóttir,
Þórunn Elín Halldórsdóttir, Finnbogi Birgisson,
Hrafnhildur Halldórsdótttir Hersir Freyr Albertsson,
Þorbjörg Hjaltalín Halldórsdóttir, Jón Lúðvíksson,
Halldór Halldórsson, Jóhanna Hákonardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁGÚST HELGASON
húsgagnabólstrari,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Eir,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 5. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hólmfríður Ágústdóttir,
Kittý M. Jónsdóttir, Elías S. Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
KLEMENZ HALLDÓRSSON
bóndi,
Dýrastöðum,
Norðurárdal,
sem lézt á heimili sínu föstudaginn 3. marz, verður
jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn
10. marz kl. 14:00.
Ragnheiður Steinunn Hjörleifsdóttir,
Hlynur Klemezson, Anja Mager,
Heimir Klemenzson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlévangi,
Keflavík,
lést sunnudagskvöldið 5. mars.
Sigríður J. Magnúsdóttir, Jóhannes Guðmundsson,
Hilmar Magnússon, Jórunn Garðarsdóttir,
Sigurbjörg Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.