Morgunblaðið - 08.03.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 37
DAGBÓK
Íbúð í 101 Skuggi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð í
101 Skuggi eða nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Menningar- og friðarsamtökin MFÍKstanda ásamt fleirum fyrir ráð-stefnu í Tjarnarsal RáðhússReykjavíkur í dag, en 8. mars var
árið 1975 lýstur alþjóðlegur baráttudagur
kvenna fyrir jafnrétti og friði af Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna.
„Menningar- og friðarsamtökin MFÍK voru
stofnuð árið 1951 og má rekja stofnun þeirra
til hreyfingar kvenna í Evrópu upp úr seinni
heimsstyrjöld. Þá komu saman konur frá ýms-
um löndum sem lifað höfðu af hremmingar
stríðsins. Margar þeirra höfðu verið virkar í
andspyrnuhreyfingum eða lifað af fangabúða-
vist. Þær stofnuðu Alþjóðasamtök lýðræðis-
sinnaðra kvenna, og sóru þess eið að sá hryll-
ingur sem þær höfðu upplifað skyldi aldrei fá
að endurtaka sig. Í framhaldi af þessu voru
stofnaðar kvennahreyfingar víða um Evrópu,
og er MFÍK ein þeirra, elsta starfandi frið-
arhreyfingin á Íslandi, og hefur það að mark-
miði að stuðla að friði og jafnrétti,“ segir
María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar-
og friðarsamtakanna.
MFÍK hafa fagnað 8. mars frá stofnun, en á
seinni árum hafa samtökin fengið til liðs við sig
ýmis fagfélög og samtök til að standa fyrir
sameiginlegum opnum fundi á þessum degi:
„Þetta hafa verið mjög kraftmiklir fundir sem
hafa ýtt af stað umræðu í samfélaginu og veitt
skýr skilaboð,“ segir María.
Yfirskrift fundarins í ár er „Þróunaraðstoð –
í þágu hverra?“: „Nærri tveir/þriðjuhlutar
mannkyns búa í þróunarlöndunum og konur
eru mjög stór hluti fátækra í heiminum; taldar
vera allt að 80% þess hóps. Afskipti Vestur-
landa í fátækum löndum hafa oft á tíðum leitt
af sér samdrátt í ríkisafskiptum og einkavæð-
ing nauðsynlegrar þjónustu hefur haft afger-
andi áhrif á konur – en það eru þær sem oftast
bera ábyrgð á heimilishaldi, heilbrigði barna
og ummönnun aldraðra,“ segir María. „Fjár-
framlög Íslands hafa til þessa aðeins verið brot
af þjóðarframleiðslu landsins en nú er það
stefna ríkisstjórnarinnar að hækka upphæðina
sem veitt er, en hins vegar eru ekki allir á einu
máli um í hvað á að verja peningunum. Sem
dæmi má nefna rekstur svokallaðrar friðar-
gæslu, sem um er deilt.“
María segir að á fundinum verði rætt um
þróunaraðstoð frá ólíkum sjónarhornum: „Á
fundinum taka til máls konur sem hafa unnið
að þróunarverkefnum og hjálparstarfi, við
fáum sjónarhorn kvenna frá þróunarlöndunum
sem sest hafa að á Íslandi, o.fl. Sérlega
skemmtilegt er hve margar ungar konur taka
þátt í dagskránni, og í lok fundar spilar hljóm-
sveitin Amína fyrir gesti.“
Fundurinn er sem fyrr segir í Ráðhúsinu og
hefst kl. 17. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Ráðstefna | Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Tjarnarsal í dag
Þróunaraðstoð – fyrir hverja?
María S. Gunn-
arsdóttir fæddist
Reykjavík 1956. Hún
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við
Tjörnina 1976 og
stundaði nám í Evr-
ópufræðum við Uni-
versity of Sussex í
Bretlandi 1976–1979.
María lauk prófi í bóka-
safnsfræðum frá HÍ
1983 og hefur starfað sem bókasafns- og upp-
lýsingafræðingur síðan, síðustu árin í Val-
húsaskóla á Seltjarnarnesi. María hefur lengi
setið í stjórn MFÍK og hefur frá 2002 setið í
stjórn Evrópudeildar Alþjóðasamtaka lýðræð-
issinnaðra kvenna. Lífsförunautur Maríu er
Gérard Lemarquis frönskukennari.
1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 cxd4 4. cxd4
d5 5. e5 Db6 6. Rc3 Rc6 7. Rf3
Bd7 8. Be2 Rh6 9. 0–0 Rf5 10. Ra4
Da5 11. Bd2 Dd8 12. Bc3 b5 13.
Rc5 Bxc5 14. dxc5 b4 15. Bd2 Db8
16. Bd3 Rfe7 17. He1 h6 18. h4 a5
19. De2 a4 20. De3 0–0 21. a3 b3
22. Bc3 Ra7 23. Had1 Bb5 24. Bb1
Dc7 25. Hc1 Rec6 26. Rh2 De7 27.
g3 Had8 28. Rg4 d4 29. De4 d3
Íslenskir skákmenn fjölmenntu
á alþjóðlegt mót í Hastings í Eng-
landi sem lauk í fyrstu viku árs-
ins. Í þessari stöðu hafði al-
þjóðlegi meistarinn Stefán
Kristjánsson (2.467) hvítt gegn
Dimitar Karapchanski (2.270). 30.
Rf6+! gxf6 31. exf6 og svartur
gafst upp þar sem í senn er
drottningu og máti hótað. Íslensk-
ir skákmenn glíma nú á hverjum
degi við fjölþjóðlegan her skák-
manna í skákhöllinni í Faxafeni á
alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem
fer þar fram. Skákáhugamenn eru
hvattir til að mæta á skákstað en
umferðirnar níu hefjast að jafnaði
kl. 17. Nánari upplýsingar um
dagskrá mótsins er að finna á
www.skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik
Gamlir meistarar.
Norður
♠D103
♥D73
♦D97
♣ÁKG5
Vestur Austur
♠62 ♠ÁG987
♥K952 ♥64
♦6532 ♦Á84
♣742 ♣1098
Suður
♠K54
♥ÁG108
♦KG10
♣D63
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 lauf 1 spaði 2 grönd *
Pass 3 grönd Allir pass
13-15 HP.
Culbertson-hjónin eru þekktasta
bridspar sögunnar. Ævintýramað-
urinn Ely Culbertson (1891–1955)
byggði upp stórveldi í kringum út-
gáfu á bridsefni og kennslu – stofnaði
meðal annars tímaritið The Bridge
World (1929) og lagði bridsheiminn
að fótum sér með Bláu bókinni
(1930).
Að baki markaðsmeistaranum var
snjöll kona og afburðaspilari –
Josephine Culbertson (1898–1956).
„Án hennar hefði Bláa bókin aldrei
komið út,“ skrifaði Alphonse Moyse,
ritstjóri The Bridge World, í minn-
ingargrein um Josephine.
Í spilinu að ofan varð Josephine
sagnhafi í þremur gröndum eftir
innákomu austurs á spaða. Útspilið
var spaðasexa. Hvernig myndi les-
andinn spila?
Ekki gengur að taka fyrsta slaginn
heima á kóng, því vestur mun komast
inn á hjartakóng til að spila spaða í
gegnum borðið. Josephine sá þessa
hættu fyrir og stakk upp spaða-
drottningu! Austur varð að drepa og
gat nú ekki sótt spaðann áfram vegna
tíunnar í borði. Hann gerði sitt besta
með því að skipta yfir í hjarta, en Jo-
sephine fór upp með ásinn og spilaði
tígli. Austur lenti enn inni og vörnin
náði ekki að fría spaðann í tæka tíð.
Spilarar nútímans hafa séð þessa
tæknibrellu margoft í bókum, en Jos-
ephine fann upp á þessu við borðið,
hjálparlaust.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Svikin loforð
ÉG ER nú orðinn einn af þessum
gömlu. Var lengi öryrki, en þegar
vissum aldri var náð breyttist „titill-
inn“ og ég varð svokallaður „eldri
borgari“. Og þar með lækkuðu bæt-
urnar.
Það er þessi tekjutenging, sem
framsóknarmenn hafa komið á, sem
ég vil gera hér að umræðuefni. Ef
konan hefur of há laun, eða annar
makinn, þá er dregið af bótunum.
Þannig var það hjá mér og ég þurfti
að greiða til baka tæpar 60 þúsund
krónur, af þessum litlu bótum. Konan
vinnur í fiski, sem hingað til hefur
ekki verið talin nein uppgripavinna.
Þar að auki þarf hún að sækja vinn-
una alla leið til Grindavíkur og þar
fara 800 krónur í bensín á dag.
Framsóknarmenn lofa öllu fögru,
bæði Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra og Halldór forsætisráð-
herra. Það eru skipaðar nefndir á
nefndir ofan, og síðan er málið svæft í
viðkomandi nefnd, og ekkert heyrist
meira frá þeim.
En það virðast vera til nógir pen-
ingar til að flakka út í lönd og opna
sendiráð hingað og þangað. Svo fara
ráðamenn þjóðarinnar með heilu
flugfarmana af fylgdarliði á alls konar
fundi og ráðstefnur, sem engu skila
fyrir þjóðarbúið.
Ég vona bara að bæði í sveit-
arstjórnarkosningunum í vor og al-
þingiskosningunum að ári að eldri
borgarar taki sig saman og gleymi
Framsóknarflokknum, sem ég tel að
eigi sök á þessu ófremdarástandi.
Þetta er sá mesti landeyðing-
arflokkur sem nokkur getur hugsað
sér.
Ég gæti haldi lengur áfram og far-
ið út í kvótakerfið og tengsl forsætis-
ráðherrans í þeim efnum, en læt hér
staðar numið. Þolinmæði mín er bara
á þrotum. Það er lofað öllu fögru en
ekki staðið við neitt. Slóð Framsókn-
arflokksins er vörðuð sviknum lof-
orðum í garð eldri borgara.
Kristján Pétursson,
Höfnum í Reykjanesbæ.
Kanínur í kirkjugarði
ÉG FÓR sem oftar að leiði foreldra
minna í Fossvogskirkjugarð nú ný-
verið og varð þá var við stóra hópa af
svörtum kanínum, sem skutust þar út
um allt á milli leiðanna. Ég hef áður
orðið vör við þær og eitt sinn höfðu
þær étið ofan af blómvendi sem ég
skildi eftir við leiðið. Mig langar til að
beina þeim tilmælum til stjórnar
kirkjugarðsins að gera nú gangskör
að því að gera þennan ófögnuð útlæg-
an úr kirkjugarðinum. Kannski er
það óvinnandi vegur að losna við
þessa plágu, því ég veit að kanínur
leika nú lausum hala úti um allt land,
og í Öskjuhlíðinni er allt morandi af
þeim.
Ein óhress.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagslíf
Skyggnilýsingarfundur með Val-
garði Einarssyni verður haldinn í
Góðtemplarahúsinu fimmtu-
daginn 9. mars og hefst kl.
20.30. Aðgöngumiðar verða seld-
ir í anddyri Góðtemplarahússins
fyrir fundinn frá kl. 19.30-20.30 á
meðan húsrúm leyfir. Miðaverð
er 1.200 kr. fyrir félagsmenn en
1.500 kr. fyrir aðra.
Stjórnin.
Njörður 6006030819
HELGAFELL 6006030819 IV/V
(Embf.)
GLITNIR 6006030819 I
I.O.O.F. 9 18603088½
I.O.O.F. 7 186387½ I.O.O.F.18 186388 9.II*
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Í TILEFNI af Vetrarhátíð í Reykja-
vík 2006, efndi hátíðin auk Eddu út-
gáfu og Rithöfundasambands Íslands
til ljóðasamkeppni barna í 5. bekkj-
um grunnskóla borgarinnar undir
nafninu Dýr í norðri.
Verðlaun voru veitt á heimsdegi
barna, 26. febrúar sl., fyrir bestu
ljóðin og voru það 9 ljóðskáld sem
tóku á móti viðurkenningarskjali og
bókaverðlaunum.
Í dómnefnd sátu Aðalsteinn Ás-
berg Sigurðsson, rithöfundur og for-
maður Rithöfundasambands Íslands,
Sigþrúður Gunnarsdóttir, útgáfu-
stjóri barna- og unglingabóka hjá
Eddu útgáfu og Stefán Jón Hafstein,
formaður menningar- og ferðamála-
ráðs.
Vinningshafarnir í Ljóðasam-
keppninni eru:
Hekla Geirdal Arnardóttir,
5.SÓ Borgaskóla,
Andrea Björk Pétursdóttir,
BG Hlíðaskóla,
Birna Rós Gísladóttir,
5.SÓ Borgaskóla,
Emil Hilmuson, 5.HG Borgaskóla,
Selma Skúladóttir, 5.ÁA Foldaskóla,
Páll Ársæll Hafstað,
5.HÞ, Vogaskóla,
Viktor Freyr Ólafsson, Viktor Ás-
geirsson og Björn Víkingur Þórð-
arson, 5.A,Víkurskóla.
Verðlaunahafar í
ljóðasamkeppni
Fréttir á SMS