Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIÐRÆÐUHÓPUR dómsmála-
ráðuneytis, lögreglu og borgaryfir-
valda um löggæslumál í Reykjavík
hefur kynnt dómsmálaráðherra nið-
urstöður sínar og tillögur til fram-
fara í löggæslumálum í höfuðborg-
inni.
Meðal þess sem hópurinn leggur
til er að samvinna lögreglu og borg-
aryfirvalda verði aukin, m.a. með eft-
irliti óeinkennisklæddra lögreglu-
manna í samvinnu við starfsmenn
borgarinnar, bæði starfsmenn ÍTR
og þjónustumiðstöðva.
Leggur hópurinn til að hverfalög-
gæsla verði þróuð áfram í hverfum
borgarinnar og í nánum tengslum
við þjónustumiðstöðvar í hverfum
borgarinnar. Þá er sett fram sú til-
laga að komið verði á formlegu sam-
starfi með samstarfssamningi eins
og nú er á milli lögreglu og þjónustu-
miðstöðva í Grafarvogi og Breiðholti
í öðrum hverfum borgarinnar. Sam-
bærileg úrræði og Hringurinn í
Grafarvogi og Breiðholti verði til
staðar í fleiri hverfum borgarinnar.
Skipuleggja nágrannavörslu
Lagt er til að unnið verði að skipu-
lagningu nágrannavörslu í náinni
samvinnu við borgaryfirvöld og við-
eigandi hverfisfélög. Stutt verði við
þá tilraun, sem er hafin á vegum
þjónustu- og rekstrarsviðs og lög-
reglunnar í Reykjavík um nágranna-
vörslu í borginni, þar sem lögregla
og borgaryfirvöld standa sameigin-
lega að námskeiðum um þetta efni í
hverju þjónustuhverfi borgarinnar.
Unnið verði að því að efla sýnileika
lögreglu með því að auka viðveru
hennar í hverfum borgarinnar, efnt
verði til funda reglulega í einstökum
hverfum, þar sem farið verði yfir
helstu leiðir til að koma í veg fyrir af-
brot og tengsl lögreglu við borgar-
búa efld með því að nýta upplýsinga-
tækni til að miðla upplýsingum og
taka við ábendingum frá borgurum.
Borgaryfirvöld og lögregla sjái
ennfremur til þess að eigendur
mannlausra húsa gangi þannig frá
eignum sínum, að ekki ógni öryggi
annarra vegna hústöku eða af öðrum
ástæðum.
Meðal aðgerða sem hópurinn legg-
ur til vegna umferðarmála o.fl. er að
eftirlitsmyndavélum (upptökuvél-
um) verði komið fyrir á öllum
stærstu gatnamótum í höfuðborginni
og að hraðaskiltum (sem sýna há-
markshraða og mældan hraða) verði
komið fyrir víðar í borginni, einkum í
íbúðahverfum og í nágrenni skóla.
Ekkert að vanbúnaði að hrinda
tillögum í framkvæmd
Í skýrslunni segir að viðræðuhóp-
urinn sé skipaður æðstu yfirmönnum
lögreglunnar í Reykjavík, fulltrúum
meirihluta og minnihluta í borgar-
stjórn Reykjavíkur og stýrt af full-
trúa dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
isins. „Í því ljósi er viðræðuhópnum
ekkert að vanbúnaði að hrinda fram-
angreindum tillögum um aðgerðir í
framkvæmd, að því marki sem tillög-
urnar kalla ekki á meiriháttar út-
gjöld eða fela í sér grundvallarbreyt-
ingar að öðru leyti. Á það einkum við
um tillögur um kaup og uppsetningu
á öryggismyndavélum í miðborginni
og á stærstu gatnamótum, sem fyr-
irsjáanlega er kostnaðarsamt. Öðr-
um tillögum ætti að vera unnt að
hrinda í framkvæmd án mikils til-
kostnaðar eða þróa nánar áfram
sameiginlega af hálfu lögreglu og
borgaryfirvalda,“ segir í skýrslunni.
Viðræðuhópur um löggæslu í Reykjavík skilar ráðherra tillögum um aðgerðir
Leggja til eftirlit óeinkenn-
isklæddra lögreglumanna
Morgunblaðið/Golli
VIÐRÆÐUHÓPUR um löggæslu í
Reykjavík leggur m.a. til að gripið
verði til eftirfarandi aðgerða:
Eftirlitsmyndavélum í miðborg-
inni verði fjölgað.
Efla þarf og auka samstarf lög-
reglu við dyraverði á skemmti-
stöðum í miðborginni í því skyni
að auka öryggi og stytta við-
bragðstíma þegar upp koma
vandamál.
Auka þarf upplýsingamiðlun
milli barnaverndaryfirvalda, þjón-
ustumiðstöðva og lögreglu þannig
að á báða bóga verði unnt að
grípa fyrr til aðgerða og greina
óæskilega þróun í unglingahópum.
Borgaryfirvöld og lögregla sjái
til þess að eigendur mannlausra
húsa gangi þannig frá eignum sín-
um að ekki ógni öryggi annarra
vegna hústöku eða af öðrum
ástæðum.
Borgaryfirvöld og lögregla
þrói sameiginlega úrræði til að
taka á vandamálum og áhættu-
hegðun. Sem dæmi eru nefnd
námskeið um samskipti nágranna
þar sem farið yrði yfir aðferðir til
að leysa nágrannaerjur, námskeið
vegna heimilisofbeldis fyrir þol-
endur og eftir atvikum stuðnings-
meðferð fyrir gerendur og nám-
skeið eða stuðningur fyrir börn
sem leiðst hafa út í neyslu áfengis
eða reykingar.
Eftirlits-
myndavélum
í miðborginni
fjölgað
SVÍINN Dag Hammarskjöld, aðal-
ritari Sameinuðu þjóðanna, lést í
flugslysi árið 1961, en það er mat
landa hans dr. Hans Blix að mjög
erfitt hefði verið fyrir Hamm-
arskjöld að sinna starfi sínu áfram
þegar þarna var komið sögu –
vegna þess að Sovétríkin og
bandalagsþjóðir þeirra í Austur-
Evrópu voru farin að sniðganga
hann.
Dr. Blix, fyrrverandi yfirmaður
vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð-
anna, sagði í fyrirlestri í Háskól-
anum á Akureyri í gær, að sjálf-
stæði skipti miklu máli í starfi eins
og aðalritara SÞ. Hammarskjöld
hefði áttað sig mjög vel á því og
ávallt staðið fastur á sínu, en það
væri eflaust rétt sem Tryggve Lie
– Norðmaðurinn sem fyrstur
gegndi starfi aðalritara SÞ – hefði
sagt Hammarskjöld áður en hann
tók við af honum, að þetta væri
erfiðasta starf í heimi.
„Þegar opinber starfsmaður
vinnur fyrir eigin þjóð þjónar hann
aðeins einum húsbónda, starfs-
maður SÞ þjónar hins vegar 191
húsbónda; hverri einustu aðild-
arþjóð. Og það má aldrei beygja
sig fyrir neinum.
Hammarskjöld varðist með kjafti
og klóm hörðum árásum banda-
ríska öldungadeildarþingmannsins
McCarthy og síðan lá hann undir
miklu ámæli Nikita Khrushcevs,
leiðtoga Sovétríkjanna, meðan á
átökunum í Kongó stóð á sínum
tíma.“
Blix nefnir einnig að Frakkar og
Bretar hafi verið ósáttir við
Hammarskjöld í Súezdeilunni; þá
hafi hann ekki verið í ósvipaðri
stöðu og Kofi Annan, núverandi
aðalritari SÞ, þegar innrásin var
gerð í Írak fyrir fáeinum miss-
erum.
Blix sagði arfleifð Hammar-
skjöld tvenns konar; annars vegar
var hann alþjóðlegur opinber
starfsmaður og hins vegar nýj-
ungagjarn aðalritari SÞ. „Hann
vildi þróa samtökin og mörg þeirra
verkefna sem þau eru enn að fást
við í dag komu fyrst til þegar hann
var við stjórnvölinn; friðargæsla
og lausn deilna af ýmsu tagi.“
Hann sagði Hammarskjöld hafa
verið færan embættismann og
mjög óvilhallan í alla staði. Sú væri
oft raunin að embættismönnum frá
Norðurlöndum væri treyst betur
en ýmsum öðrum. „Skýringin er
hugsanlega sú að enginn óttast
stórveldisdrauma okkar fyrir hönd
eigin þjóða, en það skiptir líka
máli að á Norðurlöndum höfum við
ríka hefð fyrir því að setjast niður
og leysa mál í sátt og samlyndi í
stað þess að lenda í erfiðum ill-
deilum. Auðvitað verður ósætti hér
eins og annars staðar, en við leggj-
um alltaf mikla áherslu á að ná
niðurstöðu sem flestir sætta sig
við.“
Aðalritari SÞ er ekki stjórn-
málamaður, en verður þó að vera
með puttann á púlsinum. „Hamm-
arskjöld sagði einhvern tíma að að-
alritarinn mætti ekki vera í póli-
tísku hjónabandi, en hann mætti
heldur ekki vera hrein mey á póli-
tíska sviðinu. Ég held að mikið sé
til í þessu,“ sagði Hans Blix.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hans Blix ræðir um Svíann Dag Hammarskjöld í Háskólanum á Akureyri í gær og sagði hann hafa verið snjallan
og nýjungagjarnan. Sýnd var ný átta mínútna kvikmynd – Friður í huga – um Hammarskjöld.
Hammarskjöld vissi að ekki
má beygja sig fyrir neinum
DR. HANS Blix mun halda opinn fyr-
irlestur á morgun, föstudaginn 7. apr-
íl kl. 12, um þróun reglna alþjóðasam-
félagsins um valdbeitingu; tilraunir til
að hefta útbreiðslu gereyðingar-
vopna; umbætur í starfi Sameinuðu
þjóðanna. Fyrirlesturinn verður í há-
tíðarsal Háskóla Íslands.
Hans Blix er gestur Háskóla Ís-
lands í samvinnu við sendiráð Sví-
þjóðar og Félag Sameinuðu þjóðanna
á Íslandi. Af hálfu HÍ er Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála gest-
gjafi dr. Blix.
Í fyrirlestrinum mun dr. Blix ræða
þrjú tengd efni og áhrif þeirra á stöðu
mála í heiminum í dag; Hvernig hafa
reglur alþjóðasamfélagsins um vald-
beitingu þróast? Hvað hefur verið
gert og hvað er að gerast varðandi til-
raunir til að hefta útbreiðslu og eyða
gereyðingarvopnum, kjarnorkuvopn-
um, efna- og lífræknivopnum og loks
mun hann fjalla um umbætur Sam-
einuðu þjóðanna á liðnum árum. Í lok
fyrirlestrarins mun gefast góður tími
til fyrirspurna og umræðna.
Sýning í Norræna húsinu
Dr. Hans Blix er formaður nefndar
gegn gereyðingarvopnum (WMDC),
hann er fyrrverandi utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, fyrrverandi yfirmað-
ur vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna
(UNMOVIC) og fyrrverandi aðalfor-
stjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnun-
arinnar (IAEA).
Brynhildur Ólafsdóttir, forstöðu-
maður Alþjóðamálastofnunar HÍ og
yfirmaður erlendra frétta hjá NFS,
verður fundarstjóri.
Hans Blix mun einnig opna sýn-
ingu í Norræna húsinu í dag kl. 17.30
til minningar um hundrað ára afmæli
Dag Hammarskjöld, sem var fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
árin 1953–1961. Geir H. Haarde utan-
ríkisráðherra verður viðstaddur at-
höfnina. Enn fremur mun Hans Blix
halda málstofu fyrir meistaranem-
endur HÍ í alþjóðasamskiptum.
Valdbeiting,
gereyð-
ingarvopn
og SÞ