Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 21 MINNSTAÐUR mér að þetta yrði mín framtíð- arvinna,“ segir Sigurgeir um fyrstu skrefin á ljósmyndaferlinum. „Ég hóf ungur hjúskap og þá fór tíminn í að afla tekna. Eftir að ég var búinn að byggja og fjölskyldan komin í eigið hús gat ég gefið ljós- mynduninni meiri tíma. Fyrstu myndirnar mínar í landsmálablaði birtust í Tímanum í ágúst 1958. Þá var grindarvaða rekin inn í botn þar sem nú er Friðarhöfnin í Eyj- um. Þar var sandfjara og þar end- aði vaðan. Ég myndaði þetta í bak og fyrir og kom þetta á heilli opnu í Tímanum.“ Það var svo fyrir 1960 að Sig- urgeir byrjaði að mynda fyrir Morgunblaðið. „Það fer því að nálg- ast hálfa öld sem ég hef starfað sem fréttaljósmyndari,“ segir Sigurgeir sem enn þá er að. Minjar geymast í myndasafninu „Ég hef alltaf verið náttúrubarn og áhugamálið varð fljótt fuglar, fólk og landslag,“ segir Sigurgeir eftir nokkra umhugsun aðspurður um sín helstu einkenni sem ljós- myndari. „Það sést t.d. í albúminu í Vestmannaeyjar | Í bráðum hálfa öld hafa myndir Sigurgeirs Jón- assonar í Vestmannaeyjum komið fyrir augu landsmanna, lengst af á síðum Morgunblaðsins. Í starfi sínu hefur Sigurgeir skráð sögu Vest- mannaeyja og um leið kynnt þær umheiminum. Er hann með þessu orðin órjúfanlegur hluti af Vest- mannaeyjum og því mannlífi sem þar hefur þrifist frá því hann byrj- aði að taka myndir rétt tíu ára gamall. Það er því orðið mikið að vöxtum, myndasafnið hans Sig- urgeirs, sem til þessa hefur verið geymt á heimili hans í Smáragöt- unni. Nú er að verða breyting á þessu því á föstudaginn var formlega hleypt af stokkunum félagi, Sig- urgeir ljósmyndari ehf., sem fjöl- skyldan hefur stofnað í kringum safnið. Er það til húsa í gamla Ís- félaginu í Eyjum þar sem unnið er að því að koma myndunum á staf- rænt form og skrá upplýsingar með hverri mynd. Auk þess hafa þau hleypt af stokkunum heimasíðunni sigurgeir.is þar sem komnar eru inn um 1.200 myndir. Þegar Sigurgeir er spurður um fjölda mynda sem hann hefur tekið um dagana segir hann að þær séu á bilinu 1,5 til 3 milljónir. „Það er ómögulegt að segja til um það en ég lýg ekki miklu ef ég segi að þær séu ekki færri en 1,5 milljónir og ekki mikið yfir 3 milljónir,“ segir hann. Stærstur í stórviðburðum Ljósmyndun er ekki bara starf í huga Sigurgeirs, hún er honum ástríða og lífsstíll eins og það er orðað í dag. Einkenni hans sem ljósmyndara er væntumþykja hans á viðfangsefninu og viljinn til að sýna það jákvæða og fallega bæði í náttúru og mannlífi. Hann hefur líka næmt auga fyrir mótívum og í vinnslu á myndum gerir hann ýtr- ustu kröfur. Þetta hefur skilað frá- bærum árangri og þegar best lætur hreinum listaverkum. Og þar er náttúra Vestmannaeyja og mannlíf í aðalhlutverki. Og í stórum við- burðum verður Sigurgeir stærstur og besta dæmið um það er eld- ingamyndin frá Surtseyjargosinu 1963. Hún hefur farið um allan heim og prýðir enn forsíður fræði- rita um jarðfræði og eldgos. Sigurgeir Jónasson er ljósmynd- ari og lífskúnstner í þess orðs bestu merkingu og er orðinn svo samgró- inn sögu Vestmannaeyja síðustu hálfa öldina að það vekur athygli ef hann er ekki á staðnum ef eitthvað er að gerast. Og ferillinn spannar næstum sextíu ár. „Ég byrjaði snemma og ég sé að árið 1947 fylli ég myndaalbúm af myndum sem ég tók af lundaveiði og úteyjalífi í Áls- ey sem er mín eyja í lundaveiðinni. Þá er ég tólf ára og þetta albúm er nú vistað í veiðihúsinu okkar í Áls- ey og er góð heimild um úteyjalíf í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld. Fljótlega upp úr fermingu var ég kominn á fullt í að taka myndir og ég sé það núna að þetta var bara andskoti öflugt. Ég tók mikið af myndum í gagnfræðaskóla, mest af krökkunum, í ferðalögum og úti- legum. Mér fannst þá að þetta hefði ekki mikið söfnunargildi, það var frekar að ég væri að festa minn- ingar á filmu. Og ekki sá ég þá fyrir Álsey að ég byrjaði strax að búa til mót í landslaginu. Eftir að ég byrj- aði sem fréttaljósmyndari varð ég auðvitað að sinna atburðum og því sem var að gerast hverju sinni. En fljótlega fór ég að safna fólki, bát- um, lífinu í sjávarútvegi og fór ég stundum í róðra til að fylla upp í safnið. Sumt af þessum myndum segir frá atvinnuháttum sem heyra sögunni til, eins og t.d. reknetum sem notuð voru við síldveiðar, þorsknót og spærlingsveiði sem sennilega verður aldrei leyfð í þeirri mynd sem var. Síðan er þetta safn orðið saga þróunar í greininni frá því sjómenn voru að bogra nið- ur í dekki við að blóðga fiskinn. Nú er þetta allt orðið á borðum í réttri hæð og færiböndum. Það sama á við fiskvinnsluna, þar eru gömlu borðin og vigtirnar horfnar og við hefur tekið hagræðing og tækni og öll vinna orðin manneskjulegri. All- ar þessar minjar geymast í mynda- safninu mínu,“ segir Sigurgeir. Það var fyrir rétt ári að fjöl- skyldan, Sigurgeir og börnin þrjú, Sigrún Inga, Guðlaugur og Guðrún ásamt fjölskyldum stofnuðu fyr- irtækið Sigurgeir ljósmyndari ehf. „Við erum stofnendur en þó maður hafi lengið velt því fyrir sér að eitt- hvað þyrfti að gera var það Magnús Kristinsson sem í raun á hugmynd- ina að stofnun félagsins. Hann kall- aði mig á sinn fund og upp úr því fóru hjólin að snúast. Seinna komu fleiri að þessu og stærst eru Vinnslustöðin og Ísfélagið þar sem safnið er til húsa. Ef þeirra hefði ekki notið við hefði þetta aldrei orð- ið að veruleika.“ Frá því starfið hófst hefur Sig- urgeir eytt mestum tíma sínum á safninu við að flokka filmur og myndir. Honum til aðstoðar er kona í hálfu starfi. „Þetta hefur far- ið rólega af stað en ég gjörþekki safnið sem hjálpar mikið til. Til að fylla upp í þurfum við að leita til fólks og hafa allir tekið okkur mjög vel. Það verður svo að nýta mig eins og kostur er á meðan harði diskurinn er í lagi. Fyrir okkur í fjölskyldunni skiptir máli að fólk fái aðgang að safninu og fyrir mig per- sónulega er gaman að fá þetta tækifæri,“ sagði Sigurgeir. Þeir sem hafa áhuga á að kíkja á myndir Sigurgeirs geta farið inn á vefslóðina Sigurgeir.is. Ljósmyndun er ástríða og lífsstíll Sigurgeirs Jónassonar sem opnað hefur aðgang að myndasafni sínu Hefur skráð sögu Vestmannaeyja í nær hálfa öld Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Hleypt af stokkunum Sigurgeir Jónasson hleypir sigurgeir.is af stokk- unum við hátíðlega athöfn í húsnæði fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. Fjölskyldan Sigurgeir með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörn- um, Sigrún Inga, Sigurgeir, Sædís Birta Barkardóttir, Sædís María Hilm- arsdóttir, Guðlaugur, Guðrún, Börkur Grímsson og Eva Brá Barkardóttir. Eftir Ómar Garðarsson AUSTURLAND LANDIÐ Egilsstaðir | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs, Háskólans í Reykjavík og Rann- sókna og greiningar hafa gert með sér samstarfssamning um æskulýðs- rannsóknir; Ungt fólk. Samningur- inn, sem spannar árin 2006–2010, gerir ráð fyrir að unnið verði með at- riði sem snúa að menntun, menn- ingu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna á Austur- landi. Efla á þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu Markmið samstarfsins er að styrkja faglegan grundvöll stefnu- mótunar í málefnum ungs fólks í sveitarfélögunum Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Jafnframt að auka virðingu samfélagsins gagnvart börnum og ungmennum og auka skilning á aðstæðum þeirra svo og að efla virka þátttöku barna og ung- menna í samfélaginu. Rannsóknir og greining mun ann- ast úrvinnslu gagna og vinna hag- nýtar upplýsingar fyrir þá er starfa að málefnum ungs fólks í sveitar- félögunum. Mun kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykja- vík einnig vinna að undirbúningi verkefnisins og annast eftirfylgni í samstarfi við heimamenn og menntamálaráðuneytið. Rýnt í sjónarmið barna og unglinga Með velferð í huga Þór Clausen, Eiríkur Björn Björgvinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Sverrisson og Jón Sigfússon undirrita samning um rannsóknir á viðhorfum barna og ungmenna. Rannsóknarverkefni um ungmenni hleypt af stokkunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.