Morgunblaðið - 06.04.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.04.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 37 MINNINGAR heyskap hjá nafna. Honum var að vísu ekkert vel við að ég færi mikið á gamla grána, gráum Ferguson, því hemlar á því farartæki heyrðu for- tíðinni til, þannig að hann stoppaði einungis þar sem honum hentaði. Það gat allt eins orðið úti í fljóti eins og inni á miðju túni. Stundum skammaði nafni mig líka ógurlega, enda oft ástæða til. Þá tók hann stundum að fara með ein- hverja kviðlinga, sem ég veit ekki hvaðan komu, en hljóðuðu eitthvað á þessa leið: Gættu nú að þér Gísli minn, Guð lýsir ekki veginn þinn … Þarna kom Krilla oftast til skjal- anna og stöðvaði bónda sinn, enda þekkti hún framhaldið! Hún vissi sem var, að þegar Skógargerðis- menn lenda á hálum ís, geta þeir orðið eins og beljur á svelli. En rósin reyndist of ung til að takast á við andstreymi lífsins. Skuggabaldrar hlóðust að. Þeir beygðu rósina. Vík varð á milli vina. Þar kom, að hún var ekki lengur húsfreyja á Helgafelli. Hún varð rót- laus og nafni minn líka. Þá kom sér vel að eiga góða að. Eftir aðskilnaðinn bárust nafni minn og Krilla um lífsins ólgusjó eins og stefnulaus reköld um árabil. Af og til sáu þau þó í gegn um sort- ann. Nafni minn var nærri hengiflug- inu þegar hann kúventi og gekk loks til liðs við bindindishreyfinguna! Þar munaði um krafta hans, enda var Bakkus lengi vel eins og vængstífð- ur eftir að hafa misst þennan öfluga liðsmann. Nafni fann sér góða konu, en þau áttu ekki lengi samleið. Ávöxturinn varð þó sólargeisli, dóttir til viðbótar við drengina tvo. Það gerði lífið þess virði að lifa því. En það mátti ekki ganga. Krabbinn felldi nafna minn, þann góða og lífsglaða dreng, á stuttum tíma. Þetta hafði ég upp úr því að hætta að drekka nafni minn, sagði nafni þegar ég heimsótti hann á dánar- beði. Svo hló hann sínum einstaka hlátri. Ég fann að hugur fylgdi ekki máli. Dengsi var hann stundum kall- aður af sínum nánustu, enda var hann drengur góður, sem öllum vildi rétta hjálparhönd, ef hann mögu- lega gat. Stundum gleymdi hann hins vegar að hjálpa sjálfum sér. – Ég er bara einnar konu maður, nafni minn, sagði nafni eftir að hafa lent í skipbroti í kvennamálum. Krilla lenti í sömu hremmingum. Ég held þau hafi verið ætluð hvort öðru, þótt þau bæru ekki gæfu til að lifa saman. Rósin frá Neskaupstað felldi blöð- in smátt og smátt, þótt af og til næði hún lit. Þegar við kvöddum nafna minn fann ég, að lífsgleðin var farin, þótt af og til glitti í gömlu góðu „Krillu“. Hún vildi þó lifa fyrir sig og sína, en hjartað var ekki á sama máli. Það gaf sig án fyrirboða. Núna dansar hún djúpan tangó við nafna minn á dáindisekrum Helgafella annarra heima. Dansiði dátt mín kæru. Gísli Sigurgeirsson. Í minningu okkar var Helgafell líflegur og skemmtilegur staður. Þar bjugguð þið Gísli með strák- ana og afi og amma í næstu íbúð. Þið bjugguð með kýr og fjósið var hin- um megin við húsið. Við sóttum kýrnar og hjálpuðum til við að moka flórinn. Einnig voru nokkrar kindur á búinu og er okkur minnisstætt hvað lömbin voru stór þegar þeim var sleppt á fjall á vorin. Í afmælum strákana var farið í leiki og út í fjós að líta á kálfana. Ekki komu menn alltaf hreinir úr þeim leiðöngrum, en því tókst þú með stakri þolinmæði og leystir þau vandamál sem upp komu. Við mun- um eftir ferð í Neskaupstað í hvítum Moskvits. Það var sungið og trallað alla leiðina sem var hreint ekki stutt í þá daga. Nú hefur margt breyst. Þið Gísli hafið bæði kvatt þennan heim og einnig afi og amma. Helgi og Rafn Óttar, missir ykkar er mikill en minningin lifir. Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Valdimar Briem.) Ingólfur Bragason og Anna Bragadóttir. Hún er í minningunni 100% mann- eskja og þoldi ekki gerviefni eða neitt óekta. Hún var örlát, barngóð, hláturmild, skemmtileg, falleg og gáfuð. Hún var mjög elskuð af okkur öllum. Alltaf var hægt að koma á Fornhagann og þiggja sæti í eldhús- inu við Gullvegginn. Við þekktum engan annan sem var með Gullvegg í eldhúsinu og jafngóða stillimynd á borðum. Stillimyndin var þó mis- munandi, en alltaf voru rúsínur, ost- ur og kex. Krakkar fengu síðan katt- artungur og annað sælgæti úr kústaskápnum en þar leyndist oft góðgæti. Fullorðnum var boðið upp á smávindla sem hún geymdi inn- pakkaða í plast í ísskápnum og þeir voru púaðir. Við og mamma vorum iðulega far- þegar í bíl Gúa þegar farið var inn eftir þ.e. á Kambsveginn eða suður eftir þ.e. í Skólagerðið. Á heimleið- inni fór Sissa stundum fram á smá- rúnt niður Laugaveginn fyrir okkur stelpurnar til að líta í búðaglugga. Ein jólin fengum við forláta kjóla sem Dúdda hafði keypt í Ameríku. Okkur þótti þeir svo flottir að við fórum í þá strax á aðfangadagskvöld og mættum í síðum flónelskjólunum í jólaboð til Möggu, um kvöldið. Þeg- ar Sissa sá okkur í kjólunum í boð- inu, sagði hún „Ætlið þið að gista hér í Kópavoginum?“ Þá rann upp fyrir okkur að mamma hafði haft rétt fyr- ir sér um að þetta væru náttkjólar en því höfðum við neitað að trúa. Stundum þegar maður kom í heimsókn var hún að gjörlesa blöðin og þá er átt við að þau voru lesin spjaldanna á milli með stækkunar- gleri. Ef kominn var nóvember var hún kannski að klára ágúst. Allt á heimilinu var einhvern veginn svo skipulagt og í föstum skorðum. Sem dæmi ritaði Sissa innkaupalista fyrir Gúa þar sem hlutirnir voru taldir upp í þeirri röð sem þeir voru í búð- inni. Hún reyndist frábær fóstra, þegar hún passaði Guðmund Gísla fyrsta árið og var það ómetanleg hjálp fyrir fjölskylduna. Hann var á fyrstu árunum ekki kallaður annað en Gúi litli og hefur ávallt dýrkað Sissu. Við höfum alist upp við mikinn samgang milli systranna fjögurra, mömmu, Fríðu, Möggu og Sissu, eða Kollý-systranna eins og Nonni bróð- ir þeirra nefnir þær. Árlega hittist fjölskyldan og gerir laufabrauð frá grunni. Það hefur alltaf verið tilhlökkunarefni að kom- ast í þau boð. Hver hafði þar sitt hlutverk og Sissa flatti út meðan kraftar entust. Í seinni tíð sá hún um hrós og að útdeila kökum til skurðarfólksins. Einhver skemmtilegasta manneskja til að hafa í boðum, fannst okkur og vildum ekki að hún færi, þegar Gúi vildi að þau kæmu sér heim. „Er hann nú að verða geggjaður karlinn“ sagði hún hlæjandi þegar Gúi stóð með kápuna tilbúna og rak á eftir henni. Börnin okkar hafa einnig í gegn- um tíðina notið sömu frændsemi og væntumþykju sem við þekktum svo vel. Það er komin sending frá Sissu og Gúa, jólagjafir og páskaegg sem sluppu í gegnum strangar gjafaregl- ur Kollý-systranna. Hún átti við heilsuleysi að stríða seinni hluta ævinnar en góða geðið eltist ekki af henni. Þau hjónin hafa búið að Aflagranda 40 síðustu árin og stundum þegar við spurðum mömmu eftir heimsókn til Sissu, hvernig hún væri, var svarið: „Hún var eins og drottning.“ Óteljandi skemmtilegar sögur væri hægt að rifja upp, en hér er stiklað á stóru svo um munar. Við sendum Gúa, Didda og Guð- rúnu, Dúddu og Bigga, Lilla og Auði og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Minning um einstaka móðursyst- ur okkar lifir. Hvíl í friði. Anna Soffía og Vala. ✝ SigríðurBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1920. Hún lést á heimili sínu, Lyngmóum 14 í Garðabæ, 24. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bjarni Þórðarson, f. 22. júlí 1888, d. 29. mars 1975 og Guð- rún Guðmundsdótt- ir, f. 21. mars 1894, d. 27. ágúst 1989. Systkini Sigríðar eru: Ásgeir, f. 25. janúar 1924, d. 30. janúar 1983, kvæntur Unni Helgadóttur, f. 14. mars 1931, d. 8. desember 1980 og Kristín, f. 14. apríl 1922, gift Guðmundi Guðjónssyni, f. 3. mars 1922. Sigríður giftist 4. ágúst 1945 Gunnari Vagnssyni fram- kvæmdastjóra, f. 13. júlí 1918, d. 23. september 1977. Þau eignuð- ust fjögur börn sem eru: 1) Bjarni menntaskólakennari, f. 6. júní 1946, kvæntur Dagbjörtu Gunn- arsdóttur verslunarmanni, f. 19. mars 1950. 2) Kristín skrifstofu- stjóri, f. 7. apríl 1948, gift Ólafi Inga Jóhannssyni verslunar- manni, f. 10. júní 1947, dætur þeirra Aðalheiður líffræðingur, f. 4. janúar 1974 og Sigríður nemi, f. 2. apríl 1981. 3) Gunnar Vagn tannsmíðameistari, f. 11. ágúst 1950, kvæntur Berglindi H. Hall- grímsdóttur skrifstofustjóra, f. 3. júlí 1953, börn þeirra María Helga kennari, f. 7. ágúst 1975 og Róbert Orri nemi, f. 20. ágúst 1985. 4) Margrét lögfræðingur, f. 23. janúar 1965, gift Gunnari Ármanns- syni framkvæmda- stjóra, f. 10 apríl 1967. Sonur Mar- grétar er Gunnar Þór Bergsson nemi, f. 30. maí 1982 og stjúpdóttir Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir, f. 10. júlí 1995. Barnabarnabörnin eru sjö tals- ins. Sigríður ólst upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann og vann ýmis störf t.d. á prjónastofunni Hlín. Hún stundaði íþróttir og var í sýningarhópi Ármanns, m.a. á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 1944. Þau Gunnar hófu búskap í Reykjavík og bjuggu þau þar nema árin 1946-1949 á Siglufirði. Árið 1966 flutti hún ásamt fjöl- skyldu sinni í Garðabæ og bjó hún þar síðan. Eftir fráfall Gunnars starfaði hún í Flataskóla sem gangavörður þar til hún náði eft- irlaunaaldri. Hún sinnti fé- lagsstörfum í Kvenfélagi Garða- bæjar um árabil. Sigríður verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Komið þið sæl og blessuð“ var kveðjan sem við fengum hjá ömmu Siggu, ásamt stóru brosi og faðm- lagi. Hlý kveðja frá hlýrri konu. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn til ömmu, enda var ávallt mjög gest- kvæmt í Lyngmóum 14. Það var ekki af skyldurækni sem ættingjar og vinir fóru í heimsókn til ömmu. Hún laðaði að sér fólk með gestrisni sinni og skemmtilegum samræðum. Venjulega settist hún í græna stólinn sinn, tók kannski upp prjónana og svo var setið og spjallað á milli þess sem hún bar góðgæti og kaffi á borð. Svo leysti hún okkur oftast út með smá nammi, vettlingum eða sokkum. Síðustu árin bættust svo við lopa- peysur á barnabarnabörnin. Amma var alveg sérstaklega góð við alla karlmennina í fjölskyldunni. Bauð þeim að leggja sig í sófann og setti svo fótboltann á fyrir þá. Við fjölskyldan skipuðum stóran sess í lífi hennar og fundu allir fyrir þeim mikla velvilja hennar í okkar garð. Hún sagði okkur hvað hún væri ánægð með okkur og stolt af öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var ekki feimin við að segja skoðanir sínar og fór ekki leynt með það sem henni líkaði vel eða illa, hvort sem það var klæðaburður eða annað, en aldrei risti gagnrýnin djúpt. Amma lærði aldrei á bíl og síðustu árin voru fæturnir orðnir lélegir. Hún var því háð ættingjum og vinum með allar ferðir. Stundum fórum við barnabörnin með henni í búð. Þær ferðir urðu oftast langar en aldrei leiðinlegar. Amma þræddi alla hillu- rekkana og skoðaði allt nýtt, enda ákaflega nýjungagjörn, og á hverju horni hitti hún einhvern sem hún þekkti og vildi spjalla við. Svo voru nýjustu prjónablöðin skoðuð vel. Já, amma sannaði það að þó að fólk verði gamalt þarf það ekki að detta úr takti við tímann eða ein- angrast frá samfélaginu. Þótt hún færi sjaldan að heiman var enginn sem fylgdist eins vel með því sem var á döfinni og hún, hvort sem það voru fréttir, þjóðfélagsmál eða íþróttir. Hún hafði mikinn áhuga á öllum tækjum, sérstaklega þeim sem sneri að matreiðslu. Hún var meira að segja nýbúin að fá DVD-spilara. Stálminnug var hún líka allt fram á síðasta dag. Í byrjun þessa árs greindist amma með krabbamein. Þetta var mikið áfall en hún bar sig þó vel. Hún gat að miklu leyti séð um sig sjálf en undir það síðasta var það orðið henni mjög erfitt. Það var því líkn að hún skuli hafa dáið snögglega í græna stólnum fyrir framan sjónvarpið. Það var örugglega sá dauðdagi sem hún hefði óskað sér. Við þökkum fyr- ir hennar langa og gæfuríka líf og fyrir allt sem hún hefur verið okkur, góð amma og góður vinur. Aðalheiður Ólafsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Bærinn minn, bærinn minn og þinn sefur sæll í kyrrð. Fellur mjöll hljótt í húmi á jörð. Grasið mitt grasið mitt og þitt geymir mold til vors. Hjúfrar lind leynt við brekkurót, vakir eins og við. Lífi trú kyrrlát kaldavermsl augum djúps út í himinfirð stara stillt um nótt. Langt í burt vakir veröld stór, grimmum töfrum tryllt, eirðarlaus, óttast nótt og dag. Augu þín, óttalaus og hrein, brosa við mér björt. Vonin mín, blessað brosið þitt, vekur ljóð úr værð. Hvílist jörð hljóð í örmum snæs. Liljuhvít lokar augum blám litla stúlkan mín. (Jakobína Sigurðardóttir.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma og langamma. Við þökkum þér fyrir allar dýr- mætu stundirnar sem þú gafst okk- ur. Nú lifa þær áfram í hjarta okkar sem hlýjar og góðar minningar. Við kveðjum þig nú með söknuði, hvíldu í friði. María Helga, Björn Ingi, Victor Vagn og Orri Fannar. Ég veit er ég dey, svo verði ég grátinn það verður eflaust til taks. En ætlirðu blómsveig að leggja á mig látinn, láttu mig fá hann strax. Og mig eins og aðra er afbragðsmenn deyja í annála skrásetur þú. Og hrós um mig ætlar þú sjálfsagt að segja en segðu það heldur nú. Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna þá verður það eflaust þú. Ef sjóð lætur stofna í minningu mína mér kæmi hann betur nú. Og mannúðarduluna þekki ég þína sem þenur dánum í hag. En ætlirðu að breiða yfir brestina mína þá breiddu þá yfir í dag. (Höf. ókunnur.) Góð frænka er dáin. Hennar er sárt saknað. Bjarni, Jóhanna, Ásgeir og Jónas Roy. Í dag kveð ég góða vinkonu mína til 25 ára. Ég kynntist Sigríði þegar ég hóf störf við Flataskóla í Garðabæ árið 1982 þar sem við unnum saman í 6 ár við gangavörslu. Eftir að við hættum að vinna saman hélst vinátta okkar. Sigríður var virk í starfi Kvenfélags Garðabæjar þar sem hún sinnti ýmsum störfum í gegnum tíð- ina og var ávallt dugleg að sækja fundi. Sigríður hafði mikla ánægju af handavinnu og var sérlega lagin við að prjóna og hafa barnabörn mín fengið að njóta góðs af því. Ég kveð vinkonu mín með söknuði og þakka af alhug vináttu hennar öll árin. Guð blessi minningu Sigríðar Bjarnadóttur. Hrönn Jóhannsdóttir. SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Gunnar Vagn, Berglind og Róbert Orri. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.