Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 8

Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 8
8 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Síðasti útsöludagur Rauðagerði 26, sími 588 1259 Útsala Útsala Opið í dag, sunnudag, kl. 13-17 30-80% afsláttur Láttu svo Maddömuna bara hafa það óþvegið, þegar hún tekur við, my friend. Kuldi og hret undan-farið hafa gertgróandanum skráveifu. Nokkuð var far- ið að spretta í túnum í hlý- indakafla snemma í mán- uðinum, en á því hefur mjög hægt og lítil sem engin spretta er í úthögum víða um land enn sem kom- ið er. Það grænmeti sem ræktað er utan dyra hjarn- ar hægt við og útlit fyrir seinkun á uppskeru, auk þess sem hún gæti orðið rýrari en lagt var upp með. Þá hefur skógur farið hægt af stað og þær tegundir sem voru komnar í gang nánast stöðv- að vöxt. Ekki má heldur gleyma görðum, en þar kljást margir ötul- ir garðeigendur við að verja plöntur sínar kali og vindskemmd- um, með misjöfnun árangri. „Það hefur nú bara ekkert sprottið hér síðan sl. sumar,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Jök- uldal. „Maður sér aðeins lit í tún- um en þetta er lítið farið að taka við sér vegna kulda. Nú vantar bara hlýju, en raki er nógur held ég. Þetta tefur fyrir í búskapnum en er þó ekkert lakara en í fyrra. Ef hlýnar núna tekur gróður mjög fljótt við sér.“ Aðalsteinn á ekki von á að kuldakastið tefji fyrir hey- skap í sumar. „Það er sjaldan farið að heyja hér fyrr en tíu, fimmtán daga af júlí og ef hlýnar núna á það að geta gerst. Það munar viku eða tíu dögum á sprettu á Jökuldal og á láglendi. Hér er meiri nætur- kuldi en við njótum oft meira sól- skins á þessum tíma þó kalt sé og því er þurrara og ekki eins kalt yf- ir daginn og er nær sjónum. Áhrif- in jafnast því nokkuð út.“ Aðalsteinn segir allt borið hjá sér en sauðburður hafi verið nokk- uð erfiður þar sem frjósemi var mikil; margar ærnar þrílembdar og gemlingar með tveimur lömb- um. „Það er sérstaklega erfitt fyrir þær kindur þegar vantar gróður- inn og að þurfa að vera svona mik- ið inni. Menn hafa misst lömb vegna þrengsla en ég hef þó ekki lent í því. Ég gef bestu heyin sem ég á og dálítið af fóðurblöndu með til að örva mjólkurmyndunina. Ég er nokkuð bjartsýnn og held að kosningarnar fari þannig að það vori bara í kjölfarið.“ Garðagróður lemst niður „Birkið er vant ýmsu og ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hall- ormsstað. „Við höldum að lerkið, sem er aðaltegundin á Hallorms- stað, plumi sig. Við höfum ekki fengið svo margar frostnætur, þannig að ég held að kuldinn verði ekki til vandræða. Hann hægir vissulega á vextinum og vaxtar- tíminn verður styttri, því vöxtur hreinlega stöðvaðist í hálfan mán- uð. Eiginlegur vöxtur trjáa er þó ekki byrjaður og hefst ekki fyrr en seinna, þannig að nýju brumin eru varin ennþá.“ Meðal þess sem er viðkvæmast fyrir kulda segir Þór vera ýmsar runnategundir í görðum hjá fólki, tegundir sem voru komnar lengra af stað en trén. „Maður hefur séð að blöð eru skemmd og það má bú- ast við einhverju kali. Skógurinn og annar gróður þarf núna fyrst og fremst hlýindi og þá tekur þetta mjög hratt við sér því allt er komið eitthvað af stað.“ Jóhanna B. Magnúsdóttir hefur stundað garðyrkju af ýmsum toga til margra ára og ræktar garðinn sinn á Dalsá í Mosfellsdal. Hún segir að t.d. laukar eigi erfitt upp- dráttar, séu þeir ekki í skjóli. „Túlípanalaukarnir mínir eru illa farnir og barðir og ýmislegt, eins og runnar sem eru með þunnum blöðum, berst niður. Einstökum tegundum eins og t.d. jötunjurt- inni leiðist kuldinn afskaplega mikið. Hún á mjög erfitt uppdrátt- ar aftur, þótt hún drepist ekki. Málið er að allt lauf sem er í rokinu og ekki í skjóli berst niður og verð- ur svart. Svo hefur þessi vetur líka verið með ólíkindum af því að fyrst koma hlýindi í febrúar, svo aftur kuldi, hlýindi á nýjan leik í maí og þá hræðilegur kuldi í kjölfarið. Þetta er mjög mikið álag á gróður og í raun ótrúlegt hvað hann ræð- ur við þetta.“ Jóhanna segir líkt og Þór að birkið standi vorhretið best af sér og fari ekki af stað fyrr en vorið er komið. „Birkið hefur bara alda- langa reynslu af íslenska vorinu og lætur yfirleitt ekki glepjast af stuttum hlýindaköflum snemm- vors. Sá gróður á erfiðast upp- dráttar sem byrjar mjög snemma.“ Jóhanna telur garðeigendur og aðra ræktendur þurfa að vera á varðbergi gagnvart vaxandi sveifl- um í veðurfari. „Það eru bara miklu meiri sviptingar í veðrinu núorðið. Annaðhvort þarf fólk að vera á tánum í því að verja plöntur sínar fyrir slæmu veðri, eða að hugsa sem svo að maður verði bara að taka hlutunum og láta þetta yfir sig og gróðurinn ganga.“ Jóhanna segist ekkert hafa látið út ennþá af grænmeti enda ekki tímabært miðað við tíðina undan- farið. En nú gæti farið að horfa til betri vegar því spáð er hlýnandi veðri eftir helgina, einkum norð- anlands og vætusömu en mildu veðri um miðja vikuna. Fréttaskýring | Kuldakafli hefur vond áhrif á garðagróður og túnsprettu Birkið lætur ekki glepjast Kuldinn hefur hægt á gróðurvexti. Vöxtur hefur að mestu stöðvast í trjágróðri  Ýmis gróður hefur farið hall- oka fyrir kuldum undanfarið, ekki síst vegna þess að hlýinda- kafli í upphafi mánaðarins kom nánast hverri jurt til að vakna af vetrardvalanum. Birkið eitt læt- ur ekki gabbast fremur en fyrri daginn og bíður rólegt þess að raunverulega vori. Skógræktar- menn hafa ekki miklar áhyggjur þrátt fyrir kuldann og segja tré muni jafna sig um leið og hlýnar þó vaxtartíminn styttist. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Sá gróður sem fyrst fer af stað verður verst úti í vorhretum, sé hann ekki varinn VERZLUNARSKÓLI Íslands brautskráði 212 stúdenta við skólaslit í Háskólabíói í gær. Alls gengust 215 undir próf, 207 í dagskóla, 7 utan- skóla og einn í fjarnámi, en Huld Há- konardóttir er fyrsti stúdentinn sem lýkur námi með fjarnámssniði. Huld býr í Washingtonborg í Bandaríkj- unum, en var viðstödd brautskrán- inguna ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur nú sótt um inngöngu í Háskól- ann í Reykjavík Í ræðu sinni rakti Sölvi Sveinsson, skólastjóri Verzlunarskólans, starf skólans í vetur og réð útskriftar- nemum heilt. Hann sagði að Versl- unarskólinn stefndi nú að því að haustið 2007 yrði allt nám skólans í boði með fjarnámssniði, en yfir 700 einstaklingar stunduðu nú fjarnám við skólann. Skólastjóri hvatti til varkárni í öll- um áformum um styttingu náms til stúdentsprófs, enda myndu slík áform, eins og þau hafa verið kynnt, rýra námsframboð skólans og grafa undan sérstöðu hans. „Við gerum þá kröfu til yfirvalda hverju sinni, að skólinn fái að móta námskrá sína sjálfur, enda mun hann aldrei bjóða upp á annað nám en það sem sam- félagið og háskólarnir viðurkenna,“ sagði Sölvi m.a. í ræðu sinni. „Skólar eiga að hafa veg og vanda af náms- framboði sínu og standa eða falla með þeim nemendum sem þeir brautskrá. Við óttumst ekkert í þeim efnum. Við teljum að nemendur hafi of lítið fyrir stafni í grunnskólum og því höfum við óskað heimildar til þess að innrita efnilega unglinga beint úr 9. bekk haustið 2007.“ Vilja innrita nemendur úr 9. bekk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.