Morgunblaðið - 28.05.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 19
ur og skömmu síðar lokaði tísku-
verslun við Laugaveginn með sama
nafni.
The Towering Inferno og allar hinar
Tilkomumest, dýrust og vinsælust
stórslysamyndanna er The Tower-
ing Inferno, mikilfengleg mynd um
eldsvoða í nýbyggðum skýjakljúfi.
Hún var tímamótamynd því hún var
fyrsta samstarfsverkefni tveggja
risavera, Fox og Warner Bros, og
eitt fyrsta samstarf tveggja slíkra
Hollywood-risa. Það kom til af því að
bæði höfðu keypt kvikmyndarétt
bóka um svipaða atburði og ákváðu
að setja öryggið á oddinn og slá sam-
an. Þau lögðu gnótt fjár í fyrirtækið,
sem státaði m.a. af tveimur, virtustu
og vinsælustu karlstjörnum samtím-
ans, Paul Newman og Steve
McQueen. Fleiri mætir leikarar
komu við sögu, þ. á m. William
Holden, Faye Dunaway og Fred
Astaire. Myndin sópaði að sér áhorf-
endum og óskarsverðlaunatilnefn-
ingum og hlaut nokkur, m.a. fyrir
stórfenglega kvikmyndatöku Freds
Koenekamps. The Towering Inferno
hefur elst mun betur en flestar stöll-
ur hennar.
Meðal fárra stjarna stórslysa-
myndanna eru glæsivélin Boeing
707 og gamli jálkurinn Charlton
Heston og þau eru í aðalhlutverkum
í Skyjacked (’72), auðgleymdu há-
loftadrama þar sem vitstola Víet-
nam-hermaður ætlar allt að drepa ef
hann verður ekki settur úr vélinni í
Sovétríkjunum. Þvílík geggjun!
Yvette Mimieux og Claude Akins
eru í leikhópnum, þar sem James
Brolin stelur senunni af öllum mönn-
um í hlutverki flugræningjans.
Áður hefur verið minnst á Earth-
quake (’74), þar sem Heston fer fyrir
vel á annan tug kunnra leikara. Þeir
túlka þverskurð borgara Los Angel-
es, í hrikalegustu jarðskjálftum sem
skekið hafa vesturströndina. Övu
Gardner bregður fyrir ásamt
George Kennedy, Bonanza-for-
sprakkanum Lorne Greene og kan-
adísku þokkadísinni Geneviève
Bujold. Myndin malaði gull.
Jarðskjálfti með svimandi tölu á
Richter-kvarðanum kemur einnig
við sögu í The Neptune Factor (’73),
vondri dellu þar sem glæðaleikarinn
Ben Gazzara er aldrei þessu vant í
aðalhlutverki í stórmynd. Hann
stjórnar björgunaraðgerðum þegar
jarðskjálfti stórskaddar vísindastöð
á hafsbotni og kafbátur er sendur á
slysstað. Myndin er með Walter
Pidgeon, Ernest Borgnine og Yvette
Mimieux í aukahlutverkum.
1976 helltust þrjár stórar ham-
faramyndir yfir bíógesti. The Cass-
andra Crossing var sýnu ómerkileg-
ust, en það sama verður ekki sagt
um leikhópinn með Sophiu Loren,
Richard Harris, Martin Sheen, Övu
Gardner og Burt Lancaster innan-
borðs í hraðlest þegar bráðdrepandi
plága brýst út meðal farþeganna
1000. The Hindenburg fjallar um
slysið þegar loftfarið, sem myndin
dregur nafn sitt af, eyðilagðist í eldi.
George C. Scott og Anne Bancroft
fara fyrir vel mönnuðum leikhópi
undir stjórn Robert Wise, en allt
kemur fyrir ekki, myndin er algjört
ónýti. Rollercoaster er síst skárri,
Timothy Bottoms fer með hlutverk
hryðjuverkamanns sem sprengir
upp rússíbana af miklum móð þegar
hann er svikinn um lausnargjald.
Meðal leikara eru George Segal,
Richard Widmark og Henry Fonda.
1978 var lítið skárra. Heston sýndi
mjög tennurnar í Gray Lady Down
þar sem hann leikur kaptein kaf-
bátsins Neptúnasar sem lendir í
árekstri við flutningaskip og voðinn
er vís. David Carradine, Stacy
Keach, Ned Beatty og fleira gott
fólk rambar á barmi örvæntingar-
innar. Avalanche er verri, Rock
Hudson og Mia Farrow leika þar
hugprúðar hetjur sem bjarga því
sem bjargað verður þegar snjóflóð
fellur á skíðaparadís. Sú þriðja, The
Swarm, er sýnu verst. Hún er byggð
á vá sem komst í heimsfréttirnar;
stein sem stefndi með ógnarhraða á
móður jörð og allt var í hers hönd-
um. Natalie Wood og sægur þekkra
leikara kom við sögu en Meteor kol-
féll, þó hann eyddi ekki mannkyninu.
When Time Ran Out (’80) reyndist
lokapunktur stórslysamyndaáratug-
arins og þvílík endalok. Það var vel
við hæfi að guðfaðir myndagreinar-
innar, Irwin Allen, framleiddi grip-
inn. Myndin er ein sú versta á ferli
Pauls Newman, jafnvel þeirra allra;
Jacqueline Bisset, Williams Holden,
Edwards Albert, Reds Buttons,
Burgess Meredith og Ernest Borgn-
ine, sem þó hefur óhikað marga fjör-
una sopið. Þessi aumkunarverða
mynd um eldgos á eyju í Karíbahaf-
inu á sem betur fer fáa sína líka.
Hamfaramyndabylgjan stóra og
stæðilega var orðin að agnarsmárri
gáru.
Poseidon Adventure er kvikmynd sem í huga gallharðra aðdáenda sinna hefur
verið sett á svipaðan stall og Rocky Horror Picture Show.
bylgju
saebjorn@heimsnet.is
sjáanleg á tískubylgjunni og hún að
líða undir lok. Næstsíðasta myndin,
Meteor (’79), státaði að vísu af Sean
Connery, en hann var þá enn nokkuð
óstyrkur og fálmandi eftir Bond og
ekki búinn að ná stefnunni á réttu
hlutverkin. Myndin, sem varð einn
líkkistunaglinn í sögu American Int-
ernational Pictures (sem hafði fram
að þessu einbeitt sér að og lifað góðu
lífi á B-myndum sem sýndar voru
m.a. í Hafnarbíói), hverfðist um loft-
mannskæðum býflugum ættuðum
frá Afríku sem skelfdu Mið- og Suð-
ur-Ameríku og nálguðust nú Banda-
ríkin, illt var í efni. Framleiðandinn
Irwin Allen settist sjálfur í leik-
stjórastólinn og stýrði misrismiklum
mannskap, stöddum á vafasömum
slóðum ferils síns: Michael Caine,
Katharine Ross, Richard Widmark
og Richard Chamberlain, svo örfáir
séu nefndir.
Forvitnilegt væri að vita hvar
manndrápsflugurnar halda sig í dag.
Nú voru greinileg þreytumerki
sun. 28. maí kl. 19:15
sun. 28. maí kl. 19:15
sun. 28. maí kl. 20:00
mán. 29. maí kl. 19:15
mán. 29. maí kl. 20:00
ÍBV - Víkingur
Keflavík - KR
Fylkir - FH
ÍBreiðablik - Grindavík
Valur - ÍA
þri. 30. maí kl. 19:15
þri. 30. maí kl. 19:15
þri. 30. maí kl. 19:15
þri. 30. maí kl. 19:15
Fylkir - Valur
Breiðablik - FH
KR - Keflavík
Þór/KA - Stjarnan
3. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA
4. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
410 4000 | landsbanki.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
29
00
05
/2
00
6
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
29
00
05
/2
00
6
Tryggðu þér miða á betra verði á
landsbankadeildin.is eða ksi.is