Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 22

Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 22
22 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Laureus-íþróttahátíðin er haldin við end-ann á Diagonal, hraðbrautinni semskásker Barcelona frá norðvestri tilsuðausturs. Þar var áður verksmiðju- hverfi við ós Besos-fljóts, risavaxnar vöru- skemmur að hruni komnar, ryðgað stál og brot- ið gler og í jaðrinum íbúðarhús, verkamanna- bústaðir sem urðu síðar athvarf innflytjenda og atvinnuleysingja, fátækrahverfi sem enginn fór inn í ótilneyddur, leigubílstjórar neituðu að keyra þangað og enginn sást á ferli að nætur- lagi. Ekki góður staður til að búa á og hverfi sem löngu var kominn tími á að endurnýja. Stóru stökkin Í Barcelona vilja yfirvöld helst taka stór stökk, breyta heilum hverfum í einu, frekar en að tjasla upp á þau smátt og smátt. Þannig var það með Ólympíuleikana þegar strandlengjunni var gerbylt og borginni nánast kippt inn í nú- tímann, og þannig var það líka með menning- arhátíðina Fòrum sem haldin var fyrir tveimur árum, drauminn hans Maragall. Enginn vissi eiginlega hvað sú hátíð snerist um, en íbúarnir í La Mina fengu að finna fyrir því, þeim var rusl- að í burtu og ekki bara þeim heldur var hverfið sem slíkt lagt af – þar sem áður var La Mina eru nú önnur hverfi, fátækrahverfið er horfið inn í Sant Martí, Poblenou og nýtt hverfi með sölu- legu nafni, Diagonal Mar – La Mar Bella. Nú er hverfið sem borgaryfirvöld skömmuð- ust sín fyrir, sem áður var uppspretta vandræða og leiðinda, semsagt orðið að einu glæsilegasta hverfi Barcelona, nútímalegt safn glæsilegra há- hýsa úr steinsteypu, gleri og stáli. Þar eru til að mynda nú nokkur af dýrustu og íburðarmestu hótelum Barcelona, gríðarmikil verslunarmið- stöð og hátísku- og hátækniverslanir. Innan um eru svo ljót hús, verulega ljót, því það kunna Barcelonabúar líka, að eyða miklu fé í að búa til ljót hús – í þessari borg sem í eru mörg af feg- urstu húsum Evrópu er líka að finna mörg þau ljótustu, svona eins og til að skapa fagurfræði- legt jafnvægi. Óskarsverðlaun íþróttanna Í húsinu sem ber nafn menningarhátíðarinn- ar dularfullu, Fòrum, fara hátíðarhöldin fram, þar safnast saman margir af helstu íþrótta- mönnum heims, þotulið íþróttanna, og blanda geði við hitt þotuliðið, fræga leikara og tónlist- armenn, þá sem eru frægir fyrir að vera ríkir og þá sem eru frægir fyrir að vera frægir. Tilefni veislunnar miklu er Laureus-verðlaunin, íþróttahátíðin mikla, en Laureus-verðlaun fá þeir íþróttamenn sem teljast fremstir meðal jafningja; ekki bara þeir sem fremst hafa náð á sínu sviði, heldur hafa sýnt þvílíka yfirburði að eftir því er tekið. Íþróttakademía Laureus er kjölfestan í starfi Laureus-stofnunarinnar, en í akademíunni eru 42 fremstu núlifandi íþróttamenn sögunnar. Edwin Moses, grindahlauparinn snjalli, er for- maður hennar. Félagar í akademíunni eru út- sendarar stofnunarinnar og í sífelldum ferðalög- um við að kynna starf hennar, auka áhuga á íþróttum og veita ýmislegu líknarstarfi lið. Laureus-verðlaunin sjálf eru eftirsóknarverð, e.k. óskarsverðlaun íþróttanna, og eins og með óskarinn velur sérstök akademía verðlaunahafa í hverjum flokki, Laureus-akademían. Íþrótta- mennirnir eru tilnefndir af íþróttafréttamönn- um um allan heim og síðan kýs akademían úr hópi hinna tilnefndu. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt sem taka þátt í að tilnefna íþróttamenn og þetta árið voru þeir 737 frá 99 löndum. Náttúruval eða hvað? Íþróttamenn eru ungir, ungir menn og ungar konur, alla jafna vel á sig komin líkamlega og fyrir einhverjar sakir er það íþróttafólk sem best gengur, sem mest ber á í það minnsta, jafn- an glæsilegt útlits. Það er ekki bara stæltur lík- aminn sem geislar af hreysti heldur er einsog íþróttastjörnurnar verði fegurri með árunum, líkjast æ meir kvikmyndastjörnum. Hvað veldur er ekki gott að segja. Augljós tilgáta er að fjöl- miðlar hampa þeim best sem helst eru fyrir aug- að, en eins má vel vera að íþróttamenn gefi útliti sínu betur gaum, láti jafnvel lappa uppá það til að ná meiri athygli og betri auglýsingasamn- ingum. Svo má ekki vanmeta náttúruvalið. Laureus-hátíðin er eðlilegt framhald á þess- ari þróun – íþróttamenn njóta í mörgu sömu hylli og kvikmyndastjörnur og eru margir millj- ónungar líkt og þær. Að auki eru þeir glæsilegir á velli – geisla af hreysti og heilsu, enda ná menn ekki langt í íþróttum þegar þeir eru sokknir í sollinn. Þeir taka því líka vel að fá sinn rauða dregil, fá að standa í sviðsljósinu og veifa ljós- myndaraskaranum, sumir með skrauteiginkonu eða skrauteiginmann sér við hlið. Alls voru 44 íþróttamenn tilnefndir þetta árið úr ólíkum íþróttagreinum, fótbolta, tennis, frjálsum íþróttum, skíðum, formúlu 1, ralli, hjól- reiðum, golfi, körfubolta og svo má telja. Einn íþróttamaður fékk tvær tilnefningar, belgíska tenniskonan Kim Clijsters, sem tilnefnd var sem íþróttakona ársins og einnig sem sá íþróttamað- ur sem best tókst upp við að hefja keppni á ný, en Clijsters var frá keppni vegna meiðsla í heilt ár og fáir áttu von á að hún myndi keppa aftur. Eins má reyndar segja að brasilíski fótbolta- snillingurinn Ronaldinho hafi fengið tvær til- nefningar þar sem hann var tilnefndur sem íþróttamaður ársins og einnig var lið hans, Barcelona, tilnefnt sem lið ársins. Ljótasta hús Barcelona Það er alltaf margt fólk á ferli í Diagonal Mar – La Mar Bella, fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra, spássera eftir strandveginum, og mikið er líka af verslunum á svæðinu, til að mynda stór- markaðurinn mikli sem heitir einfaldlega Diagonal Mar og er alltaf stappfullur af fólki. Húsin í kring eru annars mörg meira og minna tóm því það þarf meira ef nafnbreytingu áður en fólk langar til að flytja þangað sem áður var La Mina – það tekur hverfi smá tíma að verða til, sjá t.a.m. ólympíuþorpið sem ekki er enn orðið þorp hálfum öðrum áratug eftir ólympíuleikana. Verðlaunahátíðin mikla var svo haldin í Fòr- um-húsinu sjálfu eins og getið er, einu ljótasta húsi Barcelona og þótt víðar væri leitað, fjólu- blár hraunaður kassi. Þar var ekki þverfótað fyrir íþróttamönnum, Severiano Ballesteros, Boris Becker, Sergey Bubka, Bobby Charlton, Emerson Fittipaldi, Miguel Indurain, Michael Johnson, Edwin Moses, Martina Navratilova, Monica Seles, Yelena Isinbayeva, Katarina Witt og Mark Spitz, svo taldir séu nokkrir af akadem- íumönnum sem voru á staðnum, en einnig mátti sjá leikara og listamenn; Morgan Freeman, Cuba Gooding Jr., sem var kynnir hátíðarinnar, Teri Hatcher og Joaquin Cortes, sá síðastnefndi íþróttamaður á sinn hátt eins og þeir muna sem sáu sýningu hans í Laugardalshöllinni á sínum tíma. Á staðnum voru líka Bernie Ecclestone, FIFA foringinn Sepp Blatter, Jonah Lomu, sem er mikill maður á velli, og Juan Pablo Montoya. Ekki má svo gleyma Spánarkonungi, Jóhanni Karli sjálfum, en hann sýndi hátíðinni mikinn velvilja og sótti Laureus-veislur kvölds og morgna. Liður í því að halda hátíðina í Barcelona var að skapa stemmningu fyrir stofnun Spánar- deildar Laureus eins og þeir félagar Seve Ball- esteros og Miguel Indurain segja okkur blaða- mönnum, en formaður þeirrar stofnunar er Juan Antonio Samaranch yngri, sonur þess gamla sem gaf Barcelona Ólympíuleikana, ein- valdi Ólympíunefndarinnar sem Katalóníumenn vita eiginlega ekki hvort þeir eigi að hata eða elska – víst varð hann til þess að kippa Barce- lona inn í nútímann og gera að einni helstu borg Evrópu með því að hlutast til um að Ólympíu- leikarnir yrðu haldnir þar á sínum tíma, en hann er líka gangandi þversögn; Katalóni sem var líka falangisti, traustur liðsmaður Francos sem enn er hataður af heift í Katalóníu. Skrautsýningin mikla Verðlaunahátíðin sjálf var mikil skrautsýn- ing, íþróttamenn að sýna að þeir kunni að klæða sig uppá ekki síður en kvikmyndastjörnurnar – fólk streymdi eftir rauða dreglinum, stillti sér upp og brosti og veifaði til ljósmyndaranna. Kemur væntanlega ekki á óvart að mest var klappað, hrópað og myndað ef fönguleg stúlka birtist á dreglinum og hrópin hækkuðu eftir því sem hún var í færri og minni spjörum. Niðurstaða akademíunnar kom eilítið á óvart enda tennisstjörnur í mörgum helstu hlutverk- um. Þannig var Roger Federer útnefndur íþróttamaður ársins í annað sinn og vann s.s. fyrir því með sigri á þremur helstu stórmótum tennisheimsins. Martina Hingis var verðlaunuð fyrir bestu endurkomu í íþróttum á árinu, en hún sneri aftur til keppni eftir að hafa ekki getað keppt lengi vegna meiðsla. Þriðji tenniskappinn sem hlaut Laureus-verðlaun var svo Rafael Nadal sem fékk verðlaun sem nýliði ársins. Íþróttakona ársins var kjörin skíðakonan Janica Kostelic, suður-afríski íþróttamaðurinn Ernst van Dyk var valinn fatlaði íþróttamaður ársins, en hann var ósigrandi í hjólastólakapp- hlaupi, og ítalski svifnökkvakappinn Angelo d’Arrigo fékk verðlaun sem jaðaríþróttamaður ársins, en hann lést í flugslysi í mars sl. Það var greinilegt að áheyrendur voru ekki fullsáttir við valið á keppnisliði ársins, því allir gerðu ráð fyrir að það yrði fótboltalið Barcelona, en formúlulið Renault fékk verðlaunin og átti það svosem skilið eftir að hafa unnið keppni bíl- smiða í formúlu 1 í fyrsta sinn og um leið komið í veg fyrir að Ferrari gerði það sjöunda árið í röð. Nokkur önnur verðlaun voru veitt sem ekki verða tíunduð hér. Unnið fyrir börn Laureus-verðlaununum hefur sífellt vaxið fiskur um hrygg, enda sett upp sem skemmti- atriði, frægar kvikmyndastjörnur kynna og fullt af frægu fólki slæst í hópinn, öðruvísi frægt ef svo má segja, því þó Cuba Gooding, annar kynn- irinn að þessu sinni, sé heimsþekktur, er hann í öðrum flokki en Nelson Mandela og Spánarkon- ungur, svo dæmi séu tekin. Herlegheitin voru tekin upp fyrir sjónvarp og send út víða um heim – 300 milljónir manna fylgdust með fyrstu hátíð- inni en þetta árið var áætlað að ríflega hálfur annar milljarður sjónvarpsáhorefnda myndi horfa á verðlaunaafhendinguna. Ólíkt kvikmyndastjörnum er starfsferill íþróttamanna stuttur, en þeir njóta þess að geta látið gott af sér leiða, kvikmyndastjörnurnar fara ekki um og hvetja börn og ungmenni til að leika í kvikmyndum, setja ekki upp leiklistar- skóla eða gefa leikmuni. Tilgangur Laureus- stofnunarinnar er einmitt að liðsinna börnum og ungmennum víða um heim, hvetja þau og að- stoða til þátttöku í íþróttastarfi með það að leið- arljósi að sá sem vill ná árangri í íþróttum, vill sigra keppninauta sína, þarf fyrst að sigrast á sjálfum sér sem er fyrsta skrefið í átt að þroska. Það verður svo væntanlega til að ýta enn undir áhugann að sjá að maður getur líka verið stjarna, líka komist í þotuliðið. Ljósmynd/ Getty Images Þær voru í efnislitlum klæðum, dömurnar sem fylgdu Cuba Gooding Jr. á svið. Roger Federer — íþróttamaður ársins. Janica Kostelic — íþróttakona ársins. Þotulið íþróttanna Fyrir sex árum var haldin í fyrsta sinn íþróttahátíð mikil sem kallaðist Laureus- hátíðin. Þá komu saman íþróttastjörnur víða að, alla jafna fremstu íþróttamenn heims, og verðlaunuðu hver annan fyrir framúrskarandi frammistöðu – klædd- ust í kjól og hvítt og hátískuflíkur. Árni Matthíasson var meðal gesta á sjöundu Laureus-hátíðinni og fylgdist með stjörnustælum íþróttamanna. arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.