Morgunblaðið - 28.05.2006, Qupperneq 27
syngja parta sem Zappa söng á sín-
um tíma og gerir víst óaðfinnanlega.
Spilað á reiðhjól
Frank Zappa sást í fyrsta skipti í
sjónvarpi árið 1963, þá tuttugu og
þriggja ára. Þetta var í sjónvarps-
þætti Steves Allens og lék Zappa á
reiðhjól, svokallaðan „Bicycle
Concerto“. Þetta verður að teljast
einstaklega skýrt merki um það,
hvaða slóðir Zappa átti eftir að helga
sér er fram liðu stundir. Ávallt lágu
þær utan alfaraleiðar, en sú sterka
listræna sýn sem Zappa bjó yfir allt
til enda átti engu að síður eftir að
hafa gríðarleg áhrif á samherja hans.
Enginn þeirra hafði þó djörfung eða
þor til að fara jafn langt.
Frank Zappa neytti hvorki áfengis
né eiturlyfja. Hann þambaði hins veg-
ar kaffi allan liðlangan daginn og
reykti eins og strompur, en hið síð-
arnefnda var reyndar matur í hans
huga. Eins og Dweezil bendir rétti-
lega á í viðtali í tengslum við Zappa
Plays Zappa þá var það út í hött er
Rolling Stone birti einhvern tíma
skrípamynd af Zappa, þar sem hann
var með jónu á milli handa. Maðurinn
hafði aldrei gælt við slíkt (hann sagði
reyndar einu sinni að ólíkt Clinton þá
hefði hann andað að sér. Hann hefði
hins vegar orðið miklu hrifnari af tób-
aki). Flestir voru þó á því lengi vel að
fyrsta plata Zappa, tímamótaverkið
Freak Out!, hlyti að hafa verið hljóð-
rituð undir áhrifum frá hugvíkkandi
efnum, svo stórskrýtin var hún og er
enn. Ekkert þessu líkt hafði heyrst
áður en platan kom út árið 1966 og er
fyrsta tvöfalda plata rokksögunnar.
Paul McCartney sagði einhverju
sinni um Sgt. Pepper, „Þetta er okkar
Freak Out!“.
Á plötunni má nema margt af því
sem lá til grundvallar í list Zappa.
Beitt háð, oft súrrealískt, og einbeitt-
ur vilji til að ganga markmiðsbundið
fram af fólki með því varpa við-
teknum gildum hátt og hressilega
upp í loft. En á plötunni má ekki bara
heyra súrt rokk, heldur og vísun í ný-
klassíska tónlist, utangarðstónlist og
vinsældatónlistarform eins og
doo-wop. Zappa var mikill aðdáandi
doo-wops (sem er þegar nánar er að
gáð stórfurðulegt tónlistarform) en
sneri jafnan kersknislega út úr því á
plötum sínum. Hann átti eftir að
leggja heila plötu undir doo-wop
tveimur árum síðar (Cruising With
Ruben & the Jets, 1968). Zappa átti
eftir að reyna sig við ótal stíla á ferl-
inum; nútímatónlist, djass, blús, rokk,
popp, raftónlist, fönk, progg, heims-
tónlist og svo má lengi telja, bæði
eina og sér eða að hann hrærði þeim
saman í bragðsterkan graut.
Sjöundi áratugurinn var fengsæll
og útgáfutíðnin mikil, nokkuð sem
átti eftir að haldast út ferilinn. Og
lengur, endurútgáfur eru stöðugar og
ávallt er verið að grafa upp eitthvað
bitastætt (og ekki svo bitastætt) sem
aðdáendur punga út fyrir með glöðu
geði (mælt er með: Läther (1996),
Lost Episodes (1996) og Mystery
Disc (1998) … svona til að byrja með
a.m.k.). Þennan áratuginn komu út
meistarastykki á borð við Absolutely
Free (1967), We’re Only In It For
The Money (1968), Uncle Meat (1969)
og Hot Rats (1969). Áttundi áratug-
urinn var hins vegar það tímabil sem
Zappa átti nær endalaust streymi af
snilldarplötum, tvær ef ekki fleiri
gefnar út árlega. Níundi áratugurinn
varð svo öllu skringilegri, ef hægt er
að nota slíka lýsingu um Zappa, en
allt sem hann gerði var á vissan hátt
skringilegt. Um miðjan þann áratug
hóf hann t.d. að nota synclavier mikið
og gaf út plötuna Francesco Zappa
(1984) þar sem hann leikur verk eftir
nafna sinn, sem var ítalskt tónskáld
frá 18. öld. Árið á undan hafði platan
London Symphony Orchestra, Vol. 1
komið út, þar sem nefnd sinfóníusveit
leikur nokkur af sinfónískum verkum
Zappa. Um svipað leyti lenti Zappa í
málarekstri við Tipper Gore og fé-
laga, fólkið sem kom hinum smekk-
legu „Parental Advisory“-límmiðum
á koppinn, miða sem er að finna á
mörgum rokk- og poppplötum (og
hefðu líklega farið á allar plötur
Zappa á sínum tíma).
Árið 1988 fór Zappa í síðasta rokk-
túrinn sinn og þegar komið var fram
á tíunda áratuginn einbeitti hann sér
nær einungis að nútímatónlist. Hann
greindist með krabbamein árið 1991
og síðasta platan sem út kom á meðan
hann var enn á lífi var The Yellow
Shark, sem inniheldur flutning
Ensemble Modern á verkum Zappa.
Loftsteinninn Zappa
Áhrif Zappa í dag eru ómæld en
fyrst ber að nefna alla þá fjölmörgu
tónlistarmenn sem léku með honum.
Að spila í sveit Zappa varð fljótlega
eins og að komast inn í tónlistarlegt
Harvard, og varð sú reynsla oft sem
hinn besti stökkpallur. Frægir Zapp-
verjar, utan þá sem þegar hafa verið
nefndir, eru t.d. Adrian Belew, Warr-
en Cuccurullo, Jean Luc-Ponty,
Vinnie Colaiuta, Aynsley Dunbar og
Chester Thompson. Eins og sjá má
var Zappa einkar lagið að lokka færa
trommuleikara til sín. Til gamans má
geta að John Frusciante, gítarleikari
Red Hot Chili Peppers, sótti einu
sinni um gítarstöðu hjá Zappa, og var
þá á unglingsárum. Fór víst ansi
langt en hætti við þar sem Zappa
setti mönnum mjög strangar reglur
varðandi ólögleg eiturlyf.
Zappa hefur einnig veitt annars
konar innblástur, andlegan ef svo
mætti kalla, jafnvel siðferðislegan.
Hér var á ferð sterkur persónuleiki
sem hélt í sín prinsipp sama hvað og
gat ekki verið meira sama um hvað
öðrum fannst. Menn hafa t.d. reynt
að staðsetja Zappa í pólitík en hefur
reynst það þrautin þyngri þar sem
allt og allir voru skotspónn Zappa.
Ekkert var heilagt. Ef eitthvað var,
þá var Zappa anarkisti, hann bjó yfir
ríkri einstaklingshyggju og fylgdi
sínum draumum og hugsjónum út í
ystu æsar án þess þó að troða á ein-
um eða neinum í leiðinni. Vinnusið-
ferði Zappa hefur þá orðið mörgum
andagift, hljómsveitir hans voru æfð-
ar með járnaga og Zappa vann sleitu-
laust myrkranna á milli að list sinni.
Vissulega var líka einhver brotalöm
hjá manninum, t.d. hafa dætur hans,
þær Moon Unit og Diva, talað um að
þær hafi sjaldan hitt föður sinn sem
var læstur inni í hljóðverinu sínu
meira og minna allan sólarhringinn.
Zappa sagði þá á sínum tíma að
helsta ástæðan fyrir því að samband
hans og konu hans, Gail, gengi svona
vel væri að þau hittust nær aldrei!
Styttur hafa verið reistar af Zappa
í borgum (ein þeirra er t.d. í Vilnius),
tónlistarhátíðir eru haldnar víðsvegar
(ein þeirra, Zappanale, hefur verið
haldin í Þýskalandi síðan 1990) og
Vaclav Havel gerði Zappa að sér-
legum sendiherra sínum í efnahags-,
ferða- og menningarmálum. George
Bush eldri var ekki skemmt. Þá hafa
loftsteinar (einn þeirra kallast 3834
Zappafrank), gen, götur (Frank
Zappa Strasse í Berlín) og dýr verið
nefnd eftir Zappa (nýuppgötvuð
kónguló var nefnd Pachygnatha
zappa þar sem munstur á baki henn-
ar minnir á hið fræga skegg Zappa …
okkar manni hefði ábyggilega verið
skemmt yfir þessu).
Zappa er því að sönnu goðsögn, er
fyrir löngu farinn fram úr því að vera
bara „maður“. Í dag er hann tákn eða
ímynd, nafn hans er merkingarhlaðið
og skírskotar ekki bara í framsækna
tónlist, heldur og í ákveðið lífsviðhorf,
ákveðin gildi og mjög svo ákveðna
leið að hlutunum.
Að lokum má geta þess að hægt er
að fylgjast með framvindu Zappa
plays Zappa-túrsins á www.zappa.-
com, nánar tiltekið á www.zappa.com/
zpz. Þar er m.a. að finna bloggfærslur
frá hinum og þessum sveitarmeðlim-
um og einnig starfsmönnum túrsins,
auk þess sem hægt er að lesa um við-
brögð áhorfenda við einstökum tón-
leikum á þartilgerðum spjallþræði.
Notagildi netsins og gagnvirkni þess
sannast firnavel á þessari undirsíðu,
t.a.m. er búið að pósta lagaskrá í um-
ræðuhólfinu um Kaupmannahafnar-
tónleikana, sem fram fóru 17. maí.
Zappa-samtökin á Íslandi í samvinnu
við Gauk á Stöng efna til samkomu til
heiðurs Frank Zappa í kvöld kl. 20.
Sýnd verða myndbönd af hljómleikum
Zappa ásamt vel völdum uppákomum
úr sjónvarpi. Meðal efnis verður upp-
taka úr þætti Steve Allen frá 1963,
flutningur úr Saturday Night Live með
John Belushi og upptaka frá tónleikum
Zappa þegar hann bauð John Lennon
og Yoko Ono á svið Fillmore East í
New York 6. júní 1971.
Miðasala á Zappa plays Zappa fer fram
í Máli og menningu á Laugavegi, Penn-
anum á Akureyri, Hljóðhúsinu á Sel-
fossi, Hljómvali í Keflavík, Tónspili í
Neskaupstað og á citycentre.is. Frek-
ari upplýsingar má finna á www.rr.is.
arnart@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 27
Málstofa
um þorskastríðin þrjú
- í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá lokum
landhelgismálsins
Hátíðasal Háskóla Íslands
fimmtudaginn 1. júní 2006 kl. 12.15-15.00
Dagskrá:
12.15 Afhending fyrstu eintaka ritsins „Þorskastríðin þrjú og saga
landhelgismálsins, 1948-1976“. Höfundur: Guðni Th. Jóhannesson.
Útgefandi: Hafréttarstofnun Íslands.
12.20 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra.
12.30 Ávarp Geirs H. Haarde utanríkisráðherra.
12.40 Ávarp Einars Kr. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra.
12.50 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands.
13.20 Erindi Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings við Hugvísindastofnun H.Í.
14.00 Erindi Peters Hennessy prófessors í breskri nútímasögu
við Háskólann í London.
14.30 Fyrirspurnir og umræður.
15.00 Slit.
Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu,
forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands.
Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
3
28
05
0
5/
20
06
www.urvalutsyn.is
Bókaðustrax!
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn er með umboð
fyrir hið glæsilega skipafélag Royal Caribbean Cruise Line
og býður fjölda glæsilegra skemmtisiglinga í haust og vetur.
Bókaðu strax - margar ferðir að seljast upp.
Miðjarðarhafið og Barcelona, 7. - 19.sept. Uppselt!
Karíbahafið - Úrvals fólk, 8.- 20. sept. 2 klefar lausir
Miðjarðarhafið og Ítalía, 13. - 27. sept. Nýtt!
Kalifornia og Mexikanska Rivieran 7.- 18. okt. Örfá sæti laus
VÆNTANLEGT!
Freedom of the Seas
Stærsta farþegaskip í heimi
22. mars - 3. apríl 2007.
Bókaðu strax
á www.urvalutsyn.is