Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 28

Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 28
28 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í síðasta pistli tók ég í meginatriðum fyrir aðsókn á tvö heimslistasöfn sem í víðtækustum skilningi rækta þá hlið sjónmennta/ sjónlista er snýr að fag- urfræði. Innan handar var að nefna einnig British Museum í Lundúnum, en þangað liggur einn- ig leið milljóna frá öllum heims- hornum ár hvert og ekki síður ævintýri að sækja heim. Þó öðru fremur um að ræða fornminja- og þjóðháttasafn og sem slíkt eitt hið viðamesta og áhugaverðasta í ver- öldinni. Til enn meiri aðgreiningar mætti hér nefna safn Viktoríu og Alberts, og í næsta nágrenni þess Náttúrusögusafnið svo og Vís- indasafnið og þangað streyma líka milljónirnar. Allt saman gjörólík söfn en eiga það sameiginlegt að heyra undir hugtakið sjónmenntir/ sjónlistir því þangað leitar fólk til að sjá og upplifa það sem sjón- himnan nemur eins og það er orð- að. Og þótt ekki sé um fagur- listasöfn í orðsins eiginlegasta skilningi að ræða eru innan þeirra hlutir sem tengja má hugtakinu eins og það var formað og skil- greint á tímum endurfæðing- arinnar. Fagurfræðina skilgreina menn svo sem vísindi hinnar skyn- rænu lifunar, þekkingar og dóm- greindar. Sjálft hugtakið fag- urfræði og hið tilheyrandi lýsingarorð fagurfræðilegt er margþætt reikult og fljótandi í notkun. Almennt skilið er fag- urfræði ígildi einhvers sem er fal- legt eða andlegur munaður í návist hluta eins og til að mynda mál- verks eða einhverra grómagna jarðar, þjónar í stuttu máli jafnt samræðu leikmanna sem orðræðu lista- og vísindamanna um ímynd og eðli fegurðar og nokkuð mál að skilgreina hugtakið til hlítar. Á stundum umdeilanlegt hvar handverkinu og hönnuninni slepp- ir, dýpri sértækari og óáþreif- anlegri skynvíddir hugarflugsins taka við, menn leggja til að mynda tvennan skilning á handverk; þ.e. sköpun og eftirgerð, í fyrra fallinu frumgerð (módelsmíði) en í því seinna eftirgerð og fjöldafram- leiðslu, upprunalega var hugtakið list í stórum dráttum skilgreint sem hugvísindi og æðra stig hand- verks, snertir samræðuna um fag- urfræðina að því leyti að eitt er framlenging handarinnar og skyn- hrifa í teikningu, annað vélræn eftirlíking, áunnin og stöðluð tækni. Vitaskuld undir sjónþroskahvers og eins komiðhvernig einstaklingurinnmeðtekur safngripi, eins og allt sem fyrir auga ber undir sólinni, hér dugir ekki að viðkom- andi hafi heilbrigða sjón ef þessi sértæki skynræni þroski er á frumstigi, hefur verið afræktur og af þeim sökum að mestu háður ytra áreiti, auglýsingaskrumi og tísku. Þá ber að minna á að sjónin mun það skilningarvit sem lengst- an tíma tekur að þroskast til fulln- ustu, og barnið nemur fyrst níu ára rúmtak hluta í heild sinni. Hins vegar hefur náttúran séð fyr- ir því að heyrnin þróast í móð- urkviði og sem slík fullþroska við fæðingu, þar um útvörð allra ann- arra skilningarvita manneskjunnar að ræða. Náttúran hefur svo séð fyrir því að hvorutveggja skilning- arvitin, sjón og heyrn, megi þroska ósjálfrátt og kerfisbundið sem ger- ist stundum til mikilla afreka eins og sagan hermir. Eðlilega nærtæk- ara að þróa heyrnina og hér kemur tónsviðið til sögunnar, þjálfun heyrnarminnisins sem á upphafs- reit er frumskilyrði þess að barnið læri að tala, en eitthvað hafa menn verið seinni til í menntakerfum þjóða um vægi sjónarinnar, innra auga. Börn eru iðulega snillingar í teikningu, en ekki munu allir leiða hugann að því, að þar koma skyn- færin meira við sögu en augun, börnin vinna nefnilega mun meira með skynfærunum en sjóninni, þannig eru fyrstu strik þeirra endurvarp hjartaslaganna og hug- arástandsins sem þau eru í hverju sinni sem auðvelt er að greina, riss þeirra nokkurs konar sálartákn, semiotik. Kannski ennþá athygl- isverðara að einhvern veginn skynja þau andstæður í litum, rautt er til að mynda jafnaðarlega nálægt grænu og gult bláu í mynd- um þeirra og þessi kennd skilar sér einnig í blöndun lita hvar sam- ræmið getur verið sláandi. En þessari meðfæddu og skynrænu náttúrugáfu glata flest börn með aldrinum þegar vitsmunastigið verður meira og öll áhersla beinist að því að auka við skilning þeirra á almennum fyrirbærum með skóla- lærdómi, bókin þar í fyrirrúmi en sköpun og skynjun mæta afgangi. Gerir að verkum að þeir sem leggja út á myndlistarbrautina komnir til vits og ára eru allflestir alveg úti að aka í þessum málum og uppgötva fljótlega að vitsmun- irnir duga skammt ef skynjunin er ekki með í leiknum. Myndlistin hefur frá því íárdaga og þeirri stunder frummaðurinnþrykkti lófaför sín á hellisveggi sótt eldsneyti til skyn- færanna, og skynjun hans á um- heiminum hélst í hendur við þróun vitsmunanna, sköpunargleðin grunnur og kjölfesta þeirra. Við sjáum þetta ennþá í klæðaburði og litagleði fólks í fátækustu og vanþróuðustu löndum heims. Það kann ekki að lesa en býr yfir ríkri sköpunargleði sem fær útrás í sjálfsprottnum leikjum, dansi, form- og litagleði, ásamt dular- fullum athöfnum í bland við óræð öfl. Hér eru hinir hálærðustu spekingar sem eru á höttunum eftir að afhjúpa sannleika lífsins með reiknistokknum og hátækni eins og álfar úr hól enda ná fræði þeirra engan veginn yfir þessa hlið tilvistarinnar. Þessi viðteknu sannindi komu upp í hugann varðandi óvænta út- gáfu á þeirri hlið svissnesk-franska arkitektsins Charles-Edouard Jeanneret (1887–1965), er lítur að athafnasemi hans í myndverkinu. Heimurinn þekkir manninn mun betur undir tökunafninu Le Corb- usier sem hann upprunalega notaði sem áritun á málverk. Um að ræða tvö digur bindi: „Le Corbusier. Catalogue raisonné de ‘la æuvre peint Tome I-II“, sem vísindaparið Naima og Jean-Pierre Jornod stóðu að í sameiningu. Útgáfan er að því leyti óvænt, að flestum inn- vígðum var meira en kunnugt um þennan hliðargeira arkitektsins, en öllu síður hið mikla umfang hans, enda fór arkitektinn leynt með að hann gekk nær daglega að málara- trönunum. Hélt tvær sýningar 1918 og ’21, en þær hlutu dræmar undirtektir honum til mikilla von- brigða, og liðu ár og dagar áður en hann sýndi myndverk sín aftur opinberlega. Le Corbusier var vígður náttúrusköpunum og skynfær- unum í öllu lífsverki sínu, líf hans barátta við heimska stjórnmála- menn og andsnúna starfsbræður. Í lok ævi sinnar var hann orðinn svartsýnn á framtíðina og mæltist svo í viðtali: „Á stundum örvænti ég, menn eru svo heimskir að það gleður mig að senn verð ég allur, allt líf mitt hefur verið reynt að brjóta mig niður. Fyrst var ég nefndur skitinn verkfræðingur, svo málari sem reyndi að verða arki- tekt, næst arkitekt sem reyndi að mála, þarnæst kommúnisti og loks fasisti. En sem betur fer hafði ég járnvilja.“ Alveg rétt, Le Corbusier var framsýnn hugsjónamaður gæddur járnvilja og leit á sig sem frelsara, sem með húsagerðarlist sinni og borgarskipulagi hefði því mikil- væga hlutverki að gegna, að bjarga manninum frá martröð iðn- væðingarinnar. Hann vildi fá ljós og loft inn í vistarverurnar, opin svæði og trjágróður utan þeirra og þakgarða á háhýsi, jafnframt að- skilja bílaumferð og vegfarendur, koma henni sem mest yfir og undir gangandi fólk. Menn löngu búnir að sjá að hann hafði rétt fyrir sér en þá var það að miklu leyti of seint, bílaumferðin orðin að óstöðvandi og mengandi ófreskju. Þó hefur þetta gerst sums staðar, einkum í miklu þéttbýli, minnist þess helst frá Osaka í Japan þar sem umferðin brúsaði einnig í allar áttir yfir höfði manns… Fyrirbærin sjón og heyrnhafa verið rannsökuð í kjöl-inn með hátækni nútímans,vísindamenn þekkja þau orðið til minnstu smáatriða. Þann- ig séð verður vitneskjan um ytra og innra byrði auga og eyra ásamt starfsemi sjónar og heyrnar meiri með ári hverju. En á einn veg standa vísindamenn á gati sem er skynjunin að baki, sálin eða ósýni- legar rafeindir sem gera skilning- arvitin virk og bera í sér þau mögn og þann kjarna lífsandans er gæðir jafnvel minnstu lífverur einhverri tegund sjálfsvitundar. Skynjunin í eðli sínu nútímamanninum um margt jafn mikil ráðgáta og frum- manninum í árdaga og borin von um að hún verði nokkurn tímann leyst til fullnustu. Að öllum lík- indum til farsældar, því skyldu ekki hinir óræðu leyndardómar vera sjálf kvikan, aflgjafinn og undirstaðan sem gerir lífið þess virði að vera lifað? Grunnur for- vitni og eftirvæntingar um allt það sem leynast kann að baki næsta kennileitis? Af sjónmenntum/sjónlistum Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Talið er að fyrst við níu ára aldur sé sjón barnsins fullþroska, sjái rúmtak hluta í algjörleika sínum. Telpan á myndinni sem af óræðri forvitni horfir mót lesandanum er einmitt við þau aldursmörk. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Allt um íþróttir helgarinnar á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.