Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 31
Æ, ÉG veit það ekki. Ég veit ekki
hvort ég hlakka til að fara aftur til
Íslands. Hef fyllst einhverju óþoli
eftir að hafa fylgst, stopult og í
fjarlægð, með kosningabaráttunni
í Reykjavík. Þessi yfirmáta
áhersla á félagsmálin, einkum að-
búnað aldraðra rétt fyrir kosn-
ingar lyktar af lýðskrumi. Æstir
fréttamenn krefja pólitíska fram-
bjóðendur tafarlausra svara:
Hvernig ætlar þú og þinn flokkur
að bæta kjör aldraðra? Hvað mun
borgin gera ef þið komist í stjórn?
Og ekki stendur á svörunum, allir
telja þetta „brýnasta úrlausnar-
efnið“. Góðvildin bókstaflega lekur
af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni þar
sem hann lýsir því yfir að hann sé
sérstakur verndari og velunnari
aldraðra og hafi alltaf verið. Flest-
ir hinna taka í svipaðan streng.
Það er öruggast fyrir mig að taka
strax fram að ég hef ekkert á móti
bættum aðbúnaði aldraðra. Mig
grunar bara að frambjóðendurnir
hafi meiri áhuga á atkvæðum aldr-
aðra en aðbúnaði þeirra, í öðru
lagi finnst mér að yfirvöld eigi
ekki alltaf að sjá um allt og þriðja
lagi finnst mér fagurfræði mikil-
vægari en félagsmál.
Það sem ég á við er að lífsgæði í
borgum mótast fyrst og fremst af
skipulagi þeirra. Tökum dæmi: Í
Firðafylki á vesturströnd Noregs
er 30.000 manna bær sem heitir
Förde. Þetta er furðulegur bær
sem byggðist alfarið upp eftir
stríð, einkum síðustu 10 til 20 árin.
Miðbærinn er lagður undir fjögur
þriggja hæða verslunarmoll sem
hvert um sig er umgirt stórum
bílastæðum en tvær breiðgötur
skerast þar á milli og marka
hverju molli sitt svæði. Ég fer
einu sinni í viku með dóttur mína í
fiðlutíma í Förde og við förum
stundum í eitt mollið til að kíkja í
H&M. Það gengur þokkalega af
því við erum á bíl. En það er
næstum ógerlegt að komast fót-
gangandi yfir í næsta moll. Já, það
er nánast ógerlegt að vera fót-
gangandi í miðbænum í Förde.
Skipulagið virðist byggjast á þeirri
hugmyndafræði að fólk eigi bara
að vera fótgangandi inni, aldrei úti
– nema rétt til að komast út í bíl.
Samt er þarna góðviðrasamt og
umhverfið þarna er svo sannarlega
fallegt með háum kollóttum fjöll-
um, norskum skógi og lygnum
firði. En það verður að segjast
eins og er að Förde er kallaður
„den styggeste by i Norge“. Já
það er alveg rétt, þetta er ljótur
bær og illa skipulagður. Ég get
varla ímyndað mér að það sé
skemmtilegt að eiga heima þarna.
Sér í lagi held ég að það hljóti að
vera dapurlegt hlutskipti að vera
aldraður maður í Förde á miðbæj-
arrölti á marmaragólfunum inni í
einhverju mollinu. Um annað mið-
bæjarrölt er ekki að ræða. Ég hef
reyndar aldrei séð aldraða Förde-
búa, bara bólugrafna unglinga í
H&M og miðaldra konur að tékka
á útsölum.
Auðvitað er Förde fagurfræði út
af fyrir sig en sú fagurfræði virð-
ist geta af sér frekar takmörkuð
lífsgæði. Það sem ég á við er að
slæmt borgarskipulag leiðir til fé-
lagslegra vandamála, til að mynda:
einangrunar, leiða, einsemdar, ör-
væntingar. Gott borgarskipulag
getur hins vegar leyst félagsleg
vandamál. Ég held til dæmis að
það geti verið skemmtilegt að vera
gamall maður eða kona í Bergen.
Þar er alvöru miðbær með vel
heppnaðri blöndu af gömlum timb-
urhúsum og dálítið hrárri nýrri
steinsteypu. Það er gaman að rölta
þar um göturnar einfaldlega vegna
þess að þar er mikið af fólki og
göturnar fallegar. Bílaumferð er
hvergi bönnuð nema á Torgal-
menningen en það fer ekkert milli
mála að hér inni í miðri borg á
fólk á fæti réttinn. Ef ég væri orð-
inn 75 ára og byggi í Bergen væri
ég sennilega að skrifa skáldsögu á
nýnorsku sem ég lyki aldrei við en
hún myndi byggjast að nokkru
leyti á „Die Wahlverwandschaften“
eftir Goethe.
Um hádegi á föstudegi færi ég
að spássera um borgina. Ég myndi
kíkja í eina eða tvær forn-
bókabúðir og fá mér síðan miðdeg-
issnarl og kaldan bjór á Köttbas-
aren. Þar myndi ég örugglega
hitta einhverja sem ég þekkti. Síð-
an myndi ég láta mig reka aðeins
um bæinn en sennilega enda á
Torgalmenningen þar sem ég
myndi stinga mér inn í versl-
unarmiðstöð og kaupa mér ljós-
lituð jakkaföt og bleika skyrtu, því
að það væri að koma sumar. Já, já,
ég væri svolítill spjátrungur. Ég
myndi spá í skúturnar í höfninni
og rölta svo á stóra fiskmarkaðinn
á Torget, fá mér hvítvínsglas og
kaupa spriklandi hnakkastykki af
þorski til helgarinnar.
Ég þyrfti ekki á neinum stjórn-
málamönnum að halda. Ég væri
ekki brýnt úrlausnarefni. Ég vona
að fagurfræðin eigi eftir að bjóða
fram í Reykjavík.
Bréf frá Noregi
eftir Hjálmar Sveinsson
Fagurfræði
eða félagsmál
INNRITUN FYRIR HAUSTÖNN
Innihaldið skiptir máli