Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 32

Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 32
32 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í hvammi austur undir Ber-serkjahrauni skolar FriðfinnurNíelsson af sex fallegum bleikj-um í Þórsá og leggur þær í grasið. „Þetta er afrakstur eins klukkutíma,“ segir hann og fer að taka sundur stöngina. Friðfinnur býr á Grundarfirði, er kokkur á báti og nú er báturinn í slipp. Friðfinnur hefur notað tækifærið og veitt dag- lega í Hraunsfirðinum. Tólf í gær, sex í dag. „Hann tók blóðorm og nymfur, helst nymfur með rauðum rassi. Það virtist skipta máli,“ segir hann hlæjandi. Þeir sem þekkja til veiðinnar í Hraunsfirði á norðanverðu Snæfells- nesi nota gjarnan hástemmd lýsing- arorð um veiðina og umhverfið. Á sínum tíma var stíflað milli hraun- kantsins og Gjafamúla og þarna var umfangsmikið fiskeldi – leifar þess eru kvíar á bakkanum að vestan og stíflan. Mikið er af fiski í vatninu, sjóbleikja og urriði. Ég er að koma að vatninu í fyrsta sinn, hef ekið slóða meðfram hraun- inu og er að ganga síðasta spölinn meðfram hraunkantinum þegar ég rekst á Friðfinn. Hann er á heima- velli í Hraunsfirði. „Fiskurinn var mun stærri í vatn- inu fyrir nokkrum árum, þótt hann sé alls ekki slæmur í dag. En þá setti maður í alvöru bleikjur. Í víkinni sem þú kemur fyrst í,“ hann bendir yfir hraunið, „þar var oft stór fiskur. Og við hraunröndina er oft von á urriða, á dýpinu. Svo veiddist þó- nokkuð af laxi í fyrra, niðri við stíflu. Hann tók orminn. Ég veit bara til þess að einn lax hafi veiðst þar á flugu í fyrra. Ég hafði ekki tíma til að reyna við laxinn þá, vil frekar fá marga fiska.“ Hann brosir þegar hann er beðinn að gefa dæmi um aflabrögðin. „Ég er búinn að veiða vel í vor en veiddi allsvakalega í fyrra. Það er engin lygi. Uppfrá í botni fjarðarins, við ána, þar var mökkur af fiski í svona þrjár vikur. Það var í júlí, hann var gríðargóður. Maður gat fengið fisk alls staðar en einu sinni skrapp ég innst í fjörðinn, í tvo og hálfan tíma, og fékk 54 stykki. Í hverju einasta kasti var fiskur á. Ég hengdi poka utan á veiðijakkann undir fiskinn; svo veiddi ég þangað til ég kiknaði í hnjáliðunum! Það eina vonda við að veiða þarna er að maður sekkur mik- ið í leðju; þarna var gras áður en var stíflað. Þetta vatn er magnað – þú átt eftir að sjá víkurnar í hrauninu.“ Og ekki fer á milli mála að það er gjöfult svæði. Tekur allan andskotann Friðfinnur segir fólki koma á óvart hvað Hraunsfjörðurinn er stór. „Það er heljarinnar yfirferð ef þú ætlar að fara um allt vatnið. Og víða kemstu ekki að á bíl.“ Á vorin veiðir hann við hraunkant- inn að austanverðu en færir sig svo inn dalinn þegar líður á sumarið, þar sem áin rennur út í vatnið. „Bleikjan leitar þangað, eftir æti og til að kæla sig. Hún getur verið í torfum. Í fyrra veiddi ég mikið á mjög litl- ar nymfur. Hún var mikið í rauðu, í yfirborðinu. Ég veiði ekki mikið á þurrflugu en hún tók þetta hjá mér. Stundum höfum við veitt hér fram á nótt. Einu sinni eftir að tók að skyggja verulega var ég þarna innfrá með frænda mínum, sem er þrælvanur skratti. Þegar tökunum fór að fækka skipti hann um flugu og setti undir eina gula með vængjum, þá fór hún að taka aftur, eins og skot. Bleikjan er dyntótt, en þegar það er svona mökkur af henni þá tekur hún allan andskotann.“ Friðfinnur fór fyrst í Hrauns- fjörðinn í vor fyrir þremur vikum, í apríl veiddi hann í Lárósi. „Hann hélt manni við efnið,“ segir hann. „Stundum fékk maður einn og einn, svo fór fiskurinn að hrúgast inn. Ég hef alltaf veitt en svo heltók fluguveiðin mig. Þetta er magnað- asta veiðiverkfæri sem maður getur komist í,“ segir Friðfinnur fullur aðdáunar á fluguveiðinni. „Það er stór munur að veiða eftir að maður hætti að nota spún og maðk og þetta dótarí. Þetta heltekur mann – er al- veg sjúklegt!“ Hann stundar vötnin á norð- anverðu Snæfellsnesi af kappi, fer líka í Baulárvallavatn og Hrauns- fjarðarvatn; öll þessi vötn eru á Veiðikortinu sem hann segir frá- bæra nýjung. „Þarna uppfrá er gríð- ar skemmtilegur urriði, þegar hann STANGVEIÐI | Á BLEIKJUMIÐUM Í HRAUNSFIRÐI Á SNÆFELLSNESI Veiddi þar til ég kiknaði í hnjáliðunum Morgunblaðið/Einar Falur Veitt af steini við hraunkantinn. Arnar Hreiðarsson dregur línuna rólega inn. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.