Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 35
arliðsins á Keflavikurflugvelli, höfðu í mörgum
tilvikum enga þekkingu á mönnum og mál-
efnum hér, sem varð til þess að bezt var að
samskipti Íslendinga við þá væru sem minnst.
En á því höfðu starfsmenn bandaríska sendi-
ráðsins við Laufásveg stundum takmarkaðan
skilning.
Staðfesting
Vals
Í grein dr. Vals Ingi-
mundarsonar í Skírni
er túlkun Morgun-
blaðsins á samskipt-
um Bandaríkjamanna og Íslendinga síðustu ár-
in staðfest. Ástæðan fyrir því, að íslenzkum
stjórnvöldum tókst að halda þotunum hér svo
lengi, sem raun bar vitni um, voru þau persónu-
legu tengsl, sem Davíð Oddsson hafði komið sér
upp við ráðamenn í Washington á löngum for-
sætisráðherraferli. Um þetta segir m.a. í grein
Vals:
„Allt frá því að Bush greip inn í málið sum-
arið 2003 hafði Davíð Oddsson treyst á, að hann
kæmi til móts við sjónarmið íslenzkra stjórn-
valda. Þegar þeir hittust í Hvíta húsinu í júlí
2004 hafði Bandaríkjaforseti ekki gert upp hug
sinn varðandi framtíð Keflavíkurstöðvarinnar
og hvort hermenn ættu að vera þar áfram, þótt
hann segðist vilja leysa málið í sátt við Íslend-
inga. Það markverðasta, sem gerðist á fund-
inum, var að Bandaríkjamenn lýstu þeim vilja
sínum að Íslendingar tækju aukinn þátt í
kostnaði Keflavíkurstöðvarinnar … Ljóst er að
Bandaríkjamenn vildu ekki rasa um ráð fram.
Embættismenn í bandaríska stjórnkerfinu
héldu því fram, að Bush mæti Davíð mikils, og
vitnuðu í stuðning hans við gagnflaugaáætlun
Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Nató í júní
2001. Þá voru Davíð og Vaclav Havel, þáver-
andi forseti Tékklands, þeir einu, sem lýstu yfir
stuðningi við hana. Það sem meira var: Banda-
rískir embættismenn töldu að Davíð yrði að
„líta út sem sigurvegari“ í þessari deilu eins og
einn embættismaður í þjóðaröryggisráði
Bandaríkjanna orðaði það.“
Í fréttum í Morgunblaðinu hefur verið gengið
of langt í að leggja út af umfjöllun Vals um
fund Davíðs með Bush sumarið 2004 og því
haldið fram að hann segi að þar hafi Davíð
fengið persónulegt vilyrði um að orrustuþotur,
björgunarþyrlur og annar herafli yrði hér á
landi áfram. Það stendur hvergi. Í greininni
segir hann:
„Fullyrt hefur verið, að Davíð Oddsson hafi
fengið fyrir því tryggingu á fundi sínum með
Bush sumarið 2004 að ekki yrði gripið til ein-
hliða ákvarðana af hálfu Bandaríkjamanna. Það
þarf því ekki að koma á óvart að Bandaríkja-
menn biðu með að taka endanlega ákvörðun um
að kalla þoturnar á brott þangað til hann hvarf
úr stjórnmálum. Þeir vildu ekki að deilan græfi
undan honum í pólitísku tilliti. Bandarískir
embættismenn þreytast seint á að rifja upp
ummæli Davíðs á NATO-fundinum 2001 til
stuðnings Bush.“
Af þessum tilvitnunum í grein Vals Ingi-
mundarsonar er alveg ljóst, að sú sögutúlkun
Morgunblaðsins í umræðum um þessi mál síð-
ustu misseri að persónuleg tengsl Davíðs Odds-
sonar við Bandaríkjaforseta og aðra ráðamenn í
Washington hafi ráðið úrslitum um skeið er
rétt. Og er með því ekki gert lítið úr mikilvægi
þess, að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráð-
herra, náði sambandi við Robinson, sem þá var
framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, áð-
ur en hann átti fund með Bush í Hvíta húsinu
en þá fékk Bush í fyrsta sinn að vita um deilu
Íslendinga og Bandaríkjamanna um þoturnar.
Svo geta menn endalaust deilt um það hvort
heppilegt sé að samskipti þjóða byggist á per-
sónulegum tengslum. Það er eins með það og í
mannlífinu að öðru leyti að stundum skipta per-
sónuleg tengsl máli og það hafa þau gert í
þessu tilviki.
Þegar horft er yfir farinn veg skiptir auðvit-
að mestu máli, að á viðsjárverðum tímum tókst
að tryggja öryggi íslenzka lýðveldisins með
varnarsamningnum við Bandaríkin í nær hálfa
öld. Á þeim tíma kom ýmislegt upp í sam-
skiptum okkar og Bandaríkjanna, sem betur
hefði mátt fara. Af Bandaríkjanna hálfu hafa
hvað eftir annað komið upp vísbendingar um að
þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hag en
minna um hagsmuni Íslendinga hvað svo sem
þeir segja. Þeir geta hins vegar gagnrýnt okkur
Íslendinga fyrir það, að hafa – gagnstætt því
sem við héldum fram – nýtt okkur varnarstöð-
ina til þess að hagnast fjárhagslega á veru
Bandaríkjamanna hér.
Það skiptir máli að þessi saga sé sögð. Valur
Ingimundarson hefur nú þegar unnið mikið
þrekvirki í umfjöllun sinni um íslenzk utanríkis-
mál okkar samtíma. Og gert það á þann veg, að
hann hefur hlotið virðingu fyrir hjá báðum fylk-
ingum, þeim sem studdu þetta samstarf við
Bandaríkin og hinum, sem börðust gegn því.
Morgunblaðið/Ásdís
Börn að leik í Laugardalnum.
Hvað hafði breytzt á
einum áratug, sem
leiddi til þess, að
Bandaríkjamenn vildu
fara á brott með þot-
urnar í upphafi Við-
reisnaráranna en börð-
ust fyrir því með kjafti
og klóm að halda að-
stöðu sinni hér áratug
síðar? Það er erfitt að
sjá, að nokkur breyting
hafi orðið nema
kannski sú, að eftir
1970 hafi orðið frið-
vænlegra í Evrópu
vegna aukinna sam-
skipta Vestur-Evrópu-
ríkja og þá sérstaklega
Þjóðverja við Sovét-
ríkin. Harkan í kalda
stríðinu var mikil.
Laugardagur 27. maí