Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 40

Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 40
40 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til Leigu // Sölu Borgartún // Skúlagata nuppgert 2.640fm skrifstofuhúsnæi me 30 bílastæum 1.500fm sam. byggingarréttur, heildarstær getur ori rúmlega 4.000fm. Húsi hefur sterkt auglsingalegt gildi. Laust til afhendingar. Nánari upplsingar gefur Karl í s: 892-0160 ea Aron í s: 861-3889 Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf.// www.kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com // karl@kirkjuhvoll.com Kynning á sunnudag 28. maí kl. 15-17 Krossakur 2, 4 og 6 Kynnum á Garðatorgi þrjú glæsileg einbýlishús sem byggð verða á árinu. Húsin, sem eru 332-363 fm, eru hönnuð af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Byggingaraðili er Nýmót ehf. Sigurður og byggingastjórinn Hermann Arason verða með okkur. Krossakur er neðsta gatan í miðju Akralands og standa húsin því neðst í hverfinu næst Arnarneslæknum. Allir velkomnir. Sölumaður Þórhallur 896 8232. FRÁ því að ég greindist með krabbamein hef ég tekið þátt í fé- lagsstarfi krabbameinsgreindra. Þar á meðal er starfssemi Krabba- meinsfélags Íslands (KÍ). KÍ var stofnað 27. júní 1951 og sam- kvæmt lögum félags- ins er tilgangur sam- kvæmt 2. grein að: 1. stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir. 2. efla krabbameins- rannsóknir, m.a. með söfnun og vís- indalegri úrvinnslu upplýsinga. 3. beita sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi. 4. styðja framfarir í meðferð krabbameins og umönnun krabbameinssjúklinga. Nýlega hélt KÍ aðalfund sinn og var ætlun mín að sækja fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Ekki er það hægt þar sem fundurinn er lokaður öðrum en fulltrúum aðildarfélaga. Er það skiljanlegt að mörgu leyti. Stjórn KÍ skipa læknar, hjúkr- unarfræðingar og bankastjóri KB banka sem gjaldkeri. Engin not- andi/krabbameinsgreindur er í stjórn. Þess vegna og með tilvísun einnig í lög KÍ er engin hags- munagæsla fyrir hönd okkar krabbameinsgreindra. Og með lestri ársskýrslna KÍ er sjáanlegt að starfsemi KÍ snýst fyrst og fremst um rekstur Leitarstöðvar og Rannsóknarstofu KÍ. Það þarf ekki greindan mann til að átta sig á að ætlun stjórnar KÍ er ekki hags- munagæsla fyrir hönd krabba- meinsgreindra. Hún gefur ekki peninga. Hvernig ætti KÍ að vera það mögulegt að sýna starfssemi Landspítala – háskólasjúkrahúss aðhald í rekstri sinna krabbameinsdeilda þegar yfirlæknir spít- alans situr sem for- maður stjórnar KÍ? Einnig hafa ýmsir fag- ráðgjafar LSH unnið sem verktakar og stjórnað námskeiðum hjá KÍ eða verið send- ir erlendis með styrki úr sjóðum KÍ. Vina- samfélagið svínvirkar fyrir yfirstjórn LSH þannig að ekki heyrist múkk frá KÍ til að bæta að- stöðu okkar hóps innan LSH. Rekstur KÍ Leitarstöð og rannsóknarstöð KÍ tók á móti um 33.650 konum í leg- hálsskoðanir á árinu 2005 og 19.438 konum í brjóstakrabbameins- skoðun. Miðað við að komugjald sé kr. 2.600 á hverja konu gerir þetta í tekjur fyrir KÍ kr. 138 millj. Einnig hefur KÍ samning við heilbrigðisráðuneytið um rekstur Leitarstöðvar svo og fær Leit- arstöðin styrkveitingar frá ríkinu með sínum verkefnum. Athygli mína vekur einnig hversu mikið af erfðagjöfum KÍ hefur borist, sem samkvæmt ársskýrslu 2005 hafa skilað kr. 74,5 milljónum. Fjáröflun önnur, s.s. Bleika Boðið, tryggð- arbönd og fleira, hefur skilað KÍ kr. 65,6 millj. Samtals eru þetta kr. 140,1 millj. samkvæmt ársskýrslu 2005. Fræðslustarf KÍ hefur einkennst síðustu ár af áróðri í sambandi við reykingar, beinar og óbeinar. Er það vel. En athygli mína vekur að megnið af þessum áróðri er tekinn upp frá systursamtökum KÍ erlend- is frá. T.d. er „Reykleysisnámskeið reynast vel“ bein tilvitnun í grein hjá Jyllands-Posten um gagnsemi námskeiða í Danmörku. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir KÍ, hefur líka verið duglegur að berja á Sig- urði Kára þingmanni sem hefur ekki viljað vera sammála ofuráróðri Kristjáns um að banna reykingar. Þessi fræðslustarfsemi KÍ hefur stundum vakið hjá mér þá tilfinn- ingu að KÍ sé uppsigað við tóbaks- innflytjendur í þessu landi. Kannski hafa þeir ekki viljað styrkja KÍ. Málið er nefnilega að ýmsum fag- aðilum LSH finnst stundum full- langt gengið í þessum efnum. Krabbameinsgreindur lungnasjúk- lingur fær það beint framan í and- Starfsemi Krabbameins- félags Íslands Haukur Þorvaldsson fjallar um starfsemi Krabbameinsfélags Íslands ’Hvernig má það vera aðKÍ safni peningum til nota til endurhæfingar krabbameinsgreindra, en noti síðan peningana til reksturs?‘ Haukur Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.