Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 41
litið að hann sé allt að því ekki þess verður að fá meðferð. Ég veit dæmi þess að þetta hefur valdið sjúkling- um mikilli vanlíðan. En svona er fræðslustarf KÍ. Langar mig að benda á heimasíðu KÍ, t.d. „Þing- maður á villigötum“ og „Eru tengsl á milli óbeinna reykinga og lungna- krabbameins“. Athyglisverð fræðsla þegar vitað er að ekki allir lungnakrabbameinssjúklingar eru reykingamenn. Fjármál KÍ Ég hef undir höndum gögn síðan frá Landssöfnun KÍ áríð 2001. Þar kemur fram að safnast hafi kr. 87.558.411. Vaxtatekjur og verð- bætur kr. 7.459.685. Kostnaður við söfnunina er kr. 11.908.217. Þar af eru laun og verktakakostnaður kr. 3.020.331. Samkvæmt rekstr- arreikningi árið 2001 er kr. 76.887.785. óráðstafað. Þessi söfn- un, „Einn af hverjum þremur“, lukkaðist vel. Einnig hafa hinir og þessir aðilar frá þessum tíma til dagsins í dag fært KÍ stórmynd- arlegar gjafir. Það sem athygli mínar vekur í ársskýrslu 2005 frá forstjóra KÍ, Guðrúnu Agnars- dóttur, er að til stendur að nota „það sem eftir er af söfnunarfénu“ til að setja upp félagsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Skilningur minn er sem sagt að söfnunarféð hafi verið notað til reksturs KÍ síð- astliðinn fimm ár í stað þess sem var boðað í söfnuninni, að nota pen- ingana til endurhæfingar og fé- lagslegrar aðstöðu okkar í húsa- kynnum KÍ. Hvernig má það vera að KÍ safni peningum til nota til endurhæfingar krabbameins- greindra, en noti síðan peninginn til reksturs? Noti dramatíkina í kring- um krabbameinsumræðu til að næla sér í rekstrarfé. Höfundur er krabbameinsgreindur öryrki. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 41 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Hverfisgata - Vel staðsett Falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi, ásamt geymsluskúr á baklóð. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, rúmgott eldhús, bað- herbergi, hjónaherbergi og lítið herbergi. Íbúðin er tölvert endurnýjuð, m.a. gólfefni, eldhús og baðherbergi. Íbúðin er vel stað- sett við Hverfisgötu og auðvelt að fá bíla- stæði. V. 14,6 m. 5799 Espigerði - Glæsilegt útsýni Mjög falleg og björt 4ra-5 herb. 113 fm íbúð á 5. hæð í eftirsóttu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í hol, þrjú herbergi, stofu og borð- stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Íbúðin snýr í suðvestur. V. 27,8 m. 5824 Sólvallagata - rétt við miðbæinn Falleg og velskipulögð 3ja herbergja 86 fm íbúð í kjallara í fallegu steinhúsi í gamla Vesturbænum. Íbúðin er með sérinngangi og skiptist í anddyri, stofu, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi, geymslu og sam- eignar þvottahús. Verð 19,2 millj. Stóragerði - Neðri sérhæð Falleg og vel staðsett 140,8 fm neðri sér- hæð ásamt geymslu í kjallara og 30 fm bílskúr. Húsið er teiknað af Sigvalda Thor- darson og var klætt að utan árið 1999. Hæðin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnher- bergi, þvottahús og baðherbergi. Sér- geymsla fylgir í kjallara og bílskúr sem er næst húsi. V. 39,5 m. 5831 Hulduland - Glæsileg eign Fossvogur í skiptum fyrir raðhús Falleg og björt fimm herbergja íbúð á annari hæð ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, fjögur svefnherbergi inn af svefnherbergisgangi, baðherbergi, eldhús, rúmgóða stofu og búr/þvottahús. Í kjallara er sérgeymsla og sam- eiginleg hjólageymsla/hitakompa. Eldhúsið hefur verið tekið alveg í gegn og hefur m.a. verið sett vönduð sérsmíðuð innrétting og vönduð tæki. Mikið og fallegt útsýni er úr eld- húsi og stofu. Þessi eign fæst aðeins í skiptum fyrir raðhús í Fossvogi. Boðagrandi - Laus strax 2ja herb. falleg og björt 48 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli sem snýr út í suðurgarð. Íbúðin nýtist mjög vel og skiptist í lítinn gang, stofu, eldhús, svefnherb. og bað- herb. Gólfefni: Nýlegt plastparket er á öll- um gólfum nema baðherb. en þar eru flís- ar. Lyklar á skrifstofu. V. 12,9 m. 5790 Sæbólsbraut - Kópavogi- Sjávarlóð Fallegt og einstaklega velstaðsett einbýlishús á tveimur hæðum og kjallara á 806 fm sjávarlóð við Fossvoginn. Húsið sem er timburhús á steyptum kjallara skiptist þannig: 1.hæð: Stofa, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og anddyri. Ris: Sjónvarpsstofa, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Í kjallara sem er jarðhæð að norðanverðu eru tvær íbúðir með sérinngangi. Möguleiki á góðum leigutekjum. Verð 57 millj. 5848 Nesvegur - Akrar - Seltjarnarnesi 6 herb. björt og skemmtileg neðri sérhæð og kjallari/jarðhæð sem skiptist í: Forstofu, hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara; 2 góð herbergi, stofa og snyrting. Úr kjallara er gengið út á glæsilega verönd og sólpalla. Einnig fylgir sérgeymsla í húsi á lóð. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Íbúðin hefur verið mikið standsett, m.a. gólfefni, eldhús, baðgler og gluggar en að utan á eftir að ljúka framkvæmdum sem eru hafnar. Sérinngangur er í íbúðina en einnig er innangengt í kjallara. Bílastæði á lóð. V. 33,0 m. 5854 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Litlagerði Gott og vel skipulagt 159 fm einbýl- ishús á þremur hæðum auk 64 fm bílskúrs á þessum eftirsótta stað. Á hæðunum er rúmgott eldhús með upprunalegri innréttingu, bjartar samliggjandi stofur, 3 herbergi og baðherb. Í kjallara eru samliggj. her- bergi, eldhúskrókur, þvottaherb. og snyrting. Suðaustursvalir frá hjóna- herb. Vönduð eign sem hefur hlotið gott viðhald að innan sem utan. Verð 46,9 millj. Lindarberg - Hafnarfirði Vandað og vel staðsett 173 fm rað- hús á tveimur hæðum á miklum út- sýnisstað. Eignin er innréttuð á smekklegan hátt með vönduðum innréttingum og skiptist m.a. í eld- hús með miklu skápaplássi, tvær stofur, sjónvarpsstofu, 3 herb. og 2 vönduð baðherb. Arinn í stofu og útgangur á flísalagðar suðursvalir. Gegnheilt parket á flestum gólfum og granítlagður stigi á milli hæða. 23 fm bílskúr. Glæsileg eign. Verð 41,5 millj. Lækjarfit - Garðabæ Fallegt og afar vel staðsett 250 fm einlyft einbýlishús auk bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stórar og bjarta stofur, stóran sólskála með kamínu, 3 herbergi, eldhús með vönduðum innréttingum og stórt flísalagt bað- herb. auk gesta w.c. Innangengt í sólskála úr hjónaherbergi. Hiti í inn- keyrslu og stéttum. Ræktuð lóð. Byggingarréttur er að 246 fm stoðíbúð á lóðinni til viðbótar. Verð 55,0 millj. Austurgerði 264 fm einbýlishús á tveimur hæð- um með 23 fm innb. bílskúr á þess- um gróna og eftirsótta stað. Á efri hæð eru forstofa, samliggj. bjartar stofur með útg á lóð til suðurs, eld- hús með ljósum harðviðarinnrétt., 1 herb. og rúmgott flísalagt baðherb. auk gesta w.c. Niðri eru stór sjón- varpsstofa, 3 rúmgóð herb. og bað- herb. auk um 70 fm gluggalauss rýmis. Húsið er nýlega klætt að utan. Ræktuð lóð. Verð 57,9 millj. Álfkonuhvarf - Kópavogi Vönduð 4ra herb. endaíbúð Glæsileg 113 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýju lyftuhúsi auk stæðis í bílageymslu. Stofa, eldhús með góðri borðaðstöðu, 3 herbergi með skápum og flísalagt baðherb. með hornbaðkari. Eik í innréttingum og ljóst eikarparket á gólfum. Suður- svalir, gott útsýni. Stutt í skóla og leikskóla. Falleg og vönduð eign í grennd við Elliðaárvatn. Verð 27,9 millj. Lækjasmári - Kópavogi Góð 2ja herb. íbúð Mjög glæsileg 82 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Rúmgóð stofa, eldhús með góðri borðaðstöðu, herbergi með góðu skápaplássi og flísalagt baðherb. Hellulögð verönd til suðurs út af stofu. Þvottaherbergi innan íbúðar. Mjög góð eign, stutt í alla þjónustu. Verð 19,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13:00-16:00 HRAUNBÆR 46 – ÍBÚÐ 301 Mjög falleg 3ja-4ra herbergja, 96,7 fm íbúð á 3. hæð með herbergi í kjallara. Búið er að klæða suður- og austurhliðar hússins á vandaðan hátt. Merkt sérbíla- stæði. Mjög gott og barnvænt umhverfi með leiktækjum o.fl. Stutt í alla þjón- ustu, s.s. leikskóla, skóla, búðir, bóka- safn, heilsugæslu o.fl. Verð 17,9 millj. Sombat og Samrit taka á móti gestum í dag milli kl. 13:00 og 16:00 Símar 616 9083 og 892 2283 ALLIR VELKOMNIR ÖLDRUÐ kona, vinkona mín, kom að máli við mig nýverið. Hún missti mann sinn fyrir mörgum árum og átti við fjárhagsvanda að etja. Eitt barna hennar hafði alvarlegan sjúk- dóm. Konan leitaði til Vilhjálms og leysti hann skjótt og vel úr vanda hennar með ráðgjöf og vingjarnleik. Vinkona mín sagði að Vilhjálmur hefði sýnt sér hlýju og umhyggju sem hún hafði ekki fundið hjá öðrum sem hún leitaði til áður. Ég þakka Vilhjálmi fyrir þau góðu störf sem hann hefur unnið mér og öðrum borgarbúum síðustu 2 ára- tugi. JÓN GUNNAR HANNESSON, læknir. Vilhjálmur – þakkir Frá Jóni Gunnari Hannessyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.