Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 45

Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 45
FYRIRTÆKIÐ Eirberg ehf., Stór- höfða 25, flytur inn rafskutlur fyrir eldri borgara og verður með kynn- ingu á þeim þriðjudaginn 30. maí kl. 9–18. Rafskutlan er með snún- ingssæti, mismunandi hraðastill- ingum og hana má nota jafnt inn- an- sem utandyra. Skutlan er hönnuð með þarfir þeirra í huga sem vilja komast allra sinna ferða innanbæjar uppá á eigin spýtur nánast allan ársins hring. Raf- skutlan er ekki skráningarskyld, þarf lítið sem ekkert viðhald, er ódýr í rekstri og kemst allt að 50 km á hleðslunni, segir í frétta- tilkynningu. Þeim sem hafa áhuga er boðið upp á reynsluakstur á staðnum, þar sem sérfræðingar munu veita faglega ráðgjöf og kynna rafskutlur af ýmsum gerðum og stærðum. Kynna rafskutlur fyrir eldri borgara Á þremur árum Þessar stúlkur voru meðal þeirra sem luku stúdentsprófi á þremur ár- um á náttúrufræðibraut og allar með ágætiseinkunn. Frá vinstri Haf- dís Helgadóttir, Una Emilsdóttir dúx og Helga Lára Grétarsdóttir. BRAUTSKRÁNING frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ fór fram 20. maí sl. og voru alls brautskráðir 67 nemendur, 65 stúdentar og 2 nem- endur á starfsbraut. Í hópi stúdenta voru 10 sem luku námi eftir 3 ára nám. Þeir voru í HG – hóp sem starf- að hefur undir kjörorðunum Hópur – Hraði – Gæði. Úr HG-hópnum kom dúx skólans, Una Emilsdóttir, stúdent á nátt- úrufræðibraut. Hún lauk námi með með 9,60 í meðaleinkunn. Sendi- herra Kanada, Richard Tetu, afhenti Unu Emilsdóttur viðurkenningu fyr- ir góðan námsárangur í ensku og frönsku. Í ávarpi til brautskráðra nemenda hvatti Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari nemendur til að rækta með sér grundvallardyggðirnar, hug- rekki, visku, hófsemi og réttlæti og ræddi um þær leiðir sem öflugastar eru til að láta gott af sér leiða. Brautskráning frá Fjölbraut í Garðabæ BORGARHOLTSSKÓLI útskrifaði 183 nemendur af ýmsum brautum skólans, laugardaginn 20. maí sl. Þetta er 10. starfsár skólans. Hæstu einkunn skólans hlaut Auður Eyþórsdóttir af málabraut. Ræðumaður út- skriftarnemenda var Nói Kristinsson af listnámsbraut. Í ræðu sinni til útskriftarnema fjallaði Ólafur Sigurðs- son skólameistari um það að láta gott af sér leiða og þá gæfu sem felst í því að gefa af sér til annarra. 183 útskrifast frá Borgarholtsskóla Morgunblaðið/Jón Svavarsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 45 FRÉTTIR BORG ELDRI BORGARAR Grandavegur 47 - íbúð 809 107 Reykjavík Opið hús í dag kl. 13.00-13.30 Verð: 29.900.000 Stærð: 93,8 Fjöldi herbergja: 3 Byggingarár: 1989 Brunabótamat: 12.880.000 Bílskúr: Bílskýli Glæsileg 3ja herb. íbúð á áttundu hæð fyrir 60 ára og eldri, með bílskýli og yfirbyggð- um svölum. Stórfenglegt útsýni út á Faxaflóann og víðar. Hol, opið inn í stofu með glæsilegu útsýni. Eldhús er með borðkrók. Tvö svefnherb. með fataskápum. Bað- herb. m. sturtukl. Þvottaherb. í íbúð. Geymsla í kj. Íbúð fylgir hlutdeild í sal á 10. hæð og aðgangur að heitum potti og gufu. Gangar í sameign eru rúmgóðir og með hús- gögnum. Sjónvarpsmyndavél í anddyri. Þvottaaðstaða fyrir bíl í bílskúr. Húsvörður. Eggert sölufulltrúi 893 1819 eggert@remax.is Ella Lilja Sigursteinsdóttir lögg. fasteignasali Opið hús í dag kl. 13.00-13.30 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona 8. eða 15. júní frá kr. 39.990 Munið Mastercard- ferðaávísunina Frá kr.39.990 M.v. 2 í herbergi á Hotel NH Sant Boi *** með morgunverði í 5 nætur, 8. og 15. júní. Netverð á mann. Helgarferð - 5 nætur Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta lífsins í þessari einstak- lega fögru borg á frábærum kjörum. Gisting á Hotel NH Sant Boi, nýju þriggja stjörnu hóteli með góðum aðbúnaði og þjónustu. Gríptu tækifærið og skelltu þér í 5 nátta ferð til þessarar einstöku borgar á hreint frábæru verði. Fallegt og vel viðhaldið 157 fm endaraðhús á fjórum pöllum á þessum eftir- sótta stað í vesturbænum. Eignin skiptist m.a. í eldhús með eldri innréttingu og góðri borðaðstöðu, rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur með út- gangi á stórar flísalagðar svalir í suðaustur, 2-3 herbergi, gott skápapláss í hjónaherbergi og baðherbergi auk gestasnyrtingar. Húsið er nýmálað að ut- an og þak yfirfarið. Ræktuð lóð með timburverönd. Verð 36,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Verið velkomin. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Kaplaskjólsvegur 67 - Endaraðhús Opið hús í dag frá kl. 14-17 RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent frá sér leiðbeiningarritið „Vís- bendingar um fjármálamisferli“. Því er ætlað að auka þekkingu og skiln- ing á helstu einkennum við fjár- málamisferli og hvað sé líklegt til að koma í veg fyrir eða upplýsa slík mál innan stofnana og fyrirtækja ríkisins. Ritið tekur annars vegar mið af reynslu Ríkisendurskoðunar við að fást við mál af þessu tagi á undanförnum árum og hins vegar af erlendum könnunum á þessu sviði. Reynslan hefur sýnt að fæstir þeirra sem misfara með fé stofnana eða fyrirtækja hafa áður komið við sögu slíkra mála. Vissir einstakling- ar virðast þó líklegri til þessa en aðrir, en þó því aðeins að fyrir hendi séu tilteknir áhættuþættir, þ.e. hvati til brota, tækifæri og hug- arfar til að réttlæta verknaðinn. Ríkisendurskoðun bendir á mikil- vægi þess að draga sem mest úr slíkum þáttum. Sérstaklega þarf að standa vel að ráðningu þeirra starfsmanna sem hafa aðgang að fjármunum eða umsjón með þeim. Þá er virkt innra eftirlit mikilvæg leið til að stemma stigu við misferli. Að lokum er talið að siðareglur minnki líkur á því að starfsfólk geti réttlætt fyrir sjálfu sér ólögmæta meðferð fjár. Vilja auka þekkingu á einkennum fjármála- misferlis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.