Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á sunnudags-kvöld varð ljóst að í-búar Svartfjalla-lands hefðu sam-þykkt til-lögu um sjálf-stæði. „Þetta er mikil-vægasti dagurinn í sögu Svartfjalla-lands,“ sagði Milo Djukanovic forsætis-ráðherra þegar hann kynnti bráða-birgða-úrslitin. Stuðningur við sjálf-stæðið er mis-jafn eftir lands-hlutum, víða í fjalla-héruðum við landa-mærin að Serbíu voru menn and-vígir til-lögunni. Einnig voru leið-togar rétttrúnaðar-kirkjunnar al-mennt á móti sjálf-stæði. Svartfjalla-land er eitt af fá-tækustu löndum í Evrópu en margir vona að inn-ganga í Evrópu-sambandið geti breytt því. Þau rök Djukanovic að meiri líkur væru á að Svartfellingar fengju að-ild að ESB væru þeir ekki hluti af Serbíu virkuðu. ESB hafði bein af-skipti af atkvæða-greiðslunni með því að setja á-kveðin skil-yrði. Minnst 55% kjós-enda yrðu að kjósa sjálf-stæði og kjör-sókn yrði að vera yfir 50%. Kjör-sóknin var um 86% og 55,4% studdu sjálf-stæðið. Sam-tök and-stæðinga sjálf-stæðis kröfðust endur-talningar, en kosn-ingarnar þóttu fara vel fram. Svartfjalla-land fær sjálf-stæði ReutersSjálfstæðis-sinnar fagna úr-slitunum. Netfang: auefni@mbl.is Á fimmtu-daginn fann kvið-dómur í Texas Kenneth Lay og Jeffrey Skilling, fyrr-verandi yfir-menn stór-fyrir-tækisins Enron, seka um margvís-leg svik og um að bera megin-ábyrgð á gjald-þroti fyrir-tækisins árið 2001. Skilling, sem var framkvæmda-stjóri fyrir-tækisins gæti hugsan-lega hlotið 185 ára dóm. Lay, stofn-andi Enron og for-stjóri, gætri hlotið 165 ár. Dómar yfir þeim báðum verða kveðnir upp 11. september næst-komandi. Enron-málið er eitt mesta hneyksli í banda-rískri fjármála-sögu. Þar sam-einuðust allir stjórn-endur fyrir-tækisins, endur-skoðendur þess og lög-menn um að fela fyrir fjár-festum og fjármála-eftirlitinu að fyrir-tækið skuldaði 2.900 milljarða íslenskra króna. Yfir-menn Enron sak- felldir Guðni Th. Jóhannesson sagn-fræðingur hefur fundið skrif-legar heimildir sem sýna að símar voru hleraðir á vegum stjórn-valda í 6 til-vikum í kalda stríðinu. Á árunum 1949-1968 var síminn hleraður hjá 4 alþingis-mönnum, þar á meðal þegar verið var að fjalla um samkomu-lag við Breta í þorska-stríðinu á Alþingi árið 1968. Þetta nálgast það að geta kallast pólitískar njósnir. Öllum gögnum sem fengust úr þessum lögreglu-aðgerðum var eytt í síðasta lagi árið 1977. Niður-stöður Guðna voru ræddar á ríkisstjórnar-fundi í vikunni. Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra ætlar að leggja fram til-lögu á næsta ríkisstjórnar-fundi um að málið verði upp-lýst einsog hægt er. Hann sagði að niðurstöður Guðna kæmu sér, eins og mörgum öðrum, á óvart. Síma- hleranir stjórn- valda Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðs-fyrirliði íslenska knattspyrnu-liðsins hefur verið metinn á 1.100 milljónir króna í enskum fjöl-miðlum. Sagt er að Eiður Smári sé efstur á óska-lista Evrópu-meistara Barcelona þar sem Thierry Henry verði áfram í Arsenal og Diego Forlan hjá Villareal. Blaðið segir að auk Barcelona séu Real Madrid, Atletico Madrid, Tottenham, Arsenal, Newcastle og Blackburn öll mjög áhuga-söm um að fá Eið Smára til liðs við sig, en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára og umboðs-maður segist bara geta sagt að Eiður Smári vilji yfir-gefa Chelsea. „Hann vill fara til félags sem hann getur unnið marga titla með og Barcelona gæti orðið það félag.“ Eiður Smári 1.100 milljóna króna virði AP Eiður Smári með Chelsea. Mikið snjóaði norðan-lands í vikunni og var víða 25-30 senti-metra jafn-fallinn snjó. Fara þarf til ársins 1979 til þess að finna dæmi um jafn lang-varandi kulda-kast og nú í maí-mánuði. Sam-kvæmt skrám um veður-mælingar undan-farin 60 ár, hafa bæði verið slegin hita- og kulda-met í mánuðinum. Meðal-hiti það sem af er maí-mánuði er 6,4 gráður og er það 0,7 gráðum yfir meðal-lagi, þrátt fyrir kulda-kastið sem fór yfir landið. Ekki hefur verið kaldara miðað við árs-tíma í 100 ár. Æðar-varp á Norður-landi er í miklu upp-námi vegna kulda-kastsins og er hætt við að æðar-kollur á eggjum annað-hvort drepist á meðan þær liggja á eggjunum, eða yfir-gefi hreiðrið til að bjarga sjálfum sér úr vos-búðinni. Ár hvert eru útflutnings-tekjur vegna æðar-dúns um 225 milljónir króna. Kulda-kastið setur því stórt strik í reikninginn. Kuldakast á landinu Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Kollan situr sem fastast á hreiðrinu. Fullt hús var á tón-leikum Ians Andersons, for-sprakka hljóm-sveitarinnar Jethro Tull, í Laugardals-höll á þriðju-daginn. Anderson spilaði ásamt sinfóníu-hljómsveit og Reykjavík Session Chamber Orchestra. Anderson lék m.a. þekktustu Jethro Tull-lögin og fór með gaman-mál á milli laga við góðar undir-tektir. Þetta er í annað sinn sem Anderson heldur tón-leika hér á landi en Jethro Tull spilaði fyrir fullu húsi á Akranesi árið 1992. Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistar-gagnrýnandi á Morgun-blaðinu segir Anderson „búa til eitt-hvað ótrú-lega fallegt sem flokkast lík-lega bara undir hina full-komnu ævintýra-tónlist.“ Anderson hefur lengi verið mikill áhuga-maður um skóg-rækt og plantaði hann trjám í Vina-skógi á Þing-völlum á mánu-dag. Fullt á Anderson Morgunblaðið/Kristinn Anderson í Laugardals-höll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.