Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 47

Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 47 MINNINGAR Drottinn Guð! Altaristaflan í Skálholtskirkju er stórkostlegt listaverk! Hún sýnir Jesúm koma gangandi gegnum kórgaflinn inn í kirkjuna! Veggurinn er engin hindrun! Altaristaflan minnir oss á guðspjall uppstigningardags, er lýsir komu Jesú til lærisveinanna gegnum læstar dyr! Hann var hjá þeim, þótt hann væri farinn frá þeim, og þeir vissu vart, hverju þeir áttu að trúa, en þeir skynjuðu nálægð hans. Hann sagði við þá: Bíðið í borginni, unz þér öðlist heilagan anda! Hann lýkur upp augum yðar og gjörir mig vegsamlegan! Vinir mínir! Það er yður til góðs, að ég fari burt! Heilagur andi mun leiða yður á mínum vegum! Ég verð hjá yður! Andinn gefur yður kraft frá mér og þér verðið vottar mínir til endimarka jarðarinnar! Í fjörutíu daga birtist hann þeim, unz hann sté upp til himins og ský huldi hann sjónum. Engillinn spurði: Hví horfið þér til himins? Jesús kemur aftur! Þeir biðu í borginni uppfyllingar fyrirheitisins. Jesús steig upp til himins, settist hjá Guði og kemur aftur að dæma lifendur og dauða! Frelsarinn er dómari vor! Er það ekki fagnaðarefni? Jesús elskar oss og vakir yfir oss. Þetta er fagnaðarefni uppstigningardagsins! Jesús yfirgaf oss eigi, er hann steig upp til himins. Hann vakir enn yfir oss! Vér erum aldrei ein og yfirgefin. Altaristaflan minnir á, að Jesús kemur enn gegnum læstar dyr og steypta veggi. Einn staður er lokaður Jesú, nema honum sé boðið inn. Hjarta vort! Er hann stendur við hjartadyr vorar, stanzar hann og knýr á! Höfum vér lokið upp fyrir honum? Hverju svörum vér kalli hans? Altaristaflan sigurdur.aegisson@kirkjan.is Nú er sveitarstjórnarkosningum lokið og mannfólkinu þörf á að hvíla líkama og næra sál eftir hið mikla áreiti undanfarinna vikna. Sigurður Ægisson fann til þess prósaljóð um uppstigningardag, eftir fyrrverandi læriföður og vígslubiskup í Skálholti, Jónas Gíslason. HUGVEKJA ✝ Aðalsteinn Guð-jónsson, fv. bryti, fæddist á Ísa- firði 10. febrúar 1921. Hann lést á Landspítalanum mánudaginn 1. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Sigurðsson sjómaður frá Múla í Þorskafirði, f. 5.12. 1875, d. 24.1. 1964, og kona hans, Ingi- björg Eiríksdóttir frá Oddsflöt í Grunnavík, f. 3.9. 1881, d. 7.2. 1949. Systkini Aðal- steins voru Guðfinna Guðjónsdótt- ir, f. 17.7. 1902, d. 1903; Stígur Guðjónsson, f. 28.7. 1903, d. 1986; Ingvar Guðjónsson, f. 28.9. 1904, d. 1965; Guðfinna Ingibjörg Guðjóns- dóttir Clausen, f. 21.10. 1905, d. 1991; Magnús Kristján Guðjóns- son, f. 22.7. 1907, d. 1946; Eiríkur Gunnar Guðjónsson, f. 7.6. 1909, d. 1968; Sigurður Jóhann Guðjóns- son, f. 20.11. 1912, d. 1950; Indriði Guðjónsson, f. 2.3. 1916; og Halldór Guðjónsson, f. 1.7. 1919, d. 1975. Hinn 27. nóvember 1943 kvænt- ist Aðalsteinn Björgu Magneu Jón- asdóttur, f. 17.12. 1920, d. 13.4. 2001. Aðalsteinn og Björg eignuðust þrjá syni og eru tveir þeirra á lífi; Jónas Pétur, f. 19.4. 1944, fyrri eig- inkona Jónasar er Þórunn Guðrún Sím- onsen og eiga þau þrjú börn; Bjarni, f. 6.12. 1945, d. 4.12. 1948, og Bjarni Magnús, f. 19.8. 1949, fyrrverandi eiginkona hans er Margrét Jódís Sigurðardóttir, þau eiga þrjú börn. Aðalsteinn og Björg slitu samvistir 1969. Aðalsteinn ólst upp á Ísafirði í foreldrahúsum. Sjálfráða fer hann til Reykjavíkur og fer m.a. að vinna hjá Ríkisskipum, lærir matreiðslu, er fyrst á e.s. Súðinni, síðar bryti á m.s. Esju og m.s. Heklu, eftir það matsveinn á fraktskipum Eim- skips, Sambandsins og í mötuneyt- um í landi. Útför Aðalsteins fór fram í kyrr- þey. Faðir minn, Aðalsteinn Guðjóns- son, var yngstur tíu systkina sinna. Pabbi talaði um að mikil fátækt hefði verið þegar hann var ungur og strax þegar hann gat fór hann að hjálpa móður sinni við eldamennsku en eldri bræður hans báru björg í bú og afi stundaði bæjarvinnu eftir að báturinn Hérumbil, sem hann var sjómaður á, sökk. Íbúð sem þau höfðu var í blokk og kallað Vallaborg. Pabbi sagði mér að hann hefði strengt þess heit að komast áfram og stóð hann við það. Hann byrjaði sem hjálparkokkur á sjó sem fór milli hafna í Ísafjarðardjúpi og svo áfram til Reykjavíkur. Í Reykjavík fékk hann svo skipsrúm á Súðinni og þaðan fór hann til Ríkis- skipa, fyrst sem kokkur á litlu strand- ferðaskipunum og svo á þeim stærri. Í millitíðinni giftist hann móður minni árið 1943. Árið 1946 tók hann mat- reiðslupróf. Hann fór til Kaupmanna- hafnar til að fullnuma sig í skreytingu á kaldaborði og reyndist laginn við það. Árið 1953 varð hann svo meistari í matreiðslu. Eftir að hann kom heim úr þessu námi byrjaði hann sem kokkur og búrmaður en vann sig fljótlega upp í stöðu bryta og var mörg ár bryti, dáð- ur af öllum og var til fyrirmyndar fyr- ir þrifnað, útsjónarsemi og góðan mat. Aðalsteinn var vel kynntur í hverri höfn. Á unga aldri var ég messagutti hjá honum og aðstoðarþjónn og reglu- samari yfirmann en pabba var erfitt að finna. Þegar ég var ungur heyrði ég mann segja að hann væri þúsund- þjalasmiður á kokkavísu og sjaldan hefði hann séð mann gera eins mikið matarborð úr jafnlitlu. Þessi maður átti Húsgagnaverslun Reykjavíkur og gerði við húsgögn o.fl. í eigu ríkisins. Pabbi gerðist frímúrari og ég man eftir öllu veseninu í sambandi við klæðaburðinn en kjólföt eru notuð í þessum félagsskap. Hann bar mikla virðingu fyrir Reglunni og talaði aldr- ei um hvað gengi á innan dyra þar, og þótt hann væri sjálfur kominn í óreglu seinna meir, heyrðist ekki eitt orð um Regluna. Svona var hann. Hann reyndist systkinum sínum og fjölskyldu mjög vel og var mjög hjálp- samur enda tímar allt aðrir en eru í dag og gott eiga hjálpsaman bróður enda var hann alltaf tilbúinn til að að- stoða. Pabbi talaði mikið um Magnús bróður sinn og saknaði hans en hann dó úr berklum fyrir mína tíð. Honum þótti vænt um Guðfinnu systur sína og börn hennar en undirritaður var í nokkur ár hjá henni og manni hennar, Arinbirni Clausen, og kallaði ég þau mömmu og pabba. Dóttir þeirra, Stella Clausen, var mér afar góð en ég var aðeins u.þ.b. tveggja ára snáði og móðir mín veik í tvö ár. Ég eignaðist góða systur og seinna reyndist hún föður mínum vel. Var hann alltaf vel- kominn til hennar og hún lokaði aldrei á hann þótt hann væri í annarlegu ástandi, en vínið var búið að eyði- leggja mikið fyrir honum. Það er sorglegt hvernig fór fyrir þessum manni sem hafði svo stórt hjarta og elskaði fjölskyldu sína og barnabörnin sín öll. Ég fékk hann til að hætta að drekka og var hann í minni umsjá að mestu leyti eftir 1978. Eftir það tóku spilakassar við og varla slapp ein vika sem hann keypti ekki miða í Lottó. Hann var góður maður en óreglan fór illa með hann svo hann eltist fljótt, en hann var gott gamal- menni og vildi öllum vel. Vertu kært kvaddur, pabbi minn. Þinn sonur, Jónas Pétur. AÐALSTEINN GUÐJÓNSSON Ég man það eins vel og það hefði verið í gær er fundum okkar Sig- rúnar bar fyrst saman. Það var í Þjóðleikhús- inu kvöld eitt í byrjun árs 1971. Ég var þar ásamt Þórarni syni hennar sem ég var nýbúin að kynnast og fyrir tilviljun voru hjónin Sigrún og Þór- arinn í leikhúsinu þetta sama kvöld. Vorum við kynnt og minnist ég þess hve mér þótti þau glæsileg en einnig virðuleg hjón, Sigrún með sitt milda og prúða yfirbragð og Þórarinn höfð- inglegur og greinilega sjentilmaður af gamla skólanum. Þessi góðu hjón urðu síðar tengda- foreldrar mínir. Minnist ég þeirra beggja með hlýju og þakklæti í huga. Á ég dýrmætar minningar um sam- veru með þeim við alls kyns tækifæri hér í Reykjavík og austur á Héraði á þeirra gömlu slóðum, þar sem fjöl- skyldan hefur komið sér upp unaðs- reit fyrir tilstilli þeirra. Um tíma bjuggum við Þórarinn á sömu hæð og þau í Skaftahlíðinni og nutum þar ást- úðar þeirra og umhyggju. Á þeim tíma gættu þau frumburðarins meðan við sóttum vinnu og töldu það ekki eft- ir sér frekar en annað sem gæti komið okkur vel. Það var ætíð notalegt að koma til Sigrúnar og Þórarins í Skaftahlíðinni. Þar voru oft líflegar umræður um það sem efst var á baugi og ósjaldan lagði á móti manni indælis ilm af nýbakaðri SIGRÚN I. SIGUR- ÞÓRSDÓTTIR ✝ Sigrún IngibjörgSigurþórsdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1919. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 18. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju 26. maí. hjónabandssælu, sem Sigrún átti heiðurinn af og fjölskyldan dásam- aði. Þau Sigrún og Þór- arinn eignuðust sjö börn og ólu einnig upp fósturdóttur og telur nánasta fjölskylda nú vel á sjötta tuginn. Er fjölskyldan einstaklega samhent og ánægjulegt að finna hve góð og traust vinátta er meðal unga fólksins ekki síð- ur en þess eldra í fjöl- skyldunni. Hafa Sigrún og Þórarinn ótvírætt lagt góðan grunn að þessum samskiptum með því veganesti sem þau veittu börnum sínum og hvernig þau reyndust okkur tengdabörnunum og barnabörnunum. Sigrún var svipsterk og falleg kona með brún augu. Hún var hlý og kær- leiksrík, en gat verið föst fyrir. Hún var sjálfstæð í hugsun og gekk til sinna verka af dugnaði og ósérhlífni. Man ég ekki eftir að hafa heyrt hana kvarta yfir nokkrum hlut. Þó fjöl- skyldufólkið væri jafnan tilbúið að létta henni snúninga og þess háttar hafði hún sjálf farið þá áður en maður vissi af. Hún hafði ung stýrt erilsömu heimili á Eiðum, á sama tíma sem hún sinnti kennslu í handavinnu við Al- þýðuskólann og hlúði að nemendum sem dvöldu í heimavist í návígi við heimili skólastjórahjónanna. Má heita að þau hafi staðið vaktina allan sólar- hringinn ef svo bar undir. Sigrún var mjög iðjusöm og féll sjaldan verk úr hendi. Var hún mikil hannyrðakona og liggja eftir hana einstök útsaumuð veggteppi sem þau Þórarinn hönnuðu og hún saumaði. Lengi var hún ávallt með sokka eða vettlinga á prjónunum handa börnum og barnabörnum eða óskyldum börn- um sem hún lét sér annt um. Var hún sífellt að hugsa um aðra og vildi öllum gott gera. Systurbörn mín sem búa í Bandaríkjunum minnast hennar með hlýhug og þakklæti fyrir þá hugul- semi sem hún sýndi þeim þrátt fyrir að hafa í mörg horn að líta með sína stóru fjölskyldu. Myndu líklega margir geta tekið undir með þeim. Sigrún var greind kona og námfús en fékk ekki almennilega útrás fyrir þá löngun fyrr en um miðjan aldur þegar barnahópurinn var meira og minna uppkominn. Settist hún þá á skólabekk í Öldungadeild Mennta- skólans í Hamrahlíð. Gekk henni vel með námið hvort sem það var stærð- fræði, tungumál eða saga sem ég held að hún hafi haft hvað mest dálæti á. En þar sem hún vildi síður láta námið koma niður á heimilishaldinu las hún oft á nóttinni. Man ég hvað hún var stundum upptendruð eftir að hafa les- ið sagnfræðiritin og deildi gjarnan með okkur skoðunum á því sem hún var að lesa. Sigrún vann um skeið við skrif- stofustörf hjá Menntaskólanum í Hamrahlíð og síðar í fimmtán ár sem gæslukona á Þjóðminjasafninu. Þess- um störfum eins og öðrum sinnti hún af samviskusemi og alúð. Það var oft kátt á hjalla á heimili Sigrúnar og Þórarins. Þau voru bæði mjög söngelsk og á meðan Þórarins naut við var söngur í hávegum hafður í öllum fjölskyldu- og vinaboðum þar sem Þórarinn stjórnaði af kunnri röggsemi. Þórarinn lést árið 1985 og skyldi eftir sig stórt skarð. Sigrún fór ekki varhluta af áföllum í lífinu en tókst jafnan á við þau af æðruleysi. Nú í seinni tíð þegar heilsa hennar fór smám saman dvínandi hélt hún eftir sem áður reisn sinni. Var hún falleg sem fyrrum. Og mikið þótti henni gaman að hlusta á fagran söng og kyrja gömlu góðu íslensku sönglögin. Sigrún bjó síðustu árin í Skógarbæ þar sem hún naut góðrar aðhlynning- ar sem vert er að þakka af heilum hug. Samfylgdin við Sigrúnu var mér ómetanleg. Hafi hún þökk fyrir allt. Sigríður Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.