Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Okkar ástkæri, ÓLAFUR HAUKUR METÚSALEMSSON, Mánatúni 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 17. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til lækna og alls starfsfólks deildar 11E, sem og göngudeildar, fyrir frábæra um- önnun. Ennfremur biðjum við góðan guð að blessa starf hjúkrunarþjónustunnar Karitasar. Þökkum öllum sem hafa hjálpað okkur og stutt á erfiðum tímum. Svava Þórðardóttir, börn, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BJÖRK ARNGRÍMSDÓTTIR, Kirkjuteigi 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudag- inn 30. maí nk. kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrkarfélag krabbameinssjúkra barna. Guðjón K. Þorsteinsson, Hafdís Guðjónsdóttir, Þór Bragason, Sævar Guðjónsson, Helga Sjöfn Guðjónsdóttir, Steingrímur Þorvaldsson, Rannveig Guðjónsdóttir, Þórður Bogason, barnabörn og langömmubörn. Ástkær systir okkar, SIGRÍÐUR M. STEPHENSEN hjúkrunarkona, Sólheimum 27, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 1. júní kl. 13.00. Steinunn M. Stephensen, Guðrún Magnúsdóttir Stephensen og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Guðrúnargötu 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hulda Jónsdóttir, Geir Jón Þorsteinsson, Emma Ottósdóttir, Hallur Þorsteinsson, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Granítlegsteinar og fylgihlutir Legsteinasala Suðurnesja, s. 421 3124 ✝ Ólafur HaukurMetúsalemsson fæddist á Skeggja- stöðum á Jökuldal 23. júlí 1926. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 17. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigur- björg Regína Guð- mundsdóttir frá Hauksstöðum á Jök- uldal, f. 5. septem- ber 1885, d. 22. ágúst 1935, og Metúsalem Sigfússon frá Snjó- holti í Eiðaþinghá, f. 11. desember 1882, d. 25. maí 1959. Ólafur fluttist með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar 1928 og ólst þar upp sín unglingsár. Hann fluttist ungur að árum til Reykja- víkur og stundaði þar ýmsa al- menna vinnu og vann um tíma við múrverk. Hans aðalstarfsvett- vangur varð síðan hjá Hinu íslenska steinolíuhlutafélagi, og síðar hjá Olíufé- laginu hf. í hartnær fimmtíu ár, en þar vann hann lengst af sem verkstjóri í birgðastöð Olíufé- lagsins á Gelgju- tanga, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ólalfur var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var María Svana Bjarnadóttir, f. 7. júní 1930, d. 1. ágúst 1971. Með henni átti hann fimm börn. Síðari kona hans er Svava Magnea Þórðardóttir, f. 24. ágúst 1929. Fyrri maður henn- ar var Stefán Magnússon, flug- stjóri, f. 26. ágúst 1926, d. 18. mars 1963, og áttu þau þrjú börn. Útför Ólafs var gerð hinn 24. maí – í kyrrþey að ósk hins látna. Nú er komið að kveðjustund, þeg- ar við kveðjum stjúpa, tengdaföður og afa. Við systkinin vorum orðin stálpuð þegar Óli kom inn í líf okkar þegar þau mamma giftust árið 1974. Óli var mikið snyrtimenni og ein af fyrstu minningunum um hann var hvað Chevrolettinn hans, módel 56 var alltaf stífbónaður og flottur. Einnig kom fljótt í ljós mikil hjálp- semi hans því alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða okkur ef eitt- hvað þurfti að gera þegar við vorum að eignast húsnæði og setja það í stand. Þau mamma höfðu mjög gaman af að ferðast hin síðari ár og fóru ótal ferðir til Spánar þar sem þau nutu sólar og hita. Óli hafði mikið dálæti á íslenskum mat og vildi helst hafa kartöflur og sósu með öllum mat, og fannst meira varið í það en einhverja útlenda rétti, þannig að alltaf tóku þau með sér fisk og saltkjöt í þessar ferðir. Að ferðalokum þökkum við fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Halla, Óli og börn. Elsku fósturpabbi, tengdapabbi og afi. Það var erfitt að ná ekki heim áð- ur en þú kvaddir þennan heim, en svona er lífið. Nú streyma fram minningar þó svo að við að við ætt- um ekki mikinn tíma saman á Ís- landi sökum vinnu minnar í Lux- embourg. Þið hjónin komuð með mér í ferð í byrjun sjöunda áratug- arins og var farið til Colombo á Ceylon, Singapore, Fillipseyja, Hong Kong og Pakistan. Aðra ferð fórum við til Dubai ásamt bróður og mágkonu og nutum sólar í viku. Nokkrum sinnum komuð þið til okk- ar í Luxembourg og við það tækifæri nutuð þið þess að hitta vini ykkar sem bjuggu þar. Þú varst mjög dug- legur við að hjálpa þínum nánustu þegar að húsbyggingum kom og held ég að við öll höfum notið þinnar frábæru nákvæmni og verksvits þegar að við stóðum í svoleiðis fram- kvæmdum. Agnes mín og systir hennar nutu einnig vinnu þinnar við flísalagningar og málun á gluggum í íbúð þeirra í Miðtúni og þakka þær þá miklu aðstoð. Þegar átti að mála glugga þá varst þú boðinn og búinn í það vegna þess að þegar þú varst búinn með þá voru gamlir gluggar orðnir að nýjum. Og einnig þegar við Agnes keyptum okkar hús í Kirkju- stétt og Sigurjón naut þess að vera með afa sínum í þau skiptin. Margar ferðirnar áttir þú upp í sumarbústað okkar bræðra og var þá flísalagt, parketlagt eða fúavarið. Stefán og Fionn báðu mig fyrir kveðjur til þín og þykir þeim leitt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn, en Stebbi er við kvikmyndastörf í Írlandi og Fionn var að fara til Ekvador í þrjá mánuði til undirbún- ings lokaritgerðar fyrir masterinn. Þú getur treyst því að við pössum upp á mömmu í framtíðinni. Við Agnes, Stefán, Fionn og Sig- urjón Örn vonum að þér líði betur í hinum nýju heimkynnum og kveðj- um þig með söknuði. Magnús. Öll erum við þess meðvitandi að sá dagur kemur að við munum kveðja þennan heim og nú er það Óli vinur minn og nágranni til margra ára sem orðið hefur að lúta í lægra haldi í baráttu við óvæginn sjúkdóm og kvatt okkur allt of fljótt, það var svo margt sem hann átti eftir ógert með okkur. Óli var ekkjumaður þegar hann kom inn í fjölskylduna okkar árið 1974, þegar hann kvæntist Svövu mágkonu minni sem þá hafði verið ekkja í 11 ár. Hann flutti til okkar í Hjálmholt 8, en þar höfðu fjölskylda mín og Svövu búið hvor á sinni hæð- inni frá því að við byggðum saman Hjálmholt 8 árið 1964. Ég kannaðist nokkuð við Óla, þar sem hann var starfsmaður hjá Olíu- félaginu og vann undir verkstjórn Þorleifs tengdaföður míns og vissi að þar fór mikill sómamaður sem hægt var að treysta. Hann var um margt einstakur maður, heilsteypt- ur persónuleiki, háttvís í framkomu, hlýr í viðmóti , ljúfur maður og sér- staklega snyrtilegur í allri um- gengni. Hann kom sér strax vel við alla í fjölskyldu okkar Binnu og sér- staklega var hann notalegur við börnin okkar eins og draga má af því að þegar Jói okkar var smápatti sagði hann einhverju sinni við frænku sina: „Mikið erum við nú heppin með hann Óla, hann bakar svo góða snúða.“ Með okkur tókst strax náin vin- átta og mjög gott samstarf um marga hluti og þá ekki síst um við- hald á húsinu okkar og var þar oft tekið rösklega til hendinni þegar eitthvað þurfti að lagfæra og unnum við saman að öllu viðhaldi hússins bæði utan og innan öll þau tæplega 30 ár sem við bjuggum þar saman. Óli var einkar lagtækur og vandvirk- ur og kom það sér oft vel í samstarf- inu því að honum fannst stundum að ég færi helst til hratt yfir og mætti vanda mig betur, en við gengum í hvað sem var, hvort heldur var að mála, gera við múr, leggja flísar eða parket. Það var ekki nóg með að við tækj- um til hendinni við okkar eigið hús og íbúðir, en þess utan hjálpuðum við börnunum okkar og mörgum kunningjum um margt handarvikið og stóð aldrei á Óla að ljá hönd að hvaða verkefni sem var. Hann var fastur fyrir, heiðarlegur og trúr í öllum samskiptum, velvilj- aður og varkár í sínum málflutningi, orðum hans máti treysta betur en mörgum skrifuðum samningi. Óli var athugull og vandaður verk- maður og vann öll sín störf af ein- stakri samviskusemi og trúmennsku hvort sem um var að ræða stór eða smá verkefni. Hann var nærgætinn við samstarfsmenn sína, sem oft komu frá mismunandi aðstæðum í þjóðfélaginu, og sérstaklega trúr sínum vinnuveitanda sem sjá má af því að hann vann raunverulega hjá sama fyrirtækinu H.Í.S. og Olíufé- laginu hf. í hartnær fimmtíu ár. Nú er Óli vinur minn allur. Þegar hann er horfinn af sjónarsviðinu er- um við öll sem næst honum stóðum fátækari og söknum góðs félaga og vinar. Nú verða ekki farnar fleiri ferðir til sólarlanda með Svövu og Óla, en um langt árabil fórum við hjónin með þeim í slíkar ferðir til mikillar ánægju fyrir okkur öll. Á bak við fátæklegan búning þess- ara kveðjuorða minna eru duldar hugsanir og tilfinningar sem ekki er auðvelt að setja á blað, en eftir lifir minningin um góðan dreng, sem í raunveruleikanum var ekki mjög mannblendinn. Hann tranaði sér hvergi fram en var traustur vinur vina sinna, var einstaklega hjálp- samur og tilbúinn að rétta hjálpar- hönd, ef eitthvað bjátaði á og hægt var að laga. Elsku Svava mín, við Binna send- um þér og fjölskyldu þinni, svo og fjölskyldu Óla okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk og huggun á sorgarstundu. Jón Þór Jóhannsson. 17. maí var mikill sorgardagur í mínu lífi, þegar elsku afi minn og nafni fór til betri heima, maður af guðsnáð, sem alla tíð studdi mig og stóð við bakið á mér. Mínar fyrstu minningar eru úr Hjálmholtinu þeg- ar ég þriggja ára snáði sat á þríhjóli mínu í innkeyrslunni og beið eftir að afi kæmi heim úr vinnunni. Um helg- ar eftir vinnu í garðinum þegar við settumst undir suðurvegg og drukk- um límonaði eins og hann kallaði það. Að fá að fara í vinnua til afa og sitja með honum á lyftara var æv- intýri. Undanfarið hef ég horft á myndina þar sem afi brosir sínu blíð- asta með mig í fanginu í skírnar- kjólnum og tárin streyma niður kinnarnar. Mér verður líka hugsað til þess tíma er ég var eldri og fór að vinna undir hans stjórn. Það var mjög gefandi og lærdómsríkur tími fyrir mig og hvernig manni var tekið sem höfðingja í hvert sinn sem mað- ur heimsótti afa og ömmu í Hjálm- holtið og síðar í Mánatúnið. Veröldin er fátækari án þín, elsku afi minn. Ólafur Haukur Atlason. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okk- ur. Eftir stutta en erfiða baráttu ertu kominn til ömmu sem hefur beðið eftir þér svo lengi. ÓLAFUR HAUKUR METÚSALEMSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.