Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 50
50 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Alda Steina And-ersen (Tómas-
dóttir) fæddist í
Reykjavík 16. október
1940. Hún lést á heim-
ili sínu Østerskov 16,
Horslund á Lálandi í
Danmörku 28. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jak-
obína Þórðardóttir, f.
á Tjörnesi 4. maí
1907, d. 16. júlí 1986,
og Tómas Sigurður
Gíslason vélstjóri, f. á
Sandnesi á Snæfjallaströnd 18.
nóvember 1900, d. í Reykjavík 12.
ágúst 1954. Fósturmóðir Öldu var
Petrína Sigríður Magnúsdóttir, f. á
Hvítanesi við Ísafjarðardjúp 5.
manni sínum, Kurt Andersen renni-
og járnsmið, f. í Danmörku 9. apríl
1941. Dóttir þeirra er Belinda Kar-
ítas, f. í Reykjavík 26. júlí 1966.
Starfar hjá lyfjaverslun í Ferring.
Maður hennar er Per Jensen, f. 21.
júní 1960, starfar hjá Kodak. Börn
þeirra eru Patrick, f. 23. mars 1987,
og Bianca Karitas, f. 20. júní 1991.
Sonur Öldu fyrir hjónaband er Tóm-
as Kristinn Shealy bifvélavirki, f. í
Reykjavík 2. maí 1961. Hann ólst
upp hjá þeim Kurt. Fyrri kona Tóm-
asar er Marinne Sanne, f. 19. októ-
ber 1962. Börn þeirra: Jane, f. 30.
maí 1983, Crestina, f. 14. nóvember
1986, og Malene, f. 22. september
1988.
Seinni kona Tómasar er Anne
Mette Schönfeldt, f. 29. maí 1963.
Börn þeirra eru Tómas, Sara og
Tea.
Útför Öldu var gerð frá Nøbbet-
kirkju á Lálandi 6. maí, en ekki 6.
apríl eins og misritaðist í tilkynn-
ingu í Morgunblaðinu 25. maí.
október 1910, d. á Víf-
ilsstöðum 14. október
1943. Foreldrar hennar
voru Magnús Guð-
mundsson, f. á Kaldbak
í Kaldrananeshreppi á
Ströndum 16. septem-
ber 1869, og Karítas
Skarphéðinsdóttir, f. í
Æðey í Ísafjarðardjúpi
20. janúar 1890, d. 29.
desember 1972.
Hálfsystkini Öldu,
sammæðra, eru Þórður
Guðbjörn Georgsson, f.
8. ágúst 1938, d. 3. nóvember 1995,
og Guðbjörg Benjamínsdóttir hús-
freyja í Keflavík, f. 22. apríl 1948.
Alda giftist í Kaupmannahöfn 1.
desember 1967 eftirlifandi eigin-
Hún kom inn á heimili móður
minnar 1940, nokkurra daga gömul.
Systir mín Petrína tók hana í fóstur
en móðir mín og Petrína ásamt Tóm-
asi eiginmanni hennar leigðu saman
íbúð í Skerjafirði. Í apríl um vorið fór
Peta (eins og hún var alltaf kölluð) í
röntgenskoðun í Líkn. Peta var út-
skrifuð frá Kristneshæli í tæplega
eitt ár en átti nú eftir þessa skoðun
að innskrifast á Vífilsstaði. Það var
mikil sorg fyrir fjölskylduna. Um
sama leyti kom frétt í útvarpinu um
að skip bróður okkar hefði verið
skotið niður af Þjóðverjum. Hann
var skipstjóri á Péturseynni en syst-
ursonur mömmu var stýrimaður. Á
þessum tímapunkti er ég að koma
fyrstu sporin fram úr rúminu eftir
sex mánaða legu í næsta herbergi við
litlu Öldu. Þetta var mikil sorg fyrir
Karítas móður okkar. Móðir mín
sinnti barninu með ástúð og um-
hyggju. Um haustið, þá eins árs
gamalt, var barnið skírt. Biskup Ís-
lands, herra Sigurgeir Sigurðsson,
kom heim á Stað í Skerjafirði og
skírði telpuna en hún heitir Alda, eft-
ir sjónum, og Steina eftir bróður
mínum sem fórst en hann hét Þor-
steinn. Hr. Sigurgeir þekkti fjöl-
skylduna síðan á Ísafirði, þá prestur
og kennari minn og vinur.
Peta systir komst aldrei út af Víf-
ilsstöðum. Hún lést þar 1943 en þá
var ég komin þangað sem sjúklingur
og gat setið hjá henni til loka hennar
lífs.
Alda ólst upp hjá móður minni
Karítas. Hún fermdist í Þjóðkirkju
Hafnarfjarðar. Í Hafnarfirði eignað-
ist Alda góðar vinkonur, þ.á m.
Hansínu Óskarsdóttur, sem andaðist
ung að aldri, og Kristínu Hansen.
Hún minntist oft á þær með kærleik.
Alda fór ekki í framhaldsskóla en fór
snemma að vinna í frystihúsi eins og
mamma. Alda var glaðleg stúlka og
skapgóð en auðsærð ef á hana var
hallað. Hún var listræn og hefði það
verið létt að læra ef aðstæður hefðu
verið aðrar. Veikinda minna vegna
gat ég ekki fylgst með henni á ung-
lingsárunum og langt á milli en eng-
inn sími. Seinna eða 1961 bjuggum
við saman með móður minni og börn-
unum okkar, Tomma og Katý, og það
var yndislegur tími þótt þrengsli
væru mikil. Ástríki mömmu og um-
hyggja fyrir okkur öllum var að sjálf-
sögðu í fyrirrúmi. Því miður varði
þetta aðeins eitt ár. Stuttu eftir þetta
þurfti mamma að fá umönnun og fór
á Hrafnistu og við fórum hvor í sína
áttina. Eftir að Alda flutti til Kaup-
mannahafnar höfðum við mikið og
gott samband og skiptumst á heim-
sóknum. Heimili hennar var mér
alltaf opið. Fyrstu árin voru bréfa-
skriftir miklar en síminn var betri
fyrir hana því systir mín var frekar
löt að skrifa í seinni tíð.
Hún var ánægð í sveitinni á Lá-
landi. Þar höfðu þau hjón hund, ketti
og pútur og nytjagarða. Algjör para-
dís fannst mér. Alltaf var gagnkvæm
væntumþykja hjá okkur Öldu
Steinu. Þegar Belinda fæddist
bjuggu þau hjá mér á Reynimel og
Kurt vann í Héðni sem rennismiður
og þeim líkaði mjög vel við hann. Ég
sem ætlaði að eyða með þeim tíma í
júnímánuði þegar ég yrði áttræð en
nú verð ég að skipuleggja mitt sum-
arfrí að nýju. Mér líður ekki vel með
það en tek öllu sem sjálfsögðum hlut
úr þessu. Hún fór snögglega og ég
vona að það verði eins með mig.
Nú kveð ég Öldu Steinu með
Guðsblessun. Kurt, Tómasi, Belindu,
Guðbjörgu og fjölskyldum þeirra
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Pálína Magnúsdóttir (Palla).
ALDA STEINA
ANDERSENElskuleg dóttir mín,
BERTA BJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
30. maí kl. 15:00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug Albertsdóttir.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SKÚLA GÍSLASONAR,
Frostafold 119,
Reykjavík.
Kristín Ólafsdóttir,
Garðar Skúlason, Guðrún Kristinsdóttir,
Gísli Skúlason, Áslaug Baldursdóttir,
Lárus Óskarsson, Guðlaug Helgadóttir,
Ásthildur Óskarsdóttir, Eiríkur Ingvarsson,
Anna María Óskarsdóttir, Halldór Brynjarsson,
Andri Þór Óskarsson, Una Ósk Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar og tengdaföður,
SIGURÐAR G.H. INGASONAR
fv. póstrekstrarstjóra,
Hvassaleiti 58.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða.
Erna Jónsdóttir,
Skúli Már Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir,
Gísli Jón Sigurðsson, Þorbjörg Jónsdóttir,
Örn Sigurðsson, Una Guðlaug Haraldsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við
andlát og útför föður míns,
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
prentara,
Tjarnarbóli 14,
Seltjarnarnesi.
Gústaf Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
Þökkum vinum, ættingjum og samferðafólki sem
sýndu okkur vináttu og samhug vegna fráfalls og
útfarar
HAUKS EGGERTSSONAR,
Barmahlíð 54,
Reykjavík.
Lára Böðvarsdóttir,
Eggert Hauksson, Sigríður Teitsdóttir,
Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson,
Ása Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykja-
vík, deildar A3.
Rannveig Bjarnadóttir, Óskar B. Benediktsson,
Sigríður Kolbrún Bjarnadóttir, Guðmundur Aronsson,
Kolbeinn Bjarnason, Bjarni Kolbeinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ GuðmundurTorfason fæddist á
Kóngsbakka í Helga-
fellssveit á Snæfells-
nesi 25. júní 1923.
Hann lést 16. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Torfi
Jörgen Hjaltalín Ill-
ugason, bóndi og sjó-
maður á Garðsenda í
Eyrarsveit, d. 1953, og
Ingibjörg Kristín
Finnsdóttir, d. 1974.
Guðmundur var 6. í
röð 12 systkina, en af þeim eru nú
fjögur eftirlifandi.
Guðmundur var tekinn í fóstur
af hjónunum Þorsteini Brynjólfs-
syni, d. 1961, og Júlíönu Jóhönnu
Sturlaugsdóttur, d. 1979. Hann ólst
upp á Reykhólum í Reykhólasókn í
Austur-Barðastrandarsýslu og
fermdist þar. Fjölskyldan flutti að
Hreiðurborg í Sand-
víkurhreppi í Árnes-
sýslu 1944. Uppeldis-
systkini Guðmundar
eru Brynjólfur Þor-
steinsson, d. 2001, og
Karólína Þorsteins-
dóttir.
Guðmundur kvænt-
ist 1953 Sigríði Krist-
jánsdóttur frá Miðengi
í Garðahreppi og eign-
uðust þau eina dóttur,
Júlíönu. Þau slitu sam-
vistum. Júlíana er gift
Ellerti Eggertssyni, tæknistjóra
hjá Air Atlanta Icelandic. Börn
Júlíönu eru 1) Kristján, f. 1969,
kvæntur Berglindi Hrafnkelsdótt-
ur og eiga þau eina dóttur, Krist-
jönu Sigríði, 2) Erna, f. 1979, í sam-
búð með Birni Brynjari Jónssyni.
Guðmundur var jarðsunginn 27.
apríl, í kyrrþey að eigin ósk.
Kveðja frá
Hreiðurborgarsystkinum
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðmundur Torfason er látinn á
áttugasta og þriðja aldursári. Hann
vildi láta jarða sig í kyrrþey og segja
má að það lýsi honum fullkomlega.
Hann vildi aldrei neitt vesen og enga
fyrirhöfn. Miklu fremur halda sig til
hlés og láta lítið á sér bera.
Fyrir hönd okkar systkinanna frá
Hreiðurborg langar mig að minnast
hans í fáeinum orðum, þó svo að hann
hefði ef til vill verið á móti því sjálfur.
Guðmundur var uppeldisbróðir
föður okkar. Hann kom oft í Hreið-
urborg að heimsækja okkur og finna
lyktina af sveitinni. Þá gekk hann um
hlöðin, skoðaði það sem hafði verið
gert, tók þátt í heyskapnum ef þann-
ig stóð á eða kíkti í fjósið ef það voru
mjaltir. Hann heilsaði hundunum
jafnt og heimilisfólkinu og vildi enga
fyrirhöfn og alls ekki að fólk hætti í
verkum þó að hann kæmi.
Það var frekar óvenjulegt að gest-
ir færu í útihúsin og því þótti okkur
alltaf gaman þegar Gvendur Torfa,
eins og pabbi kallaði hann, kom til
okkar, því hann var í heimsókn af lífi
og sál og sýndi sveitinni svo mikinn
áhuga. Kannski líka von, því þarna
hafði hann alist upp að nokkru leyti
og þarna kvöddu fósturforeldrar
hans þetta jarðlíf, en þeir voru hon-
um mjög kærir.
Við vorum frekar feimin þegar
gestir komu og það þótti honum svo-
lítið skemmtilegt. „Ertu hrædd við
kallinn?“ sagði hann þá og brosti og
vildum við þá ekki viðurkenna það og
heilsuðum honum með handabandi.
Hann stríddi okkur pínulítið en það
var alltaf mjög góðlátlegt og svo
skríkti hann ofan í bringuna á sinn
sérstaka og skemmtilega hátt og þar
með var það allt fyrirgefið.
Hann hafði gaman af hestum.
Meira gaman en pabbi okkar og
sennilega meira vit á þeim líka, enda
vildi pabbi nú helst nota þá til átu.
Báðir ólust upp við að vinna með
hestum, en viðhorf þeirra til hest-
anna gjörólíkt. Guðmundur átti
hesta á yngri árum og fór gjarnan á
bak og hafði gaman af. Kom hann
ríðandi á hestum sínum úr Reykjavík
á vorin til að hafa þá í hagabeit yfir
sumarið. Hann talaði oft um Háfeta
sem pabbi átti og greinilegt var að
hann bar virðingu fyrir þeim hesti og
viðurkenndi kosti hans. „Hann er
með mannsvit!“ sagði hann stundum
og blikið í augum hans staðfesti að
hann meinti það og trúði því stað-
fastlega.
Guðmundur Torfason var góður
maður og við þökkum honum þær
samvistir sem við höfðum við hann á
meðan hann lifði og sendum dóttur
hans og fjölskyldu hennar samúðar-
kveðjur okkar.
Hvíl í friði.
Með kveðju frá systkinunum frá
Hreiðurborg.
Hulda Brynjólfsdóttir.
GUÐMUNDUR TORFASON