Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Viðfangsefni sem eiga að vera góð fyrir
heilsuna en eru ekki svo skemmtileg
hamla velgengni þinni. Reyndu að koma
eins mikilli afþreyingu fyrir á einum
degi og þú mögulega getur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er dálítið ástfangið í dag, að
minnsta kosti frekar hrifið. Það er sama
hvert leiðin liggur eftir þetta, einstök
manneskja er eins og töframelódía sem
aldrei hverfur úr minni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Himintunglin draga fram aðstæður sem
eru eins og einkapartí. Það er auðveld-
ara að komast inn og blanda geði ef þú
veist að nafnið þitt er á gestalistanum.
Hvað verður það? Þú færð boð um að
taka til þinna ráða. Ekki gleyma að
svara.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er mikilvægt að vera einstakur, en í
dag er eins og sjálfir kækirnir hafi kæki.
Það er ekkert gaman að vera handan
þess sem fólk á gott með að skilja, til
allrar hamingju verður viðleitni þín til
þess að skilja einhvern endurgoldin.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið verður á fullu í allan dag og því
ekki úr vegi að byrja daginn á því að
gefa sér tíma fyrir smávegis yndisauka
heima; góðan morgunverð, langa sturtu,
kyrrlátt og íhugult augnablik.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er augljóst hvað er ekki að virka og í
dag er rétti dagurinn til þess að horfast í
augu við vandamálið, taka ábyrgð og
laga það. Þú átt í sérstöku sambandi við
einhvern í fiskamerkinu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Liðið þitt á eftir að standa með þér. Ef
þú þarft á meðmælum að halda, vitn-
isburði eða traustsyfirlýsingu hefur þú
heppnina með þér. Margir eiga eftir að
leggja þér lið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn er á valdi duttlunganna og
á eftir að skipta skapi sjö sinnum. Það er
auðveldara ef þú binst ekki fastmælum
um neitt. Þér ber að þakka þeim sem
eiga það inni og taka sjálfur á móti við-
urkenningu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er algerlega staðráðinn í
því að ná settu marki, en veit ekki hvern-
ig hann á að fara að því. Ef tilviljana-
kenndir fundir og atburðir sem gerast á
sama tíma vísa veginn verður þú dálítið
hissa.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Himintunglin halda áfram að hressa upp
á félagslífið. Góðir mannasiðir eru nauð-
synlegir til þess að eiga samskipti við
hina ólíku og áhugaverðu persónuleika
sem verða á vegi þínum. Þú getur breytt
tilfinningalegri upplifun með því hvernig
þú talar um hana.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn einkennist af deyfð. Him-
intunglin hvetja vatnsberann til þess að
tjá sig af kostgæfni, ekki oft. Talaðu af
varkárni og hugsaðu áður en þú opnar
munninn. Þú þarft að finna réttu orðin
sem eiga við dýpt aðstæðnanna.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Himintunglin færa fisknum heppni í
formi svara, en það er undir honum kom-
ið að spyrja réttu spurninganna. Reyndu
að spyrja hvernig þú getir gert það sem
þú gerir af meiri ástríðu, eða aukið
spennu í lífi þínu? Hvernig kemstu á
næsta stig?
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Góð tenging milli Merkúrs
og Neptúnusar hjálpar
okkur við að ná sambandi
við okkar andlegu hliðar og smjúga inn
og út úr sviði ímyndunar, sýnar og
drauma. Listir, söngur, bænir og ljóð eru
tjáningarmáti sem brúar bilið á milli efn-
islegra og loftkenndra heima og fær aukið
vægi næstu daga.
Reykjavíkurakademían er félag sjálf-stætt starfandi fræðimanna með að-setur í JL-húsinu við Hringbraut.Akademían var stofnuð 1997 en nú
hefur verið stofnuð sjálfseignarstofnunin
Reykjavíkurakademían sem verður bakhjarl
starfseminnar. Formaður stjórnar hinnar nýju
stofnunar er Clarence Glad Ph.D.
Viðar Hreinsson er framkvæmdastjóri
Reykjavíkurakademíunnar: „Þegar starfsemin
var sett á laggirnar fluttu 10 manns inn í JL-
húsið, og höfðum við áhyggjur af því hvort við
gætum nýtt þá tylft skrifstofa sem við fengum til
afnota. Síðan þá hefur starfsemin heldur betur
aukist og starfa í dag við Reykjavíkurakadem-
íuna 80 fræðimenn á 56 skrifstofum,“ segir Við-
ar.
„Reykjavíkurakademían er í dag lifandi og öfl-
ugur vettvangur sjálfstætt starfandi fræði-
manna. Eftir mikið starf hefur tekist að koma
jafnvægi á reksturinn og þótti tímabært að þróa
starfsemina frekar til að nýta sem best þann
mannauð sem akademían býr að. Starfsemin hef-
ur nú verið færð í form sjálfseignarstofnunar og
verða starfandi fjórar rannsóknarstofnanir innan
þess ramma. Með þessu móti gefst kostur á að
nýta betur þann fjárstuðning sem starfsemin
nýtur í dag auk þess að sækja með markvissari
og skipulegari hætti fjármögnun í rannsóknar-
og þróunarsjóði.“
Miðstöð innflytjendarannsókna má fyrsta
nefna af þeim rannsóknarstofnunum sem starfa
munu innan Reykjavíkurakademíunnar: „Henni
mun ætlað að svara mjög brýnni þörf og efla
rannsóknir á þessu sviði sem vonandi nýtast til
markvissari stefnumótunar hins opinbera og að
komist verði hjá þeim mistökum sem aðrar þjóð-
ir hafa gert á þessu sviði,“ segir Viðar.
Ísland og ímyndir norðursins er heiti annarar
rannsóknarstofnunar: „Öflugur hópur innan aka-
demíunnar rannsakar ímyndir og ímyndarfræði
og stóð fyrir veglegri alþjóðlegri ráðstefnu um
þessi mál í vetur. Hópurinn hefur tekið al-
þjóðlega forystu sem þarf að viðhalda, og efla
rannsóknarsviðið enn frekar.“
Þá verður sett á laggirnar Stofnun um at-
vinnusögu og byggðasögu: „Með því móti verður
hægt að efla rannsóknir á fræðasviðinu og beina
í markvissari farveg,“ segir Viðar.
Loks er stofnunin Nýr vettvangur um íslenska
menningarsögu: „Vonir standa til að sú stofnun
komi með nýjar áherslur og krafta inn í menn-
ingar- og bókmenntasögurannsóknir á Íslandi.
Viljum við eiga í auknu samstarfi við fræðasetur
og stofnanir víða um land til að rannsaka betur
menningararf landsins.“
Reykjavíkurakademían hefur sett sterkan svip
á íslenskt fræðasamfélag frá upphafi: „Við viljum
taka virkan þátt í mótun þekkingarsamfélagsins
og auka hlut félags- og hugvísinda í samfélags-
umræðu og -mótun. Við Reykjavíkurakademíuna
starfar kraftmikill hópur sem hreinlega brennur
í skinninu að miðla sinni þekkingu.“
Vísindi | Reykjavíkurakademían sjálfseignarstofnun með sjálfstæðar rannsóknarstofnanir
Viðar Hreinsson
fæddist 1956 og ólst
upp á Hríshóli í Saur-
bæjarhreppi. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA
1975, BA í íslensku og
bókmenntafræði frá HÍ
1980 og Mag. art. í bók-
menntafræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla
1989. Viðar kenndi við
Manitobaháskóla 1992—
94. Hann hefur fengist við ýmis fræðistörf og
skrif og verið framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
akademíunnar frá september 2005. Viðar er
kvæntur Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur deildar-
stjóra og eiga þau fjögur börn.
Kraftmikið samfélag fræðimanna
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 klaufaskapur, 8
æpi, 9 æviskeiðið, 10 meis,
11 óheflaðan mann, 13
áma, 15 stafli, 18 storkar,
21 lúsaregg, 22 undirnar,
23 mergð, 24 glamraði.
Lóðrétt | 2 hlutdeild, 3
þræta, 4 bjart, 5 kraft-
urinn, 6 digur, 7 venda, 12
afreksverk, 14 ótta, 15
fíkniefni, 16 peningar, 17
út, 18 duglegur, 19 lofað,
20 væskill.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fjöld, 4 gepil, 7 úldin, 8 felur, 9 dún, 11 auðn, 13
hrái, 14 ýlfur, 15 barr, 17 æfir, 20 þrá, 22 lokka, 23 bifar, 24
rimma, 25 tuska.
Lóðrétt: 1 fjúka, 2 önduð, 3 dund, 4 Gefn, 5 pólar, 6 lerki, 10
úlfur, 12 nýr, 13 hræ, 15 bolur, 16 rekum, 18 fífls, 19 rorra,
20 þaka, 21 ábót.
1. e4 c5 2. f4 g6 3. Rf3 Bg7 4. d3 Rc6 5.
c3 d6 6. g3 Rf6 7. Dc2 Bg4 8. Bg2 Rd7 9.
0-0 Bxf3 10. Bxf3 0-0 11. Bg2 Hb8 12.
Be3 Dc7 13. a4 a6 14. Rd2 b5 15. axb5
axb5 16. h3 Rb6 17. Kh2 Hfc8 18. Hfc1
Dd7 19. Hf1 b4 20. Bg1 Hc7 21. Hfe1
Dc8 22. Bf2 Dd7 23. Bg1 e6 24. Hf1 De7
25. Hfe1 Df6 26. e5 dxe5 27. Re4 Dd8 28.
fxe5 bxc3 29. bxc3 Rxe5 30. Rxc5 Rbd7
31. Ra4 Dg5 32. Be3 Dh5 33. Bf4 Rg4+
34. Kh1 e5 35. Be3 Rxe3 36. Hxe3 Dg5
37. Df2 f5 38. Hee1 Kh8 39. Heb1 Hf8
40. Hb5 f4 41. g4 f3 42. Bxf3 Df4 43. Kg2
Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu
unglingamóti sem lauk fyrir skömmu í
Kirishi í Rússlandi. Sanan Sjugirov
(2.412) frá Rússlandi hafði svart gegn
landa sínum Alexander Kulikov (2.038).
43. … e4! 44. dxe4 Re5 45. Hf1 Hcf7 46.
Hxe5 Bxe5 47. Hh1 Dxf3+ og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.