Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sjónlistaverðlaun voru kynnt tilsögunnar í síðustu viku á Ak-ureyri, en verðlaunin eru samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistar- manna. Í kynningu á verkefninu kemur fram að markmið þess er að „veita verðlaun á sviði sjónlista og beina þannig sjónum að framúrskar- andi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og ís- lenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjón- listum og hvetja til faglegrar þekk- ingarsköpunar og bættra starfs- möguleika sjónlistamanna á Íslandi“. Þetta eru óneitanlega háleit markmið enda svo sannarlega tíma- bært að íslenskar sjónlistir séu hafn- ar til vegs og virðingar með þessum formlega hætti – ekki síst í ljósi þess að aðrar listgreinar eiga nú þegar hliðstæð verðlaun.    Það sem vekur þó helst athygli viðmarkmiðin er sú staðreynd að þannig virðist að verðlaununum staðið að full ástæða er til að ætla að þau geti staðið undir þessum vænt- ingum. Fyrst ber að nefna að pen- ingaverðlaun að upphæð tvær millj- ónir króna falla í skaut vinningshafa í hvorum flokki. Þetta er umtalsverð upphæð fyrir flesta sem starfa á sviði myndlistar eða hönnunar og getur hreinlega skipt sköpum fyrir viðkomandi við framleiðslu sýningar eða hönnunar sem nær þeim gæða- flokki að eftir sé tekið hér á landi eða erlendis. Sýningar sem ná hæsta gæðaflokki í öllu faglegu tilliti og umgjörð eru ekki algengar meðal ís- lenskra listamanna, enda eru þeir of oft augljóslega knúnir til að vinna ýmist af vanefnum eða við erfiðar og ófullnægjandi aðstæður – stundum jafnvel hvort tveggja. Annað sem skiptir miklu máli varðandi ný Sjónlistaverðlaun er sú staðreynd að ekki er einungis verið að skoða sýningar hér á landi, held- ur einnig sýningar íslenskra lista- manna erlendis. Íslenskir listamenn sýna í mjög auknum mæli á erlendri grundu, en þeim sýningum er lítt eða ekkert sinnt hér á landi nema í undantekningartilfellum. Því skiptir miklu að þeir sem sjá um tilnefn- ingar til verðlauna á borð við þessi fylgist vel með öllu sem fram fer – en ekki bara því sem er að gerjast í návígi hér heima. Áhersla á þekkingarsköpun er einnig eftirtektarverð þótt orðið sé reyndar í tísku um þessar mundir. Vonandi þó ekki hvað Sjón- listaverðlaunin varðar því ekki er vanþörf á umræðu, kynningu og fræðastarfi á sviði sjónlista í landi þar sem til að mynda er ekki gefið út eitt einasta listtímarit. Raunveruleg þekkingarsköpun verður – eins og margir hafa bent á – ekki til nema mat sé lagt á bæði list og hönnun frá sem flestum sjónarhornum; að fram komi greining á því sem skapað er og það sett í hugmyndafræðilegt, fé- lagslegt og fagurfræðilegt sam- hengi. Eins og umræðu um listir og hönnun er háttað hér á landi í dag er þessi þekkingarsköpun ekki til stað- ar. Ef vel tekst til má gera ráð fyrir að Sjónlistaverðlaunin og þekking- arsköpun þeim tengd auki gæði á báðum sviðum umtalsvert.    En – munu þá einhverjir spyrja –er þá hægt að tala um gæði á sviði sjónlista, snúast sjónlistir ekki fyrst og fremst um smekk? Í hátíð- arræðu Roni Horn, bandaríska lista- mannsins sem Íslendingum er að góðu kunn, við útskrift nemenda Listaháskóla Íslands á dögunum ræddi hún m.a. um gildi gæða í list- um. Horn bendir á að alþjóðleg við- skipti með myndlist hafi þróast á þann veg að verð á listaverkum hafi náð stjarnfræðilegum upphæðum. „Um leið og efnahagslegt verðmæti lista eykst geta þær – þótt það hafi ekki verið ætlunin – orðið betra tól til að sýna pólitíska og siðferðilega ábyrgð. Þetta á ekki síst við í þeim listgreinum er ná til fjöldans svo sem kvikmyndir, tónlist og bók- menntir. Um leið verður þó til óæskileg hliðarverkun, í það minnsta í myndlist; nefnilega lít- illækkun merkingar í list. Hún er af- leiðing þessa nýja fyrirbrigðis, þess- arar ýktu hlutgervingar,“ sagði Roni Horn. Hún hnykkti síðan á orð- um sínum með því að fullyrða að innan listheimsins væri stærstur hluti þess „sem framleitt er í dag einungis til vegna þess að hægt er að selja það. Mjög lítið af því sem er til hefur kviknað af þörf einstakra listamanna. Þegar listamaður lætur áhorfendur sína stýra sér mótast verk hans alltaf af málamiðlun“.    Svo mörg voru þau orð Horn erlutu að hættum þeim er bíða listamanna á markaðstorgi því þar sem viljinn til að láta peningana vinna fyrir sig ræður ferð en list- rænt innsæi, fagurfræði og hug- myndafræðileg gildi eru fyrir borð borin. Listinni verður sem sagt ekki þjónað með merkingarlausu yfir- borði þótt einhverjir láti glepjast og borgi fyrir það peninga. Gæðin hljóta að vera sú innistæða sem skapar hinn raunverulega auð – í það minnsta í menningarlegum skilningi. Spornað við lítillækkun merkingar í list ’Þegar listamaður læturáhorfendur sína stýra sér mótast verk hans alltaf af málamiðlun.‘ Morgunblaðið/Einar Falur Unnið við uppsetningu verksins „Þetta er ég, þetta ert þú“ eftir Roni Horn fyrir sýningu í i8 árið 2003. Verkið er sett saman úr 96 andlitsmyndum af táningsstúlkunni Georgiu Loy, systurdóttur listakonunnar. fbi@mbl.is AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir NÝ SÝNING á verkum Sveins Björnssonar málara verður opnuð í dag í Sveinssafni í Krýsuvík. Yfir- skrift sýningarinnar er „Siglingin mín“ og fjallar um siglinguna út á mið sköpunarvinnunnar, stef sem iðulega var að finna í verkum Sveins. Sýningartími Sveinssafns hefst árlega með vormessu í Krýsuvík- urkirkju og lýkur í október á haust- messu. Sveinn málaði altaristöflu kirkjunnar og er hún sett upp að vori en tekin niður að hausti og færð á sinn vetrarsess í Hafnarfjarð- arkirkju. „Safnið var formlega stofnað 1988 á eins árs dánarafmæli listamanns- ins. Safnið hefur aðstöðu á tveimur stöðum: annars vegar í Hafnarfirði þar sem mörg verk hans og gögn eru geymd, og hins vegar í Krýsu- vík þar sem Sveinn hafði vinnustofu sína,“ segir Erlendur Sveinsson, sonur listamannsins. „Safnið er gríðarstórt í verkum talið, og inniheldur 8000 verk þegar smæstu myndir eru taldar með. Þar á meðal er fjöldi verka eftir aðra listamenn sem Sveinn safnaði.“ Sýningaraðstaðan í Krýsuvík er tvískipt: „Annars vegar er húsið sjálft sem við höfum reynt að halda í því horfi sem Sveinn skildi við það. Það hefur yfir sér þann skemmti- lega blæ að virðist sem listamað- urinn hefi rétt brugðið sér frá,“ seg- ir Erlendur. „Þá innréttuðum við tvö sýningarherbergi og gang á fyrstu hæð þar sem haldnar eru breytilegar sýningar, og er sýningin sem nú verður opnuð sú fjórða frá upphafi, en skipt er um sýningu á tveggja ára fresti.“ Kynngimagnað andrúmsloft Erlendur segir safnið vekja tölu- verða athygli: „Við verðum vör við að fólki finnst áhugavert að stíga inn í þennan heim sem finna má inn- an veggja safnsins, eftir að hafa skoðað kynngimagnaða náttúruna sem er allt um kring. Í safninu má finna undraveröld, en um leið skynja umhverfið gegnum glugga hússins, eins og listamaðurinn virti það fyrir sér þegar hann vann verk sín. Það vekur oft miklar tilfinn- ingar hjá fólki þegar það upplifir þetta í fyrsta sinn.“ Sveinn Björnsson átti áhugaverð- an feril en hann fór fyrst til sjós 14 ára gamall: „Hann var ungur orðinn helsta fyrirvinna fjölskyldunnar, því foreldrarnir skildu og móðirin var með mikinn barnahóp. Í stríðinu sigldi Sveinn á Skaftfellingi og lenti í ýmsum ævintýrum en hann lauk námi frá Stýrimannaskólanum 1948, um það leyti sem nýsköpunartog- ararnir streyma til landsins. Hann hafði engan áhuga á myndlist en var staddur á hafmiðum veturinn 1949 þegar hann virti fyrir sér ísrekið og varð fyrir vitrun, að segja má, og hóf að teikna á dýptarmælispappír. Eftir það varð ekki við neitt ráðið og fyrr en varði var hann farinn að taka með sér striga um borð og mála á frívöktum, skipsfélögunum oft til mikillar mæðu,“ segir Erlend- ur frá. Árið 1954 ákveður Sveinn að fara í land til að geta sinnt listinni betur. Sama ár hélt hann sína fyrstu sýn- ingu í Listamannaskálanum. Hann gekk til liðs við lögregluna í Hafn- arfirði, en málaði á kvöldin og á frí- dögum. „Hann náði ekki að mennta sig nema einn vetur, við Listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn 1956 til 1957. En hann sagði alltaf að sjórinn hefði verið sín akademía, því sjómennsk- an kenndi honum að vinna.“ Myndlist | Sveinssafn í Krýsuvík opnar sýninguna „Siglingin mín“ „Sjórinn var mín akademía“ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Sveinssafn er opið fram í október, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði frá 13 til 17.30. Þá er tekið á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Ekki er erfitt að finna Sveinssafn, og blasir blátt húsið við, skammt frá Grænavatni. Verkið „Á leiðinni til guðs“ eftir Svein Björnsson, 1975–1980. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinn Björnsson listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.