Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 62

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ hafa hana ennþá lágstemmdari. En þarna eru líka lög sem eru nokkuð hress og platan þróaðist nokkuð með- an á upptökuferlinu stóð. Þegar við vorum að æfa lögin komu hljóðfæra- leikararnir með margar skemmti- legar hugmyndir og viðbætur sem breyttu lokaútgáfu sumra laganna.“ Þroskaðri tónlistarkona – Hvernig valdirðu hljóðfæraleik- arana á plötuna? „Þetta var búinn að vera svolítill hausverkur en svo ákvað ég að tala við Kidda sem hjálpaði mér á fyrri plötunni og hann benti mér strax á þá bræður, Börk og Daða Birgissyni og svo Kristin Snæ sem leikur á tromm- ur: Það myndaðist strax mikil vinátta á milli okkar og samstaða þannig að þetta gekk eins og í sögu.“ – Hvað varstu lengi að taka plöt- una upp? „Eiginlega allt síðasta sumar. Byrjuðum í júní og lukum henni í lok ágúst en höfum síðan verið að hljóð- blanda og tónjafna í rólegheitum. Fyrsta lagið var hins vegar samið fyr- ir tveimur árum, stuttu eftir að fyrsta plata mín Standing Still kom út.“ – Heyrirðu mikinn mun á plöt- unum tveimur? „Já, ég heyri mikinn mun. Þessi plata er mun þroskaðra verk. Ég hef náttúrlega þroskast sjálf á þessum rúmu tveimur árum og svo hef ég þróað þessa tónlist með mér mjög lengi.“ Damien Rice – Textarnir á plötunni eru mjög persónulegir. Finnst þér erfitt að syngja um persónulega hluti eða er það þér óumflýjanlegt? Tónlistarkonan Lára Rúnars-dóttir hefur á undanförnumárum getið sér gott orð fyr-ir bæði fallega og persónu- lega tónlist. Lára á ekki að baki lang- an feril á poppsviðinu þó að hún hafi leikið tónlist frá unga aldri en óhætt er að segja að hún hafi listgreinina í blóðinu enda dóttir tónlistarmannsins Rúnars Þórissonar sem einnig gaf út plötu fyrir stuttu. Lára semur og syngur öll lögin á nýju plötunni en henni til aðstoðar með flutninginn voru nokkrir af færustu hljóðfæra- leikurum landsins; Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson, Kristinn Snær Agnarsson, Pétur Sigurðsson og Sigurður Flosason auk þess sem Írinn, Damien Rice syngur með Láru í laginu „Why“. Lágstemmd plata Hljómplatan ber hið mótsagna- kennda nafn Þögn og Lára er fyrst beðin um að útskýra nafngiftina: „Ég samdi lag sem ég kallaði „Þögn“ og er afar persónulegt lag. Í kjölfarið skrifaði amma mín ljóðræna klausu um merkingu þagnarinnar – og birtist í umslaginu sem fylgir plöt- unni – og í framhaldinu ákvað ég að gera plötu sem fjallaði með einum eða öðrum hætti um þögnina. Platan er lágstemmd og þögnin er ávallt mjög nálæg á plötunni. Mér finnst þögnin geta verið mjög máttug ef hún er not- uð á réttum stöðum.“ – Var það alltaf hugmyndin að hafa plötuna lágstemmda, eins og þú seg- ir? „Já, og ég ætlaði meira að segja að „Ég hugsa aldrei um áheyrendur eða plötukaupendur þegar ég sem texta. Það er að vísu eitt lag á plöt- unni sem kallast „Í síðasta sinn“ sem mér fannst of persónulegt en þegar ég reyndi að breyta textanum varð hann bara asnalegur. Tónlistin er minn sálfræðingur og mér tekst að losa um alla spennu þegar ég sem tónlist. Ég held að það sé heldur ekki á mínu valdi að hætta að spila per- sónulega tónlist. Ég gæti hins vegar hætt að gefa hana út.“ – Damien Rice syngur með þér í einu lagi á plötunni, hvernig kom það til? „Við héldum pínkulitlu sambandi eftir tónleikana í NASA í hitteðfyrra þar sem ég hitaði upp fyrir hann og einn daginn ákvað ég bara að slá til og spyrja hvort hann hefði áhuga á að syngja með mér á plötunni. Hann ætlaði að gera þetta þegar hann var hér að spila á Hætta! tónleikunum í Höllinni en var svo ekki í neinu stuði þá. Í staðinn bauð hann mér að koma til Írlands sem og ég gerði vikuna eft- ir og þá tókum við lagið upp.“ Tónleikar í LA – Myndirðu segja að þetta væri sumarplata? „Nei, alls ekki. Hún hljómar eflaust betur í skammdeginu. Nei, nei, það eru þarna lög sem eiga vel við í sól- inni.“ Lára hyggur á nokkuð tónleika- hald í kjölfar útgáfunnar á plötunni en fyrst ætlar hún að skella sér til Los Angeles í tvær vikur þar sem hún mun leika á nokkrum tónleikum sem kunningi hennar þar ytra skipulegg- ur. Útgáfutónleikarnir hér á landi verða svo fljótlega eftir að hún kemur heim eða 15. júní í Iðnó þar sem þeir hljóðfæraleikarar sem spila á plöt- unni hyggjast koma fram með Láru. Tónlist | Lára Rúnarsdóttir sendir frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið Þögn Máttur þagnarinnar Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Þögnin er Láru Rúnarsdóttur áleitin á nýju plötunni sem kom út á dögunum. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! eee H.J. Mbl X-MEN 3 kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára The DaVinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Rauðhetta kl. 2 (400 kr) Saltkráka 4 kl. 4 (400 kr) Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL LEITIÐ SANNLEIK www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga HEIMSFRUMSÝNING LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! VINSÆLAST eee S.V. MBL. 50.000 gestir! X-Men 3 kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 12, 6 og 8 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 12, 2 og 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 12 og 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.