Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁTÖK Í KABÚL
Til mikilla óeirða kom í Kabúl,
höfuðborg Afganistans, í gær eftir
að bandarískur hervagn lenti í
árekstri við fólksbíl. Lést einn mað-
ur eða fleiri í slysinu. Hrópaði fólkið
ókvæðisorð að bandarískum her-
mönnum og afgönskum og sagt er,
að 14 hafi legið í valnum áður en
lauk. Útgöngubann var í borginni í
nótt og í ávarpi Hamid Karzai, for-
seta landsins, hvatti hann fólk til
stillingar og kenndi „undirróð-
ursmönnum“ um ólætin.
Vilhjálmur borgarstjóri
Sjálfstæðismenn og framsókn-
armenn ákváðu í gær að mynda
meirihluta í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti sjálfstæðismanna, verður borg-
arstjóri og Björn Ingi Hrafnsson,
Framsóknarflokki, verður formaður
borgarráðs. Þetta er í fyrsta sinn
sem tveir flokkar mynda meirihluta í
borgarstjórn.
Viðræðuslit á Akureyri
Samfylkingin á Akureyri sleit í
gær viðræðum um myndun meiri-
hluta með Vinstri grænum og Lista
fólksins og fór í stað þess fram á að
ræða við Sjálfstæðisflokk um mögu-
legt samstarf á kjörtímabilinu.
1.400 síldartonnum landað
Sigurður VE hefur landað norsk-
íslenzkri síld tvívegis nú á nokkrum
dögum, fyrstur íslenzkra skipa.
Hann landaði tæpum 1.400 tonnum í
Krossanesi á laugardag og síðan um
1.500 tonnum, eða fullfermi, á sama
stað í gærkvöldi.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Menning 23
Fréttaskýring 8 Umræðan 24/29
Úr verinu 13 Forystugrein 26
Viðskipti 14/15 Minningar 30/36
Erlent 16/17 Dagbók 40/43
Heima 18 Víkverji 40
Austurland 19 Velvakandi 41
Akureyri 20 Staður og stund 42
Landið 20 Ljósvakamiðlar 50
Suðurnes 21 Veður 51
Daglegt líf 22/23 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
FRUMVARP iðnaðarráðherra um
Nýsköpunarmiðstöð atvinnuveganna
var afgreitt með smávægilegum
breytingum úr iðnaðarnefnd í gær.
Varaformaður nefndarinnar segir
ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa
metið það svo að ef málið yrði ekki af-
greitt í gær gætu öll mál ríkisstjórn-
arinnar verið í uppnámi.
Fjallað var um málið á þingflokks-
fundi hjá Sjálfstæðisflokki í hádeginu
í gær, en þar kom fram að formenn
ríkisstjórnarflokkanna og ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins legðu á það
mikla áherslu að málið yrði afgreitt
úr iðnaðarnefnd sem fyrst, segir Ein-
ar Oddur Kristjánsson, varaformað-
ur nefndarinnar.
„Það lá fyrir frá ráðherrum Sjálf-
stæðisflokksins að þeir teldu það
gríðarlega þýðingarmikið að þetta
mál yrði tekið út [úr nefndinni] núna,
og ekki seinna en núna. Þeir mátu
það svo að annars gætu öll mál rík-
isstjórnarinnar verið í uppnámi,“ seg-
ir Einar Oddur.
„Ég mælti mjög gegn þessu, ég
taldi það mjög rangt að taka málið út
[úr nefndinni]. Ég reikna með að það
hafi hinar verstu afleiðingar og muni
tefja sumarþingið gríðarlega,“ sagði
Einar Oddur. Hann segist hafa lagt
það til að málið yrði látið bíða þar til á
haustþingi, en þegar ljóst var að svo
yrði ekki hafi hann dregið sig í hlé og
ákveðið að sitja ekki fund iðnaðar-
nefndar þar sem málið var afgreitt.
Spurður hvers vegna svo mikil
áhersla hafi verið lögð á það að af-
greiða málið nú segir Einar Oddur:
„Ég veit að það var krafa frá fram-
sóknarmönnum.“ Hann sagðist þó
vita að það tengdist á engan hátt við-
ræðum Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks um meirihlutasamstarf
í Reykjavík. „Ég tel það fráleitt, og
veit að svo er ekki. Ég veit bara að
iðnaðarráðherra hefur knúið á um
þetta og talið öllu skipta að þetta
verði afgreitt. Um það snýst þetta.“
Þrenns konar breytingar
Birkir J. Jónsson, formaður iðnað-
arnefndar, staðfestir að þrýstingur
hafi verið á það af hálfu forystu-
manna stjórnarflokkana að málið yrði
afgreitt úr nefndinni. „Hér er um
stjórnarfrumvarp að ræða og það er
auðvitað metnaður þingflokks og ráð-
herra að þau stjórnarfrumvörp sem
lögð eru fyrir þingið fái þinglega með-
ferð og umræðu í þinginu.“
Birkir segir að smávægilegar
breytingar hafi verið gerðar á frum-
varpinu í iðnaðarnefnd. Í fyrsta lagi
til að greina á milli fagsviða rann-
sókna og ráðgjafar, með því að setja
framkvæmdastjóra yfir hvort svið. Í
öðru lagi með því að skipuð verði ráð-
gjafarnefnd sem verði forstjóra og
ráðherra til ráðgjafar um framtíðar-
skipulag tæknirannsókna á Íslandi.
Þriðja breytingin sem gerð var var
ákvæði sem sett var inn til bráða-
birgða um að skipuð verði nefnd til að
meta besta rekstrarform starfsem-
innar, en hún á að skila niðurstöðu
fyrir árslok 2008.
Alþingi kemur saman á ný í dag
eftir hlé sem ákveðið var að taka fram
yfir sveitarstjórnarkosningar.
Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis í gær
Hefði getað sett öll mál rík-
isstjórnarinnar í uppnám
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Einar Oddur
Kristjánsson
Birkir J.
Jónsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt 18 ára pilt í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
líkamsárásir og fíkniefnabrot. Ann-
ar 18 ára gamall piltur var í málinu
dæmdur í 250 þúsund króna sekt
fyrir aðild að líkamsárás og önnur
brot.
Sparkaði í liggjandi mann
Piltarnir voru m.a. báðir fundnir
sekir um að hafa ráðist á mann í
Garðabæ í júlí 2005. Annar pilt-
urinn sló manninn í höfuð og
skrokk og hinn sparkaði í hann
liggjandi. Sá síðarnefndi var einnig
ákærður fyrir að hafa ráðist á
stúlku í desember sl., hrint henni
þannig að hún féll í jörðina og
sparkað í höfuð stúlkunnar þar sem
hún lá á jörðinni.
Í dómnum segir, að það sé metið
piltinum til þyngingar refsingar, að
hann sparkaði tvívegis í liggjandi
mann, sem sé lítilmannlegt, og
einnig í höfuð stúlkunnar, sem geti
verið mjög hættulegt auk þess að
vera fólskulegt. Hins vegar beri að
líta til ungs aldurs piltsins og var
hann því dæmdur í 3 mánaða fang-
elsi. Dómurinn ákvað jafnframt að
skilorðsbinda refsinguna með tilliti
til þess, að pilturinn var ekki fullra
18 ára þegar hann framdi verkn-
aðinn og hann hefur leitað sér sál-
fræðilegrar aðstoðar vegna hegð-
unarvandamála og misnotkunar
áfengis.
Guðmundur L. Jóhannesson hér-
aðsdómari dæmdi málið. Anna
Svava Þórðardóttir fulltrúi sýslu-
mannsins í Hafnarfirði sótti málið.
Í fangelsi fyrir
líkamsárásir
HALLDÓR Ásgrímsson for-
sætisráðherra átti í gær fund
með forsvarsmönnum Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja
(SBV) um íbúðalánamarkaðinn
hér á landi. Bjarni Ármanns-
son, forstjóri Glitnis banka og
formaður stjórnar SBV, og
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans og vara-
formaður stjórnar SBV, sátu
fundinn fyrir hönd samtak-
anna.
Samkvæmt upplýsingum frá
forsætisráðuneytinu var fund-
urinn gagnlegur og áfram verð-
ur unnið í málinu.
Í febrúar sl. var stýrihópi fé-
lagsmálaráðherra um íbúða-
lánamarkaðinn falið að efna til
víðtæks samráðs um hlutverk
og aðkomu stjórnvalda að
íbúðalánamarkaðinum. Í síð-
asta mánuði skilaði hópurinn
áfangaáliti um að rétt væri að
þróa hlutverk Íbúðalánasjóðs í
átt til hlutverks svonefnds
íbúðabanka á íbúðamarkaði.
Fundað með
bönkunum
um íbúðalán
SUMARIÐ er komið til
Akureyrar. Fyrsta
skemmtiferðaskip ársins,
Mona Lisa, lagðist að
bryggju í höfuðstað Norð-
urlands í gærmorgun og
þó ekki sé hægt að segja
að sólbaðsveður hafi verið
á erlendan mælikvarða
var veðrið ágætt. Á meðan
farþegar Monu Lisu spók-
uðu sig í miðbænum og
skoðuðu lystigarðinn léku
frænkurnar Hildur og
Fjóla sér að því að vaða í
Gleránni með hundinum
Pjakki í grennd við heim-
ili annarrar þeirra við
Skarðshlíð. „Hann er eig-
inlega að koma í vatn í
fyrsta skipti,“ sagði Hild-
ur, sem á Pjakk. „En við
erum vanar að leika okk-
ur í vatni, til dæmis í Ey-
vindaránni með öðrum
hundi, Tínu, sem afi henn-
ar á en hann er frændi
minn,“ sagði Fjóla. „Hann
stingur trýninu alltaf ofan
í vatnið; það er eins og
hann sé að berjast við
vatnið,“ bætti hún svo við
um Pjakk. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sumarið komið til Akureyrar