Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 18

Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 18
Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is LEGUR í bíla og tæki • Kúlulegur • Keflalegur • Keilulegur • Nála- og línulegur • Flans- og búkkalegur E in n t v e ir o g þ r ír 31 .2 94 Miðbær | Barist er um borðin á útiveitingastöðum í miðbænum á góðviðrisdögum og kaffihúsa- lífið líkist stórborgum. Rólegt var yfir Skólavörðustígnum daginn sem þessi mynd var tekin. Vinkonurnar Hildur og Hugrún létu fara vel um sig fyrir utan Mokka og sötruðu kakó. Allar áhyggjur hvers- dagsins hurfu eins og dögg fyr- ir sólu. Morgunblaðið/Ásdís Kakóbolli á Mokka Kaffihús Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Bæjarstjórnarkosningar eru afstaðnar. Ró og friður færist aftur yfir mannlífið, eft- ir að tveir listar tókust drengilega á um að ná hylli kjósenda. D-listinn hélt meirihluta sínum sem hann hefur gert lengi og heldur um stjórnvölinn næstu 4 árin. Erla Frið- riksdóttir sem tók við starfi bæjarstjóra sl. sumar mun gegna starfinu áfram næsta kjörtímabil. Kosningaloforð voru gefin kjósendum og nú reynir á bæjarstjórn að efna þau. Meðal annars á að byggja nýtt húsnæði yfir Amtbókasafnið, byggja við Grunnskólann svo allur skólinn og tónlist- arskólinn verði undir sama þaki. Byggja á nýja smábátahöfn til að anna aukinni um- ferð skemmtibáta og skúta. Allt kostar þetta peninga. Öflugt atvinnulíf er örugg- asta leiðin til að afla tekna fyrir bæjarsjóð. Atvinnufyrirtækin eru undirstaða sam- félagsins. Eins og fyrr þarf að bæjarstjórn að veita þeim stuðning eins og hægt er og um leið að greiða fyrir því að ný fyrirtæki sjá fýsilegan kost í að nema hér land.    Kjörsókn í Stykkishólmi var sérstaklega góð í bæjarstjórnarkosningunum á laug- ardag. Á kjörskrá voru um 800 manns og alls kusu 92,5% íbúa á kjörskrá. Það kemur mér ekki á óvart að hér hafi verið ein besta kosningaþátttaka á landinu. Ástæðan er líklega sú að hér eru íbúar áhugasamir um bæjarmálin og vilja leggja sitt að mörkum til að hafa þar áhrif á.    Nú er vor um Breiðafjörð og hafinn er annatími hjá eyjabændum. Þeir þurfa að sinna varpi og sauðburði. Æðarkollan er sest upp og aðrir fuglar farnir að verpa. Um helgina voru tínd fyrstu ritueggin. Þetta er tími sem eyjabændur búnir að bíða eftir á dimmum vetrardögum. Það er mikil endurnæring að komast út í eyjar og hvíla sig frá hinu daglega amstri.    Eitt umsvifamesta fyrirtækið í Stykkis- hólmi er Skipavík hf. Í vetur hefur drátt- arbraut félagsins verið endurbætt fyrir tugi milljóna króna. Hægt verður að taka upp skip sem vega allt að 350–370 þunga- tonn. Næg verkefni eru framundan í slippnum og eru pantaðar upptökur fyrir báta langt fram á haust. Það eru einkum út- gerðir báta af Snæfellsnesi og Vestfjörðum sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Úr bæjarlífinu STYKKISHÓLMUR EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA 2.200 fermetrar að flat- armáli. Sveinbjörn Sig- urðsson ehf. er eigandi Jóhannes Jónsson íBónus tók fyrstuskóflustungu að nýrri verslunarmiðstöð á Akranesi við Þjóðbraut og hefur verslunarmið- stöðin einnig verið nefnd Þjóðbraut. Í bygging- unni verður að stærstum hluta Bónusverslun í vesturenda ásamt sér- verslunum í austurenda, sem hafa allar sameig- inlegt aðgengi úr mið- kjarna verslunarmið- stöðvarinnar. Auk þess verður á lóðinni bensín- og olíuafgreiðslustöð Orkunnar. Bygginginn verður um húsnæðisins og hefur umsjón með allri hönnun og verkframkvæmd. Verslunarmiðstöðin Þjóðbraut rís á Akranesi E ins og alltaf unnu allir flokkarnir sigur í sveitar- stjórnarkosningunum, jafnvel þó að þeir töpuðu fylgi. Davíð Hjálmar Har- aldsson yrkir: Formenn tjá sig flokkum hjá, frasana við kunnum: „Úrslitunum una má.“ „Ólíkt betr’en nokkur spá.“ „Varnarsigur öruggan hér unn- um.“ Sumir flokkarnir mið- uðu árangur sinn við skoðanakannanir. Hjálm- ar Freysteinsson yrkir: Notalegt er nú að sjá nægjusemina í mönnunum. Sumir unnu sigur á svörtustu skoðanakönnunum. Friðrik Steingrímsson leggur út af sama tilefni: Nú er fjör það seg’ég satt sýnast allir vinir, jafnvel þeir sem fóru flatt fagna eins og hinir. Kosningasigur pebl@mbl.is Hólmavík | Tólf ára strákur á Hólmavík, Daníel Birgir Bjarnason, sigraði í dægur- lagasamkeppni fyrir bæjarhátíðina Ham- ingjudaga á Hólmavík sem haldin verður dagana 29. júní til 2. júlí. Lag sitt nefnir Daníel „Á hamingjudögum“ og var það flutt af Bjarna Ómari Haraldssyni og Að- alheiði Lilju Bjarnadóttur. Ellefu lög kepptu um að verða ham- ingjulagið í ár og komu fram mörg bráð- skemmtileg og vel gerð lög, að því er fram kemur á strandir.is. Troðfullur salur af fólki fylgdist með og allir skemmtu sér konunglega. Höfundar komu fram undir dulnefnum þar til kosningu var lokið, en áhorfendur 12 ára og eldri kusu sigurlagið eftir að hafa heyrt lögin flutt. Tólf ára lagahöfundur sigraði Njarðvík | Reykjaneshöfn hefur leyst til sín meltutankana sem hafa verið að grotna niður við Njarðvíkurhöfn undanfarin ár og er vinna hafin við að rífa þá. Tankarnir við Njarðvíkurhöfn hafa ekki verið í notkun í allmörg ár og hafa verið lýti á umhverfinu. Bæjaryfirvöld hafa haft áhuga á að láta fjarlægja tankana en ekki hafa náðst um það samningar við eigendur þeirra, fyrr en nú að Reykjaneshöfn tók til baka lóðina og keypti eignirnar sem á henni eru. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnar- stjóra borgar höfnin 11 milljónir kr. fyrir eignirnar, það er fyrir tankana og fasteign sem þar er. Einnig fá eigendurnir lóð í Helguvík. Strax var gengið til samninga við Hring- rás um að fjarlægja tankana og þar sem fyrirtækið var með tæki tilbúin í Reykja- nesbæ var hægt að hefja verkið strax. Áætlað er að um 500 tonn af málmi séu í þessum sjö tönkum. Tankarnir í Njarðvík fjarlægðir ♦♦♦ Vestmannaeyjar | Um hvítasunnuna standa stofnanir Vestmannaeyjabæjar fyr- ir fjölskyldudagskrá með stuðningi margra aðila. Markmiðið er að efla og hveta fjölskylduna til enn frekari samveru. Meðal þess sem er í boði, eru göngur, íþróttir, leikir, myndlist, tónlist, skák, spranga og tuðruferðir. Fjölmargt annað er í boði, jazzhátíð, Sjóstangaveiðimót, golfmót og Eyja fest - tónleikar. Fjölskylduhelgi í Vestmannaeyjum Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.