Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Þorvarð-arson fæddist á Egilsstöðum 10. apr- íl 1989. Hann lést um miðjan maí. Foreldr- ar hans eru Þor- varður Stefánsson fyrrverandi bóndi í Brekkugerði í Fljótsdal og Sigríð- ur Bergþórsdóttir frá Hjarðahlíð í Skriðdal. Þau eru nú búsett á Egilsstöð- um. Bræður Péturs eru: Jón Þór, bóndi á Glúms- stöðum í Fljótsdal, kona hans er Margaret Anne Johnson, börn þeirra eru Sigurður Max og Embla Líf. Andrés bifvélavirki, búsettur á Akureyri, kona hans er Hulda Ósk Harðardóttir, börn þeirra eru Sindri, Tara Lind og Tinna Rut. Hafþór tækjamaður, búsett- ur í Reykjavík, unn- usta hans er Helena N. Wolimbwa. Jörg- en Sveinn, mennta- skólanemi á Egils- stöðum. Pétur var mjög fjölhæfur og efnileg- ur íþróttamaður, einnig var hann mik- il félagsvera og hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann var. Pétur var nemandi í Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Útför Péturs verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Útvarpað verður frá athöfninni í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Að kvöldi sunnudagsins 14. maí barst mér sú frétt að Péturs frænda míns væri saknað og væru björgun- arsveitir þegar byrjaðar að leita. Pétur hafði farið úr veislu sem haldin var á Grímsstöðum á Fjöllum laug- ardagskvöldið 13. maí og hugðist komast til Egilsstaða þá um nóttina. Ég fylgdist með framvindu leitarinn- ar í stjórnstöð björgunarsveitarinnar á Héraði og var fljótlega ljóst að um mjög viðamikla leit yrði að ræða. Á mánudagsmorguninn fór ég ásamt björgunarsveitarfólki norður í Grímsstaði til að taka þátt í leitinni. Allan daginn var að tínast að björg- unarsveitarfólk og einnig mikið af sjálfboðaliðum en þar voru m.a. komnir vinir og félagar Péturs til að taka þátt í leitinni. Svo leið hver dag- ur eftir annan og ekkert spurðist til Péturs, voru þetta mörgum erfiðir dagar. Leitað var dag og nótt nánast alla vikuna en það var sem jörðin hefði gleypt hann, en svo á laugar- deginum 19. maí fundust spor ca 35 km austur af Grímsstöðum við svo- kallaða Selárbotna. Var öllum leitar- mönnum stefnt á þetta svæði og var það leitað við frekar slæm skilyrði fram á nótt og síðan var haldið áfram morguninn eftir, en það var svo um kvöldið sem Pétur fannst með hjálp leitarhunds frá Héraði. Í þessari leit var mér ljóst hvað við Íslendingar eigum frábært björgun- arsveitarfólk sem er tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu við að hjálpa öðr- um. Eiga allir þeir sjálfboðaliðar og björgunarsveitarfólk sem að leitinni komu miklar þakkir skildar. Einnig vil ég þakka prestunum okkar á Héraði fyrir þeirra stuðning en hann var mörgum ómetanlegur. Að lokum er hér ljóð, Kveðja heim úr óbyggðum, í minningu Péturs Þorvarðarsonar, sem góð vinkona okkar samdi í tilefni þessa hörmu- lega atburðar. Ég í óbyggðum villtist um vorfagra nótt, og fann ekki leiðina heim. í hjarta mér óttinn, allt var svo hljótt. Hugurinn leitaði heim. Himinn og hamrar runnu í eitt ég hvíldist við einmana stein. Er sótti að mér svefninn, ég sofnaði rótt þá í huganum kominn var heim. Ef þú svefnvana vakir um vorbjarta nótt og hugur þinn leitar til mín. Ég sefa þinn huga, svo sofnir þú rótt í svefni kem ég til þín. (S.H.) Við kveðjum nú Pétur og þökkum honum fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hans þessi ár. Mikið mun- um við fjölskyldan sakna þess að hitta hann ekki framar og sjá bjarta brosið hans sem lýsti upp umhverfið og veitti alltaf birtu og yl í hjörtu okkar. Elsku Vassi, Sigga, Jón Þór, Andrés, Hafþór, Jörgen og fjölskyld- ur, megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum, minning Pét- urs er ljós í lífi okkar. Þorsteinn Óli og fjölskylda. Það er sólríkur sumardagur, hlýtt og nærri of gott veður til að standa í garðslætti. Fótbolti kemur svífandi yfir limgerðið úr næsta garði. Skömmu síðar stingur glóbjartur kollur sér í gegn um gat á limgerðinu og dugnaðarlegur strákhnokki er óð- ar kominn á sprett á eftir boltanum. Þegar fundum þeirra ber saman, fær boltatuðran það óþvegið og eru henni ekki vandaðar kveðjurnar fyrir þetta gönuskeið út af leikvanginum. Á ör- skotsstundu eru svo strákhnokkinn og boltinn aftur horfnir í gegn um limgerðið og leikurinn hefst að nýju. Ég held áfram að raka lóðina og brosi út í annað að knattspyrnu- hetjum framtíðarinnar. En skjótt skipast veður í lofti. Þetta minningarbrot er eitt af mörg- um sem kemur upp í hugann þegar Pétur Þorvarðarson nágranni okkar er nú kvaddur hinstu kveðju. Það er ef til vill ekki hægt að segja að við kynntumst mikið þó við hjónin sæj- um hann vaxa úr grasi ár frá ári. Boltinn kom líka æ sjaldnar í gegn- um limgerðið og kappleikir fluttust á stærri velli. Ávallt fór þó vel á með okkur og glaðlega og hressilega heilsaði hann þegar leiðir lágu sam- an. Þannig hyggjum við líka að flestir minnist hans. Jafnaldrar og félagar sem og yngri skólasystkin eru harmi slegin og sakna vinar í stað. Mestur er þó missir foreldra, bræðra og fjöl- skyldu hans og þeim sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um þennan dug- mikla dreng verða jafn björt og gló- kollurinn hans var í æsku. Stefán, Anna Björk og Stefán Númi. Á þessari sorgarstund viljum við, nokkrir af vinum Péturs, minnast hans með örfáum orðum. Pétur var alltaf mjög góður og traustur vinur og sama hvernig ástandið var fékk hann alltaf fram bros á vör hjá manni. Hann var með lífsglöðustu mönnum sem við þekkt- um. Pétri fylgdi alltaf fjör og gleði, enda var hann með stórt hjarta eins og hann sagði. Pétur vitnaði oft í Bob Marley, eins og til dæmis; „every little thing is gonna be alright“. Stev- en Seagal var ein af stóru stjörnun- um hjá Pétri enda stofnaði hann fé- lag sem hann kallaði Steven Seagal- félagið. Með Pétri er látinn góður vinur. Vinur sem við munum minnast alla ævi með hlýhug og söknuði. Við vottum fjölskyldu Péturs okk- ar innilegustu samúð. Árni, Brynjar, Ingimar Flóvent, Ingimar Hrímnir og Marinó Flóvent. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem.) Elsku Pétur. Á stundu sem þessari koma minn- ingar liðinna ára upp í hugann. Þú tókst alltaf á móti okkur með bros á vör og komst til dyranna eins og þú varst klæddur. Þú varst snillingur í að koma öllum í gott skap hvernig sem ástandið var. Jakkadansinn þinn ógurlegi á seint eftir að líða okkur úr minni. Einnig gleymum við aldrei kosningabaráttu þinni í nemenda- ráðskosningunum 2004 þegar þú sagðist ætla að gefa öllum popp og kók ef þeir myndu kjósa þig. Þú varst ábyggilega einn mesti Turtles-aðdá- andi í heimi. Þú varst vinur allra og gerðir aldrei mannamun. Ætíð mun- um við sakna þín elsku Pétur og við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Þínir bekkjarfélagar úr Grunn- skólanum á Egilsstöðum og Eiðum. Kær vinur minn Pétur eða „Kjell- inn“ eins og hann kallaði sjálfan sig oft, var kallaður óvænt á æðri stað og mig langar að kveðja hann með nokkrum fátæklegum orðum sem samin voru til heiðurs honum. Ég man eftir okkur, ungir drengir í bað og messu illa fengnir. Nú stend ég hér í kirkju hreinn til að sýna þér, þú ert ei einn. Við að slysum lékum okkur og sárin fengum við nokkur. Með ljósbláu augun og hvíta hárið en núna ertu týnda tárið. En þegar myrkrið skellur á hvert áttu að leita? Áttu þér stað vetrarsænginni hjá? Áttu skæra ljósinu að neita? Ég veit þú ert þrjóskur, það er ekki það. En hvernig gastu dýft þér í vetrarins bað þar sem enginn sér þig og aldrei mun finna? Og þessari sorg skal aldrei linna! Ég votta foreldrum og systkinum mína dýpstu samúð. Megi Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Minning um góðan dreng og traustan vin mun lifa. Hvíl í friði, kæri vinur. Brynjar Freyr. Þegar ég frétti það sunnudaginn 14. maí sl. að leit væri hafin upp á fjöllum að Pétri mínum Þorvarðar- syni var sem köld krumla gripi um hjarta mitt. Ég var umsjónarkennari Péturs í Grunnskóla Egilsstaða og Eiða í 3 ár, 8. 9. og 10. bekk. Það var mikil og góð samkennd í bekknum og átti Pétur þar stóran hlut. Pétur var ákaflega hlýr og elskulegur drengur og átti mjög stóran vinahóp. Hann stundaði íþróttir af kappi og var mjög kröftugur og atorkusamur á þeim vettvangi. En það sem ein- kenndi Pétur var hlýja í garð ann- arra og fordómaleysi. Hann tók öll- um vel og átti alltaf til bjart bros til að senda okkur hinum. Sl. vor út- skrifaðist Pétur úr 10. bekk og hóf nám í Menntaskólanum á Egilsstöð- um haustið 2005. Þegar ég hitti Pétur á förnum vegi tókum við yfirleitt tal saman og ég spurði hann hvernig gengi í skólanum, hvernig hann hefði það og hvað hann væri að gera þessa dagana. Pétur svaraði öllu með bros á vör og hlýju í augunum. Pétur var myndarlegur ungur maður, hár og grannur, ljóshærður og með afar fal- legt og gefandi bros. Í byrjun vetrar í 10. bekk bað ég hann að ná fyrir mig í landakortin í samfélagsfræðitíma, þar sem ég átti erfitt með að teygja mig eftir þeim vegna slæmsku í öxl. Eftir það byrjaði Pétur alltaf alla samfélagsfræðitíma á því að koma kortunum í rétt horf og spyrja hvort mér væri batnað í öxlinni. Alltaf greiðvikinn og góður. Skólaferðalag til Danmerkur sl. vor, við kennararn- ir báðum nemendurna að halda hóp- inn og hugsa vel hver um annan. Pét- ur tók því vel og hugsaði vel um samnemendur sína af sinni alkunnu glettni og hlýju. Það er þyngri en tár- um taki að eiga aldrei framar eftir að heyra kallað „Hæ, Eygló“ og fá svo geislandi bros. Péturs verður sárt saknað. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til foreldra Péturs, bræðra og annarra vandamanna og vina. Megi góður guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Eygló Pála Sigurvinsdóttir, umsjónarkennari 10-E veturinn 2004–2005. Ég var níu ára þegar Sigga í næsta húsi eignaðist Pétur. Ári eftir að Jörgen Sveinn hafði komið í heiminn fæddist nafni minn. Þeir tveir voru nánast óaðskiljanlegir í æsku og oft- ar en ekki með bolta við leik í garð- inum inn á milli prakkarastrika. Um aldamótin tók ég að mér þjálfun hjá Handknattleiksdeild Hattar og fékk ég þá bræður með á æfingar. Pétur var upp frá því mikilvægur í starfi deildarinnar. Hann hefur keppt með 5. fl., 4. fl. og nú síðast í vetur 3. flokki. Auk þess að vera yfirleitt með hæfileikaríkustu leikmönnum þá var barátta, ákveðni og þor alltaf hans aðalsmerki og ágætt dæmi um leið- togahæfileika hans er að þegar hóp- ur ungs fólks á Austurlandi stofnaði utandeildarliðið TabExtra, þá var Pétur valinn fyrirliði og hefur verið það síðan þrátt fyrir að sumir eldri leikmanna séu orðnir lykilmenn í meistaraflokki. Minningarnar um þennan dreng, sem alltaf var brosandi, hress og kát- ur, eru fjölmargar. Keppnisferðirnar sem við höfum farið saman í skipta tugum, sérstaklega eftirminnilegt er Húsavíkurmótið 2003. Pétur var vin- sælasti maðurinn á svæðinu og flestir um 500 keppenda vissu hver Pétur í Hetti var og hver einasta af um 300 leikmönnum kvennaliðanna. Næstu tvö ár á eftir voru oftar en ekki ein- hverjar af msn-vinkonum Péturs frá Húsavíkurmótinu mættar til að hitta Pésa og styðja okkur þegar við kepptum í bænum. Nú þegar þú ert farinn burt úr þessum heimi er maður sérlega þakklátur fyrir allar góðu stundirnar undanfarið, ferðina til Selfoss og Eyja í vor, Reykjavíkurferðina í febrúar sem endaði í fimm daga ferð hjá mér, Jögga og þér og við fengum skammir fyrir partíhald frameftir nóttu, þegar það voru bara þið strák- arnir í 3. fl. að spila FIFA af innlifun. Ef þú ert einhvers staðar hérna fyrir ofan að fylgjast með, þá máttu vera stoltur af bræðrum þínum, Haf- þór og Andrés leituðu og leituðu og Jöggi er búinn að standa sig eins og hetja, líkt og foreldrar þínir og vin- irnir sem virðast skipta hundruðum. Það er ljóst að Höttur hefur misst einn sinn efnilegasta liðsmann og Egilsstaðir einn sinn skemmtileg- asta íbúa, en minning um góðan dreng mun lifa að eilífu. Megi guð hjálpa og styrkja fjölskyldu og vini á þessum erfiðu tímum. Pétur F. Gíslason. Það voru sorgarfréttir sem okkur bárust á sunnudagskvöldið. Hann Pétur okkar er dáinn! Það er ótrú- legt, að svo ungur og kraftmikill drengur sé nú fallinn frá. Við eigum margar góðar minningar um hann Pétur. Hann tók þátt í öllu með bros á vör. Allsstaðar sem hann kom minnti hann á sig með fallegu brosi og innileika. Hann var alltaf hann sjálfur. Pétur var mjög virkur í fé- lagsstarfi og iðkaði nánast allar þær íþróttir sem í boði voru. Hann mætti ávallt í félagsmiðstöðina til okkar hress og alltaf í góðu skapi. Hann var hrókur alls fagnaðar í þeim ferðum og uppákomum sem félagsmiðstöðin stóð fyrir og hann átti auðvelt með að draga aðra með sér í gleði og leik. Hann hafði áhuga á nánast öllu því sem gert var. Pétur var vinsæll með- al allra og hann var líka vinur allra. Það er með söknuði sem við kveðjum hann Pétur. Minning hans mun lifa með okkur um aldur og ævi. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig til dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. (Páll Jónsson.) Fjölskyldu Péturs vottum við okk- ar dýpstu samúð. Starfsfólk í félagsmið- stöðinni Ný-ung. Við erum öll gríðarlega heppin að hafa fengið að kynnast Pétri, en hefðum viljað hafa hann svo miklu lengur hjá okkur og fá að kynnast honum ennþá betur. Pétur var ótrúlegur strákur sem allir dýrkuðu og dáðu. Hann var æð- islegur, sætur, fyndinn, góður í körfubolta, þrekmikill, lífsglaður, brosmildur, með ljósa lokka, blá augu, krúttlegt bros og besti strákur í heimi. Við eigum fullt af minningum um þennan frábæra strák, sem við sáum aldrei nema hressan, ávallt var hann brosandi og hlæjandi sínum sæta hlátri. Alltaf var gleði og gaman hvar sem hann var, hann gat alltaf komið fólki í gott skap og fengið það til að brosa og hlæja. Við eigum eftir að sakna þess að sjá hann ekki á skemmtunum að dansa jakkadansinn fræga og syngja kjánaleg lög, að sjá hann fylla á í Bónus, þegar hann heilsaði okkur á göngum skólans og þegar hann bauð okkur á rúntinn eða í kennslustund- um eða bara þegar við héngum sam- an. PÉTUR ÞORVARÐARSON Okkar ástkæra SOFFÍA ARINBJARNAR lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 26. maí. Úförin verður auglýst síðar. Kristján Stefánsson, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Guðmundur Óli Hilmisson, Laufey Dögg Kristjánsdóttir, Arthur Vilhelm Jóhannesson, Vilborg Arinbjarnar og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HANNESSON, Akri, Grindavík, er látinn. Eiginkona, sonur, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.