Morgunblaðið - 30.05.2006, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björk Arn-grímsdóttir
fæddist í Höfða í
Glerárþorpi við Ak-
ureyri 17. júní
1927. Hún andaðist
á Landsspítala –
Háskólasjúkrahúsi
17. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Arngrímur
Jónsson frá Holta-
koti í Reykjahverfi,
f. 20. maí 1888, sem
lést í vinnuslysi á
Gefjun 5. janúar
1931 og Helga Sigríður Jónsdótt-
ir, húsfreyja á Grímsstöðum og
starfsmaður á Gefjun, f. í Geir-
hildargörðum í Öxnadal 20. októ-
ber 1891, d. 21. janúar 1972.
Systkini Bjarkar eru: 1) Bára, f. 9.
ágúst 1916, d. 15. feb. 1990, gift
Jóni Guðjónssyni, 2) Guðrún Mar-
grét, f. 9. mars 1919, d. 30. júní
og Marta Karítas, f. 22. apríl
2003; Nína Björk, f. 6. maí 1975,
gift Ársæli Aðalbergsyni, dætur
þeirra eru Karen Sif, f. 26. októ-
ber 1999 og Sigríður Sól, f. 27.
maí 2003; Jón Grétar, f. 25. júní
1982, dóttir hans er Þórdís Birta,
f. 26. september 2003. 2) Sævar, f.
3. ágúst 1953, dóttir hans er
Hrafnhildur, f. 3. september 1973,
gift Vali Erni Arnarsyni, börn
þeirra eru Sævar Örn, f. 10. des-
ember 1999 og Valgerður Ósk, f.
23. janúar 2002. 3) Helga Sjöfn, f.
9. febrúar 1955, gift Steingrími
Þorvaldssyni, börn þeirra eru:
Telma, f. 8. júlí 1976, gift Að-
alsteini Sverrissyni, dóttir Telmu
er Ársól Þorsteinsdóttir, f. 4. maí
2000; Axel, f. 28. október 1984 og
Valgerður, f. 27. júlí 1987. 4) Þor-
steinn, f. 10. apríl 1961, d. í októ-
ber 1988. 5) Rannveig, f. 17. sept-
ember 1965, gift Þórði Bogasyni,
dætur þeirra eru: Gunnhildur, f.
16. apríl 1992, Björk, f. 14. des-
ember 1994 og Steinunn, f. 28.
júlí 2002.
Útför Bjarkar verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
2005, gift Brynjólfi
Kristinssyni, 3) Jón
Bergþór, f. 14. febr-
úar 1925, d. 5. maí
2006, kvæntur Jón-
ínu Axelsdóttur, 4)
Bjarki, f. 17. júní
1927, kvæntur Hjör-
dísi Jónsdóttur, 5)
Rósa, f. 1929, d. 1930
og 6) Arngríma
Rósa, f. 8. júní 1931,
gift Jóni Sigurjóns-
syni.
Björk giftist 31.
desember 1952 Guð-
jóni Kristni Þorsteinssyni, bryta
og kaupmanni, f. á Ísafirði 3. nóv-
ember 1921. Björk og Guðjón
eignuðust 5 börn, þau eru: 1) Haf-
dís, f. 26. maí 1952, gift Þór
Bragasyni, börn þeirra eru: Helga
Sigríður, f. 26. október 1972, gift
Ingibjarti Jónssyni, dætur þeirra
eru Rebekka, f. 8. febrúar 1996
Það var yndislegt vorkvöld í vest-
urbænum þegar tengdamóðir mín og
vinkona, Björk Arngrímsdóttir, lagði
upp í sína hinstu för. Kallið kom
óvænt, fyrirvaralaust og það dró úr
gleði vorkomunnar. Björk var fædd í
Glerárþorpi við Eyjafjörð 17. júní
1927 og alin þar upp í húsinu Gríms-
stöðum sem foreldrar hennar reistu.
Tvíburabróðir hennar er Bjarki sem
enn sækir sjóinn úr Sandgerðisbót-
inni. Móðir hennar þurfti ein að sjá
fyrir stórum barnahópi eftir að heim-
ilisfaðirinn lést í vinnuslysi þegar
Björk var barn að aldri og yngsta
systir hennar, Arngríma Rósa, enn í
móðurkviði. Ekki er að efa að sá vilji
móður hennar að halda saman sínum
barnahópi í miðri kreppunni, af eigin
rammleik en einnig með hjálp fjöl-
skyldu og góðra manna, hefur mótað
viðhorf Bjarkar til þess sem skiptir
máli í lífinu. Hún hlaut einnig víðsýni
sína í móðurarf. Það er unnt að álykta
frá því að þegar tvíburanir fæddust
þótti við hæfi vegna fæðingardagsins
að þau yrðu látin heita Jón og Ingi-
björg. Björk og Bjarki voru framúr-
stefnuleg nöfn á þeim tíma og til
marks um sjálfstæði Helgu Sigríðar á
Grímsstöðum.
Eftir nám í Glerárskóla og hús-
mæðraskólanum að Laugarlandi, auk
kvöldnámskeiða í iðnskólanum, fór
Björk ung að árum suður til Reykja-
víkur og vann þar um sinn við þjón-
ustu- og framreiðslustörf, meðal ann-
ars í Skíðaskálanum og á Kommakaffi
þar sem hún hitti helstu skáld sam-
tímans. Hinn síðarnefndi starfsstaður
hafði þó ekkert með hennar stjórn-
málaskoðanir að gera. Öðru nær. Hún
lét af þessum störfum þegar hún
kynnist manni sínum, Guðjóni Kristni
Þorsteinssyni, og hóf með honum bú-
skap í borginni árið 1952 að Kirkju-
teigi 19, þar sem þau bjuggu alla tíð.
Fyrstu hjúskaparárin var Björk far-
mannskona og oft langdvölum ein
með börn sín lítil meðan Guðjón sigldi
sem bryti á skipum Eimskipafélags-
ins. Árið 1963 urðu mikil umskipti í lífi
þeirra þegar Guðjón kom í land og
Teigabúðin, sem var á jarðhæð íbúð-
arhúss þeirra, var keypt. Rekstur
Teigabúðarinnar varð því óumflýjan-
lega samofin heimilislífinu, samstarfs-
verkefni þeirra hjóna, allt þar til
henni var lokað árið 1995. Í raun var
hlutverk Bjarkar líkt og húsfreyju til
sveita, hin ósýnilega hönd sem tryggir
að allt gangi snuðrulaust fyrir sig í bú-
rekstrinum. Björk lagði áherslu á að
börnin hjálpuðu föður þeirra niðri búð
en hún rak mötuneytið uppi í litla eld-
húsinu sínu, minnsta plássið, mestur
mannfjöldinn, mesta fjörið. Björk var
samstíga manni sínum í að stunda úti-
vist með fjölskyldunni. Á veturna var
iðulega farið á skíði með allan hópinn
og sumrin notuð til ferðalaga. Voru
þau brautryðjendur í notkun hjólhýsa
og um árabil var hjólhýsið samveru-
staður fjölskyldunnar í fríum. Á síðari
árum fór Björk gjarnan á gönguskíði
eða hjólaði í Laugardalnum og alla tíð
var hún röskur göngumaður. Hún
hafði góðan smekk og lagði alltaf mik-
ið uppúr því að vera vel til fara.
Björk og Guðjón eignuðust fimm
börn. Af óskilyrtri ást helgaði hún sig
allt fram á síðustu stund velferð
þeirra, barna þeirra og barnabarna.
Þótt hún væri hvorki hávaxin né fyr-
irferðamikil hafði Björk ákveðnar
skoðanir og vildi stundum ráða ferð-
inni. En hún var hollur ráðgjafi og
sanngjarn. Sem yngstur tengdasona
þeirra hjóna kom ég inn í stóra og
samheldna fjölskyldu en það létti mér
aðlögunina að okkur Björk varð strax
vel til vina, líkt og gilti um samband
hennar við hina tengdasyni sína. Þá
veitti ég því athygli að stuðningur
Bjarkar við börn sín var mikill.
Kirkjuteigurinn var eins og umferð-
armiðstöð og öll barnabörnin voru oft
og reglulega hjá ömmu sinni og afa.
Þótt ég vissi það ekki þá nutum við
Rannveig og dætur okkar síðar þessa
stuðnings í ríkum mæli. Við búferla-
flutninga okkar með nýfæddan frum-
burðinn til Brussel og síðar fæðingu
dóttur þar ytra var aðstoð hennar
ómetanlega. Það kom bara eitt nafn
til greina á þetta stúlkubarn, Björk.
Þegar heim var komið á ný skipti
stuðningur hennar við okkur Rann-
veigu sköpum, hvort sem var í námi,
störfum eða frístundum. Hann var
langt í frá sjálfsagður þótt þar styddi
móðir dóttur sína og tengdason. Eldri
barnabörn Bjarkar hafa einnig notið
liðsinnis ömmu sinnar því oft var hún
að passa langömmubörnin sem þótti
gott að vera hjá ömmu Björk. Starf
uppalandans verður seint ofmetið en
er líklega vanmetið í okkar þjóðfélagi.
Björk var uppalandi að aðalstarfi og
lífsgleði hennar endurspeglaðist í ást
hennar á æskunni. Laun Bjarkar fyr-
ir þetta ævistarf var ást á henni af
hálfu þeirra sem nutu. Þar í flokki eru
dætur mínar og Rannveigar, Gunn-
hildur, Björk og Steinunn, sem nú
kveðja ömmu sína með söknuði og
þakka stuðninginn og samfylgdina
sem að ósekju hefði mátt vera lengri
að þeirra mati.
Lífið er blanda af gleði og sorg.
Stærsta áfall í lífi Bjarkar var þegar
yngri sonur hennar, Þorsteinn, fórst
ásamt Kristni Rúnarssyni æskufélaga
sínum við fjallgöngu í Nepal árið 1988.
Það er hjartnæmt dæmi um móður-
ástina hvernig Björk á sinn hógværa
hátt hélt alla tíð minningu hans lifandi
og það verða fagnaðarfundir þegar
þau mæðgin nú hittast á ný.
Björk var ljóðaunnandi. Tómas
Guðmundsson var í uppáhaldi og til
hans vísa upphafsorð þessarar grein-
ar. Þau áttu það sammerkt að koma
utan að landi og taka ástfóstri við
Reykjavík. Tómas dró fram fegurð
þess hversdagslega í borgarlífinu í
ljóðum sínum og gaf því nýja merk-
ingu sem því sæmdi. Minning Bjarkar
er í raun lofsöngur um það sama,
sönnun þess að það eru þau atriði í líf-
inu sem við teljum ef til vill minnst og
sjálfsögðust sem mestu skipta þegar
upp er staðið. Að vera góð manneskja
sem aðrir geta tekið sér til fyrirmynd-
ar er ekki svo auðvelt eða sjálfgefið.
Það eiga ekki allir ómælt rými fyrir
elsku í hjarta sínu. En þannig mann-
eskja var Björk, fyrirmyndarkona í
alla staði.
Síðustu börnin sem amma Björk
passaði voru yngstu barnabörn henn-
ar, dætur mínar og Rannveigar. Þeg-
ar ég ók henni heim að kvöldi sunnu-
dagsins fyrir andlát hennar, sem
verið hafði sólríkur vordagur, var hún
kát og hafði einlæglega notið samvist-
anna við stelpurnar. Henni var þó of-
arlega í huga líf og dauði því elskuleg-
ur bróðir hennar Bergþór lést 5. maí
sl. og hún var nýkomin úr jarðarför
hans. Það var reiðarslag að frétta að
strax næsta morgun var Björk flutt í
skyndingu á sjúkrahús. Þar gafst þó
fjölskyldunni tóm til að heimsækja
hana og dvelja með henni þótt engan
grunaði að kveðjustundin væri svo
skammt undan. Ég og stelpurnar
mínar heimsóttum ömmu Björk síð-
degis á dánardægri hennar og áttum
yndislega stund með henni ásamt
dóttursyni hennar. Hún var hress í
anda og hafði gaman af yngstu dótt-
urdótturinni sem kom með vínber
færandi hendi sem hún spændi svo
upp í sig sjálf. Tómas minnir okkur á,
í kvæði sínu Hótel Jörð, að þegar að
lokastundinni kemur gefst ekki færi á
að ráðstafa nokkru betur. Björk var
áhyggjulaus og sátt við guð og menn.
Ég get ekki ímyndað mér nokkuð sem
hún hefði getað ráðstafað betur. Hún
kvaddi með reisn. Það eru margir sem
hefðu viljað geta kvatt hana á móti og
þakkað samfylgdina, þar á meðal for-
eldrar mínir og bróðir fyrir góðar
stundir á hátíðardögum.
Það er ekki á valdi mínu að sefa
sorgina í huga tengdaföður míns, sem
nú kveður sinn lífsförunaut, eða barna
Bjarkar og barnabarna sem nú
kveðja móður sína og ömmu. En þessi
djúpa sorg sprettur eingöngu upp af
mikilli ást, kærleika og þakklæti fyrir
allar góðu stundirnar sem við nutum
með henni. Þannig mun minning
merkrar heiðurskonu, Bjarkar Arn-
grímsdóttur, lifa sem minning um ást,
kærleika og lífsgleði.
Hjartans Björk, farðu í friði, góður
Guð geymi þig.
Þórður.
BJÖRK
ARNGRÍMSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Minningargreinar
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Maðurinn minn,
HÖRÐUR ÞORGEIRSSON
húsasmíðameistari,
Stigahlíð 88,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn 28. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
8. júní kl. 15:00.
Unnur Guðmundsdóttir.
VIGDÍS HANNESDÓTTIR
frá Hvoli, Vestmannaeyjum,
Melbæ 23,
lést sunnudaginn 28. maí.
Útför auglýst síðar.
Hannes Haraldsson, Elín Jónsdóttir,
Ómar Haraldsson, Gréta Gunnarsdóttir,
Ása Haraldsdóttir, Tómas Kristinsson.
MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR
ljósmóðir,
Grettisgötu 46,
Reykjavík,
er látin.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Jóna V. Friðriksdóttir.
Systir okkar og föðursystir,
SÓLEY ÞORSTEINSDÓTTIR,
Álfaskeiði 64b,
Hafnarfirði,
lést á Landspítala við Hringbraut mánudaginn
22. maí.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 1. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Ó. Hafberg,
Guðjón Kristinn Einarsson,
Ingólfur Einarsson,
Einar Þórir Dagbjartsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLÍNA SIGURRÓS GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Munaðarnesi,
Strandasýslu,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
24. maí, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 6. júní kl. 15.00.
Guðlaug Jónsdóttir,
Guðmundur G. Jónsson, Sólveig Jónsdóttir,
Guðjón Jónsson, Sigríður Jakobsdóttir,
Samúel Jónsson, Bjarney Georgsdóttir,
Erla Jónsdóttir, Ágúst Skarphéðinsson,
Ragnar Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir,
Anna Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Jón E. Jónsson, Antonia Rodrigues,
Ólöf B. Jónsdóttir, Reynir Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.