Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 37

Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 37 AFMÆLI Í DAG 30. maí er tengdafaðir minn sr. Gísli H. Kolbeins, Ás- holti 32, Reykjavík, átt- ræður. Sr. Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði, en fluttist þaðan nokkurra vikna að Stað í Súg- andafirði. 1951 var sr. Gísli vígður til prests og tók við embætti sóknar- prests í Sauðlauksdal. Hann þjónaði síðan Melstaðarprestakalli frá 1954 til 1977 og Stykkishólmi frá 1977 til 1992, en þá fór sr. Gísli á eftirlaun. Í Sauðlauksdal og á Melstað var sr. Gísli með búskap með embætt- isstörfum sínum, en þegar hann tók við embætti í Stykkishólmi fékk hann sér trillu og stundaði eggjatöku og nýtti æðardún í Breiðafjarðareyj- um eins og forfeður hans gerðu. Eft- ir það leysti hann af víða um land, en hefur undanfarin ár stundað fræði- störf, og hefur m.a. rannsakað og skrifað rit um Vatns- enda-Rósu, störf henn- ar og ævi. Sr. Gísli er sonur sr. Halldórs Kolbeins og frú Láru Ágústu Kol- beins. Eiginkona sr. Gísla er frú Sigríður I. Bjarnadóttir Kolbeins frá Brekkubæ í Nesj- um. Þau eiga fimm börn,12 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Ég kynntist sr. Gísla 1974 og 1976 gaf hann mig og eldri dótt- ur sína Önnu Láru saman, hélt okkur veglega brúð- kaupsveislu og var heimanmundur- inn rauður gæðingur. Þetta gera að- eins stórhöfðingjar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar óska ég þér innilega til hamingju með af- mælið kæri tengdapabbi. Megir þú lengi lifa. Sr. Gísli dvelur á afmælisdaginn fyrir austan fjall við fræðistörf. Halldór Bergmann. GÍSLI H. KOLBEINS ÁTTRÆÐUR ANDI Ólympíuleika er að þátt- takendur eru allir sigurvegarar, það skiptir meira máli að vera með en að vinna. Kannski er þessi frasi afsök- un fyrir þá sem ná skammt í keppni og að því leytinu til minnir það á frambjóðendur í kosningum sem að þeim loknum líta allir á sig sem sig- urvegara. Hvernig sem á það er litið er gott að hafa þessa jákvæðu hug- mynd í undirmeðvitundinni þegar erfiðleikar steðja að í keppni. Á þetta er minnst þar sem ís- lenska liðið í opnum flokki á Ólymp- íuskákmótinu í Tórínó á Ítalíu virð- ist þurfa á jákvæðum straumum að halda eftir risastórt tap fyrir sveit Filippseyinga í sjöundu umferð mótsins. Fram að þessari viðureign hafði gengi íslenska liðsins verið vel viðunandi. Góður sigur vannst á Chile í annarri umferð, 3–1, þar sem Jóhann Hjartarson (2.619) vann sína skák en þetta var fyrsta skák hans á Ólympíumóti síðan hann gerði jafntefli við rússneska ofur- stórmeistarann Peter Svidler í loka- umferð mótsins í Armeníu árið 1996. Í þriðju umferð stóð Jóhann sig einnig vel þegar hann gerði jafntefli með svörtu gegn víetnamska stór- meistaranum Nguyen Anh Dung (2.542) á meðan kollegar hans Hannes Hlífar (2.579) og Helgi Ólafsson (2.521) unnu sínar skákir en Þröstur Þórhallsson (2.448) tap- aði. Síðan þá hefur Jóhann ekki séð til sólar á mótinu en hann hefur tapað þremur skákum gegn öflugum stór- meisturum. Þó að gengi Jóhanns hafi verið slakt tefldu Hannes Hlíf- ar, Helgi Ólafsson og Stefán Krist- jánsson (2.480) mjög vel framan af og tryggðu þeir að sveitin héldi sjó þar til að liðið tapaði 1½–2½ gegn Indónesíu í sjöttu umferð en þá fengu fyrrnefndir þremenningar eingöngu hálfan vinning á meðan Þröstur Þórhallsson bjargaði andliti sveitarinnar með baráttusigri á fjórða borði. Í viðureigninni gegn Filippseyingum stóð ekki steinn yfir steini og var stórmeistarinn Henrik Danielsen (2.521) sá eini sem náði hálfum vinningi gegn sókndjörfu Asíubúunum. Íslenska liðið er í 59.–66. sæti með 15 vinninga og í áttundu um- ferð mætir liðið sveit Albana og má búast við að sú viðureign og næstu tvær til viðbótar skeri úr um hvort íslenska liðið eigi raunhæfa mögu- leika að verða á meðal þeirra tutt- ugu bestu en alls verða tefldar 13 umferðir á mótinu. Í opnum flokki er lið Armena í efsta sæti með 21 vinning en Levon Aronjan (2.756) teflir þar á fyrsta borði. Hann hefur staðið sig vel og eingöngu tapað einni skák, fyrir endurnærðum Vladimir Kramnik (2.729) sem teflir fyrir lið Rússa. Kramnik lagði á sínum tíma Kasp- arov að velli í einvígi en hefur und- anfarin ár átt erfitt uppdráttar. Í Tórínó hinsvegar hefur hann verið að sýna gamla og góða takta sem hefur hjálpað stigahæstu sveit keppninnar að halda sér í toppbar- áttunni og eru Rússarnir nú í öðru sæti með 20 vinninga. Íslenska kvennaliðið hefur staðið sig prýðilega á mótinu til þessa en það hefur 9½ vinning af 21 mögu- legum að sjö umferðum loknum og er í 64.–73. sæti. Lenka Ptácníková (2.183) hefur 3½ vinning að loknum sex skákum en Guðlaug Þorsteins- dóttir (2.138) hefur 4 vinninga. Þær standa sig báðar betur en stig þeirra segja til um en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2.013) og Sig- urlaug Friðþjófsdóttir (1.876) hafa ekki verið jafn farsælar. Lið Rússa er efst í kvennaflokki með 17½ vinn- ing en næst á eftir þeim kemur lið Úkraínu með 16½ vinning. Á netinu er hægt að fylgjast með gangi mála í Tórínó enda eru skák- irnar sýndar í beinni útsendingu á heimasíðu mótshaldaranna, http:// www.chessolympiad-torino2006.org. Jafnframt er á www.skak.is að finna alla þá hlekki sem nauðsynlegir eru til að fá upplýsingar um keppnina. Þar er m.a. hægt að nálgast blogg liðsstjóra íslenska liðsins í opnum flokki en óhægt er að segja að það sé mikil skemmtilesning enda er Björn Þorfinnsson liðtækur penni í meira lagi. Af skrifum hans að dæma eru híbýli keppenda ekki eins góð og vonir stóðu til en eigi að síð- ur er ólympíumótsandanum haldið vel við enda hittast þar manneskjur frá langflestum löndum heims og fá að kynnast ólíkum þankagangi, lífs- gildum og menningu. Já, rétt eins og í kosningum, eru allir sigurvegarar á Ólympíuleikum. Við erum öll sigurvegarar! Morgunblaðið/ÓmarMorgunblaðið/Ómar Stefán Kristjánsson og Guðlaug Þorsteinsdóttir hafa fengið flesta vinninga íslensku keppendanna á ÓL. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is SKÁK Tórínó á Ítalíu 20. maí–4. júní 2006 ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 2006 FRÉTTIR ÚTSKRIFT Iðnskólans í Hafnarfirði fór fram 20. maí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 54 nemendur luku námi á þessu vori, 37 konur og 17 karlar. 30 í löggiltum iðngreinum og 24 í tækniteiknun, listnámi og af útstillingabraut. Í þessum hópi er einn sem lýkur námi af tveimur brautum, bæði rennismíði og vél- virkjun, og einn nemandi sem jafn- framt lýkur stúdentsprófi af list- námsbraut. Verðlaun fyrir hæstu einkunn á burtfararprófi komu í hlut Höllu Sigmarsdóttur tækni- teiknara. Jóhannes Einarsson skólameist- ari sagði meðal annars að í ár væru merk tímamót í sögu skólans því 50 ár væru síðan Iðnaðarmannafélagið hætti rekstri hans og ríki og bær tóku við rekstrinum, og fyrstu nem- endur brautskráðust frá dagskóla, en Iðnaðarmannafélagið hafði ávallt rekið skólann sem kvöldskóla. Nemendur skólans stóðu sig vel í hönnunarsamkeppninni Sumar 2006 og fengu fimm af sex verðlaun- um. Einnig tókust á þessu skólaári samningar á milli verkfræðideildar Háskóla Íslands og Iðnskólans um að skólinn tæki að sér að kenna véla- og iðnaðarverkfræðinemum rennismíði, CNC-tölvutækni og plötusmíði. 54 nemar brautskráðir frá Iðnskólanum í Hafnarfirði MENNTASKÓLINN í Kópavogi, út- skrifaði 245 nemendur, í Digra- neskirkju 26. maí sl. Alls 62 stúd- entar, 28 iðnnemar og 5 nemar af heimilisbraut. Þá brautskráðust 26 ferðafræðinemar, 37 leiðsögumenn, 38 nemar af skrifstofubraut, 28 nemar úr hagnýtu viðskipta- og fjármálagreinanámi, 12 matsveinar og 8 nemar úr meistaraskóla mat- vælagreina sl. miðvikudag 24. maí. Auk þess 1 nemi af starfsbraut ein- hverfra. Víðir Smári Petersen nýstúdent útskrifaðist frá MK með afburðaár- angri af félagsfræðibraut en Víðir Smári er aðeins 18 ára. Hann lauk MK á 3 árum en hann hafði lokið grunnskólanámi einu ári fyrr en venja er. Í ræðu Margrétar Friðriksdóttur skólameistara kom m.a. fram að á skólaárinu hefur verið í gangi um- fangsmikil vinna að undirbúningi og innleiðingu á gæðastjórn- unarkerfi skv. ISO 9001 sem er al- þjóðlegur staðall um gæðastjórn- unarkerfi og þær kröfur sem þarf að uppfylla. Stefnt er að því að sækja um vottun á kerfinu á árinu. Ljósmynd/Jón Svavarsson 245 nemar brautskráðir frá MK VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands og knattspyrnufélagið Fram hafa framlengt samning sinn og var hann undirritaður fyrir nokkru þegar fulltrúar VÍS komu í heimsókn í Framheimilið. Myndin var tekin við undirritun. Frá vinstri: Brynjar Jóhannesson framkvæmdastjóri Fram, Finn- björn Agnarsson formaður stjórnar Fram, fótboltafélags, Ásgeir Bald- urs framkvæmdastjóri VÍS og Auð- ur Björk Guðmundsdóttir kynning- arfulltrúi VÍS. Leikmenn Fram eru, frá vinstri: Jónas Grani Garðarsson, Eydís Blöndal, Gunnar Sigurðsson, Daði Guðmundsson og Axel Arnar Finnbjörnsson. VÍS og knattspyrnufélagið Fram framlengja samning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.