Morgunblaðið - 30.05.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.05.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 47 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími - 551 9000 X-Men kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Cry Wolf kl. 8 B.i. 16 ára Prime kl. 8 og 10.15 Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! eee H.J. Mbl Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! 50.000 gestir! -bara lúxus Sýnd kl. 5, 8 og 10:50 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 B.i. 10 ára Salma hayekpénelope cruz eeee -LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 12 ára eee VJV - TOPP5.is eee S.V. MBL. LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga eee V.J.V.Topp5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „...gleðitíðindi fyrir unnendur góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR FRÁBÆR GRÍNSPENNU- MYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Extra sterkt Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir SöngkonanRagnheiður Gröndal og trúbadorinn Helgi Valur verða með tón- leika í Hvera- gerðiskirkju í kvöld. Þar munu þau flytja frum- samið efni ásamt tökulögum, spila saman og í sitt í hvoru lagi. Tónleik- arnir hefjast kl. 20 og kostar 1.500 kr. inn. Sérstakur gestur er Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður. Að sögn Helga Vals eru tónleikarnir liður í að efla menningarlíf Hvera- gerðisbæjar og þá er Ragnheiður Gröndal á leið til Bandaríkjanna í nám og því fer hver að verða síð- astur til að hlýða á söngkonuna áður en hún heldur yfir hafið.    Fólk folk@mbl.is Fegurðardrottning Íslands 2006,Sif Aradóttir, mun verða fulltrúi Íslands í keppninni um ungfrú alheim (Miss Universe) í Los Angeles þann 23. júlí næstkomandi. Fegurðar- samkeppni Íslands hefur ekki sent keppanda í keppnina frá árinu 2003, þegar Manúela Ósk Harðardóttir var fulltrúi Íslands, en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveim- ur dögum fyrir aðalkeppnina. Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti, keppir fyrir hönd Íslands um titilinn ungfrú heimur (Miss World) sem fram fer í Varsjá, Póllandi, 30. september á þessu ári og Jóna Krist- ín Heimisdóttir ferðast alla leið til Kína til að keppa í ungfrú þverálfa (Miss Intercontinental) í ágúst. Fyrirhugðumtónleikum plötusnúðanna GZA og Muggs sem vera áttu á Gauki á Stöng hinn 2. júní næstkomandi hefur verið frestað, en upphaflega áttu þeir að vera annað kvöld. Í fréttatilkynningu segir að ekki hafi tekist að bóka tengiflug til Íslands frá Bandaríkj- unum í tæka tíð, en þeir félagar munu einnig halda til Rússlands til tónleikahalds. Ný dagsetning tónleikanna verður tilkynnt síðar. Tilefni tónleikanna er fimm ára afmæli Kronik Entertainment sem hipp hopp-frömuðurinn Robbi Kronik stendur fyrir. GZA hefur getið sér gott orð bæði undir eigin nafni, en einnig sem meðlimur hinnar heims- þekktu rappsveitar Wu Tang Clan. DJ Muggs er þekktastur sem maðurinn á bak við rappsveitina Cypress Hill sem sló í gegn með plötunni Black Sunday árið 1993.    BANDARÍSKI leikarinn Paul Gleason lést í Burbank í Kaliforníu á laugardaginn, 67 ára að aldri. Banamein hans var lungnakrabbamein. Gleason lék í rúmlega 60 kvikmyndum um ævina, en þeirra þekktastar eru Die Hard, Van Wilder og The Breakfast Club. Þá kom hann fram í fjölda sjónvarpsþátta, þar á meðal Friends og Seinfeld. Gleason fæddist í Miami þann 4. maí árið 1944. Hann lagði stund á hafnarbolta áður en hann gerðist leikari á sjöunda áratug síðustu aldar. Það var eig- inkona hans, Susan Gleason, sem tilkynnti um lát hans. „Það var aldrei leiðinlegt að vera með Paul. Hann var frábær maður,“ sagði hún meðal annars í yfirlýsingunni. Bandaríski leikarinn Paul Gleason látinn Paul Gleason lék í yfir 60 kvikmyndum um ævina og kom fram í fjölda sjónvarpsþátta. AP Það fór vel á með þeimKeanu Reeves og RobertDowney Jr. á nýafstaðinnikvikmyndahátíð í Cannes en þar kynntu þeir nýjustu mynd sína, A Scanner Darkly undir leik- stjórn Richard Linklater. Myndin er byggð á framtíðarskáldsögu Philip K. Dick frá 1977 og fjallar um fólk sem verður háð nýrri tegund eitur- lyfja sem leiða til ofsóknarbrjálæðis og ofskynjana. Loðnir inniskór Robert Downey Jr., sem lengi hefur átt í baráttu við eitur- lyfjanotkun, sló um sig með glettinni hæðni þegar hann ræddi myndina við blaðamenn. Sagði hann loðna, bleika inniskó sem hann klæddist á meðan á tökum stóð hafa nýst hon- um hvað best í hlutverki hans í myndinni. „Reyndar fyrir utan þau 25 ár sem ég hef lagt í rannsóknir á eiturlyfjum,“ bætti hann við. En hvað varðaði ofskynjarnir sem fylgdu neyslunni sneri hann út úr: „Stundum er reyndar einhver inni í skáp.“ Keanu Reeves talaði hins vegar um eiturlyfjaneyslu sem tvíeggjað sverð. „Og vonandi detturðu ekki á það eða þá meiðir aðra,“ sagði Matrix-stjarnan sem er í raun svolít- ið sveitastrákslegur, sýnilega víðles- inn og vingjarnlegur í fótlaga skóm. Teiknað yfir myndina A Scanner Darkly er óvenjuleg mynd að því leytinu að hún er leikin en svo er teiknað yfir myndina þannig að áhorfandinn sér teikni- mynd, þó með þekktum leikurum en auk Downey og Reeves leika Woody Harrelson og Winona Ryder í myndinni. Leikstjórinn Richard Linklater sagði forvinnslu mynd- arinnar hafa tekið gríðarmikinn tíma. Tekið hefði 500 klukkustundir að teikna hverja mínútu af myndinni í tölvum. Á tvær í Cannes Sagðist hann hafa átt í vandræð- um með að fá fjármögnun fyrir myndina þar sem um væri að ræða teiknimynd fyrir fullorðna. „Það vildi enginn gera þessa mynd með mér en þegar ég var búinn að fá Keanu og hina leikarana til liðs við mig, þá var eins og handritið hefði skánað til muna,“ sagði Linklater í skoti á amerísku kvikmyndaverin. A Scanner Darkly keppti ekki um Gullpálmann en var í flokki mynda sem sérstök athygli var vakin á. Linklater átti þó mynd í aðalvali há- tíðarinnar, Fast Food Nation, og er sennilega fyrsti leikstjórinn sem hefur fengið tvær mynda sinna valdar inn á sömu hátíðina í Cannes. Kvikmyndir | A Scanner Darkly var kynnt í Cannes Eiturlyf og ofskynjanir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikstjórinn Richard Linklater ásamt Robert Downey Jr. og Keanu Reeves, stjörnunum í nýrri mynd hans. Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes soffia@islandia.is Breska tvíeykið Wham! kemursaman á ný í sumar ef marka má ástralska dagblaðið Daily Telegraph. Söngvarinn al- ræmdi George Michael hefur sagt að hann vilji hitta hinn síður eftirminnilega helming sveit- arinnar, Andrew Ridgeley, og flytja með honum lagið „Last Christmas“. Tuttugu ár eru síðan fé- lagarnir komu fram saman í síð- asta sinn á Wembley leikvell- inum í London. Þar flutti hljómsveitin lagið sígilda, „Last Christmas“ og segir George Michael að hann vilji gjarnan endurtaka leikinn. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.