Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 209. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Bach frá blautu
barnsbeini
Elfa Rún fiðlusnillingur hlustar á
tónlist fyrir svefninn | Menning
Jerúsalem. AFP. | Liðsmenn Hizbollah-hreyf-
ingarinnar í Líbanon skutu í gær 230 flug-
skeytum á Ísrael og hafa ekki skotið jafn-
mörgum flugskeytum á einum degi frá því að
átök þeirra og Ísraelshers hófust fyrir rúm-
um þremur vikum.
Árásir Hizbollah náðu jafnframt lengra
inn í Ísrael en áður. Eitt flugskeytanna lenti
nálægt ísraelska bænum Beit Shean, um 60
km sunnan við landamærin. Er þetta í fyrsta
skipti sem flugskeyti lendir nálægt þéttbýl-
asta svæði Ísraels í miðhluta landsins.
Einn Ísraeli beið bana í árásunum og um
20 særðust.
Hermt er að Hizbollah hafi í fyrsta skipti
beitt sýrlensku flugskeyti sem sé með stærri
sprengihleðslu og langdrægara en vopnin
sem hreyfingin hefur beitt til þessa.
Hizbollah-menn hafa skotið yfir 2.000 flug-
skeytum á Norður-Ísrael frá því að átökin
hófust 12. júlí. Nítján Ísraelar hafa beðið
bana í árásunum.
Yfir 800 Líbanar, flestir þeirra almennir
borgarar, hafa látið lífið í árásum Ísraela.
Hizbollah
herðir
árásirnar
HVORKI hærri laun né meira starfsöryggi
eru afgerandi þættir þegar danskir laun-
þegar íhuga að skipta um vinnu heldur
skiptir mestu máli að starf sé áhugavert
og krefjandi, samkvæmt nýrri rannsókn.
„Ánægjan með vinnuna sjálfa hefur
mest að segja um hvort maður ákveður að
hætta í starfi,“ segir Nicolaj Kristensen,
doktorsnemi við Verslunarháskólann í Ár-
ósum, sem ásamt prófessor við skólann
gerði rannsókn á því hvers vegna Danir
skipta helst um vinnu, að því er fram kem-
ur á fréttavef Berlingske Tidende. Hann
segir að ef starfið sé einhæft og ekki krefj-
andi séu mestar líkur á að fólk hætti. Þeg-
ar atvinnuleysi minnki verði kröfurnar um
spennandi starf enn meiri. Stjórnendur
þurfi að finna leiðir til að koma í veg fyrir
að vinna starfsmanna verði of einhæf vilji
þeir halda í starfsfólk sitt.
Skipta um vinnu
vegna leiðinda
Nýja-Delhí. AP. | Yfirvöld
í Nýju-Delhí hafa fengið
til liðs við sig stóran og
vígalegan apa í barátt-
unni við smáapa sem
eiga það til að fara inn í
jarðlestir borgarinnar
og hrella farþegana.
Þúsundir smáapa
flækjast um götur Nýju-
Delhí og eru stundum
borgarbúum til mikils
ama. Hindúar líta á apa sem heilög dýr og
heittrúaðir Indverjar gefa þeim oft ban-
ana og jarðhnetur, en þegar öpunum er
ekki séð fyrir fæðu eiga þeir til að ráðast á
fólk og stela mat.
Yfirvöldin fengu til liðs við sig apa af
tegund sem nefnist langur-api, en hann er
fremur stór, með svart fés og er eitt af
fáum dýrum sem vitað er að smáaparnir
hræðast.
Apa beitt gegn
apaplágunni
Apar eru orðnir
plága í Nýju-Delhí.
MIKLAR breytingar hafa orðið á
launamálum í samfélaginu síðustu
ár og skammtímahugsun og gróða-
hyggja ræður miklu um ákvarðanir
stórra fyrir-
tækja í starfs-
mannamálum á
kostnað laun-
þega og sam-
félagsins í heild.
Þetta segir
Ingibjörg R.
Guðmundsdótt-
ir, varaforseti
ASÍ.
„Hér áður
fyrr höfðu há-
launamennirnir yfirleitt stofnað
sín fyrirtæki sjálfir og unnið í
sveita síns andlitis við að koma
hugmyndum sínum áfram. Þeir
lögðu allt sitt undir og stundum
unnu þeir og stundum töpuðu þeir.
Núna eru hálaunamennirnir oft í
raun og veru launafólk sem fær
mismikið útborgað en fær alltaf
umtalsverð laun tryggð,“ segir
Ingibjörg og segir slíkt ástand
skapa pirring í samfélaginu sem
geri fólk ósátt við hlut sinn.
„Tilfinning mín er sú að þeir séu
sífellt færri sem hafi hagsmuni sí-
fellt fleiri í hendi sér. En það eru
ekki aðeins hluthafar fyrirtækja
sem eiga eitthvað í húfi þegar kem-
ur að rekstri þeirra. Það eru líka
svokallaðir hagsmunaaðilar sem
eru t.d. launþegar, undirverktakar,
birgjar, ríkisvaldið og í raun sam-
félagið í heild,“ segir hún.
Mun minni umræða um
hvað sé rétt og hvað rangt
„Vandamálið í dag er hins vegar
að það eru allir hræddir við að vera
hallærislegir því það er flottast að
allt sé frjálst og í bullandi útrás.
Kannski er það nostalgía hjá mér,
en mér finnst mun minni umræða
um hvað sé rétt og hvað rangt held-
ur en var,“ segir Ingibjörg.
Að hennar mati mætti setja regl-
ur um félagslega ábyrgð fyrir-
tækja og fjárfesta.
„Ég tel þó að setja yrði slíkar
reglur í sátt við alla aðila málsins
og að mikil umræða um málið yrði
að fara fram,“ segir hún.
Óábyrg
ofurlaun
Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir
Að mati | 6
MINNISVARÐI um strand HMCS
Skeena 1944 var afhjúpaður í Við-
ey í gær á aldarafmæli Einars
arsdóttir, Leighton Steinhoff og
Norm Perkins. Í baksýn er kan-
adískur heiðursvörður. | Miðopna
Sigurðssonar, skipstjóra á Aðal-
björgu RE-5, sem vann þar mikið
björgunarafrek. F.v. Guðrún Ein-
Morgunblaðið/Jim Smart
Minnisstætt björgunarafrek
SÍFELLT fleiri vísbendingar eru
um að einkaneysla sé farin að drag-
ast saman og að hægja muni á í ís-
lenska hagkerfinu á næstu mánuð-
um og misserum. Sala á nýjum
bílum í júlí dróst saman um hartnær
fjórðung, eða um 23%, samanborið
við júlí í fyrra samkvæmt nýjum töl-
um frá Umferðarstofu. Þær tölur
aðinn fljótan að bregðast við breytt-
um aðstæðum og hann hafi reynst
góður mælikvarði á væntingar
manna til næstu sex til tólf mánaða.
Kólnar á fasteignamarkaði
Greinilegt er að kaldari vindar
blása nú um fasteignamarkaðinn en
veltan á íbúðamarkaði á höfuðborg-
arsvæðinu dróst saman um 30% nú í
júlí samanborið við júlí í fyrra, að
því er kemur fram í nýjum tölum
Fasteignamats ríkisins. Þegar horft
er til fjölda þinglýstra kaupsamn-
inga var samdrátturinn enn meiri
eða 38%. Flestir eru sammála um að
verðlækkun sé framundan á íbúða-
markaði enda hefur dregið úr eft-
irspurn samfara hærri vöxtum og
verri aðgangi að lánum. Framboð af
nýjum íbúðum hefur aftur á móti
sjaldan verið meira.
taka ekki til verðmætis bifreiðasöl-
unnar en óhætt er að ætla að sam-
drátturinn í verðmætum kunni að
hafa verið enn meiri.
Þannig má nefna að í fyrra voru
seldar fimm Porsche-bifreiðar í júlí
en nú seldist engin. Sala á Merce-
des-Benz og GM-bifreiðum dróst
saman um 67% og sala á Alfa
Romeo/Fíat um nær 50%.
Ingólfur Bender, yfirmaður
Greiningar Glitnis, segir bílamark-
Snarpur samdráttur orðið
í sölu bifreiða og fasteigna
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.si
Skýjabakkar | Viðskipti
♦♦♦
♦♦♦
Viðskipti | Holdgervingur ameríska draumsins Hnit í Eystrasaltslöndum
Íþróttir | Íslandsmet Jakobs FH er úr leik Fuglarnir lykilatriði
Bestir á vellinum | Baldur leikið vel með Keflavík Marel markahæstur
Viðskipti, Íþróttir og Bestir á vellinum