Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 17 MINNSTAÐUR sex áningarstaðir m.a. við Eiðs- granda, Korpúlfsstaði og Elliða- vatn. Þar geta göngugarpar og hjól- reiðafólk hvílt lúin bein og notið náttúrunnar á svæðinu. Á öllum án- ingarstöðum eru hjólastandar, bekkir og kortastandur með korti af stígum sem liggja um nánasta umhverfi áningarstaðarins. Á hinni hlið kortsins gefur svo að líta stórt yfirlitskort af göngu- og hjólreiða- stígum höfuðborgarsvæðisins. Með- fram uppbyggingu áningarstaðanna hefur framkvæmdum á stígum ver- ið haldið áfram og malarstígar til að mynda færðir til betra horfs. Pálmi Randversson hjá umhverf- Reykjavík | Líkt og undanfarin sumur hafa umhverfis- og fram- kvæmdasvið Reykjavíkurborgar staðið að áframhaldandi uppbygg- ingu göngu- og hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er reynt að gera íbúum höfuðborg- arsvæðisins kleift að ferðast hjól- andi eða gangandi um borgina á öruggan, aðlaðandi og vistvænan máta. Áhersla hefur verið lögð á að beina hjólagörpum á þjóðvegi 1 inn á stígakerfið eins fljótt og við verð- ur komið til þess að auka öryggi þeirra, sem og almennt umferðarör- yggi.Í sumar hafa verið settir upp issviði Reykjavíkurborgar, segir að áningarstaðirnir og betrumbætur stíganna séu framlag borgaryf- irvalda til að stuðla að vistvænni samgöngum. Aðspurður segir Pálmi að vistvænar samgöngur séu mála- flokkur sem hvað oftast kemur inn á borð borgaryfirvalda og áherslan á málaflokkinn eykst frá ári til árs. Í samgöngustefnu Reykjavíkur sé til að mynda vegur hjólreiða, gangna, almenningssamgangna og annarra vistvænna samgöngumáta aukinn á kostnað einkabílsins. „Ég hef enga trú á öðru en að aukin áhersla verði lögð á málaflokkinn. Borgaryfirvöld eru farin að tvinna saman umhverfis- og samgöngumál í auknum mæli og þetta er mál sem verður alltaf á oddinum í þeirri um- ræðu,“ segir Pálmi að lokum. Sex nýir áningarstaðir í stígakerfinu Morgunblaðið/Eggert Slakað á Áningarstaður hjólreiðamanna við Eiðsgranda. Nýtt listagallerí við Thorsplan Hafnarfjörður | Gallerí Thors var opnað í Hafnarfirði á dögunum. Galleríið er á besta stað í mið- bænum, á jarðhæð bjarts og fal- legs húss við Linnetstíg 2. Myndlistarkonan María Ólafs- dóttir, betur þekkt sem Maja, er eigandi gallerísins og fékk átta konur til að sýna listsköpun sína í galleríinu, allt frá gullsmíði til textíllistar. Kemur þetta fram á vef Víkurfrétta. Hugsunin er að hafa galleríið lifandi og fá gestalistamenn til að sýna, tónlistarfólk til að spila og rithöfunda til að lesa upp úr verkum sínum. Á góðviðrisdögum verður hægt að fá sér sæti á Thorsplaninu fyrir utan galleríið og fá sér kaffi og með því, þar sem boðið er upp á léttar veit- ingar í galleríinu. Listakonurnar sem lagt hafa Maju lið eru: Gullsmiðirnir Fríða Jónsdóttir og Halla Boga, leirlist- arkonurnar Ingibjörg Klemenz og Sólveig Hólmarsdóttir, mynd- listarkonurnar Lilja Bragadóttir, Þóra Ben og Þóra Einarsdóttir og textíllistakonan Helena Sólbrá. Veita styrk til umferðarfræðslu Reykjavík | Fulltrúar Umferðar- stofu og Reykjavíkurborgar und- irrituðu nýlega samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn fel- ur í sér styrk til umferðarfræðslu skólabarna og almennings í Reykjavík. Reykjavíkurborg veitir árlega styrk að upphæð alls átta millj- ónir kr. til fastra verkefna og sér- verkefna sem Umferðarstofa tek- ur að sér, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Föstu verk- efnin eru útgáfa fræðsluefnis tengdu umferðarskólanum Ungir vegfarendur, umferðarfræðsla í leikskólum og jólagetraun Um- ferðarstofu. Sérverkefnin eru m.a. útgáfa fræðsluefnis tengdu umferðarör- yggi grunn- og leikskólabarna og útgáfa fræðsluefnis um hjálma- notkun og hjólreiðar. Myndlist á sund- laugarbakka Kópavogur | Garðar Jökulsson list- málari heldur nú sýningu við sund- laugarbakka Kópavogslaugar. Hann hefur tileinkað sýninguna góða veðrinu ekki síður en hinu ágæta starfsfólki sem sér um að alltaf sé allt í lagi og að ætíð sé gott að koma í laugina. Frá árinu 1995 hefur Garðar helgað sig myndlistinni en hann hélt sína fyrstu sýningu í Blómavali við Sigtún árið 1984. Eftir það hef- ur Garðar haldið fjölmargar sýn- ingar á óhefðbundnum stöðum sem almenningur leggur leið sína um. Garðar segir að hann hafi alla tíð verið þeirrar skoðunar að færa beri listina nær fólkinu, en ekki tak- marka hana við þröngan hóp sjálf- skipaðra listeigenda. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.