Morgunblaðið - 03.08.2006, Side 20
KAMMERTÓNLEIKAR á Kirkju-
bæjarklaustri eru í vændum. Þeir
verða haldnir dagana 11., 12. og 13.
ágúst. Á þessari þriggja daga löngu
hátíð verður boðið upp á marg-
víslega klassíska tónleika.
Tónleikarnir hafa skipað fastan
sess í íslensku tónlistarlífi í fjölda
ára, og það hefur verið vinsælt hjá
tónlistarunnendum að gista í ná-
grenni Kirkjubæjarklausturs og
njóta náttúrufegurðar og tónlistar.
En nú bregður svo við að frum-
kvöðull hátíðarinnar og listrænn
stjórnandi hennar síðastliðinn
fimmtán ár, Edda Erlendsdóttir,
hefur ákveðið að draga sig í hlé. Í
ár mun því nýr listrænn stjórnandi
annast hátíðina og fyrir valinu varð
mezzósópransöngkonan Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir.
Yngri kynslóð á hátíðinni
Guðrún segir það hafa komið flatt
upp á sig að hafa orðið fyrir valinu.
„Á síðasta ári sóttist ég eftir því að
fá að syngja á tónleikunum, en þá
var Edda búin að skipuleggja hátíð-
ina. Hún bað mig svo nokkrum
mánuðum síðar að taka við sem list-
rænn stjórnandi, sem kom mér
mjög á óvart.
Edda hefur haft mjög metn-
aðarfulla dagskrá á hátíðinni, þau
fimmtán ár sem hún hefur verið
haldin, og ég sá að þetta væri
spennandi verkefni að takast á við.
Ég ákvað að hafa fyrst samband við
þá listamenn sem ég vildi vinna
með og ákvað út frá þeim og þeirra
hugmyndum hvaða dagskrá við
myndum flytja.“
Guðrún setti sig í samband við
Víking Heiðar Ólafsson píanóleik-
ara, Eyjólf Eyjólfsson tenórsöngv-
ara, Stefán Jón Bernharðsson horn-
leikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur
fiðluleikara og Francisco Javier
Jáuregui gítarleikara. Þau munu
flytja dagskrá hátíðarinnar eftir
viku ásamt Guðrúnu.
„Þetta er mjög góður hópur sem
ég er að vinna með. Við sem komum
fram erum öll af yngri kynslóð tón-
listarmanna, sem kann að vera
breyting frá því sem áður var. Tón-
listarmenn voru oftar á öllum aldri,
þegar Edda skipulagði hátíðina.“
Hópurinn mun annast alla dag-
skrána á þessari kammerhátíð, í
mismunandi samsetningum hljóð-
færa og radda. Verkin spanna langt
tímasvið: frá 16. öld og allt til þessa
árs.
„Við munum til að mynda leika
frægt verk eftir ungverska tón-
skáldið Ligeti í fyrsta skipti hér á
landi, en það er horntríó frá árinu
1982. Einnig eru á dagskrá verk
eftir Schubert, Ravel, Chopin,
Tarragó og Þorkel Sigurbjörnsson.
Svo flytjum við ljóðaflokkinn
Haugtussa og Vorið eftir Grieg; síð-
ara verkið í gullfallegri þýðingu
Þorsteins Gylfasonar.“
Eru breytingar í vændum hjá þér
sem listrænn stjórnandi?
„Ég verð bara við stjórnvölinn í
ár, en síðar meir ákveður sveitarfé-
lagið hver tekur við svo við í fram-
haldinu. Fram til þessa hefur þetta
verið mjög þægilegt vinnuumhverfi
og vel skipulagt af menningar-
málanefnd Skaftárhrepps.“
Værirðu til í að halda áfram með
hátíðina?
„Ég verð bara að líta yfir farinn
veg þegar hátíðin er búin og svara
þessu þá,“ svarar Guðrún brosandi.
Kynnir spænska menningu
Guðrún Jóhanna segist alltaf hafa
sungið mikið sem barn auk þess
sem hún tók þátt í leikritum frá því
hún var níu ára. Hún var meðal
annars í sýningum Þjóðleikhússins,
Leikfélags Akureyrar og Leikfélags
Menntaskólans við Hamrahlíð. „Ég
fór ekki í alvarlegt söngnám fyrr en
ég varð 19 ára, en fann þá strax að
það ætti mjög vel við mig og að þar
lægi framtíð mín.“
Tónlistarskólinn í Reykjavík var
fyrsti viðkomustaður, en hún lauk
þaðan námi árið 2000. Eftir það fór
hún í mastersnám í óperudeild Gu-
ildhall School of Music and Drama í
London, og kláraði það árið 2003.
Hún hefur einnig sótt einkatíma hjá
söngkonunni Aliciu Nafé í Madríd.
Guðrún hefur nokkur tengsl við
Spán, en hún er gift spænskum
manni. Hún bar einnig sigur úr být-
um hinn 1. júní sl. í virtri tónlist-
arkeppni á Spáni, kenndri við Joa-
quín Rodrigo. „Ég þurfti þá að
syngja mörg verk eftir Rodrigo og
spænskan ljóðasöng sérstaklega.“
Guðrún hefur einnig ferðast um
Evrópu með spænskri kammersveit
og mun bráðlega flytja með henni
spænsk þjóðlög í Stokkhólmi.
„Ég hef semsagt verið að kynna
spænska menningu með kamm-
ersveitinni en verkefnið er m.a.
styrkt af Cervantes-stofnuninni. Ég
hvet Íslendinga eindregið til að
setja á fót svipaða stofnun til að
senda listamenn um Evrópu og
kynna íslenska menningu. Það væri
kannski hægt að nefna hana Lax-
nessstofnun,“ segir Guðrún og
hlær.
Spennandi verkefni í
vel skipulögðu umhverfi
Morgunblaðið/ÞÖK
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er nýr listrænn stjórnandi Kammertónleika á
Kirkjubæjarklaustri. Hún hefur einnig kynnt spænska menningu erlendis.
Tónlist| Nýr listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
20 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HANDRITIÐ að
bókinni frægu Á
vegum úti eftir
Jack Kerouac
verður endur-
útgefið á næsta
ári í upphaflegri
og óbreyttri út-
gáfu. Þetta sagði
talsmaður út-
gáfufyrirtæk-
isins Viking Press.
Útgáfan sem er á upprunalegu
handritinu hefur annan tón en
breytta útgáfan. Tungumálið er
t.a.m. óheflaðra í handritinu, og
raunveruleg nöfn eru notuð á sum-
ar sögupersónurnar.
Sagan um annað sjálf Kerouacs,
Sal Paradise, verður útgefin 2007,
50 árum eftir að Viking Press út-
gáfan gaf hana út upphaflega. Sag-
an fékkst lengi ekki útgefin vegna
forms hennar, sem þótt til-
raunakennt. Hún hefur síðar orðið
klassík og kom Bítkynslóðinni á
kortið. „Á vegum úti er mikilvægur
hluti bandarískrar bókmennta-
sögu“, sagði Paul Slovak hjá út-
gáfufyrirtækinu Viking þegar til-
kynnt var um útgáfuna.
Upprunalega handritið, sem er
36 metra löng pappírsrúlla vélrituð
með einföldu bili, var seld Jim Irsay
árið 2001. Irsay þessi er eigandi
bandaríska ruðningsliðsins In-
dianapolis Colts. Handritið er um
þessar mundir á ferðalagi um
Bandaríkin á minjasöfnum og bóka-
söfnum.
Handrit
Kerouacs í
nýrri útgáfu
Jack Kerouac
BRESKI rithöf-
undurinn og
feminístia-íkonið
Germaine Greer
eru komin í hár
saman. Rushdie
hefur nýlega lát-
ið þau orð frá
sér falla að
stuðningur henn-
ar við bengalska
mótmælendur
tiltekinnar kvik-
myndar væri plebbalegur, skamm-
arlegur og gervilegur.
Málið byrjaði þannig að mótmæl-
endurnir settu sig upp á móti kvik-
myndaútgáfu af bókinni Brick
Lane eftir breska rithöfundinn Mo-
nicu Ali. Þeir hafa skipulagt bóka-
brennur og ætla sér að mótmæla
myndinni á frekari hátt. Bókin
fjallar um konu frá Bangladesh
sem býr í austurhluta Lund-
únaborgar. Mótmælendum þykir
bókin draga upp ansi dökka og
niðrandi mynd af Bengölum búa í
þessum hluta borgarinnar.
Greer skrifaði síðar grein í tíma-
ritið Guardian og sagði að mót-
mælendur hefðu rétt á að koma í
veg fyrir gerð myndarinnar. Fram
kom í máli hennar að Ali hefði
gleymt því hvernig væri að vera
frá Bangladesh og að hún skrifaði
frá „bresku“ sjónarhorni.
Germaine Greer lengi haft
horn í síðu Salmans Rushdies
Rushdie svaraði bréfi Greer í
Guardian með öðru bréfi í dag-
blaðið, þar sem hann ver málstað
Ali. Rétttrúaðir lögfræðingar
múslíma úrskurðuðu á sínum tíma
að Rushdie væri réttdræpur fyrir
skrif sínum í Söngvum Satans.
Í bréfinu rifjar Rushdie upp að
Greer hefði þá ekki viljað taka
þátt í stuðningsyfirlýsingu fyrir
hann, og látið þau orð falla að
Söngvarnir „fjalli um hans eigin
vandamál.“ Rushdie segir einnig
að Greer hafi kallað hann mik-
ilmennskubrjálæðing og þeldökkan
Englending.
Rushdie og Greer stunduðu bæði
nám í Cambridge seint á 7. ára-
tugnum og þeim hefur margoft
lostið saman áður.
Rushdie og
Greer rífast
Salman Rushdie
ásamt eiginkonu
sinni Padma
Lakshmi.
SEINNI tónleikar laugardagsins í
Skálholti gáfu nokkuð gott skyndi-
yfirlit yfir strengjakvartetta Mozarts.
Skipta má 27 kvartettum hans í tvö
meginsköpunarskeið, fyrstu sextán
frá 1770–73 (K136–73) í hið fyrra og
háþroskaverkunum K387–590 (frá og
með „Haydn“-kvartettunum sex frá
1782–85) í hið seinna. Í hnotskurn
sýna þeir ótrúlega öra þróun Mozarts
frá laufléttu skemmtitónskáldi (fyrstu
kvartetta sína kallaði hann „dívertí-
mentó“) í djúptækan listamann.
En jafnvel í æskuverkum sínum er
Mozart fráleitt alltaf allur þar sem
hann er séður, og koma víða fyrir
þættir sem vísa langt fram á veginn.
Þannig var um syngjandi ang-
urværan miðþátt þríþætta G-dúr
kvartettsins K156 frá 1772 úr flokki
skrifuðum á Ítalíu „á mettíma“ eins
og Jaap Schröder sagði í sérfróðum
skrifum sínum í tónleikaskrá. Tríó-
kafli lokamenúettsins var sömuleiðis
bráðskemmtilegur og ljómandi vel
spilaður.
Innsæi hollenzka leiðarans leyndi
sér né heldur í næsta verki, enda
rómaðar hljómplötur hans með Est-
erházy-kvartettnum frá 8.–9. áratug
meðal fyrstu túlkana á Mozart undir
formerkjum upprunahyggju, þó svo
að svalur gömbutónn hópsins í hæg-
um þáttum færi í fyrstu fyrir brjóstið
á eldri hlustendum. Sérkennilegt þrá-
hyggju-„örlagastefið“ er gegnsýrir I.
þátt d-moll-kvartettsins K173 frá
1773 minnti nærri því á Beethoven í
svipuðum hrynham, og af innþáttum
var menúettinn (III) sérlega vel mót-
aður og beinlínis æsispennandi.
„Forneskjuleg“ fúga fínalsins á hníg-
andi krómatísku stefi – samin þrem
árum eftir kontrapunktnám Wolf-
gangs hjá Padre Martini í Bologna en
heilum áratug áður en van Swieten
barón vakti áhuga hans á fúgum
Bachs – var glæsileg í túlkun jafnt
sem að smíð (skartaði viðsnúnum
svörum, misþéttum stefskörunum
o.fl), þótt undarlega endasleppt nið-
urlagið skildi eftir ófullnægðar vænt-
ingar um a.m.k. þriðjungi lengra
framhald.
Síðasti kvartett dagsins var sá í D-
dúr K499 frá Don Giovanni-árinu
1786, kenndur við forleggjarann
Hoffmeister. Útþættirnir eru afar
þétt skrifaðir, nærri því sinfónískir
eins og Schröder benti á, og með
ríkulega unninni gegnfærslu er veit
allt fram á Schubert. I. þáttur kom
allvel út í natinni meðferð Skálholts-
kvartettsins. Hins vegar bar restin
greinilega með sér að útheimta ára-
langa og stöðuga samspilsrútínu,
enda var spilamennskan á köflum
ekki nógu samtaka og stundum jafn-
vel gruggug. E.t.v. hefði hópurinn átt
að fara ögn varlegar í tenuto-mótun í
gjöfulli heyrð kirkjunnar og leika
heldur tónstyttra. Lokaþátturinn –
ákaft „moto perpetuo“ með öndunar-
stöðum inn á milli – slapp að vísu fyrir
horn, en ekki miklu meira, og olli því
heildin óneitanlega vonbrigðum eftir
vel heppnuðu fyrri verkin.
Hinn bráðþroska Mozart
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Mozart: Strengjakvartettar í G, d og D,
K156, 173 og 499. Skálholtskvartettinn
(Jaap Schröder / Rut Ingólfsdóttir fiðla,
Svava Bernharðsdóttir víóla og Sigurður
Halldórsson selló). Laugardaginn 29. júlí
kl. 17.
Sumartónleikar í Skálholti
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tónleikarnir gáfu nokkuð gott skyndiyfirlit yfir strengjakvartetta Mozarts
en þeim má skipta í tvö meginsköpunarskeið.