Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 261. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Opinn morgunfundur Samtaka iðnaðarins fimmtudaginn 5. október á Hótel Nordica. Sjá nánar dagskrá á www.si.is AF GÓÐUM HUG ALLT FRÁ TUSKUDÝRUM UPP Í SÓFASETT Í GÓÐA HIRÐINUM >> DAGLEGT LÍF ÞRÍR NEMAR VEL FYLGST MEÐ BARNEIGNUM TRÉKYLLISVÍK >> 21 NÆSTUM 100% mæting var á fundi sem skólastjórinn í Grímsey boðaði til í gær- kvöldi vegna yfirlýsingar eigenda Gríms- kjara, einu matvöruverslunarinnar í eynni, um að þau hyggist loka verslun sinni 15. október næstkomandi. Fyrir fáum dögum barst bréf frá eigendunum, þeim Guðrúnu Sigfúsdóttur og Brynjólfi Árnasyni, um að versluninni yrði lokað, eftir mjög góða þjónustu við Grímseyinga í sex ár, en ástæður fyrir lokun eru fyrst og fremst persónulegar. Fjóra tíma tekur að sigla til Dalvíkur eða Akureyrar þar sem næstu verslun er að finna, eða hálfa klukkustund að fljúga, svo það eru ekki góðir dagar framundan ef verslun í Grímsey leggst af. Eðlilegt er að skelfing hafi gripið um sig meðal íbúanna þar sem flestir setja sama- semmerki milli búsetu og búðar. Í Grímsey hefur verið verslun frá því stuttu eftir aldamótin 1900 þegar menn frá Húsavík seldu varning þangað. Þar á eftir var það Kaupfélag Eyfirðinga sem rak þar verslun í meira en hálfa öld. Niðurstaða fundarins var sú, og voru all- ir viðstaddir sammála, að leita allra ráða til að bjarga versluninni. Lokun væri neyð- arbrauð. Engin verslun í Grímsey? Íbúar Grímseyjar fjölmenntu á fundinn sem haldinn var í Múla í gærkvöldi. TÖLUVERÐ hreyfing er að komast á sölu Icelandair út úr FL Group. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hafa a.m.k. tveir bankar lýst áhuga á að kaupa félagið. Markmið þeirra er væntanlega að setja félag- ið á markað, þó þannig að kjölfestufjárfestar eignist stóran hlut í því. Telja má víst að bank- arnir telji sig geta náð umtalsverðum hagnaði út úr þessum viðskiptum. Fyrir alllöngu lýstu forráðamenn FL Group því yfir að þeir stefndu að því að setja Icelandair á markað og nefndu sl. vor í því sambandi. Ekki varð af því þar sem talið var að aðstæður á markaðnum hér væru ekki nægilega hagstæðar. Nú hefur tvennt gerzt: hlutabréfamarkaður- inn hefur tekið við sér og allt stefnir í mjög góða afkomu hjá Icelandair á þessu ári. Farmiðasala hefur gengið vel, ekki sízt frá Íslandi, og félag- inu hefur tekizt vel að verja sig fyrir hækkunum 2002 en þá var hún af um 39 milljarða veltu en nú af rúmlega 51 milljarðs veltu. Verði af sölu Icelandair nú má búast við að FL Group innleysi verulegan hagnað. Rætt hefur verið um tvo hópa fjárfesta, sem hugsanlega kæmu að kaupum á Icelandair. Ann- ars vegar Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Sam- skipa og fleiri fyrirtækja. Hinn hópurinn tengist einnig fyrrum Sambandsfyrirtækjum og þar eru í forystu Finnur Ingólfsson, fyrrverandi for- stjóri VÍS, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og Helgi S. Guðmundsson, for- maður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Á þessu stigi hafa engin formleg tilboð komið frá bönkunum. Hins vegar gætu þessi viðskipti gengið hratt fyrir sig komist þau á skrið. Hlutabréf í FL Group hafa hækkað verulega í verði á undanförnum dögum og vikum, sem m.a. er rakið til væntinga um þessi viðskipti. á eldsneyti. Á fundi í Amsterdam fyrir skömmu kom fram að forráðamenn FL Group teldu að EBITDA-niðurstaða félagsins á þessu ári yrði um 5,9 milljarðar króna, sem er svipað og árið Bankar lýsa áhuga á að kaupa Icelandair Tveir hópar kjölfestufjárfesta eru í viðbragðsstöðu komi til sölu fyrirtækisins Í HNOTSKURN » Forráðamenn FL Group lýstu því yfirfyrir allnokkru að þeir stefndu að því að setja Icelandair á markað og nefndu sl. vor í því sambandi. Ekkert varð þó af því þá. » Allt stefnir í mjög góða afkomu hjá Icelandair á þessu ári. » Verði af sölu Icelandair nú má búastvið að FL Group innleysi verulegan hagnað. tækjunum fyrir hönd fjölmenns hóps reykingamanna, hugsanlega tuga milljóna manna. Beri málshöfðunin árangur er áætlað að hún geti kostað tóbaksfyr- irtækin allt að 200 milljarða dollara, sem svarar 14.000 milljörðum króna. Tóbaksfyrirtækin ætla að áfrýja úrskurði dómarans. Sækjendurnir krefjast skaðabóta og saka fyrirtækin um að hafa blekkt ALRÍKISDÓMARI í New York heimilaði í gær hópmálshöfðun á hendur tóbaksfyrirtækjum fyrir að blekkja reykingamenn og fá þá til að halda að „léttar“ sígarettur væru hættuminni en aðrar sígarettur. Dómarinn heimilaði sækjendun- um að höfða mál gegn tóbaksfyrir- tugi milljóna reykingamanna síðustu áratugi með samsæri um að láta líta út fyrir að „léttar“ sígarettur séu hættuminni en aðrar. Samkvæmt gögnum, sem fram komu í tengslum við annað dómsmál, hafa tóbaksfyrirtækin vitað frá því á sjöunda áratugnum að sígarettur, sem eru merktar „léttar“ eða „mjög léttar“ eru jafn hættulegar heilsunni og aðrar sígarettur. Fyrirtækin lögsótt fyrir „léttar“ sígarettur Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞAU eru af ýmsum toga verkefnin sem koma inn á borð hjá björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Á dögunum aðstoðuðu þeir Elías Frímann Elvarsson og Gunnar Sigurður Jósteinsson Sigurð Þórarinsson í Skarðaborg í Reykjahverfi við að koma tveimur lömbum til byggða. Kom Sig- urður með lömbin niður hjá Botnsvatni og fékk björgunarsveitarmennina til að flytja þau yfir vatnið á slöngubát.Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Lömb sigldu á Botnsvatni Dublin. AFP. | Bandarísk kona var handtekin á Cork-flugvelli á Írlandi í gær eftir að í ljós kom að hún var með kíló af kókaíni í hárinu, að sögn írsku tollgæslunnar. Konan var með hárgreiðslu sem kennd er við býflugnabú. Kókaínið var falið í svörtum bómullarbögglum í hárinu. Söluverðmæti fíkniefnanna er áætlað um 70.000 evrur, sem samsvarar 6,3 milljónum króna, að sögn tollgæslunnar á Írlandi. Konan kom til landsins frá Lagos í Nígeríu með viðkomu í Amsterdam. Er þetta flasa, frú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.