Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Höfn | Náttúrusamtök Austurlands
(NAUST) héldu aðalfund sinn ný-
verið, en þau spanna svæðið frá
Skeiðarársandi til Bakkafjarðar.
Fundurinn ályktaði m.a. um
Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðju
Alcoa Fjarðaáls:
„Aðalfundur NAUST 2006 minnir
á fyrri samþykktir samtakanna um
stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi
og varar við þeirri margvíslegu
hættu sem af þeim stafar fyrir fólk
og umhverfi á Austurlandi. Fund-
urinn tekur undir með þeim mörgu
sem lýst hafa áhyggjum vegna
ófullnægjandi undirbúnings þessara
framkvæmda, jafnt Kárahnjúka-
virkjunar og álvers á Reyðarfirði.
Fundurinn telur ekki rétt að hleypa
vatni á Hálslón án undangengins
óháðs mats á virkjuninni með tilliti
til jarðfræði og hönnunar mann-
virkja.“
Hafna kröfum um vothreinsun
„Aðalfundurinn fordæmir þá
hneykslanlegu afstöðu Alcoa og
Skipulagsstofnunar að taka fjár-
hagslega hagsmuni Alcoa fram yfir
heilbrigði íbúa við Reyðarfjörð og
Eskifjörð með því að hafna kröfum
fjölmargra um vothreinsun við ál-
verksmiðjuna. Þá krefst aðalfund-
urinn þess að framkvæmdaraðilum
sé gert að standa undanbragðalaust
við sett skilyrði um frágang og
vöktun að framkvæmdum loknum
og að komið verði í veg fyrir frekari
spjöll og tjón á landi og lífríki í ná-
grenni þeirra.“
Samtökin vilja að nú þegar verði
gert a.m.k. 5 ára hlé á frekari stór-
iðjuframkvæmdum og næstu ár
notuð til víðtækra rannsókna á
áhrifum vatnsafls- og jarð-
varmavirkjana og iðnaðar í krafti
þeirra á þjóðarhag, mannlíf og um-
hverfi.
Þjóðgarður með myndarbrag
NAUST hvetur stjórnvöld til að
taka af raunsæi og stórhug á mál-
efnum væntanlegs Vatnajök-
ulsþjóðgarðs, m.a. með nægum fjár-
framlögum svo unnt verði að stofna
þjóðgarðinn með myndarbrag og
ganga til samninga við þá aðila sem
geta hugsað sér að leggja til hans
landsvæði eða vilja tengjast Vatna-
jökulsþjóðgarði með öðrum hætti.
Áherzla er lögð á að þjóðgarðurinn
nái yfir landslagsheildir umhverfis
jökulinn, þar á meðal Langasjó og
Fögrufjöll að friðlýsta svæðinu við
Laka. Hvatt er til að stjórnvöld
setji siðareglur um samskipti við
fyrirtæki og aðila sem standa að
framkvæmdum er valda umhverf-
istjóni. Ályktanirnar í heild má m.a.
finna á vefnum hornafjordur.is.
Snarpar ályktanir NAUST
um virkjun og stóriðju
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Náttúruvá NAUST átelur stjórnvöld harðlega og mótmælir undanbrögðum og andvaraleysi þeirra.
Segja fjárhagslega hags-
muni tekna fram yfir
heilbrigði íbúa eystra
Egilsstaðir | Trésmiðja Fljótsdals-
héraðs (TF), sem stofnuð var árið
1973, hefur óskað eftir gjaldþrota-
skiptum. Nýir eigendur tóku við í
árslok 2002 og störfuðu til skamms
tíma 30 manns hjá fyrirtækinu, sem
hefur á undanförnum misserum
byggt talsvert af húsnæði, m.a. á
Reyðarfirði og Egilsstöðum. Öllum
starfsmönnum hefur verið sagt upp.
Reiknað er með að dótturfyrirtæki
TF, Kass og TF festir sem hafa m.a.
stundað umtalsverð fasteignavið-
skipti á Austurlandi, verði gerð upp í
kjölfarið. Var Valaskjálf á Egilsstöð-
um m.a. í eigu annars þeirra þar til
nýlega er það var selt. Trésmiðja
Fljótsdalshéraðs er talin hafa
skuldað um 50 milljónir króna við
eigendaskiptin 2002 og þykir ljóst að
skuldir hafi aukist mikið síðan, en
um skuldastöðu fást ekki upplýsing-
ar. Stjórn TF segir fyrirtækið um
árabil hafa strítt við lausafjárerfið-
leika og þungan fjármagnskostnað.
Trésmiðja
Fljótsdals-
héraðs öll
Egilsstaðir | Í dag kl. 14 stendur
Samband sveitarfélaga á Austur-
landi (SSA) fyrir málþingi um þjón-
ustu við innflytjendur á Austur-
landi og ber þingið heitið fjöl-
menningarlegt Austurland, staðan
og áherslur í málefnum íbúa af er-
lendum uppruna.
Málþingið er liður í vinnu starfs-
hóps á vegum SSA og stuðnings-
aðila sem vinnur með verkefnið og
skilar niðurstöðum í haust. Það er
öllum opið og er haldið á Hótel Hér-
aði, Egilsstöðum.
Málþing um
innflytjendur
AUSTURLAND
DAGFORELDRAR í Síðuhverfi
hafa fengið sig fullsadda af síend-
urteknum og hættulegum
skemmdarverkum á Bugðuvelli,
leikvelli fyrir neðan verslunina
Síðu. Þeir finna glerbrot á vellinum
flesta morgna, svo rammt kvað að
á dögunum að glerbrotum hafði
verið komið fyrir í sandkassanum
þar sem smábörn leika sér og hass-
flöskur finnast oft á svæðinu.
Dröfn Árnadóttir, talsmaður
Dagvistunar, félags dagforeldra á
Akureyri og nágrenni, kemur á
leikvöllinn alla virka morgna og
börnin eru aldrei leyst úr kerrun-
um fyrr en búið er að yfirfara
svæðið. „Við erum fimm dagfor-
eldrar sem komum alla daga, með
fimm börn hver, aðrir mæta tvisv-
ar til þrisvar í viku og stundum
koma foreldrar með sín eigin
börn,“ sagði hún við Morgunblaðið.
Oft eru því 30–40 börn á vellinum.
„Rúða er brotin í húsinu minnst
einu sinni í mánuði. Lögreglan
kemur alltaf til þess að skrá
skemmdarverkin og menn frá
bænum skipta um rúðu en það hef-
ur komið fyrir oftar en einu sinni
að nýja rúðan hefur verið brotin
strax sama dag eða daginn eftir.“
Það sem verra er er að stundum
lítur út fyrir að hrein illska sé á bak
við þessi skemmdarverk, að sögn
Drafnar, „þegar komið hefur fyrir
að glerbrotum hefur verið dreift í
sandkassann og jafnvel grafin þar
niður.“
Nýlega var brotið útiljós á hús-
inu um helgi og þegar þau Dröfn
mættu á leikvöllinn á mánudags-
morgni var augljóst, að hennar
sögn, að glerbrotunum hafði vísvit-
andi verið dreift um allt planið.
Forsvarsmenn félagsins segjast
hafa beðið um eftirlitsmyndavél á
leikvöllinn en hún sé talin of dýr og
þá vilja þeir endilega láta lýsa
svæðið upp því „ef börn eru að gera
eitthvað sem þau mega ekki þá
leita þau í myrkrið.“
Dagvistun biðlar nú til fólks í
hverfinu og í raun samfélagsins alls
að breyting verði á. „Við verðum að
grípa til aðgerða áður en alvarlegt
slys verður,“ segir Dröfn. „Við vilj-
um að foreldrar ræði við aðra for-
eldra og, það sem er enn mikilvæg-
ara, að fólk ræði um þetta við
börnin sín. Við viljum að allir séu
meðvitaðir um að þetta er leik-
svæði barna, ekki aðeins þeirra
sem mæta hér hvern einasta morg-
un heldur líka annarra í hverfinu
sem koma hingað eftir skóla og um
helgar.“
Dröfn finnst fólk sinnulaust
gagnvart vandamálinu og tekur
svo til orða að það séu engar for-
varnir að hreinsa upp glerbrot,
heldur verði allir að leggjast á eitt
til þess að skemmdarverkunum
linni.
Dagforeldrar í Síðuhverfi orðnir þreyttir á skemmdarverkum á Bugðuvelli
„Verðum að grípa til aðgerða
áður en alvarlegt slys verður“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gaman á róló Börnunum leið vel á Bugðuvelli í gær og vita sem betur fer ekki af skemmdarvörgunum.
Í HNOTSKURN
»Dagforeldrar urðu vitniað því nýlega að ung
stúlka af áfangaheimili í
Eyjafirði kom með fulltrúa
sínum á Bugðuvöllinn til að
sýna hvar hún hafði hent frá
sér töflu sem ætluð var til að
komast í vímu. Taflan fannst
sem betur fer „en við þurfum
náttúrlega ekki að lýsa því
hvað hefði getað gerst ef hún
hefði ratað í barnsmunn,“
segir í bréfi dagforeldranna.
MAGNÚS Þorkell Bernharðsson flytur í
dag fyrirlestur á Lögfræðitorgi við Há-
skólann á Akureyri. Fyrirlesturinn, sem
hefst kl. 12 í stofu L201 á Sólborg, kallar
Magnús Sjaríalög múslíma: Forn laga-
bálkur í nútímasamfélagi?
Sjaríalögin liggja til grundvallar laga-
kerfisins í nokkrum ríkjum í Asíu og Afr-
íku. Á síðustu árum hefur róttækum
hreyfingum íslamista og jíhadista vaxið
fiskur um hrygg, en eitt af megin baráttu-
málum slíkra hreyfinga er að koma á enn
víðtækari útfærslu sjaría.
Magnús Þorkell Bernharðsson er með
doktorspróf í nútímasögu Mið-Austur-
landa og kennir við Williams College í
Bandaríkjunum.
Magnús Þorkell ræðir
um sjaríalög múslíma
NJÁLGUR hefur fundist í börnum í
Brekkuskóla, en aðeins er um örfá tilfelli
að ræða, að sögn skólahjúkrunarfræð-
ings. „Njálgur á það til að koma upp á
leikskólum og við verðum vör við hann
hér á nokkurra ára fresti, í yngstu bekkj-
ardeildunum,“ sagði Katrín Friðriks-
dóttir, hjúkrunarfræðingur í Brekku-
skóla, í samtali við Morgunblaðið.
Njálgar eru 1 cm langir ormar sem lifa í
þörmunum. Katrín segir töluverðan tíma
líða frá smiti þar til njálgurinn uppgötvast
og eggin geti lifað lengi utan líkamans,
t.d. í rúmfötum, mottum og ryki og allt að
2–3 vikum, t.d. í feldi dýra eins og hunda
og katta.
Hún segir hreinlæti skipta miklu máli ef
njálgur finnist, börnunum verði að þvo
mjög vel á hverjum morgni, og þegar
heimilið er hreinsað megi ekki gleyma
blýöntum og öðrum hlutum sem nagaðir
eru eða handfjatlaðir. Og mikilvægt sé að
láta skólahjúkrunarfræðing eða kennara
vita strax ef njálgur finnst.
Lús hefur einnig hreiðrað um sig í
grunnskólunum í haust, en það telst vart
orðið til tíðinda.
Vart hefur orðið við
njálg í Brekkuskóla