Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 25
uppeldi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 25
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Hrós er öflugt stjórntæki,oft miklu öflugra enskammir og refsingareins og kemur fram í
bókinni Börn eru klár! sem nýlega
kom út hjá JPV. Þar er lýst uppeldis-
aðferðum sem eru eftirtektarverðar.
Helga Þórðardóttir, sérkennari,
félagsráðgjafi og fjölskyldufræð-
ingur, þýddi bókina en hún kynntist
hugmyndafræðinni í Bandaríkjunum
fyrir 15 árum. „Hugmyndafræðin,
sem kristallast í þessari bók, er að
skilgreina vandamálið frekar sem
verkefni. Höfundurinn Ben Furman,
sem er finnskur geðlæknir, beinir
sjónum að því atferli barnsins sem
þarf að breytast, hann skilgreinir
með barninu og þeim í nánasta um-
hverfi þess, hvaða atferli væri æski-
legra. Ég-get er markmiðið og unnið
er að því með barninu að ná því í 15
markvissum skrefum,“ segir Helga.
Reynsla og rannsóknir sýna að
refsingar og skammir hafa sárasjald-
an áhrif á langtímahegðun barna í
kjölfarið, a.m.k. ekki í hlutfalli við
háa tíðni þeirrar aðferðar. Hrós sem
stjórntæki er miklu áhrifaríkara og
það er rauði þráðurinn í þessari bók.“
Finna lausnir á verkefnum
Félagsráðgjafinn segir mikið lagt
upp úr jákvæðri hvatningu, að börn
setji sér markmið og finni lausnir.
„Það er horft fram á veginn en ekki
dvalið of mikið við fortíðina eða söku-
dólga.“
Í ég get-aðferðinni er litið svo á að
flest þeirra vandamála eða verkefna
sem börn glíma við séu óþroskuð
færni. Sum börn þurfi einfaldlega
lengri tíma til þess að tileinka sér
færnina en önnur, en það þarf oft að
ýta undir löngun barnsins til þess að
læra hana og æfa sig.
„Bókin er handbók fyrir foreldra,
kennara og starfsfólk leikskóla. Hún
hefur verið þýdd á fjölmörg tungu-
mál og ég hef í starfi mínu notað
þessa hugmyndafræði og kennt við
Endurmenntun Háskóla Íslands og
Háskóla Íslands. Hún virkar ekki
bara fyrir börn heldur getur hún líka
hjálpað fullorðnum,“ segir Helga.
„Fræðin ganga út á það að nálgast
verkefni á jákvæðan hátt og leita
lausna. Lausnirnar er oft að finna hjá
fólki sjálfu en stundum þarf ut-
anaðkomandi til að benda á þær.“
Tileinka sér nýja færni
Hún segir að verkefnin sem börn
glími við séu margvísleg. „Sum naga
neglurnar, ná ekki á klósettið í tæka
tíð eða geta ekki setið kyrr, önnur
eru árásargjörn og uppstökk í skól-
anum, geta ekki einbeitt sér, eru
þunglynd eða eiga erfitt með að vera
ein. Oftast þurfa börnin að tileinka
sér nýja færni, og leysa þannig úr
verkefnunum, sem stundum geta
verið þeim mjög erfið, á jákvæðan og
árangursríkan hátt. Ég-get aðferðin
hjálpar börnum til þess, hvort sem
um er að ræða hversdagsleg verkefni
eða sértæk, sem börn með sérþarfir
þurfa oft að takast á við. Hún er líka
skýr og einföld þannig að allir sem
ala upp eða vinna með börn ættu að
geta tileinkað sér hana og notað í
ólíkum aðstæðum eins og á heim-
ilum, í skólum og á leikskólum.“
Titillinn á bókinni, Börn eru klár!
er réttnefni. Börn eru nefnilega fljót
að skynja þegar fullorðnir eru ósam-
kvæmir sjálfum sér, segja eitt en
gera annað. Bókin ætti því ekki síður
að vera fyrir fullorðna en börn. Að
vera góð fyrirmynd er líklega ein
áhrifaríkasta uppeldisaðferðin. Vilj-
irðu að barnið þitt sé agað og fari eft-
ir reglum, gerðu það þá sjálf/ur. Vilj-
irðu að barnið þitt hreyfi sig og neyti
hollrar fæðu, gerðu það þá sjálf/ur.
Viljirðu að barnið temji sér jákvætt
lífviðhorf, temdu þér það þá sjálf/
sjálfur. Sýndu barninu að úr því að
þú getur, þá getur það líka.
Börn eru klár og geta lært að leita lausna
Morgunblaðið/Eggert
Lausnamiðuð Börn eru hugmyndarík og finna sniðugar lausnir á verkefnum sem fyrir þau eru lögð.
Guðmundur Halldórsson frá
Húsavík veit fátt skemmtilegra en
að yrkja um Framsóknarflokkinn.
Og menn þar á bænum eru svo
elskulegir að verða honum úti um
ærin yrkisefni:
Fyrirliðar Framsóknar
freta senn á rjúpurnar;
mannkyni til minnkunar
máttarstoðir heimskunnar
Rúnar Kristjánsson yrkir að
gefnu tilefni:
Þeir sem eru á þingi að hætta
þurrir síst í kverkunum,
tala stórt um stöðu bætta,
stæra sig af verkunum!
En …
Fegri voru fengin kynni
fyrir Davíðstímann,
þegar græðgin þótti minni
og þjóðin átti Símann!
Og …
Áður mátti um hugsjón heyra
og hreinna blés um þankana.
Þingið virtist þroskameira
og þjóðin átti bankana!
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af
þingheimi
Við jafndægur á hausti geta lands-
menn litið um öxl til liðins sumars,
en verða varla sammála um gæði
þess frekar en margs annars sem yf-
ir þá gengur í daglegu lífi.
Hinsvegar verður ekki um deilt,
að fyrsta frostnóttin á haustinu hér í
Skagafirði var aðfaranótt föstudags-
ins síðasta, og hefur oft verið fyrr á
ferð, auk þess sem varla hefur sést
föl í fjallatoppi síðan í maí í vor.
Þessa dagana standa göngur og
réttir sem hæst, en því færra búfé
sem rekið er til réttar þeim mun
fleiri áhorfendur virðast dragast að
þessum gamla mannfagnaði. Áhuga-
menn koma um langan veg, og sitj-
andi og verðandi alþingismenn
ganga meðal réttargesta og taka
þétt í höndina á atkvæðunum og
sýna hverju og einu sérstakan
áhuga.
Hér á Sauðárkróki lauk heilsurækt-
arfólk og skokkarar sumarstarfinu
síðastliðinn laugardag með mjög
fjölmennu Króksbrautarhlaupi, sem
venjulega hefur verið frá Varmahlíð
til Sauðárkróks, en þar sem skag-
firskir skokkarar eru sífellt að gera
sig meira og meira gildandi í hinum
ýmsu maraþonum, innan lands sem
utan, er nú byrjað við Varmalæk,
óralangt inni í firði, og hlaupa þeir
hörðustu nánast fullt maraþon og
kveinka sér ekki.
Um þessar mundir er að hefjast
bygging á verksmiðjuhúsi á
Gránumóum þar sem framleidd
verður svonefnd molta, en þar eru
jarðgerð ýmis úrgangsefni, svo sem
sláturúrgangur og ýmiskonar annar
lífrænn úrgangur, og þessu breytt í
gróðurmold, en ákveðið er að hefja
framleiðslu nú í haust. Hér er um
mikla framför að ræða frá því að all-
ur úrgangur var urðaður, en kostn-
aður við verksmiðjuna er talin vera
um eitt hundrað milljónir.
Loks eru hafnar framkvæmdir við
vegagerð í Norðurárdal, og er það
vonum seinna að hafist er handa við
að lagfæra þennan kafla þjóðvegar
eitt, þar sem fjölmörg og alvarleg
umferðarslys hafa orðið á und-
anförnum árum. Verklok eiga að
verða næsta haust. Hins vegar er að
ljúka þeim framkvæmdum á Þver-
árfjallsvegi, sem unnar verða í þess-
um áfanga og er sú framkvæmd
verulega á undan áætlun.
SKAGAFJÖRÐUR
Björn Björnsson
úr bæjarlífinu