Morgunblaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SERBNESKI semballeikarinn
Smiljka Isakovic leikur á
Tíbrár-tónleikum í Salnum í
kvöld kl. 20, í tilefni af serb-
neskri menningarhátíð sem
haldin er á Íslandi um þessar
mundir. Isakovic er með
þekktari semballeikurum í
heiminum í dag og með vali
verka á efnisskrá sinni í Saln-
um er markmiðið að kynna fyr-
ir Íslendingum tónlist úr austri og vestri; Iberica
(frá Iberíuskaga), samsafn verka sem voru samin
undir spænskum og portúgölskum áhrifum og
Balcanica (frá Balkanskaga) verk frá Serbíu,
Búlgaríu og Grikklandi.
Sembaltónleikar
Sembaltónlist úr
austri og vestri
Smiljka Isakovic
BANDARÍSKI trommuleik-
arinn Zoro heldur einleiks-
tónleika í FÍH-salnum í Rauða-
gerði annað kvöld og í
Brekkuskóla á Akureyri 28.
september kl. 20. Zoro er með-
al annars þekktur fyrir að leika
með Lenny Kravitz, Bobby
Brown, Frankie Valli and the
Four Seasons, The New
Edition, Sean Lennon, Philip
Bailey, Lisu Marie Presley og fleirum. Hann hef-
ur unnið til fjölda verðlauna og var meðal annar
kosinn besti trommuleikarinn og námskeiðshald-
ari í flokki R&B tónlistarmanna árið 2005 af tíma-
ritinu Modern Drummer.
Trommutónleikar
Zoro í FÍH-salnum
og á Akureyri
Zoro
HLJÓMSVEITIN Á móti sól
heldur tónleika um komandi
helgi. Af því tilefni kemur stór-
vinkona Magna úr sjónvarps-
þættinum Rock Star: Super-
nova, Dilana, til landsins
gagngert til að taka lagið með
félaga sínum. Nú hefur verið
tilkynnt að vinirnir verða í við-
tali í morgunþættinum Zúúber
á FM957 næstkomandi föstu-
dag, einhvern tímann á milli 7 og 10. Eins og flest-
um er í fersku minni lenti Dilana í öðru sæti Rock
Star: Supernova og mun fyrir vikið syngja með
húsbandi þáttarins á fyrirhugaðri tónleikaferð
Rock Star: Supernova-sveitarinnar.
Útvarpsþáttur
Dilana og Magni í
Zúúber á FM957
Dilana
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
HRÓÐUR Stórsveitar Reykjavíkur hefur farið víða
og það kostar litla eftirgangsmuni að fá til landsins
eftirsóttustu gestastjórnendur stórsveitardjassins
til að vinna með hljómsveitinni. Nú er röðin komin
að reynslubolta vestan úr Bandaríkjunum sem er
með báða fætur djúpt í hinni bandarísku stórsveit-
arhefð. Maðurinn heitir Bill Holman og er fæddur í
smábænum Olive í Kaliforníu. Hljóðfæri hans var á
unga aldri klarinett og síðan tenórsaxófónn. Á
fimmta áratugnum, þegar stórsveitardjass var al-
þýðutónlist eins og popptónlist er í dag, ákvað
Holman að helga sig samningu á tónlist fyrir stór-
sveitir og ferillinn er glæsilegur. Eftir hann liggur
urmull stórsveitarverka og verður sýnishorn af
þeim á efnisskránni hér á landi. Það hlýtur að segja
eitthvað um manninn með hverjum hann hefur unn-
ið í gegnum tíðina. Þar verða fyrir nöfn eins og
Shorty Rogers, Shelly Manne, Mel Lewis, Louie
Bellson, Count Basie, Terry Gibbs, Woody Her-
man, Bob Brookmeyer, Buddy Rich, Gerry Mullig-
an, Doc Severinsen og fleiri.
Holman mun stjórna Stórsveit Reykjavíkur á
tónleikum á Nasa, annað kvöld, 27. september. Það
náðist í Holman í síma á heimili hans í Los Angeles.
Hann var nýlega stiginn úr rekkju og samtalið
kannski þess vegna stirðara í fyrstu en ákjósanlegt
hefði verið. Holman kvaðst hreint ekki vita hvernig
á því stæði að hann væri á leiðinni til Íslands. „Um-
boðsmaðurinn minn fékk tölvupóst með fyrirspurn.
Meira veit ég ekki. Ég fékk sendan geisladisk með
nokkrum lögum með Stórsveit Reykjavíkur og ég
hreifst af því sem ég heyrði. Sveitin hljómar vel.“
Áður stigið á íslenska grund
Holman segir að efnisskráin á tónleikunum í
Nasa verði skipt til helminga á milli standarda og
tónlistar hans sjálfs. Meðal standarda má nefna
Just Friends, Norwegian Woods, Stomping at the
Savoy, Lover Man, After You’ve Gone, Old Man
River og Stella by Starlight.
Því hefur oft verið haldið fram að mikill munur sé
á djasstónlist vesturstrandarinnar og austur-
strandarinnar. „Flestir sem taka djassinn alvarlega
fara til New York. Þar er mekka tónlistarinnar.
Þeir sem hafa komið til Los Angeles hafa flestir
verið í leit að hljóðversvinnu og hafa kannski
ílengst. En í New York er að finna fleiri alvarlega
djasstónlistarmenn en annars staðar í Bandaríkj-
unum og þangað fara þeir sem vilja ná lengra,“ seg-
ir Holman.
Hann segir að djass sé í raun jaðartónlist í Kali-
forníu. „Það eru allir svo uppteknir af popptónlist.
Það ríkir hjarðmennskuafstaða til tónlistar í Kali-
forníu og popptónlistin nýtur góðs af því, ekki
djassinn. Það eru reyndar góðir spilarar hérna í
borginni sem vilja spila djass og fá til þess tækifæri
en það eru ekki margir staðir hérna sem ráða djass-
tónlistarmenn sem koma annars staðar frá.“
Holman hefur verið mikið í Evrópu, eða allt frá
1980 til 2003. Hann starfaði með mörgum útvarps-
stórsveitum í Evrópu en aðallega þó mest með út-
varpshljómsveitinni í Köln og síðar með Metropole
hljómsveitinni í Hollandi, sem skartað hefur ein-
leikurum eins og Phil Woods, Sal Nistico og Lee
Konitz.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kem til Ís-
lands. Ég kom árið 1953. Ég var þá með hljómsveit
Stan Kentons í fyrstu Evrópuförinni. Á leiðinni til
Bandaríkjanna millilentum við í Reykjavík. Við fór-
um beint upp í rútu og á stóran veitingastað,
snæddum hádegisverð og fórum svo aftur um borð í
vélina. Núna ætla ég að staldra lengur við og skoða
mig um,“ segir Holman.
Tónlist | Bill Holman stjórnar á opnunartónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur
Hreifst af Stórsveitinni
VEITT voru
frelsisverðlaun
Alþjóðasamtaka
bókaútgefenda
við hátíðlega at-
höfn við setn-
ingu bókamess-
unnar í Gauta-
borg síðastliðinn
fimmtudag.
Féllu þau ír-
anska útgefandanum Shahla Lahiji
í skaut. Verðlaunin voru sett á
laggirnar á síðasta ári og er Lahiji
því fyrsti útgefandinn sem þau
hlýtur. Markmiðið er að verðlauna
þá sem sýnt hafa einstakt hugrekki
við að verja tjáningar- og prent-
frelsi, að því er kemur fram í
fréttatilkynningu frá Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda, sem er
meðstofnandi að verðlaununum og
á fulltrúa í verðlaunanefndinni.
Verðlaunaféð er 5.000 svissneskir
frankar.
Shahala Lahiji er fædd árið
1942. Hún var fyrsta konan til að
stofna eigin bókaútgáfu í Íran, en
útgáfuna Roshangaran setti hún á
fót árið 1983. Sjálf er hún einnig
höfundur og þýðandi. Írönsk yf-
irvöld og hópar þeim hliðhollir
hafa hvað eftir annað þrengt að út-
gáfustarfseminni og var hún t.a.m.
handtekin árið 2000 fyrir að „vinna
gegn þjóðaröryggi“ í kjölfar ræðu
sem hún hélt á ráðstefnu í Berlín
og árið 2005 var bensínsprengju
kastað inn á skrifstofu útgáfunnar.
Þrátt fyrir hótanir og erfiðleika
heldur hún útgáfustarfseminni
engu að síður ótrauð áfram.
Íranskur
útgefandi
heiðraður
Baráttukona fyrir
tjáningarfrelsi
Shahala Lahiji
ÞÆR breytingar
hafa verið gerð-
ar á dagskrá
Jazzhátíðar
Reykjavíkur að
stórtónleikar
Kurt Elling, sem
fyrirhugaðir
voru í Há-
skólabíói 30.
september, fær-
ast yfir í Austurbæ. Í frétta-
tilkynningu frá Jazzhátíðinni segir
að upphaflega hafi staðið til að
halda tónleikana í Austurbæ en
húsið hafi verið upptekið og því
ákveðið að halda þá í Háskólabíói.
Í millitíðinni kom í ljós að Aust-
urbær yrði þrátt fyrir allt á lausu
og ákveðið var að færa tónleikana
þangað. Jazzhátíð fagnar þessu
þar sem Austurbær sé góður stað-
ur fyrir hljómleika af þessu tagi,
hljómburður hússins sé mjög góð-
ur og sviðið auk þess nær áhorf-
endum. Á undan tónleikum Kurt
Elling, sem nýlega var kosinn
besti karlsöngvarinn af gagnrýn-
endum Down Beat, leikur Kvartett
Eyjólfs Þorleifssonar og Andrésar
Þórs Gunnlaugssonar.
Þá hafa tónleikar Gammanna og
DBK nk. fimmtudag verið fluttir
úr Nasa yfir í Víkingasal Hótels
Loftleiða, sem áður fyrr var mikið
notaður fyrir djasstónleika. Loks
hefur tónleikum Kvintetts Þor-
gríms Jónssonar, sem áttu að vera
nk. laugardagskvöld, verið aflýst.
Miðasala á alla tónleika Jazzhá-
tíðar Reykjavíkur er á midi.is, í
verslunum Skífunnar og versl-
unum BT. Miðar verða einnig
seldir við innganginn á tónleika-
stað.
Breytingar
á dagskrá
Jazzhátíðar
www.jazz.is
Kurt Elling
SÖGUFRÆGASTI djassleikarinn sem fram
kemur á Jazzhátíð Reykjavíkur í ár er einn
helsti stórsveitarhöfundur djasssögunnar – Bill
Holman. Hann mun stjórna Stórsveit Reykjavík-
ur á upphafstónleikum hátíðarinnar hinn 26.
september í NASA og hefur enginn þeirra er-
lendu gestastjórnenda er sveitin hefur fengið til
liðs við sig unnið jafn mörg afrek á stórsveit-
arakrinum og hann. Holman var upphaflega
vinsælastur sem tenórsaxófónleikari í Vest-
urstrandardjassinum – með svalan tón í anda
Stan Getz – en það eru þó útsetningar hans sem
lengst munu halda nafni hans á lofti.
Holman lék með stórsveit Charlie Barnets áð-
ur en hann gekk til liðs við Stan Kenton árið
1952. Hann hóf fljótlega að skrifa fyrir Kenton-
sveitina og margir þeir ópusar sem bjuggu yfir
heitustu sveiflunni hjá Kenton komu úr penna
Holmans. Þegar hann hætti að blása með
Kenton 1956 skrifaði hann áfram fyrir hann og
marga aðra s.s. Gerry Mulligan og Woody
Herman. Hann blés með mönnum á borð við
Shelly Manne og Shorty Rodgers eftir að hann
hætti með Kenton, en brátt urðu útsetningar og
hljómsveitarstjórn saxófónleiknum yfirsterkari.
Hann skrifaði fyrir kvikmyndir og sjónvarp og
söngkonur á borð við Söru Vaughan og Peggy
Lee. Hann skrifaði mikið fyrir hljómsveit Count
Basies síðustu árin sem Basie lifði, m.a. tónlist-
ina á skífuna I Told You So. Frá 1975 hefur
Holman verið með stórsveit starfandi í Los Ang-
eles þar sem magir af köppum hins svala djass
hafa blásið s.s. Bob Cooper og Bill Perkins.
Hann hefur einnig unnið mikið í Evrópu m.a.
með stórsveitum danska og norska útvarpsins.
Á síðari árum hefur stjarna Bill Holmans
skinið skært á djasshimninum. Hann hefur
löngum verið í fremstu röð er valinn hefur ver-
ið djassútsetjari ársins og plötur hans hlotið
góða dóma. Það er á engan hallað þótt hér sé
haldið fram að engum hafi tekist að útsetja
verk Theloniusar Monks með jafn miklum
glæsibrag og Holman gerði fyrir hljómsveit sína
og heyra má á skífunni Birllant Corner frá
1997, en ekki eru síðri útsetningar hans á ýms-
um söngdönsum og meðal sígildra verka djass-
bókmenntanna eru útsetningar hans á Yester-
days eftir Jerome Kern og Stella By Starlight
eftir Victor Young.
Það er mikið tilhlökkunarefni fyrir alla sem
gaman hafa af stórsveitardjassi að fá að heyra
Stórsveit Reykjavíkur leika útsetningar Bill
Holmans undir stjórn Bill Holmans. Það gerist
varla betra eftir að Ellington, Basie og Herman
hafa kvatt.
Svalur töframaður stórsveitardjassins
Eftir Vernharð Linnet
FYRSTA æfing Stórsveitar Reykjavíkur undir stjórn Bill Holman fór fram í sal FÍH í fyrrakvöld. Á
tónleikunum verða fluttir klassískir djasssöngvar og frumsamin verk Holmans, sem er einn af þekkt-
ari útsetjurum og stjórnendum í stórsveitardjassi í heimi.
Stórsveitarsveifla